Morgunblaðið - 19.01.2003, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 19.01.2003, Blaðsíða 30
SKOÐUN 30 SUNNUDAGUR 19. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ ERLENDAR samanburðarrann- sóknir á heilbrigðiskerfum fjölda vestrænna ríkja hafa sýnt fram á að efling heimilislækninga sé lykilatriði í því að stemma stigu við vexti heil- brigðisútgjalda og stuðla að skyn- samlegri nýtingu fjármuna. Með því að efla heimilislækningar væri hægt að draga úr heildarkostnaði í heil- brigðiskerfinu, hægja á vexti heil- brigðisútgjalda og stuðla að bættu al- mennu heilbrigði um leið. Ráðherra hefur í máli sínu um rétt- indabaráttu heimilislækna haldið því fram við ýmis tækifæri að hann vilji hafa heimilislækningar ódýrar og að- gengilegar fyrir sjúklingana, sem er í fullu samræmi við óskir heimilis- lækna sjálfra og væntanlega alls al- mennings. En hvað með raunverulegan kostnað ríkisins af þjónustunni og hinn mikla skort heimilislækna? Tæplega er nóg að tala um ódýra og aðgengilega heilsugæslu eingöngu útfrá komugjaldi sjúklingsins sem er aðeins 1–3% af raunverulegum kostnaði og loka samtímis augunum fyrir hinum mikla skorti, óánægju og yfirstandandi flótta heimilislækna úr stéttinni. Ráðherra og fleiri hafa iðulega haldið því fram að greiðslur sjúklinga og kostnaður ríkisins mundi nánast skjótast upp í óravíddir himinhvolfs- ins við það að heimilislæknar fengju réttindi á við aðra sérfræðinga. Hvað ef slík réttindi mundu skila sér í um- talsverðum sparnaði miðað við núver- andi fyrirkomulag heilsugæslunnar? Mundi ráðherra þá vera tilbúinn til að aflétta núverandi atvinnubanni á starfsemi heimilislækna nema undir merkjum ríkiseinokunar? Bókhald Heilsugæslunnar í Reykjavík Útfrá bókhaldi Heilsugæslunnar í Reykjavík (HR) mundu flestir ætla að hægt væri að sjá kostnað hinna ólíku þjónustuþátta, sem og áhrif breyttra aðstæðna eða áhrif nýrra rekstrarforma. Því miður er það ekki svo. Menn hafa orðið að notast við nálganir eða reiknilíkön og valið sér forsendur til að fá hugmynd um kostnað einstakra þjónustuþátta. Niðurstaðan fer því algerlega eftir hvaða forsendur menn hafa gefið sér í upphafi. En hvað ef forsendurnar eru ekki réttar? Hér skal sýnt dæmi úr bókhaldi HR og hve erfitt það getur verið að meta út frá því kostnað ákveðinna þjónustuþátta: Bókfærður kostnaður á einni nýjustu heilsugæslustöð HR var á árinu 2001 52 þús. kr. fyrir ung- barnaeftirlitið og 54 þús. kr. fyrir mæðraeftirlitið! Þetta gæti kannski passað við kostnað á bleium og dömu- bindum, en tæplega nokkuð fleira! Engum kæmi til hugar að þarna gæti verið um að ræða raunverulegan kostnað vegna starfa nokkurra heim- ilislækna, barnalæknis, kvensjúk- dómalæknis, hjúkrunarfræðinga, ljósmæðra, ritara, móttökuritara, ræstingarfólks auk stjórnunarkostn- aðar, tækja og húsnæðis! Varla. Hvar eru svo þessir kostnaðarliðir bókfærðir? Sumt á heilsugæslustöð- ina undir öðrum liðum og annað undir starfsemi sem fer fram á Heilsu- verndarstöðinni. Bókhald heilsu- gæslustöðvanna er í sumum tilvikum óaðgreinanlegt frá starfsemi og bók- haldi Heilsuverndarstöðvarinnar. Hér er um að ræða ríkisfyrirtæki með um 2.000.000.000 (2 milljarða) króna rekstur og lögbundnar skyldur um að allir eigi rétt á heimilislækni og ábyrgð gagnvart aðgengi fólks að þjónustu fyrir 175.000 íbúa höfuð- borgarsvæðisins. Hver segir svo og með hvaða rök- um að gjaldskrár- og verktakasamn- ingar við heimilislækna verði dýrari en hjá HR, þegar bókhaldið er með slíkum hætti og heilbrigðisyfirvöld hafa ekki gert neina kostnaðar- og þarfagreiningu?! Því er hætt við að slík niðurstaða sé einfaldlega byggð á tilfinningum, pólitískri sannfæringu eða kannski bara trúarbrögðum, en ekkert í takt við raunveruleikann. Stjórnsýsluúttektin Ríkisendurskoðun (RE) skilaði ný- lega stjórnsýsluúttekt á Heilsugæsl- unni í Reykjavík, „Fyrsti viðkomu- staður í heilbrigðiskerfinu.“ Þar er farið ofan í reksturinn og fær HR auk heilbrigðisyfirvalda hvern áfellis- dóminn á fætur öðrum, hvort heldur það lýtur að núverandi rekstri, bók- haldi, stefnumörkun eða framtíðar- sýn heilsugæslunnar. Skýrslan er um margt athyglisverð og fróðleg, ekki aðeins fyrir heil- brigðisyfirvöld heldur einnig heil- brigðisstarfsfólk og almenning. Nokkur atriði ollu þó vonbrigðum við lestur annars ágætrar skýrslu, t.d. hvaða nálgun var notuð til að reikna út komuviðtal heimilislæknis- ins, en ekki síður fyrir það að ekkert var minnst á hver kostnaður er við komur til annarra heilbrigðisstarfs- manna. RE gerði tilraun til að bera saman afköst íslenskra heimilislækna við danska og enska kollega þeirra. Um augljósar villur er þar að ræða fyrir þá sem þekkja til danska kerfisins, bæði hvað varðar sjúklingafjölda og lengdar viðtalstímans. Þetta varð þess valdandi að RE vanreiknaði kostnað viðtalstímans og ofmat stór- lega afköst danskra heimilislækna. Þess vegna voru íslenskir heimilis- læknar ásakaðir af heilbrigðisyfir- völdum í fjölmiðlum fyrir leti og það jafnvel á meðan niðurstöður RE voru ennþá trúnaðarmál og ekki búið að birta skýrsluna! Ekki skal minnst hér frekar á samanburð við enska heim- ilislækna, því það kerfi er ekki sam- anburðarhæft við Ísland og hin Norð- urlöndin í þessu sambandi. Nálgun heimilislækninga – heildrænt sjónarmið Hér verður nálgun á einingarverði heilsugæslunnar gerð útfrá eðli heimilislækninga og þeirri starfsemi sem þeim tilheyra, en ekki bara hluta hennar. Annars fengist mjög tak- mörkuð mynd af heimilislækningum hvað varðar eðli starfsins og kostnað. Læknisfræðilegar forsendur heim- ilislæknisfræðinnar liggja til grund- vallar starfi alls heilbrigðisstarfs- fólksins og verður ekki aðskilið frá starfi heimilislækna né ábyrgðar þeirra. Heimilislækningar er öll sú starfsemi sem fram fer á heilsu- gæslustöð, hvort heldur læknirinn veiti hana að öllu leyti sjálfur eða að hluta til. Hefur hann í síðara tilvikinu ýmsa heilbrigðisstarfsmenn til að sinna hinum ólíku þáttum (mynd 1). Nálgun HR og RE á kostnaði við komu til heimilislæknisins nær að- eins til takmarkaðs hluta starfsviðs hans og er því ekki eingöngu ósann- gjörn heldur einnig óraunhæf. Starf hans er óframkvæmanlegt með slíkri nálgun, nema um sýndarveruleika væri að ræða. Þá værum við heldur ekki lengur að tala um heimilislækn- ingar, þegar búið væri að reyta allar fjaðrirnar af heimilislækninum, sem sagt fjarlægja húsnæðið, húsgögnin, lækningatækin ásamt öllu þverfag- legu samstarfsfólki auk stjórnunar- kostnaðar. Við slíkar reiknikúnstir svífur heimilislæknirinn nánast um alsnakinn í tómarúmi sýndarveru- leikans. Þetta eru ekki heimilislækn- ingar frekar en afhöggvinn haus rjúpunnar væri kallaður rjúpa á jóla- borðum landsmanna! Vissulega getur beiting reiknilist- arinnar lýst upp farinn veg eða vísað okkur eitthvað áleiðis veginn, en ef notkun hennar byggist ekki á nægi- legri þekkingu fyrir viðfangsefninu verður útkoman þó samt sem áður alltaf fjarri raunveruleikanum. Einingarverð heilsugæslunnar Hér skal tekið á nokkrum töluleg- um staðreyndum varðandi Heilsu- gæsluna í Reykjavík útfrá bókhald- inu og gögnum Ríkisendurskoðunar. Farið verður nánar í kostnað og rekstur nýrrar heilsugæslustöðvar, sem eins konar flaggskip HR og því góður mælikvarði á starfsemi fram- tíðar heilsugæslustöðva. Einnig er stuðst við staðtölur Tryggingastofnunar ríkisins (TR) varðandi fjölda skráðra íbúa á heilsu- gæslustöðvum Reykjavíkur (tafla III), skilamat Fjársýsludeildar ríkis- ins á stofnkostnaði húsnæðis, hús- búnaðar- og tækjakaupa (E-liður) þessarar nýju heilsugæslustöðvar (hér eftir nefnd NÝ-HG-1). Vextir og afskriftir eru skv. lögmálum markað- arins og hér miðað við 7% vexti. Kom- ur til lækna og annars heilbrigðis- starfsfólks eru lagðar að jöfnu m.t.t. kostnaðar. Rekstrartölur HR og staðtölur TR miðast við árið 2001. Góður mælikvarði á umfang og framlegð hverrar heilsugæslustöðvar er komuviðtalið sem einnig er best sýnilegt í starfseminni. Einingar- verðið eða kostnaður komuviðtalsins verður reiknað út frá rekstrarkostn- aði og komutölum NÝ-HG-1. Rekstrartölur HR fyrir árið 2001 sjáum við í töflu I og þeir hlutar rekstrarins sem teknir verða með í sameiginlegum kostnaði heilsu- gæslustöðvanna (liður A og B). Rekstrartölur heilsugæslustöðvanna eru sýndar í töflu II. Kostnaður við stjórnsýslu og stjórnarlaun (tafla I, A-liður) er lagt við rekstur heilsugæslustöðva höfuð- borgarsvæðisins miðað við rekstrar- umfang (tafla II, C-liður). Síðan er kostnaður við aðra starfsemi innan HR (tafla I, B-liður) lagður við rekst- ur heilsugæslustöðva Reykjavíkur- svæðisins miðað við rekstrarumfang (tafla II, D-liður). Dregin er frá rekstri HR kostnaður vegna atvinnu- ssjúkdóma, lungna- og berklavarna auk skólatannlækninga (tafla I, F-lið- ur). Taka skal fram að í rekstrartölur HR vantar fjármagnskostnað hús- næðis o.fl. á Heilsuverndarstöðina og sama á reyndar við um allar heilsu- gæslustöðvarnar. Þarna er um að ræða umtalsverðan kostnað til við- bótar rekstrartölum í töflu I og II, sem verður ekki tekinn með hér nema fyrir NÝ-HG-1. Kostnaður vegna heimahjúkrunar er ekki dreg- inn frá rekstri stöðvanna, en sá rekst- ur fór út af heilsugæslustöðvunum í byrjun árs 2002, en er samt áfram innan HR. Forstjóri Heilsugæslunnar í Reykjavík hefur reiknað komuviðtal heimilislæknisins á 2.500 kr., Ríkis- endurskoðun reiknaði það á 3.500 kr. RE hefur einnig reiknað út komuvið- talið til sjálfstætt starfandi heimilis- lækna á 2.900 kr., en í þessu tilviki liggur kostnaður ljós fyrir að öllu leyti ólíkt hinum útreikningunum. Mismunur útreikninga komuviðtals- ins hjá HR og RE á ársgrundvelli er 160 milljónir. Sama bókhaldið var notað við útreikningana í báðum til- vikum. Niðurstaða þessarar skoðunar sýnir að hvert komuviðtal kostar 16.232 kr. Þetta er sexföld niðurstaða forstjóra HR! Samkvæmt þessari niðurstöðu er mánaðarlegur kostnað- ur á hvern skráðan íbúa stöðvarinnar 3.397 kr. Þetta er hið raunverulega eining- arverð, eða kostnaður miðað við komuviðtalið í heilsugæslunni útfrá komutölum og rekstrarkostnaði hjá (Ó)DÝRAR OG AÐGENGILEG- AR HEIMILISLÆKNINGAR? Eftir Guðmund Karl Snæbjörnsson „Ljóst er að brýn þörf er á viðhorfs- breytingum hjá heil- brigðisyfirvöldum og að farið verði að vinna sameiginlega með læknasamtökunum að endurskipulagi og upp- byggingu heimilislækn- inga í landinu í stað stöðugs niðurrifs og skemmdarverka.“                                 !     " ! # $ # %%&'&()&       *  +%,(-.     /  +(,0-. 1&')( )&1)0%0       !  2   (('0  3       3    45       &&(& &&() 0()(               6     78  2   0&   9  -                             !      !"  #  $   !"  "    !"  "  %  $   ! &   '   (   ( ) " *"      " &+ $$   $$ !, # #     #  -  + $  !   !  #" "       ./0 112 034 . /40 40/ 3 251 360 / 1./ 40. 5 73. 672 4 747 441 .5 700 6.. 66 62. 25. 05 /14 624 6 0.7 1// / 174 /65 372 407 4 640 .65 6 777 471 7 317 12. ./ /41 401 6/ 154 .5 370 243 6 4.0 161 061 161 . 42/ ..2 61 2/. 3.4 / /4. 175 72 /4. 172                         *  /         +2 #  8   45    . : ; < =  ;   +*  .   2  ; 8 +/  . 3 2       ;  +3  . )((%&) '1(0 &)%0)0') )&1%         3  -# 8   ! * &  $ '  !$  6   + ! .           !  "" 9: !$  ;/ ! $$ = !  $ !  )%    57 111 111 2/ 5/2 .02 .16 417 112 ..3 705 0.3 .54 644 .5. .71 111 111 2. 462 267 .75 731 500 .12 335 0./ //2 111 111 3 .76 377 2/ 111 111 30 111 111              >  -     8  > > > > > > > > > 0?2 5?5 .1?. ..?1 .0?6 ./?4 5?5 .7?. .1?3 > > > > > > > > > > > 4?7 4?2 3?3 6?1 2?0 6?5 4?5 0?/ 3?0 ./?1 4?5 -# 8   ! * &  $ '  !$  6   + ! .           !  ""  "   .. /3/ 5 60. 2 /11 2 143 6 663 5 416 2 /65 0 1/6 2 3.3 01 145   3   2     4   4        +  . 6?>* 67:@  )&)((0% )((%&) %0()1(%       .4?/> ..?1> ..?6> ..?4> 5?4> .1?6> ..?0> 5?2> ./?1> .11?1> /;4  A   8               @  -  $  "  A   *   : 0 762 05. .45 //. ./3 4/ 473 ..7 . 730 0/4     !   45  2 2        !"# $ &10 6  B : 8 8  45 ,  , 45C5   !   %&'   $ !             !"# $ (0 !  2 2  0&      #   E  :;    E    @ C    :$ #;  F 4  ;  8 ?  #; 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.