Morgunblaðið - 19.01.2003, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 19.01.2003, Blaðsíða 50
50 SUNNUDAGUR 19. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Miðasala opnar kl. 13.30 HUGSAÐU STÓRT EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. B.i. 12. kl. 3, 7 og 10.30. „Turnarnir gnæfa yfir bestu myndir ársins“ SV. MBL ÓHT Rás 2 Kvikmyndir.com 1/2HK DV „Besta mynd ársins“ FBL YFIR 75.000 GESTIR Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. B.i. 14. FRÁ FRAMLEIÐENDUM LEON OG LE FEMME NIKITA Fantaflottur spennutryllir með ofurtöffaranum Jason Stratham úr Snatch Hraði , spenna og slagsmál í svölustu mynd ársins. Sýnd kl. 2, 5 og 8. B.i.12. “Besta Brosnan Bond-myndin” GH Kvikmyndir.com i DV RadíóX YFIR 60.000 GESTIR STÆRSTA BONDMYND ALLRA TÍMA Á ÍSLANDI Sýnd kl. 1.50. Sýnd kl. 4 og 8. B.i. 12. Sýnd kl. 6, 8 og 10.10. B.i. 14. Frábær mynd frá leikstjóra L.A.Confidential þar sem rapparinn EMINEM fer á kostum í sínu fyrsta hlutverki. Frumsýning DV Sýnd kl. 3.45. B.i.12. Síðasta sinn. YFIR 60.000 GESTIR STÆRSTA BONDMYND ALLRA TÍMA Á ÍSLANDI  1/2 Kvikmyndir.is  Kvikmyndir.com SÍÐASTA haust eða svo komút talsvert af plötum meðstórstjörnum kvennapopps-ins. Gömlu stríðshrossin Whitney Houston og Mariah Carey komu báðar með „endurreisnar“- plötur, sveitatónlistarpoppararnir Shania Twain og Leann Rimes gáfu út nýjar plötur og Christina Aguil- era, helsti keppninautur þeirrar sem drottnar yfir þessum geira, Britney Spears, gaf út langþráða plötu – sína aðra hljóðversskífu. Þá rétti Jennifer Lopez úr kútnum með þriðju plötu sinni og einnig þreytti nýliðinn Avril Lavigne frumraun sína með plötunni Let Go (kom út í sumar) en lag henn- ar „Sk8ter Boi“ hefur notið gríð- arlegra vinsælda. Við fyrstu sýn mætti halda því fram að þessi hópur eigi ekkert sér- staklega mikið sameiginlegt. Og þó. Allar eiga söngkonurnar það sameig- inlegt að veltast um í maga þung- lamalegrar en um leið öflugrar vélar sem kölluð er tónlistarbransinn. Þar eru skrefin í átt að fýsilegri heims- frægð reiknuð út á vísindalegan hátt, starfsaðferð sem reynist viðkomandi listamönnum ýmist til heilla eða harms. Og sömuleiðis okkur, neyt- endunum. Best að koma út með það strax að þetta síðasta misseri hefur ekki verið sérstaklega fengsælt í listrænu tilliti. Tilraunir til að rokka fólk upp (sbr. Sugababes) fara oft fyrir ofan garð og neðan, plötur eru orðnar allt of langar og viðleitni til að ná til sem flestra hópa spillir. Á meðan fyrsta plata Christinu Aguilera, samnefnd henni, er sannfærandi frumburður og þriðja plata Britney Spears frá því 2001, Britney, er afar heildstætt, flott poppverk er nýja platan hennar Aguileru, Stripped, vonbrigði og fyrsta plata áðurnefndrar Lavigne sömuleiðis. Já, það blása kraftlausir vindar um popplendur, alltént nú um stundir. Sterkari eru þeir í R og B ríki, þar sem eins ólíkir listamenn og Toni Braxton, Kelis og Ms. Dynamite eru að gera góða hluti. Hér á eftir fara vangaveltur um einkenni sjö „stórra“ kvenpoppara og mat lagt á galla þeirra og gáfur. Mið- að er við listamenn sem gáfu út plöt- ur á síðasta ári, sem skýrir fjarveru þeirrar sem stendur óneitanlega fremst í þessum geira, Britney Spe- ars. Upptalningin er í stafrófsröð. 1. Christina Aguilera Fyrir fjórum árum þótti þessi sak- lausa mær sú eina sem líkleg væri til að narta í hæla Britney Spears. Agui- lera er af rómönskum ættum (latin), býr yfir náttúrulegum sjarma og það sem mest er um vert þá getur hún sungið eins og engill. Hæfileiki sem á það til að vera af skornum skammti í þessum geira, eins furðulega og það hljómar. Aguilera hefur staðið í skugga Spears alla tíð og þetta gat frá hennar fyrstu plötu (’99) að Strip- ped hefur verið fyllt með skamm- lausu markaðssparsli; m.a. jólaplötu, endurútgáfu á fyrstu plötunni og út- gáfu af fyrstu plötunni fyrir róm- anskan markað. Nýju plötunni var svo fylgt úr hlaði með hinu rokkaða lagi „Dirrty“ jafnframt því sem ímynd hennar hefur breyst úr sak- leysilegri mömmustelpu yfir í groddalegan graðhestarokkara – breyting sem er ekki fjarri þeirri sem Spears gekk í gegnum fyrir síðustu plötu sína. Tilviljun? 2. Mariah Carey Þessi raddsterka söngkona hefur sannarlega séð tímana tvenna ef ekki þrenna í dívubransanum. Fyrsta plata Carey, Mariah Carey, kom út árið 1990 og lungann af tíunda ára- tugnum naut hún mikilla og jafnra vinsælda. En síðustu fjögur ár eða svo hafa verið henni erfið. Árið 1999 gerir hún sorglega tilraun til að halda í sér yngra fólk með plötunni Rain- bow, þar sem ekkert minna dugði en að skarta sjálfri sér á nærbuxunum á umslaginu auk þess sem hún féll harkalega á nebbann með kvikmynd- inni/plötunni Glitter árið 2001. Við tóku átraskanir og þunglyndi en blessunarlega hefur stelpan náð að rétta sig við. Plata hennar frá í haust, Charmbracelet, er tilraun til að horfa aftur til rótanna og um leið að end- urheimta fyrri frægð. 3. Whitney Houston Líkt og Carey hefur Houston sömuleiðis sopið marga fjöruna en undanfarin ár hefur hún barist við eiturlyfjafíkn ásamt manni sínum, galgopanum Bobby Brown. Houston sló í gegn með fyrstu plötu sinni árið 1985 og var hún samnefnd henni (kemur á óvart!). Næsta plata, Whitney (hvar er hugmyndaflugið fólk!) treysti hana svo í sessi sem ungdívu níunda áratugarins. Heil átta ár liðu svo á milli þriðju plöt- unnar og þeirrar fjórðu (hin slaka I’m Your Baby Tonight (’90) og hin mjög svo ágæta My Love Is Your Love (’98)). Eins og segir hefur Houston verið í tómu rugli síðustu ár- in og er nýju plötunni, Just Whitney, ætlað að reisa orðsporið við. Við áhlustun virðist þó sem einhver ár í viðbót verði að líða áður en það ger- ist. 4. Avril Lavigne Hin unga Avril kemur frá Kanada og er sannarlega undur ársins, hvað poppheima varðar. Hér er stílað inn á „ung, óháð og sjálfstæð“-ímyndina, eitthvað sem Alanis Morissette hratt úr vör um miðbik tíunda áratugarins. Markaðsskipuleggjendur Lavigne eru glúrnir og tefla saman ólíkum áhrifum; gleðipönki í anda Blink 182, „hugsandi“ rokki að hætti Mor- issette, hröðu kvennarokki sem kall- ar Hole fram í hugann um leið og smá Britney-kryddi er lætt með. Mynd- böndin hennar voru spiluð á gat á síð- asta ári og vinsældirnar eftir því. Nú er bara spurning hvort hægt sé að halda formúlunni ferskri. 5. Jennifer Lopez Leik- og söngkonan atarna er nán- ast sú eina sem náði að skila almenni- legu verki frá sér á síðasta ári. On The Six (’99) var flott en næsta plata, J. Lo (’01), var afkáralegur eftirbátur og hroðvirknislega smíðaður. Lopez og hennar menn hafa á skyn- samlegan hátt hent hinni köldu „J. Stelpurokk og -popp í algleymi Sprundin springa út Söngkonur eins og Avril Lavigne og Christina Aguilera njóta gríð- armikilla vinsælda um þessar mundir. Arnar Eggert Thoroddsen rannsakar hér dívupopp og -rokk samtímans. 71 2 43 5 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.