Morgunblaðið - 19.01.2003, Blaðsíða 51
Lo“-ímynd út um gluggann og í stað
þess horfið aftur til hins settlega
forms sem hún var upphaflega í. Já,
svona getur það verið. Upp, niður ...
og svo aftur upp.
6. Leann Rimes
Ferill Leann Rimes er stórfurðu-
legur. Líkt og Shania Twain, sem við
komum að á eftir, á Leann rætur í
meginstraumssveitatónlist en er að
gera vafasamar tilraunir til að brjót-
ast yfir í heim glyskennds dívupopps.
Afraksturinn er skringilegur, svo
ekki sé fastar að orði kveðið, þar sem
nær ósættanlegum hlutum er bland-
að saman og troðið hvor ofan á ann-
an. Leann hóf ferilinn árið 1996 með
plötunni Blue, aðeins fjórtán ára
gömul þar sem réttur dagsins var
hefðbundin sveitatónlist; fölskvalaus,
létt og glaðvær. Strax tveimur árum
seinna, á plötunni Sittin’ on Top of
the World, var umbreytingin hafin.
Slatti af kílóum fokinn og stefnan sett
á venjubundið popp. Árið 2001 kom
svo I Need You, hvar Rimes lítur út
eins og tæknó-tæfa og á nýju plöt-
unni, Twisted Angel, er hún eins og
samklón af Spears og Carey. Erum
við virkilega að ganga veginn til góðs
hérna?
7. Shania Twain
Það er kannski hægt að kenna
þessari dömu um undarlegan darrað-
ardans Rimes. Plata þessarar „fyrr-
um“ sveitasöngkonu Come on Over
(upprunaleg útgáfa 1997, endur-
útgefin 1999) er best heppnaða
splæsing grípandi popprokks og
sveitatónlistar og kom hálfgerðri
bylgju af stað í þeim efnum. Líkt og
Rimes hóf Twain ferilinn með hefð-
bundinni sveitatónlist og kom fyrsta
plata hennar út árið 1993. Nýjasta
plata hennar, Up!, er tímamótaverk í
markaðslegum skilningi því hún
kemur út í þremur mismunandi út-
gáfum; ein platan er með sveita-
tónlistarlegum útgáfum af lögunum,
ein með popp/rokk-útgáfum og sú
þriðja er með asískum/arabískum/
rómönskum-útgáfum! Sumir hugsa
einfaldlega stærra en aðrir í þessum
bransa!!!
arnart@mbl.is
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. JANÚAR 2003 51
Shania Twain – Up!
Það sem er Akkilesarhæll þess-
arar plötu er að umfangið er á tvist
og bast. Nítján lög, þar sem stíllega
er farið út um allar trissur og þrjár
mismunandi útgáfur af sömu plötu!
Hingað til lands barst popp og as-
ísk/arabíska útgáfan. Fremur lit-
laust verður að segjast en þó nær
asísk/arabíski diskurinn að koma
manni í ágætt „rai“ stuð. Stór-
furðulegt. Leann Rimes – Twisted Angel
Leann langar svo mikið að vera
poppstjarna að manni svíður undan
því. Hér er öllu fórnað á altari
Mammons og það er svosem í lagi ef
eyrun fá eitthvað fyrir sinn snúð.
En svo er ekki. Rimes er kominn í
undarleg mál en plötunni er bjarg-
að við og við með ágætum söng-
sprettum og á stundum sæmilega
grípandi krókum. Titillinn, „Twist-
ed Angel“, er óþægilega nærri
sanni og maður fer virkilega að
hugsa: Er fólk endanlega að ganga
af göflunum í þessum blessaða iðn-
aði? Mariah Carey – Charmbracelet
Ímyndaðu þér að það sé troðið
sírópi í eyru, munn og nef þér. Ein-
hvern veginn þannig líður manni
við að hlusta á nýja plötu Carey.
Væmnin og ljúflegheitin fara næst-
um í hring og það liggur við að
óþægilegt sé að hlusta á plötuna.
Þetta er bara of mikið af hinu góða.
Hjálp! Avril Lavigne – Let Go
Fyrsta plata Avril Lavigne er því
miður lítið annað en moðkennt púsl
í kringum frábærar smáskífur
hennar. Platan sígur þó á við end-
urtekna hlustun og lög eins „Any-
thing But Ordinary“ halda vel haus.
Stjörnurnar þrjár eru fyrir „Compl-
icated“ og „Sk8er Boi“. Christina Aguilera – Stripped
Vonbrigði. Afar greinilega verið
að reyna að halda í við Spears en
árangurinn mjög svo mistækur. Allt
of löng plata, allt of losaraleg, allt
of „ekki góð“. Undarlegt að Aguil-
era hafi misstigið sig svona hrapal-
lega því hún á innistæðu fyrir svo
miklu betra verki. Hún ætti að ráða
sér nýja markaðs- og lagasmiði fyr-
ir næstu atrennu.
www.regnboginn.is
Sýnd kl. 2.30, 6.30 og 10.30. B.i. 12.
Nýr og betri
„Turnarnir gnæfa yfir
bestu myndir ársins“
SV. MBL
ÓHT Rás 2
Kvikmyndir.com
1/2HK DV
„Besta mynd ársins“
FBL
YFIR 75.000 GESTIR
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. B.i.12 ára
DV
RadíóX
“Besta Brosnan Bond-myndin”
GH Kvikmyndir.com
i
YFIR 60.000 GESTIR STÆRSTA BONDMYND ALLRA TÍMA Á ÍSLANDI
Hverfisgötu 551 9000
FRÁ FRAMLEIÐENDUM
LEON OG LE FEMME NIKITA
Fantaflottur spennutryllir með ofurtöffaranum
Jason Stratham úr Snatch
Hraði , spenna og slagsmál í svölustu mynd
ársins.
Sýnd kl. 2.30, 6.30, 8.30 og 10.30. B. i. 14.
www.laugarasbio.is
„Turnarnir gnæfa yfir bestu myndir ársins“
SV. MBL
ÓHT Rás 2
Kvikmyndir.com
1/2HK DV
„Besta mynd ársins“ FBL
Sýnd kl. 2.15, 4, 5.40, 8 og 9. B.i. 12.
Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.15 B.i. 14.
YFIR 75.000 GESTIR
Frábær mynd frá leikstjóra L.A.Confidential þar sem
rapparinn EMINEM fer á kostum í sínu fyrsta hlutverki.
Frumsýning
1/2 Kvikmyndir.is
Kvikmyndir.com