Morgunblaðið - 19.01.2003, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 19.01.2003, Blaðsíða 38
MINNINGAR 38 SUNNUDAGUR 19. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Ólafur Ö. Pétursson, útfararstjóri, s. 896 6544 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. S. 551 7080 Vönduð og persónuleg þjónusta. Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. Opið til kl. 19 öll kvöld Kransar • Krossar • Kistuskreytingar Háa skilur hnetti himingeimur, blað skilur bakka og egg. En anda sem unnast fær aldregi eilífð að skilið. (Jónas Hallgr.) Þessar hógværu, undurfögru ljóð- línur segja í rauninni allt, sem þarf að segja. Ég veit líka að hann Þór- arinn frændi minn hefði ekki viljað láta mæra sig á prenti eða fjölyrða um mannkosti sína og lífshlaup. Hann var sjálfur hljóðlátur og hóg- vær, en heiðarlegur og hreinskipt- inn, þegar hann hafði eitthvað til málanna að leggja, einlægur og blátt áfram, eins og þetta einfalda, en djúpvitra ljóð. Mig langar bara að þakka honum fyrir samfylgdina, alla þá ást og um- hyggju, sem þau Gulla hafa umvafið mig og mína, frá því ég kom í þenn- an heim og þar til Ninni kvaddi hann, að liðnum þrettánda degi jóla. Fram á fullorðinsár mín voru þau, Ninni og Gulla, einu nánu ættingjar okkar, sem bjuggu hér í Reykjavík. Við vorum svo mikið saman, við fimm, að mér fannst ég eiga tvenna foreldra. Ekkert barn var eins heppið og ég! Og frá fyrstu tíð var ég heilluð af ástinni, sem ég sá ljóma í augum þeirra allra, þau voru svo ung og svo falleg og það var svo gaman að lifa! Það var mikið talað, mikið hlegið og faðmlög og blíðuhót ÞÓRARINN HJÖRLEIFSSON ✝ Þórarinn Krist-inn Hjörleifsson fæddist í Hnífsdal 16. ágúst 1930. Hann lést á blóðlækninga- deild Landspítalans við Hringbraut 7. janúar og var útför hans gerð frá Foss- vogskirkju 17. jan- úar. voru jafneðlileg og sjálfsögð og það að draga andann. Þeirra ríkidæmi fólst í öllu öðru en veraldlegum auði. Ninni frændi hafði oft passað mig, áður en hann kynntist Guð- laugu, við gáfum önd- unum á meðan mamma og pabbi voru að æfa inni í Iðnó og hann las fyrir mig Sálminn um Blómið og við höfðum það svo ósköp gott saman, bara við tvö. En ekki þótti mér verra, þegar hún kom til sögunnar, Gulla er nefnilega svo voða flink að klóra krökkum á bakinu og segja þeim kannski spennandi glæpasögur á meðan! Ég vorkenndi þeim oft, þessum rólyndu bræðrum, þegar tvær hláturmildar valkyrjur, mamma og Gulla, voru að atast í þeim, siða þá til og skemmtu sér konunglega, þegar þeir voru orðnir alveg ruglaðir í ríminu. En ég áttaði mig fljótt á, að skemmtunin var gagnkvæm og þeir kímdu hvor til annars og náðu sér svo gjarnan niðri á dömunum – með hægðinni! Þá gátum við líka öll hlegið, svo tár- in trilluðu. Hann var svo fallegur, hann frændi minn, ekki síst þegar hann brosti – mér fannst hann hefði átt að vera kvikmyndastjarna! Þeg- ar ég fór svo að feta mig inn í hinn dularfulla heim fullorðna fólksins, fullan af spurningum, sem þurfti að svara, fullan af dýpstu gleði og sár- ustu sorgum, þá var gott að vita, að alltaf ætti ég athvarf hjá þeim á Háaleitisbrautinni, gæti treyst þeim fyrir öllum mínum leyndarmálum og verið viss um að mér yrði mætt sem jafningja, en aldrei talað niður til mín eins og barns. Og alltaf snerti það mig jafndjúpt hvað þau töluðu fallega hvort til annars og hvort um annað. Þessi gagnkvæma virðing og væntumþykja varð svo eftirsóknar- vert ástand, mér fannst ég vildi allt til vinna, að einhver horfði einhvern tíma á mig, eins og hann Ninni horfði á hana Gullu, þegar hún sá ekki til. Mér fannst að þau ættu eitt- hvert það leyndarmál, sem hlyti að vera lykillinn að lífshamingjunni! En „meðan hjörtun sofa, býst sorgin heiman að – og sorgin gleymir eng- um“, segir í kvæðinu fallega, hans Tómasar Guðmundssonar. Sorgin var líka gestur á Háaleitisbrautinni á stundum, því hún gleymir svo sannarlega engum þeim, sem kann að elska, það er þessi undarlega þversögn í lífinu, að dýpstu sælu getur fylgt hin þyngsta þjáning. Á slíkum stundum hugguðu þau hvort annað, sneru bökum saman og reyndu ótrauð að njóta þess, sem líf- ið hafði að bjóða. Þau lögðu rækt við fjölskyldu og vini og ferðuðust mik- ið, skoðuðu Ísland og heimsóttu margar heimsálfur. Afríka fannst þeim sérstaklega heillandi, bæði land og þjóð. Og nú var ævistarfinu lokið og nægur tími til að ferðast meira og njóta þess að vera saman. Þungbær var því sú fregn, að hann Þórarinn, þessi hrausti, fallegi og friðsami maður, myndi þurfa að grípa til vopna og hefja langt og strangt stríð móti voldugum óvini. En hann barðist eins og hetja og Guðlaug stóð eins og klettur við hlið hans frá upphafi til enda. Það heyrð- ist aldrei æðruorð. Og það rann upp fyrir mér, þær stundir, sem ég átti með honum einum þessa síðustu mánuði, „friðarstundirnar“ okkar, eins og Gulla kallaði þær, þegar ég hélt ég væri að gefa honum styrk, að það var hann, sem gaf mér styrk – það voru þau, Ninni og Gulla, sem með örlæti hjartans skildu vanmátt minn og báru smyrsl á sárin. Fyrir það er ég óendanlega þakklát. Mest af öllu þakka ég þó, að hafa fengið að sjá með eigin augum þess- ar síðustu stundir við dánarbeðinn hans frænda míns, hvernig ástin getur sigrað dauðann, breytt honum úr grimmum óvini í líknandi vin, hvernig sá sem elskar getur gefið hina stærstu gjöf – að sleppa takinu og leyfa ástvini sínum að fara í friði. Slíkt er einungis hægt í fullvissu þess að „anda sem unnast fær aldr- egi eilífð að skilið“. Elsku Gulla, Guð styrki þig í sorg þinni, við Jón og börnin þökkum honum Ninna okkar fyrir allt og allt. Ragnheiður Kristín Steindórsdóttir. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgr. Pét.) Þessi bæn, sem Hjörleifur afi minn kenndi mér þegar ég var barn, kom í huga mér þegar ég leit elsku- legan frænda minn augum hinsta sinn þar sem hann lá svo tignarleg- ur og fagur en hann hafði þá nýskil- ið við þennan heim. Mér fannst sem englar Guðs sveimuðu í kringum hann og mér leið vel hjá honum þrátt fyrir sorgina og tregann sem bærðust með mér. Hann hafði ekki glatað fríðleik sínum þrátt fyrir erf- ið veikindi sl. ár sem gengið höfðu honum mjög nærri. Ég kynntist Þórarni frænda mín- um mjög ung, svo ung að ég man því miður ekki eftir okkar fyrstu kynn- um. Mér hafa oft verið sagðar sögur af því þegar ég var á fyrsta eða öðru ári og hann gekk með mig um gólf kvöld eftir kvöld til að reyna að koma mér í svefn og þegar hann hélt ég væri loks sofnuð og ætlaði að leggja mig niður í rúmið streittist ég alltaf á móti. Eflaust hef ég ekki vilj- að missa af því sem var að gerast í kringum mig og viljað vaka lengur í örmum hans, líkt og hann hefur bar- ist við það undanfarið að fá að lifa lengur og hvíla í örmum sinnar heittelskuðu konu, sem var honum allt. Minning, sem er mér ljóslifandi frá því ég var barn, er þegar mamma og pabbi fengu gefins brúð- armynd af þeim Þórarni og Gullu. Fallegri hjón gat ég ekki ímyndað mér og sat ég tímunum saman og horfði á myndina og dáðist að þeim. Brúðarmyndin var ekki bara falleg, allur þeirra tími saman hefur verið mjög falleg lifandi mynd fyrir okkur hin sem fylgdumst með, ástrík, sam- hent, elskuleg og gefandi hjón. Þórarinn lét ekki mikið á sér bera en átti hug og hjörtu þeirra sem honum kynntust. Hefur það verið mjög erfitt fyrir systkini hans og ástvini að horfa upp á hann þjást en aldrei kvartaði hann og bar harm sinn í hljóði. Elsku Gulla, þú hefur misst mikið og veit ég að það verða mikil viðbrigði að lifa án hans en ég vona að við í Hjörleifsfjölskyldunni og aðrir vinir þínir getum gefið þér styrk til að takast á við það. Inni- legar samúðarkveðjur sendum við þér frá pabba, mömmu og fjölskyld- um þeirra og biðjum Guð að geyma elsku frænda minn og þökkum hon- um fyrir yndislegar samverustundir sem munu ylja okkur í minningunni. Sigríður Jensdóttir. Í dag kveðjum við Þórarin föð- urbróður eða Ninna frænda eins og mér var tamt að kalla hann. Sem barn laðaðist ég sérstaklega að Ninna enda finnst mér í minning- unni sem auðveldara hafi verið að ná óskiptri athygli hans en annarra fullorðinna. Hann sýndi okkur börn- unum sérstaka hlýju og talaði við okkur sem jafningja. Mér þótti sérstaklega spennandi að eiga frænda sem vann á Veður- stofunni og gat útskýrt hvernig veð- urathuganir fóru fram og veðurspár urðu til. Sá áhugi sem þá kviknaði á náttúruvísindum lifir enn. Ninni var einkar fríður maður og bar af sér sérstakan þokka. Bros hans var einlægt og hrífandi. Hann var heimsborgari og ferðaðist til fjarlægra landa og heimsálfa. Hann hafði einlægan áhuga á menningu og sérkennum þeirra þjóða sem þau Gulla heimsóttu og tók sérstöku ást- fóstri við Ítalíu og lagði sig eftir því að læra málið. Það var gaman að heyra hann segja frá upplifun sinni þegar heim var komið. Ninni var ekki alltaf sáttur við gang mála í þjóðfélaginu og gat ver- ið harðorður þegar álitamál samtím- ans bar á góma. Hann bar hag lít- ilmagnans sérstaklega fyrir brjósti og vildi ekki að Íslendingar yrðu öðrum þjóðum háðir eða fórnuðu náttúru landsins. Nú hefur Ninni frændi yfirgefið jarðneskan líkama sinn og haldið til æðri heims þar sem hann mun njóta samvista við ástvini að eilífu. Ást þeirra Ninna og Gullu var síung og efldist og þroskaðist allt til þeirrar stundar er sál hans skildi við. Sam- band þeirra var einkar fallegt og öðrum fyrirmynd en aðskilnaðurinn var þeim sár. Þau eru nú bæði að hefja nýtt líf en munu sameinast aft- ur í fyllingu tímans. Halldór Þorgeirsson. Ef þú lokar augunum í leit að andliti sem þú elskar, þá finnurðu að myrkrið er það efni sem varðveitir endalaust. (Guðbergur Bergsson.) Ég kvaddi Þórarin sunnudaginn 5. janúar inni á stofu 26. Ég vissi það áður en ég gekk inn að þetta yrði í síðasta sinn sem við myndum draga að okkur sama andann. Það var rökkvað í herberginu, smá lampa- ljós og dauf birta frá kerti á borðinu sem lék sér að því að búa til skugga- myndir úr biðjandi höndum og lítilli styttu af engli. Þórarinn svaf djúp- um svefni og Gulla strauk hendinni upp og niður bláfölan og grannan handlegginn sem hafði svo oft strok- ið á henni ökklann þegar hann gægðist út yfir stólarminn við sjónvarpsgláp á kvöldin. Hún var meira að segja með gamla brún-appelsínugula sjal- ið um herðarnar sem Þórinn náði oft í fyrir hana þegar hún hafði orð á því hvort ekki væri kalt í stofunni. Þetta var hlý sjón. Þegar ég leit á Þórarin sá ég fal- legan mann þótt hann væri fölur og grannur, og gráa hárið stutt og þunnt. Ég lokaði augunum og í myrkrinu sá ég annan fallegan mann, útitekinn og hraustlegan með þykkt silfurgrátt hár og augu sem hurfu í brosinu. Þetta var Þórarinn, sem synti flesta daga í hádeginu, sem var lengi að lesa Morgunblaðið og yfirleitt í öðrum hvorum stólnum úti við gluggann, sem hlustaði flest kvöld á fréttir í útvarpi, fréttir á stöð 2, fréttir í ríkisjónvarpinu og talaði oft við þá sem þar komu fram til að ræða um landsins gagn og nauðsynjar, sem hafði yndi af að ferðast um víða veröld, naut sólar- innar og leið vel í háu hitastigi, sem lærði ítölsku í áraraðir, sem hafði áhuga á ljósmyndun, sem elskaði Ís- land, sem grillaði manna best og lét því athugasemdir frúarinnar um hvort ekki væri allt í lagi á grillinu sér yfirleitt sem vind um eyrun þjóta. Þetta var sá Þórarinn, einn af mestu manngæðingum sem hægt er að kynnast, orðspar en varð aldrei orða vant. Þegar tími var kominn til að kveðja og ég laut yfir Þórarin til að kyssa hann á vangann varð mér ljóst að við hefðum líklega í öll þessi ár heilsað og kvatt með kossi á sama vangann. Þetta var því gamalkunn- ugur, hlýr og mjúkur hægri vangi sem ég núna straukst létt við, kyssti og hvíslaði eins og svo oft áður þó núna í síðasta sinn ,,takk fyrir mig.“ Elsku Gulla, þetta eru mörg ár, mörg stórkostleg ár og einungis þeir allra lánsömustu geta státað af slíkri ævi. Ástarkveðjur. Sigrún Berglind Ragnarsdóttir. Af öllum þeim gæðum sem okkur veitir viturleg forsjá Elsku amma og langamma. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. ✝ HólmfríðurHildimundar- dóttir fæddist í Stykkishólmi 15. nóvember 1911. Hún lést á St. Franciskus- spítalanum í Stykkis- hólmi 8. janúar síð- astliðinn og var útför hennar gerð frá Stykkishólmskirkju 18. janúar. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Það er svo sárt að sjá á eftir þér en núna líður þér vel, búin að hitta Gest afa og Bóa sem taka vel á móti þér. Elsku amma, þú varst svo falleg kona og með svo stórt hjarta, alltaf glaðleg og vildir öllum vel. Það er ekki út af engu sem þú varst köll- uð prinsessan. Hermann Örn spyr hvort Guð sé að laga fótinn og hvort hann sé enn brotinn. Hann segir líka að nú eigi hann engil á himnum sem passar hann og okkur öll. Takk fyrir allt, elsku amma mín. Það eru forréttindi að eigi þig sem ömmu og langömmu. Guð geymi þig og varðveiti. Sofðu rótt, þar til við hittumst á ný. Við elskum þig. Dagný Ósk og Hermann Örn. HÓLMFRÍÐUR HILDIMUNDAR- DÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.