Morgunblaðið - 19.01.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 19.01.2003, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 19. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Frönsk kvikmyndagerð hefur óvenju sterka stöðu í evrópskum kvikmyndaheimi andspænis Hollywood-veldinu, með tæplega 40% markaðshlutdeild. Í tilefni af Frönsku kvikmyndahátíðinni, sem nú stendur yfir í Reykjavík, ræðir Árni Þórarinsson við Daniel Toscan du Plantier, forseta Unifrance, stofnunarinnar sem sér um alþjóðlega kynningu og markaðssetningu franskra kvikmynda, og við Catherine Breillat, einn athyglisverðasta og umdeildasta leikstjóra Frakka, um mynd hennar Sex is Comedy. Einnig rifjar hann upp kynni af annarri mynd á hátíðinni, kolsvartri kómedíu/spennumynd í anda Hitchcocks, Harry kemur til hjálpar. Frönsk kvikmyndahátíð í Reykjavík VELGENGNI skipuleggurmaður ekki,“ segir DanielToscan du Plantier, forsetiUnifrance, kynning- arstofnunar franskra kvikmynda á alþjóðamarkaði. Hann er glaðbeittur og gráhærður eldri maður, reyndur kvikmyndaframleiðandi sjálfur með yfir 20 bíómyndir undir beltinu. „En,“ bætir hann við, „þegar land framleiðir um 200 bíómyndir á ári, eins og við gerum, liggur í augum uppi að einvörðungu sumar þeirra ganga vel, hinar ekki.“ Ég hafði spurt hann um stöðu franskrar kvikmyndagerðar núna. Þótt hún sé sú sterkasta sem nokkur evrópsk þjóð nýtur í samkeppninni við ofureflið sem Hollywood er í markaðssetningu, dróst markaðs- hlutdeild innlendrar framleiðslu í Frakklandi saman í fyrra, úr 43,6% 2001 í 37,4% 2002. Hvers vegna? „Hin ótrúlega og sögulega vel- gengni kvikmyndarinnar Amélie var einstakt fyrirbrigði,“ svarar hann. „Það munar um hana. Það er alltaf einhver munur milli ára, eftir því hvernig uppskeran reynist hverju sinni. En ef við lítum yfir 20 ára tímabil er aðsókn Frakka að eigin myndum milli 35–50% af heildar- aðsókninni. Frönsk stjórnvöld hafa um langan aldur stutt innlenda kvik- myndaframleiðslu skipulega gegn- um sjóðakerfið en um það bil 36% af fjármögnun hennar kemur þó frá sjónvarpsstöðvunum. Veikleiki Evrópulanda Stærsta vandamál hér í Evrópu í samkeppninni við bandarískar myndir er ekki franskt vandamál, heldur veikleiki í framleiðslu og stuðningi annarra Evrópulanda. Við vildum svo gjarnan að evrópsk kvik- myndaframleiðsla almennt hefði jafn sterka stöðu og sú franska. Það er ekkert gaman að vera einn í þessu! Litlir burðir Þjóðverja í kvik- myndagerð eru sérstakt áhyggju- efni og ástæðurnar eru ýmsar, m.a. sögulegar. Í Þýskalandi er markaðs- hlutdeild innlendrar framleiðslu í kringum 12%. Ítalía var mikið kvik- myndaland, en núna stendur innlend framleiðsla þar veikt hvað varðar að- sókn og markaðshlutdeild, sem er um 20%. Staðan í Bretlandi er sér- stök, því nú orðið er erfitt að átta sig á því hvaða myndir eru raunveru- lega breskar og hvaða myndir eru Hollywood-myndir með breskum listamönnum og fagfólki. Spænsk kvikmyndagerð var sofandi um hríð en er nú glaðvöknuð, sem betur fer, ekki síst fyrir tilstilli Pedros Almo- dóvar; markaðshlutdeildin þar er um 20% sem er mjög gott því áður var hún lítil sem engin. Og ýmsar smáþjóðir, hvað mannfjölda varðar, standa vel í sinni kvikmyndagerð, t.d. Belgar og Danir; þar fá starfs- skilyrði frábærir listamenn, leikarar og leikstjórar, sem almenningur hef- ur áhuga á að fylgjast með. Þannig er staðan í Evrópu gróflega: Þjóð- verjar veikir, Ítalir liðin tíð, Bretar orðnir bandarískir! Austur-Evrópa lofar hins vegar góðu; þar er sterk kvikmyndahefð frá fornu fari sem nú er að lifna við. Þegar kommúnisminn féll vildi austur-evrópski markaður- inn ekkert nema Hollywood-myndir; núna, svo ég taki dæmi af okkur, hafa franskar myndir þar um 10% markaðshlutdeild. Þangað seldum við í fyrra, fyrir lágt verð að vísu, um 100 myndir.“ Franskar hugmyndir um kvikmyndir Í hverju heldurðu að styrkleiki franskra kvikmynda felist? „Kvikmyndir tilheyra bæði listum og viðskiptum. Ég held að þetta blandist með dálítið sérstökum hætti hér í Frakklandi. Kvikmyndir njóta hér einstakrar virðingarstöðu í þjóð- félaginu, sem stjórn- málamenn allra flokka standa vörð um; við bú- um við sterka stöðu svokallaðra höfund- armynda (auteur films), mynda sem lýsa tjáningu listamanns og hann hefur lokaorðið um, og við búum við mikinn áhuga ungra kynslóða á kvikmynd- um og kvikmyndasögu áratugum saman. Hér er tvennt á ferð: Franskar kvikmyndir og franskar hugmyndir um kvikmyndir. Kannski að það síð- arnefnda sé mikilvæg- ast.“ Og unga kynslóðin hefur þessar hugmyndir? Hún vill ekki aðeins amerískar myndir? „Nei, ekki einvörðungu. Það er að stórum hluta Luc Besson að þakka. Hann og hans fólk hafa skapað nýja kvikmyndastrauma sem höfða til ungs fólks. Þar er blandað saman höfundarverki og afþreyingu, list og markaðsvöru. Þannig kvikmyndir framleiddi ég sjálfur, en Besson hef- ur laðað táningana, sem voru orðnir háðir Hollywood-myndum, aftur inn á franskar myndir. Nýbylgjan okk- ar, myndir manna eins og Truffauts og God- ards, var stundum full gáfumannaleg fyrir ungt fólk. Sama með Eric Rohmer, sem ger- ir myndir með erfiðu bókmáli. Báðar teg- undir mynda þurfa að vera til staðar ef við viljum ná til allra ald- urshópa. Sem betur fer ríkir mikil fjölbreytni í okkar kvikmyndagerð; allir eiga að geta fund- ið eitthvað við sitt hæfi, gamanmyndir, spennu- myndir, hasarmyndir, franskar Hollywood- myndir, listrænar höf- undarmyndir. Kvikmyndir geta höfðað til skynseminnar, andans og jafnvel líkamans, eins og klámmynd- ir gera.“ Frá matborði og uppí rúm Já, það má kannski segja að hin dæmigerða franska kvikmynd gegn- um tíðina sé menningarleg, siðfáguð ástarsaga eða rómantísk gam- anmynd. Nú virðist ímynd franskra kvikmynda vera að þróast í ögrandi átt, með nýlegum, mjög opinskáum, vægðarlausum myndum sem kafa ofaní ofbeldi og kynlíf, jafnvel kyn- lífsöfga og -bannhelgi. Í stað kúltív- eraðra samræðna elskenda yfir vín- glasi og góðri máltíð getum við átt von á að myndavélin elti þau uppí rúm og sýni samfarir þeirra í smáat- riðum. Sumir myndu kannski segja að franskir leikstjórar hafi numið burt landamæri listrænna mynda og klámmynda? „Hvers vegna ekki? Ég vil ekki dæma hvort þetta sé góð eða slæm þróun, en mér finnst hún eðlileg, jafnvel nauðsynleg. Það góða er að öll viðfangsefni úr mannlífinu eru leyfileg. Inn í þessa þróun spilar sú staðreynd að konum hefur fjölgað í franskri leikstjórastétt til muna; kannski eru þær hvergi fleiri í heim- inum en hér. Og konurnar hafa m.a. gert opinskáar kynlífsmyndir, eins og Catherine Breillat með Romance X, A ma soeur og nú Sex is Comedy eða konurnar sem gerðu Baise moi. Þetta eru ekki heimskulegar klám- myndir, heldur myndir sem fjalla um kynlíf og kynhvöt á heiðarlegan, skapandi en sannarlega djarfan hátt. Getur einhver mótmælt því að hvorutveggja séu fyrirbæri úr mannlífinu sem skipta alla miklu máli? Kvikmyndalistin hefur alltaf tengst frelsinu, tjáningarfrelsinu. Mikilvægi kvenna í kvikmyndagerð okkar og frelsi þeirra til að tjá sig, m.a. um heim karlmanna, hefur aldr- ei verið meira og það finnst mér já- kvæð þróun. Nógu margir karlmenn hafa fjárhagsleg tækifæri og list- rænt frelsi til að tjá sig í kvikmynd- um, ekki síst í Hollywood.“ Og franskar kvikmyndir afla æ meira fjár á erlendum mörkuðum? „Já, æ meira. Aukningin er tvö- földun, jafnvel þreföldun á síðasta áratug. Á ykkar svæði t.d., á Norð- urlöndunum, þar sem innlendar myndir njóta um 20% markaðs- hlutdeildar, er markaðshlutdeild franskra mynda nokkuð breytileg, eins og annars staðar, eftir því hvaða myndir eru í boði; franskar myndir eru með 1,3% hlutdeild á Íslandi árið 2001, 1% í Danmörku, og mest er hún 2,8% í Svíþjóð, og fjöldi franskra mynda þetta ár var 10 á Íslandi og 23 í Svíþjóð. Við viljum auðvitað gjarnan auka þennan hlut og þess vegna er ég m.a. að tala við þig. Þetta er okkar hlutverk hjá Uni- france, að breiða út franskar kvik- myndir og, eins og ég nefndi áðan, franskar hugmyndir um kvikmynd- ir.“ Frelsi viðfangsefnanna 8 konur – 8 femmes eftir François Ozon: Ein sigursælasta mynd Frakka undanfarin ár og Óskarsframlag en verð- ur sýnd hérlendis síðar á árinu. Daniel Toscan du Plantier: Veik Evrópa er vandamálið… ÞEGAR kærasti ungrar konuvirðist hafa misst áhugann ákynlífi virðir hún að vettugiósk hans um að hún sýni honum þolinmæði; hún leggur af stað í kynferðislega ævintýraferð án fyrirheits. Þegar táningsstúlka í sumarfríi með fjölskyldu sinni legg- ur af stað í sína fyrstu kynferðislegu ævintýraferð án fyrirheits fylgist 12 ára systir hennar með, í senn heilluð, forvitin og full ógeðs, og fylgir svo í fótsporin með óhugnanlegum hætti. Efnislega mætti lýsa kvikmynd- um Catherine Breillat, Romance (1999) og A ma soeur (2001), á þenn- an veg. Þetta eru einstakar, jafnvel sögulegar myndir sem lýsa kynhvöt- inni, kynferðislegum ástríðum og ór- um, nánast sem ómótstæðilegum en háskalegum masókisma, og þær gera það án þess að draga nokkuð undan. Í myndum Catherine Breillat eru kynfæri og kynlíf sýnd með þeim afdráttarlausa hætti sem sumir segja að nemi burt skilin milli list- rænna kvikmynda og kláms. „Klám er ekki til,“ segir hún, „nema sem illa gerðar myndir af kynlífi“. Myndir Breillats eru andsvar við rómantísk- um hugmyndum um ástina; þær eru sálfræðilegar afhjúpanir á hvatalífi manneskjunnar, sem hún kannski vill ekki horfast í augu við, a.m.k. ekki opinberlega. Þess vegna er Catherine Breillat einn umdeildasti, en jafnframt mikilvægasti, leikstjóri samtímans. Mátti ekki lesa eigin bók Hún er falleg dökkhærð kona, 54 ára að aldri, og leikur dularfullt bros um varir hennar, svo jaðrar stund- um við glott. Hún talar hásri röddu, yfirleitt heimspekilega frekar en persónulega, stöku sinnum illskilj- anlega, um hugmyndirnar að baki myndanna. Alla ævi hefur hún verið heilluð af þessum viðfangsefnum og sem bráðþroska unglingur, aðeins 17 ára að aldri, sendi hún frá sér skáld- söguna L’homme facile, sem var svo opinská að höfundurinn mátti ekki lesa hana sjálf. Hún sendi frá sér þrjár sögur til viðbótar og eitt leikrit uns hún lagði af stað inn í heim kvik- myndanna, sem hún hafði ung stelpa uppgötvað gegnum myndir Ingmars Bergman, með því að leika smáhlut- verk í mynd sem ekki er langt frá hennar eigin hugðarefnum, Síðasta tangó í París eftir Bertolucci. Fyrstu myndir hennar sem leikstjóra ollu jafn miklu fjaðrafoki og flest annað sem hún tekur sér fyrir hendur. Hún skrifaði einnig handrit fyrir aðra leikstjóra, eins og Og skipið sigl- Leikstjórinn og aðstoðarmaður hennar í Sex is Comedy: Enginn vissi í raun hver hann var… Í sannleiksleit 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.