Morgunblaðið - 19.01.2003, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 19.01.2003, Blaðsíða 15
því ferli ekki enn lokið. En korta- notkunin vex jafnt og þétt og hluta af aukinni veltu á kortum má án efa skýra með minni notkun ávís- ana. Fyrirtæki nota líka kort í sí- fellt auknum mæli, svo hugsanlega má skýra 5,28% aukningu á heild- arveltu fyrirtækjakorta að ein- hverju leyti með meiri útbreiðslu þeirra. Niðurstöður neyslukönnunar næsta haust Um miðjan desember töldu for- svarsmenn Samtaka verslunar og þjónustu að ekki væri von á sam- drætti í verslun í heildina, þótt einstakar greinar ættu undir högg að sækja, t.d. fataverslanir sem selja alþjóðlega merkjavöru. Sama var uppi á teningnum hjá Sam- tökum verslunarinnar, sem taldi jólaverslun verða svipaða í heild og árið áður, þótt fólk héldi greinilega meira um budduna en áður. Andr- és Magnússon, framkvæmdastjóri samtakanna, sagði að rétt fyrir jól hefði hljóð í verslunarmönnum al- mennt verið ágætt, hvort sem þeir versluðu með raftæki eða matvöru, svo dæmi séu tekin. „Menn eru kannski með eitthvað lægri tölur, þótt sama magn sé selt, en sam- keppnin á kjötmarkaði skekkir myndina verulega. Jólasteikin hef- ur aldrei verið ódýrari.“ Hagstofa Íslands hefur gert neyslukönnun meðal landsmanna á nokkurra ára fresti. Sú síðasta var gerð árið 1995 og niðurstöðurnar birtar í október 1997. Rut Jóns- dóttir, deildarstjóri könn- unardeildar Hagstofunnar, segir að vinna við nýja könnun hafi haf- ist í ársbyrjun 2000. „Við ákváðum að breyta vinnuferlinu og erum með minna úrtak en áður, en fylgj- umst með þeim hópi í 3 ár sam- fleytt. Við erum þegar farin að nýta gögn úr neyslukönnuninni til uppfærslu á vísitölugrunni. Loka- gögn fyrir síðasta ár ættu að vera komin hér í hús í mars og við erum að gera okkur vonir um að geta birt niðurstöður í haust. Þaðan í frá verða svo birtar niðurstöður árlega.“ Rut segir bagalegt að svo langur tími skuli líða frá því að nið- urstöður síðustu könnunar voru birtar, en á móti komi að hér eftir verði könnunin uppfærð árlega og endurspegli því breytingar á neyslumunstri jafn óðum. Fleira fólk og minna sorp Vísbendingu um neyslu lands- manna er ekki aðeins að finna með því að rýna í tölur um verslun fyrir jólin. Umsvif Sorpu, sorpeyðingar höfuðborgarsvæðisins, eru annar spegill. Þótt ekki liggi fyrir stað- festar tölur um magn heimilis- úrgangs á síðasta ári er það til- finning starfsmanna Sorpu að það hafi ekki aukist milli ára. Og það þrátt fyrir að íbúum svæðisins hafi fjölgað um 1.781 frá árinu á undan. Líklega bendir þetta til þess að dregið hafi úr neyslu, þótt enn megi reyna að halda skynsem- iskenningunni á lofti og álykta sem svo, að fólk verði sér sífellt meðvit- aðra um hvað það setur í tunnuna og reyni að draga úr sorpi eftir föngum. Gylfi Magnússon, dósent við við- skipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, segir að þótt ekkert svart- nætti sé fram undan sé staðan breytt frá t.d. árinu 2000, þegar allir ætluðu sér að verða millj- ónamæringar á hlutabréfa- viðskiptum og braski á einni nóttu. Margir hafi tapað miklu fé eða áætlaðar tekjur ekki skilað sér og þeir neyðist til að draga saman MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. JANÚAR 2003 15 Kynning á Alfa-námskeiðinu í Neskirkju þriðjudaginn 21. janúar kl. 20 Kaffi og veitingar Alfa fer sigurför um heiminn. Um 4 milljónir þátttakenda hafa sótt námskeiðið á 10 árum. Hver er tilgangur lífsins? Hver er kjarni kristinnar trúar? Alfa er fyrir fólk sem efast, trúir eða trúir ekki. Komdu á þriðjudagskvöldið og kynntu þér málið án allra skuldbindinga. Neskirkja við Hagatorg, sími 511 1560 Vefslóð: www.neskirkja.is Umsjón séra Örn Bárður Jónsson. Alfa-námskeið í Neskirkju Kringlan 6 - Stóri Turn - 550 2000 www.sphverdbref.is Besta ávöxtun skuldabréfasjóða 2002 Skuldabréfasjóður SPH Verðbréfa, skv. Lánstrausti hf. 13,2% Táp ehf. Sjúkraþjálfun og æfingastöð Hlíðasmára 14, 200 Kópavogi, sími 564 5442 Leikfimi fyrir konur sem þjást af áreynsluþvagleka Finnur þú fyrir þvagmissi við áreynslu eins og hlaup, hopp, hósta eða hnerra? Þá eru hóptímarnir í Tápi góður valkostur fyrir þig. Námskeið undir handleiðslu sjúkraþjálfara, þar sem mikil áhersla er lögð á þjálfun grindarbotnsvöðva ásamt æfingum fyrir aðra vöðva, slökun og teygjur byrja næstkomandi miðvikudag, 22. janúar. Aðgangur að tækjasal innifalinn í verði. Nánari upplýsingar hjá starfsfólki Táps í síma 564 5442
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.