Morgunblaðið - 19.01.2003, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 19.01.2003, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. JANÚAR 2003 17 Þetta „Þorgeirs-syndrome“ ertalsvert á sveimi í samfélag- inu og virðist fara vaxandi. Í seinni tíð er tilhneigingar af þessu tagi farið að gæta t.d. í vaxandi mæli í alls kyns gaman- þáttum og skrif- um. Menn taka þá gjarnan fyrir þá sem af einhverjum ástæðum hafa farið halloka, t.d. ekki komist inn á lista til alþingiskosninga, hafa lent í óförum í starfi, verið sagt upp, lent milli tannanna á fólki vegna atburða í einkalífi og þannig mætti telja. Þetta virðist haldast í hendur við þá þróun að margir ráðist á einn og gangi milli bols og höfuðs á honum, oft án þess að viðkomandi einstaklingur hafi nokkurn skap- aðan hlut gert árásarmönnunum til miska. Það hefur aldrei þótt hetjulegt að sparka í liggjandi mann en þetta gera ótrúlega margir í ís- lensku samfélagi í dag, í mörgum skilningi. Það þarf ekki annað en fletta dagblaði til þess að sjá þess merki að ofbeldi, einelti og „Þor- geirs-syndromið“ er í mikilli sókn hér. Kannski helst þetta í hendur við vaxandi misskiptingu auðs? Hver veit, það væri ómaksins vert að gera rannsókn á því, annað eins er nú rannsakað. Einhvern veginn kann ég ekki vel við þá gamansemi sem beinist að því að gera grín að þeim sem orðið hafa undir, þótt ég viti vel að þetta var lenska í sveitum áður fyrr. Þá gátu allir gert grín að þeim sem ekki gátu borið hönd fyr- ir höfuð sér en enginn þorði að gera grín að mikils háttar mönn- um, að minnsta kosti ekki opinber- lega. Víst er gert grín að þeim sem mikils mega sín í dag og vafalaust svíður þeim stundum. En það finnst fólki af öðru tagi vegna þess að hinir vel settu ættu að hafa beinin til að bera grínið – þeir hafa svo fengið svo mikið að þeir ættu að geta þolað smávegis. Hitt sýnist öllu óréttlátara þegar þeir sem eiga um sárt að binda vegna ófara af ýmsu tagi eru að auki gerðir að skotspæni á opinberum vettvangi. Það er hreint út sagt að „snúa hnífnum í sárinu“ og má að mínu viti flokka sem rætni. Hafa ber í huga að því eru takmörk sett hvað fólk getur rogast með af mótlæti í einu. Það er mín óþægilega tilfinning að rætnin og illkvittnin haldist í hendur við þverrandi samkennd í samfélaginu, sem samkvæmt frétt- um hittir margan fyrir í dag. Í þessu sambandi má minna á máltækið: „Sá hlær best sem síðast hlær“. Lífið hefur á stundum þann hátt á að „reka ofan í kok“ á fólki misgjörðir þess. Þeir sem verða fyrir ómaklegum árásum ættu ekki að örvænta þótt þeir geti ekki borgað fyrir sig. Oftar en ekki er séð um að borgun fari fram. Þeir sem láta illar tilhneigingar ná yf- irhöndinni fara oftast flatt á slíku á endanum, maður þarf ekki annað en óska þeim langra lífdaga, – framferði þeirra og innræti sér um hitt.“ Þjóðlífsþankar/Fá menn ekki svolítið óbragð í munninn? Lofaðu svo einn… „LOFAÐU svo einn að þú lastir ekki annan“ er máltæki sem sýnist í umræðu fara nokkuð hljótt hjá ýmsum. Kannski hafa viðkomandi aldrei veitt þessu ágæta heilræði athygli eða þá að þeir eru algjörlega búnir að gleyma þýðingu þess. Þetta kemur vel í ljós í umræðum og skrifum ákveðinna hópa í sam- félaginu þar sem menn hika ekki við að gera náungann „höfðinu styttri“ ef það mætti verða til að stækka þá sjálfa að sama skapi. Þetta er kannski skilj- anlegt þótt ekki sé það drengilegt en hitt er erfiðara að skilja þegar menn á opinberum vettvangi ráðast að fólki að því er virðist eingöngu vegna þess að það „liggur vel við höggi“, sbr. þegar Þorgeir Hávarsson hjó höfuðið af for- vitnum smala til þess eins að þjóna lund sinni. eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttir KJARTAN Jóhannsson, sendiherra, hefur afhent hans hátign Albert II, konungi í Belgíu, trúnaðarbréf sem sendiherra Íslands í Belgíu, segir í frá utanríkisráðuneytinu. Afhenti trúnaðarbréf Námskeiðið Öflugt sjálfstraust verður haldið í Foreldrahúsinu í Vonarstræti 4b dagana 22. janúar kl. 18–21 og 25. janúar kl. 11–14. Námskeið er fyrir alla foreldra sem vilja styrkja sig í að verða sterkar fyrirmyndir fyrir börnin sín. Fjallað verður m.a. um áhrif hugarfars, viðhorfa og hugsunar á hegðun og líðan. Einnig verður fjallað um leiðir til að byggja sig upp og taka ábyrgð á eigin lífi og heilsu. Höfundar námskeiðsins eru Jóhann Ingi Gunnarsson og Sæ- mundur Hafsteinsson sálfræðing- ar. Þeir flytja námsefnið á mynd- bandi og hafa þjálfað starfsfólk Foreldrahússins til að hafa um- sjón með námskeiðunum. Nánari upplýsingar eru í Foreldrahúsinu eða á heimasíðunni www.foreldr- hus.is. Áhugamál unglinga utan skóla Ragnhildur Bjarnadóttir dósent við Kennaraháskóla Íslands held- ur fyrirlestur á vegum Rannsókn- arstofnunar KHÍ miðvikudag 22. janúar kl. 16.15 í salnum Skriðu í Kennaraháskóla Íslands v/ Stakkahlíð og er öllum opinn. Ragnhildur fjallar um doktors- rannsókn sína þar sem hún leitar svara við spurningum um hvað ís- lenskir unglingar telja sig læra af ástundun áhugamála utan skóla, um félagslegt samhengi lærdóms- ins og þýðingu fyrir unglingana. Á NÆSTUNNI Guðmundur Ingi Guðbrandsson, líffræðingur á Brúarlandi á Mýr- um, hefur verið ráðinn í starf kosningastjóra Vinstrihreyfingar- innar – græns framboðs í Norð- vesturkjördæmi fyrir komandi kosningar. Guðmundur Ingi braut- skráðist frá Háskóla Íslands vorið 2002 og vann samhliða námi á Norðurlandsdeild Veiðimálastofn- unar á Hólum í Hjaltadal og á Líf- fræðistofnun Háskólans. Guð- mundur Ingi var í 6. sæti á lista VG í Vesturlandskjördæmi fyrir síð- ustu alþingiskosningar og skipar núna 16. sæti á lista flokksins í Norðvesturkjördæmi. STJÓRNMÁL ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.