Morgunblaðið - 19.01.2003, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 19.01.2003, Blaðsíða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. JANÚAR 2003 9 Pá sk afe r›ir Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100 Glæsilegar páskafer›ir til allra átta Aldrei meira úrval af fer›um um páska Benidorm 53.440 kr. stgr. Innifalið: Flug, gisting íbúðahótelinu Halley, ferðir til og frá flugvelli erlendis, íslensk fararstjórn og flugvallarskattar. Ef 2 ferðast saman 71.830 kr.stgr. Portúgal 56.560 kr. stgr. Innifalið: Flug, gisting á íbúðahótelinu Sol Doiro, ferðir til og frá flugvelli erlendis íslensk fararstjórn og flugvallarskattar Ef 2 ferðast saman 69 955 kr. stgr. Kanarí 62.340 kr. stgr. Innifalið: Flug, gisting á íbúðahótelinu Sol Doiro, ferðir til og frá flugvelli erlendis, íslensk fararstjórn og flugvallarskattar. Ef 2 ferðast saman 69 955 kr. stgr. Krít 55.780 kr. stgr. Innifalið: Flug, gisting á íbúðahótelinu Skala, ferðir til og frá flugvelli erlendis, íslensk fararstjórn og flugvallarskattar. Ef 2 ferðast saman 73.970 kr. stgr. Mallorca 52.440 kr. strg. Innifalið: Flug, gisting á íbúðahótelinu Pil Lari Playa, ferðir til og frá flugvelli erlendis, íslensk fararstjórn og flugvallarskattar. Ef 2 ferðast saman 68.030 kr. stgr. Dublin 43.840 kr. stgr. Innifalið: Flug gisting á Ormond Quay í 4 nætur, morgunverður, íslensk fararstjórn og flugvallaskattar. Miðað er við 2 saman í herbergi. Manchester 49.450 kr. strg. Innifalið. Flug gisting á Novotel í 4 nætur, morgunverður, íslensk fararstjórn og flugvallarskattar. Miðað er við 2 saman í herbergi. * Verð m.v. að tveir fullorðnir og tvö börn, 2ja - 11 ára, ferðist saman. * * * * * 12. apríl - 11 dagar 13. apríl - 13 dagar 11. apríl - 13 dagar11. apríl - 13 dagar 18. apríl18. apríl 12. apríl - 13 dagar Tilboðsdagar 20-60% afsláttur Opið kl. 10-18 lau. kl. 11-14 Rúmfatnaður; Damask og bómullarsatín 40% afsláttur Barnafatnaður, barnasloppar, baðmottur Njálsgötu 86 - sími 552 0978 Mörg fleiri tilboð ALÞÝÐUSAMBAND Íslands hefur ákveðið að halda námskeið fyrir stjórnarmenn í lífeyrissjóðum, þar sem farið er yfir flest það sem snert- ir starfsemi lífeyrissjóða, bæði hvað varðar eignaumsýslu og réttindi sjóðfélaga. Meðal annars verður fjallað um lestur ársreikninga og mótun fjárfestingarstefnu. Gylfi Arnbjörnsson, fram- kvæmdastjóri Alþýðusambands Ís- lands, sagði að um fjölþætt námskeið væri að ræða. Það væri mjög mik- ilvægt að launafólk ætti fulltrúa í stjórnum lífeyrissjóðanna, en jafn- framt þyrfti að sjá til þess að þeir hefðu forsendur til þess að sinna því hlutverki, bæði hvað snerti að fara yfir greiningu ársreikninga og mót- un fjárfestingarstefnu og hverju þyrfti að leita eftir við það að stilla saman fjölþættri eign þannig að áhætta yrði dreifð og sveiflur minni. Þá væri einnig farið yfir réttinda- kerfi sjóðanna, auk þess sem velt væri vöngum yfir nýjungum og þró- un þessara réttinda. „Auðvitað er það þannig að fulltrúar okkar í stjórnum lífeyris- sjóða, fulltrúar launafólks, hafa ekki sömu forsendur í grunninn að því er snýr að fjárfestingarhliðinni og til dæmis atvinnurekendur sem eru að fjalla um þetta í sínu daglega starfi.“ Fræðsla mikilvæg Gylfi sagði að það væri mikilvægt að mæta þessu með fræðslu. Þetta væri liður í innra fræðslustarfi hreyfingarinnar, en það væri alveg ljóst að lífeyrissjóðir hefðu sinnt svona fræðslustarfi. „Það er ljóst að það er til dæmis mikil endurnýjun á okkar fólki í stjórnum lífeyrissjóða og í því sam- bandi höfum við talið mikilvægt að setja upp og sinna kannski með markvissari hætti námskeiðahaldi fyrir þessa fulltrúa,“ sagði Gylfi. Hann sagði að námskeiðið væri ekki aðeins fyrir stjórnarmenn í líf- eyrissjóðum heldur líka fyrir þá sem sætu í lífeyrisnefndum félaga og sambanda, en þeir fulltrúar væru gjarnan virkastir á ársfundum líf- eyrissjóða. Gylfi sagði að fyrirkomulag á stjórnum lífeyrissjóðanna væri skynsamlegt þegar á heildina væri litið. Það væri mjög mikilvægt að líf- eyrismál væru hluti af kjarasamn- ingum og það væri mjög mikilvægt að bæði fulltrúar launafólks og at- vinnurekenda væru sameiginlega ábyrgir fyrir þróun þessa kerfis. „Umræður um að fara alveg yfir í sjóðfélagafrelsi þar sem sjóðfélagar kysu alla stjórnina væri ákvörðun um það að atvinnurekendur myndu ekki með beinum hætti axla ábyrgð á kerfinu og við teljum það vera ókost. Því hefur gjarnan verið beint að okk- ur að við viljum ekki missa fulltrúa okkar, en ég er ekki í nokkrum vafa um að það er ekkert vandamál fyrir hreyfinguna að koma að kjöri í stjórn lífeyrissjóðs,“ sagði Gylfi. Hann bætti því við að þetta snerist fyrst og fremst um það hvort menn vildu að atvinnurekendur kæmu að lífeyrissjóðakerfinu með beinum hætti og ASÍ hefði talið það mikil- vægt að þessi þáttur kjarasamnings- ins væri á forræði beggja aðila. Læra um ársreikninga og mótun fjárfestingarstefnu KIRKJAN stefnir að því að standa reglulega fyrir fyrirlestrum um at- vinnuleysi og áhrif þess á líðan fólks og koma sérstakri dagskrá fyrir at- vinnulausa á laggirnar. Vonast sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson dóm- kirkjuprestur til þess að starfið geti hafist innan skamms. Slíkt starf hafi verið prófað undanfarið og nú sé leit- að leiða til að því verði haldið áfram. Leitað verði eftir samstarfi innan verkalýðshreyfingarinnar og fleiri aðila, m.a. til að fjármagna verkefn- ið. Kirkjan hafi í upphafi tíunda ára- tugarins staðið fyrir starfi fyrir at- vinnulausa sem hafi gefist vel. Síðustu mánuði hafi nokkur hópur fólks komið saman á vegum kirkj- unnar undir handleiðslu Bryndísar Valbjarnardóttur guðfræðings og Ragnheiðar Sverrisdóttur, Biskups- stofu, til að ræða atvinnuleysi og deila reynslu sinni. Starfinu hafi ver- ið komið á fót eftir að um 200 manns var sagt upp í einu lagi hjá Íslenskri erfðagreiningu í haust. Sr. Jakob telur mikla þörf fyrir starf af þessu tagi og segir mikil- vægt að gefa andlega þættinum gaum. Margir upplifi sterkar tilfinn- ingar við atvinnumissi og þegar þeir geri sér grein fyrir því að þeir muni kannski ekki fá aðra vinnu í bráð. Kirkjan vilji vera til staðar og hjálpa fólki sem eigi um sárt að binda vegna atvinnuleysis. Starfið mun líklegast fara fram í einhverju safnaðarheim- ilanna á höfuðborgarsvæðinu. Starf kirkj- unnar fyrir atvinnulausa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.