Morgunblaðið - 19.01.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 19.01.2003, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 19. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ 16. janúar 1983: „Þetta eru hinar köldu staðreyndir sem menn standa frammi fyrir, þegar rætt er um stríð og frið nú á tímum og ríkisstjórnir allra Atlants- hafsbandalagsríkjanna við- urkenna þær í reynd. En þessar ríkisstjórnir starfa við allt aðrar aðstæður en einræðisherrarnir í Kreml. Þær þurfa að sannfæra kjósendur um réttmæti stefnu sinnar og afla henni fylgis og í þirri baráttu eru ekki allir jafn vandir að meðölum eins og dæmin sanna.“ . . . . . . . . . . 13. janúar 1963: „Fyllsta ástæða er til þess að gleðj- ast yfir hinni góðu afkomu Búnaðarbankans á sl. ári. Samkvæmt tilkynningu frá stjórn bankans, sem birt var hér í blaðinu í gær, hef- ur starfsemi allra deilda hans aukizt mjög á árinu 1962. Sparisjóðsfé óx á árinu um nær 100 millj. kr. eða um 25,3%. Varð rekstr- arhagnaður sparifjárdeildar á árinu 3,8 millj. kr. og hafði þá aukiztum 30,7%“ . . . . . . . . . . 16. janúar 1943: „Það hafa komið fram sjúkdóms- einkenni í atvinnulífinu. Framleiðslustarfsemi, sem er tiltölulega ný af nálinni, en margir tengdu glæstar vonir við, hefir að und- anförnu dregið saman segl- in. Starfræksla hraðfrysti- húsanna hefir nú verið stöðvuð um alllangan tíma.“ Fory s tugre inar Morgunb laðs ins Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. SKRÁNING ÚTLENDINGA Í Morgunblaðinu í gær varsagt frá því, að settar hefðuverið reglur í Bandaríkjun- um um að útlendingar frá 25 löndum yrðu að skrá sig hjá út- lendingaeftirlitinu, þar sem taka eigi af þeim myndir og fingra- för. Um er að ræða múslimaríki og Norður-Kóreu. Þessum nýju reglum hefur verið harðlega mótmælt m.a. af stjórnvöldum í Indónesíu og Pakistan. Bandaríkjamönnum er vissu- lega vandi á höndum í baráttu þeirra gegn hryðjuverkamönn- um. Það á að vísu við um öll ríki á Vesturlöndum og víðar, sem af einhverjum ástæðum gætu orðið skotspónn hryðjuverkamanna. Það gæti Ísland t.d. orðið, væri landið varnarlaust. Í slíku tilviki ætti hópur hryðjuverkamanna auðvelt með að hertaka landið, sem vekja mundi mikla athygli um heim allan, ekki sízt þar sem Ísland á aðild að Atlantshafs- bandalaginu og er raunar einn af stofnaðilum bandalagsins. En það er alltaf mikil hætta á því að barátta af þessu tagi leið- ist út í öfgar og að í nafni henn- ar verði gengið skrefi of langt. Það gerðist t.d. í Bandaríkjun- um fyrir hálfri öld þegar Joseph McCarthy öldungadeildarþing- maður hélt Bandaríkjunum í heljargreipum með því að nota kalda stríðið, sem þá var að hefjast, til þess að kynda undir ótta almennings um að komm- únista væri að finna í öllum skúmaskotum bandaríska stjórnkerfisins. Fjölmargir sak- lausir menn urðu fórnarlömb þeirrar baráttu, sem er einn svartasti bletturinn á sögu lýð- ræðisins í Bandaríkjunum á 20. öldinni. Ekki þurfti meira til en að McCarthy lýsti grun um að nafngreindur maður væri kommúnisti til þess að sá hinn sami væri útskúfaður úr sam- félaginu. Nú eru sumir sem halda því fram að baráttan gegn hryðju- verkamönnum sé í raun til marks um að kalt stríð sé skoll- ið á milli vestrænna ríkja undir forystu Bandaríkjanna og músl- ima um allan heim. Þess vegna geti allir múslimar verið tor- tryggilegir. Þetta er hættuleg kenning og víðs fjarri veru- leikanum. Að einhverju leyti nærist hún á vanþekkingu á og fordómum gagnvart trú og menningu þeirra fjölmennu ríkja, sem fylla þennan hóp. Fleiri en múslimar taka óstinnt upp þær móttökur, sem fólk fær um þessar mundir stígi það fæti á bandaríska grund. Í mörgum tilvikum eru áhrifin þau, að fólk getur ekki hugsað sér að fara til Bandaríkjanna aftur eftir að upplifa þær mót- tökur. Fyrir hálfri öld áttu Ís- lendingar, sem voru í fjölskyldu með þekktum sósíalistum, erfitt með að fá vegabréfsáritun til Bandaríkjanna, þótt þeir sjálfir hefðu hvergi komið nálægt af- skiptum af stjórnmálum. Þörfin fyrir að fylgjast betur með þeim, sem koma í heimsókn til annarra landa er skiljanleg á þeim tímum, sem við nú lifum en ekki má mikið út af bera til þess að framkvæmdin snúist upp í andhverfu sína. Í Bandaríkjunum hefur verið byggt upp eitt merkasta lýðræð- isríki veraldar. Þetta volduga ríki var í fararbroddi lýðræð- isríkja heims, þegar heims- valdastefna þýzkra nazista var brotin á bak aftur og þegar kúg- un kommúnismans var hrundið. Bandaríkjamenn sjálfir mundu kunna því illa ef þeir væru knúnir til að skrásetja sig hjá opinberum stjórnvöldum í öðrum löndum með mynd og fingraförum af þeirri ástæðu einni, að þeir væru bandarískir ríkisborgarar. Það væri þá skömminni skárra að gera þá kröfu til allra útlendinga í Bandaríkjunum, þannig að ekki væri um mismunun að ræða. Baráttan gegn hryðjuverka- mönnum má ekki verða til þess, að nýr McCarthy-ismi verði til vestan hafs. Þ EGAR Svíar gengu til at- kvæða um aðild að Evrópu- sambandinu árið 1994 lýstu stjórnvöld því yfir að tekin yrði ákvörðun síðar um aðild að Efnahags- og myntbanda- lagi Evrópu (EMU) og þar með hinni sameiginlegu mynt Evrópusambandsins, evrunni. Nú tæpum áratug síðar standa Svíar frammi fyrir því að taka ákvörðun um aðild að evrunni. Árið 2000 ákváðu jafnaðarmenn á landsfundi sínum að berj- ast fyrir aðild að EMU og á síðasta ári, að loknum þingkosningum þar sem stjórn jafnaðarmanna hélt velli, ákvað ríkisstjórn Görans Perssons að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um evruna í sept- ember á þessu ári. Jafnaðarmenn hafa sætt nokkurri gagnrýni frá hægrimönnum fyrir að draga málið á langinn auk þess sem því er haldið fram að ákvörðunin um þjóðaratkvæðagreiðslu hafi fyrst og fremst verið tekin til að leysa innri vandamál Jafnaðarmanna- flokksins. Þeir sem þessu halda fram benda á að með því að samþykkja aðild að ESB hafi Svíar í raun verið að samþykkja aðild að EMU. Þeir hafi ekki fengið neina undanþágu frá EMU-aðild í að- ildarviðræðum líkt og t.d. Danir og Bretar fengu þegar samið var um Maastricht-samkomulagið í byrjun síðasta áratugar. Jafnaðarmenn segja á móti að ekki hefði fengist meirihluti fyrir aðild að ESB á sínum tíma öðruvísi en að undanskilja að- ild að evrunni og nú sé staðan raunar sú að það séu hægriflokkarnir sem eigi í mestu vandræðum með að sannfæra stuðningsmenn sína. Þótt enn séu átta mánuðir í atkvæðagreiðsluna er baráttan þegar hafin og flest bendir til að hún verði hörð og jafnvel óvægin. Fulltrúar jafnt þeirra sem berjast fyrir og á móti evrunni virðast sammála um að mjög mjótt verði á munum. Skoð- anakannanir sýndu lengi vel að meirihluti Svía væri hlynntur upptöku hinnar sameiginlegu myntar en undir lok síðasta árs náðu evruand- stæðingar forystu í könnunum í fyrsta skipti og hafa haldið henni síðan. Nýjustu kannanir benda til að ef nú yrði kosið um evruna myndu 50% Svía greiða atkvæði gegn en 45% með upptöku evr- unnar. Um 5% hafa ekki gert upp hug sinn. Sömu kannanir benda hins vegar einnig til að stuðn- ingsmenn evrunnar séu ákveðnari í afstöðu sinni en andstæðingarnir. Þótt Svíar hafi átt aðild að Evrópusambandinu í tæpan áratug virðist ljóst að stór hluti þjóð- arinnar hefur enn ekki tekið ESB-aðildina í sátt. Munurinn á afstöðu fólks í Svíþjóð og Finnlandi er sláandi. Í síðarnefnda landinu ríkir full sátt um ESB-aðildina og Finnland var í hópi fyrstu ríkjanna sem tóku upp evruna. Í Svíþjóð segja menn sögulegar ástæður fyrir þessum mun. Finnar vilji tengjast ESB sem sterkustum bönd- um til að losna undan oki Rússlands. Aðstæður séu hins vegar aðrar í Svíþjóð. Fulltrúar jafnt á hægri sem vinstri væng stjórnmálanna benda á að engilsaxneskar hefðir og hugsunarháttur séu ríkari í stjórnmálum jafnt sem viðskiptum og að tengslin við Bandaríkin hafi ávallt verið mun sterkari en í Finnlandi. Þá skipti miklu að Svíar upplifðu síðari heimsstyrjöldina á annan hátt en Finnar. Þegar þjóðaratkvæðagreiðslan um aðild var háð á sínum tíma barðist breiðfylking stærstu stjórnmálaflokka þjóðarinnar fyrir aðild. Það voru helst öfl yst á vinstri væng stjórnmálanna er lögðust gegn ESB-aðild af alefli þótt einnig hafi verið skiptar skoðanir um aðild meðal jafnaðar- manna. Nú virðist hins vegar ljóst að baráttan gegn evrunni verður háð jafnt frá hægri sem vinstri. Vinstriflokkurinn, sem styður ríkisstjórn jafnaðarmanna, var á móti aðild að ESB á sínum tíma og hyggst einnig berjast gegn evrunni. Nokkrir ráðherrar jafnaðarmanna eru mótfallnir aðild að hinni sameiginlegu mynt, þeirra á meðal Margareta Winberg og Leif Pagrotsky, sem stjórnar hinu öfluga efnahagsmálaráðuneyti. Þá er Miðjuflokkurinn (Centern) andsnúinn aðild. Forysta hinna borgaralegu flokkanna, Hægri- flokksins (Moderata Samlingspartiet), Þjóðar- flokksins (Folkpartiet) og Kristilegra demó- krata, styður hins vegar aðild. Þá hafa samtök sænska atvinnulífsins stutt upptöku evrunnar og heildarsamtök launþega (LO) eru einnig hlynnt henni, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Göran Persson forsætisráðherra sagði á síð- asta ári að ef aðild að EMU yrði hafnað yrði að kjósa um málið á nýjan leik. Svíar gætu ekki stað- ið fyrir utan EMU til lengri tíma litið. Því hefur hins vegar jafnframt verið lýst yfir að slík at- kvæðagreiðsla gæti ekki farið fram fyrr en haldn- ar hafi verið þingkosningar á nýjan leik eða eftir árið 2006. Ef haldin yrði atkvæðagreiðsla árið 2007 eða 2008 myndu Svíar líklega ekki geta tek- ið upp hina sameiginlegu mynt fyrr en árið 2011 eða 2012 þar sem reglur ESB gera ráð fyrir löngum aðlögunartíma. Svo gæti þó farið að margir Svíar túlki þetta sem vísbendingu um að óhætt sé að hafna aðild, ef menn sjái eftir því muni tækifæri gefast aftur innan nokkurra ára. Samþykki menn aðild að evrunni er hins vegar vandséð hvernig aftur verði snúið. Stuðningsmenn evrunnar óttast einnig að yfirlýsingar sem þessar kunni að hleypa illu blóði í kjósendur og að þeir fái á tilfinninguna að ráðandi öfl hafi þegar ákveðið niðurstöðuna. Það gæti orðið til að margir myndu leggjast gegn evrunni í mótmælaskyni. Áhrif Svíþjóðar Rök þeirra sem styðja aðild eru pólitísk ekki síður en efnahagsleg. Lögð er áhersla á að ef Svíar ákveða að taka ekki upp hinn sameiginlega gjaldmiðil muni áhrif þeirra á stefnumótun innan Evrópusambandsins minnka verulega. Með því að hafna aðild sé hætta á að Svíar verði að „jaðarríki“ í Evrópusamband- inu. Innan atvinnulífsins leggja menn einnig áherslu á að þetta mál snúist um efnahagslega framtíð Svíþjóðar. „Evran er í samræmi við hina sænsku hefð. Við höfum ávallt verið alþjóðlega sinnuð þjóð. Svíþjóð varð að ríkri þjóð með utan- ríkisverslun,“ segir Johnny Munkhammar, Evr- ópusérfræðingur hjá samtökum sænska atvinnu- lífsins, sem sextíu þúsund fyrirtæki eiga aðild að. Samtökin beita sér fyrir aðild af fullum krafti og Munkhammar segir ástæðuna vera að menn séu sannfærðir um að aðild að evrunni sé besta leiðin til að tryggja samkeppnishæfni Svíþjóðar, hag- vöxt og áframhaldandi velmegun. „Markmið okk- ar er skýrt, við viljum að Svíþjóð nái á nýjan leik þeirri stöðu að vera eitt af ríkustu löndum heims en nú erum við í kringum sautjánda sæti sam- kvæmt mati OECD. Því markmiði er einungis hægt að ná með einum hætti, það verður að bæta skilyrði atvinnulífsins. Evran er einn af stóru kostum Evrópusamstarfsins og það væri fárán- legt að hafna aðild að henni. Aðild að EMU hefði í för með sér aukin viðskipti og hún myndi auka gegnsæi er knýr fram verðlækkanir.“ Ríkisstjórn jafnaðarmanna leggur ekki síður áherslu á pólitísk áhrif EMU-aðildar. Per Nuder, ráðherra í sænsku ríkisstjórninni og einn nánasti samstarfsmaður Görans Perssons forsætisráð- herra, segir formennsku Svía í ráðherraráðinu fyrir skömmu hafa skipt miklu máli fyrir viðhorf þeirra gagnvart Evrópu. Fram að því hafi Svíar gjarnan litið svo á við málarekstur í Brussel að annaðhvort hafi þeir unnið eða tapað í samskipt- um sínum við ESB og þegar þeir urðu undir hafi það verið „fábjánum“ í Brussel að kenna. Þegar Svíar öxluðu ábyrgð formennskunnar hafi þeir hins vegar orðið að horfa á mál út frá evrópsku en ekki sænsku sjónarhorni. Þessi tími hafi einnig leitt í ljós að minni lönd innan sambandsins, á borð við Svíþjóð, gætu haft veruleg áhrif á af- stöðu ESB. „Þetta efldi trú ráðandi hópa á ágæti aðildar þótt áhrifanna gæti kannski ekki eins meðal almennings,“ segir Nuder. Hann bendir á að líklegt sé að á næstu árum muni hin nýju aðildarríki Evrópusambandsins sækja um aðild að evrunni. „Allt Eystrasalts- svæðið verður evrusvæði að Rússlandi undan- skildu. Það gengur ekki til lengri tíma litið að Sví- ar standi þar fyrir utan, ekki síst ef við höfum í hyggju að vera forysturíki á þessu svæði,“ segir Nuder. Annar ráðherra, Gunnar Lund, sem fer með EMU-mál í fjármálaráðuneytinu, segir margar ástæður vera fyrir því að nú virðist sem meiri- hluti Svía sé að snúast gegn evrunni. Hann telur skýringuna ekki síst vera óöryggi vegna efna- hagsástandsins sem geri að verkum að kjósendur séu tregir til að kalla yfir sig frekari breytingar. „Öflugustu rökin fyrir aðild að EMU eru hins vegar þau að við höfum tekið ákvörðun um að vera aðilar að hinu evrópska samstarfi. Okkur hefur gengið vel í þessu samstarfi. Það væri því slæmt ef við myndum veikja stöðu okkar að óþörfu,“ segir Lund. Hann telur ekki fullnægj- andi að líta á málið út frá efnahagslegu hliðinni einvörðungu. Menn verði að taka tillit til hinna pólitísku hliða málsins. „Það stenst ekki að hafna þátttöku fyrst við á annað borð höfum tekið ákvörðun um að vera hluti af þessu samstarfi. Við getum ekki tekið eitt skref fram á við og hálft skref afturábak.“ Samtök launafólks hafa sögulega séð gegnt mikilvægu hlutverki í sænskum stjórnmálum og hafa mikil áhrif á stefnu Jafnaðarmannaflokks- ins. Nokkur óvissa ríkir hins vegar um hver af- staða þeirra verður gagnvart evrunni þar sem hagsmunir stéttarfélaga eru ólíkir. Félög í grein-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.