Morgunblaðið - 19.01.2003, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 19.01.2003, Blaðsíða 47
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. JANÚAR 2003 47 skráning skuldabréfa í Kauphöll Íslands Nafnverð útgáfu og lánstími: Nafnverð útgáfunnar er 3.000.000.000 kr. Bréfin í flokknum eru til 7 ára, útgefin þann 15. júní 1999 með gjalddaga höfuðstóls þann 15. sept. 2006. Engin uppsagnarákvæði eru í bréfunum. Útgefandi: Sparisjóður Hafnarfjarðar (SPH), kt. 610269-5599, Strandgötu 8-10, 220 Hafnarfirði. Skráning í Kauphöll Íslands: Sparisjóðsbréf SPH 99 2 að nafnverði 1.000.000.000 voru upphaflega skráð í Kauphöll Íslands 5. júlí 1999. Kauphöll Íslands hefur nú samþykkt að skrá þegar útgefin og seld sparisjóðsbréf að nafnverði 2.000.000.000 kr. þann 24. janúar 2003 enda uppfylli bréfin öll skilyrði skráningar. Heildarnafnverð flokksins er 3.000.000.000 kr. að nafnverði. Auðkenni skuldabréfaflokksins í viðskiptakerfi Kauphallar Íslands er SPH 99 2. Færslunúmer hjá Verðbréfaskráningu Íslands hf. er IS0000002293. Ávöxtunarkrafa og sölugengi Ávöxtunarkrafa á fyrsta söludegi var 5,5% og gengið 0,67840. á fyrsta söludegi: Einingar: Skuldabréfin eru í 5.000.000 kr. einingum. Umsjón með skráningu: Sparisjóður Hafnarfjarðar, kt. 610269-5599, Strandgötu 8-10, 220 Hafnarfirði. Skráningarlýsing og önnur gögn varðandi ofangreind skuldabréf liggja frammi hjá: Sparisjóði Hafnarfjarðar, Strandgötu 8-10, 220 Hafnarfirði, sími 550 2000, myndsendir 550 2002. NÝLEGA buðu hótelstjórahjónin Margrét Runólfsdóttir og Guð- mundur Sigurhansson yfir fjörutíu krökkum sem taka þátt í minni bolta í körfuknattleik á hótelið á Flúðum. Börnin eru á aldrinum ellefu ára og yngri. Tilefnið var að gefa hópnum sextíu þúsund krónur. Þessi upphæð er hagnaður af Baðstofukvöldi sem Baðstofuvinir og hótelið efndu til hinn 10. janúar síðastliðinn. Með þessari gjöf vilja gefendur styrkja þátttakendur í minni boltanum en börn í þessum aldurshópi héðan hafa staðið sig afar vel í körfubolta. Sama má einnig segja um fjölda unglinga og fullorðina, sem keppt hafa í körfu á undanförnum árum. Um þessar mundir eru tíu ár liðin síðan íþrótta- húsið á Flúðum var tekið í notkun. Það má segja að þá hafi orðið mikil bylting í félags og íþróttastarfi í sveitarfélaginu. Að sögn Kristleifs Andréssonar íþróttakennara, sem hefur byggt upp afreksfólk í þessari grein, stunda á annað hundrað manns körfubolta í íþróttahúsinu á Flúðum. Körfuboltalið UMF Hruna- manna hafa verið afar sigursæl á síðustu árum innan héraðsins sem utan. Meðal annars má nefna að drengir í minni boltanum eru nú meðal þeirra bestu á landinu í dag og um tuttugu krakkar æfa körfu- bolta með landsliðshópnum. Þess má og geta að þrjár stúlkur héðan úr hreppnum fóru með tólf manna hópi landsliðsins í síðustu utanlandsferð stúlknalandsliðsins og hafa staðið sig frábærlega vel. Jón Eiríksson, formaður körfu- knattleiksdeildar Ungmennafélags- ins, þakkaði gjöfina og sagði að hún kæmi sér vel vegna mikls ferða- kostnaðar liðanna á hin ýmsu keppn- ismót. Morgunblaðið/Sigurður Sigmunds Keppendur minni bolta ásamt Kristleifi Andréssyni þjálfara og hótel- stjórahjónunum Margréti Runólfsdóttur og Guðmundi Sigurhanssyni t.h. Góð gjöf til körfuboltabarna Hrunamannahreppi. Morgunblaðið. KAJAKRÆÐARINN Svein- björn Hrafn Kristjánsson var kjörinn íþróttamaður ársins 2002 í Bolungarvík. Í veglegu hófi sem íþrótta- og æskulýðsráð Bolungarvíkur efndi til af þessu tilefni lýsti Einar Pétursson, bæjarstjóri Bolungarvíkur, kjörinu og af- henti Sveinbirni veglegan bikar sem sæmdarheitinu fylgir. Sveinbjörn er vel að þessum titli kominn en hann vann öll þau mót sem stóðu kajakræð- urum á Íslandi til boða á síðasta ári. Meðal þeirra móta sem Svein- björn vann á síðastliðnu ári var Hvammsvíkurmaraþonið sem hann vann með yfirburðum ann- að árið í röð. Sveinbjörn, sem er aðeins nítján ára gamall, er í fremstu röð kajakræðara á land- inu um þessar mundir. Auk þess að útnefndur var íþróttamaður ársins voru þrjátíu íþróttamönnum veittar viður- kenningar fyrir ástundun, áhuga og góðan árangur í sínum íþróttagreinum. Knattspyrnulið UMFB úr 5. flokki drengja fengu viðurkenn- ingu fyrir að hafa orðið Íslands- meistarar á unglingalandsmóti UMFÍ í Stykkishólmi sl. sumar. Þá hlutu þær Helga Guðrún Magnúsdóttir, Ingibjörg Þórdís Jónsdóttir og Lóa Júlía Antons- dóttir viðurkenningar fyrir þátt- töku sína í sameiginlegu liði HSB og HSV í knattspyrnu sem lenti í öðru sæti á unglinga- landsmóti UMFÍ sl. sumar. Þá hlaut fjöldi annarra íþróttamanna viðurkenningu fyrir hinar ýmsu greinar. Kajakræðari íþrótta- maður ársins 2002 Bolungarvík. Morgunblaðið. Á ÁRSHÁTÍÐ leigubílastöðv- arinnar BSR sem haldin var á Hótel Borgar- nesi 11. janúar sl. voru þremur fyrrverandi starfsmönnum stöðvarinnar veittir heiður- splattar fyrir vel unnin störf. Þeir sem verðlaunin hlutu voru Óskar Sig- urðsson, Krist- ján Sveinsson og Ingimar Einars- son. Þar af á Ingimar að baki lengst- an feril af þremenningunum hjá BSR eða 55 ár í starfi en Kristján starfaði þar í 44 ár. Óskar starfaði skemur hjá stöðinni. Um 60 manns skemmtu sér konunglega á árshátíð- inni sem haldin var á Hótel Borg- arnesi þriðja árið í röð. Ljósmynd/Snorri Karlsson Frá vinstri: Óskar Sigurðsson, Kristján Sveinsson og Ingimar Einarsson. Heiðursverðlaun fyrir vel unnin störf Alltaf á þriðjudögum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.