Morgunblaðið - 19.01.2003, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 19.01.2003, Blaðsíða 44
DAGBÓK 44 SUNNUDAGUR 19. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Lithimnulestur Með David Calvillo fimmtudag og föstudag Lithimnulestur er gömul fræðigrein þar sem upplýsingar um heilsufar, mataræði og bætiefni eru lesnar úr lithimnu augans. Á fimmtudag og föstudag mun David Calvillo vera með lithimnulestur í Heilsubúðinni, Góð heilsa gulli betri. Njálsgötu 1, uppl. og tímapantanir í s:561-5250. MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Wil- son Mo og Ivan Shadr koma í dag. Trinket og Eldborg fara í dag. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Kópavogs, Hamraborg 20a. Fataúthlutun þriðjudaga kl. 17–18. Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur Sól- vallagötu 48. Skrifstofa s. 551 4349, opin mið- vikud. kl. 14–17. Flóa- markaður, fataútlutun og fatamóttaka opin annan og fjórða hvern miðvikud. í mánuði kl. 14–17, s. 552 5277. Mannamót Aflagrandi 40, félags- vist á morgun kl. 14, nýtt námskeið í ensku byrjar 28 janúar, skráning í Aflagranda í síma 562 2571. Félag eldri borgara í Mosfellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið opið mánu- og fimmtu- daga. Púttkennsla í íþróttahúsinu á sunnu- dögum kl. 11. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Kaffistofan opin kl. 10–13 virka daga. Morgunkaffi, blöð- in og matur í hádegi. Sunnudagur: Dansleikur kl. 20, Caprí-tríó leikur fyrir dansi. Skrifstofa fé- lagsins er í Faxafeni 12, sími 588 2111. Félagsstarf aldraðra í Garðabæ. Þorrablót verður haldið fimmtu- daginn 23. janúar, skráning í síma 525 8590, milli kl. 13 og 17. Farið verður í Þjóð- leikhúsið að sjá leikritið „Með fullri reisn“ laug- ardaginn 7. febrúar, skráning í síma 820 8571 milli kl. 14 og 15. Gerðuberg, félagsstarf. Á morgun frá kl. 9.30– 16.30 vinnustofur opnar frá hádegi, spilasalur op- inn, vist og brids, kl. 15.15 dans hjá Sigvalda. Allar upplýsingar um starfsemina á staðnum og í síma 575 7720. Kvenfélag Bústaða- sóknar heldur fund í safnaðarheimilinu mánudaginn 13. janúar kl. 20. Sólveig Eiríks- dóttir frá Grænum kosti verður með fræðslu- erindi. Kristniboðsfélag karla. Fundur verður í Kristni- boðssalnum Háaleit- isbraut 58–60 mánu- dagskvöldið 20. janúar kl. 20. Jónas Þórisson og Kristján Sigurðsson sjá um fundinn. Aðalfund- urfélagsins verður mánudaginn 3. febrúar. Kvenfélag Garðabæjar heldur þorrablót laug- ardaginn 25. janúar á Garðaholti, húsið opnað kl. 19, borðhald hefst kl. 19.30. Kvenfélag Breiðholts, Kvenfélag Seljasóknar og Fjallkonurnar Sameiginlegur fundur verður haldin í Fella- og Hólakirkju þriðjudaginn 21. janúar kl. 20. Í dag er sunnudagur 19. janúar, 19. dagur ársins 2003. Orð dagsins: En nú varir trú, von og kærleikur, þetta þrennt, en þeirra er kærleik- urinn mestur. (I. Kor. 13, 13.) K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 högni, 4 lítilfjörlega persónu, 7 kompa, 8 furða, 9 tvennd, 11 efn- islítið, 13 orka, 14 játa, 15 listi, 17 dægur, 20 espa, 22 kipps, 23 þreytuna, 24 ok, 25 hindri. LÓÐRÉTT: 1 hestur, 2 ólyfjan, 3 lund, 4 durgur, 5 smákvikindi, 6 líkamshlutirnir, 10 út- skagi, 12 greina frá, 13 ambátt, 15 kalviður, 16 hirða um, 18 viljugt, 19 nes, 20 óska eftir, 21 bára. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 fólskuleg, 8 leiti, 9 dugur, 10 pár, 11 suddi, 13 annan, 15 holls, 18 hrúts, 21 ein, 22 lofti, 23 alveg, 24 dapurlegt. Lóðrétt: 2 ómild, 3 skipi, 4 undra, 5 engin, 6 glás, 7 hrín, 12 dul, 14 nár, 15 hali, 16 lyfta, 17 seigu, 18 hnall, 19 út- veg, 20 segl. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Víkverji skrifar... VÍKVERJI kættist mjög þegarhann frétti af stofnun nýs flug- félags, Iceland Express, sem býður nú flug til Lundúna og Kaupmanna- hafnar, fram og tilbaka á innan við 15.000 krónur. Lengi vel hafa Íslend- ingar sem eiga erindi á erlenda grund og hafa ekki marga daga til ferðalagsins eingöngu haft þann möguleika að skipta við Flugleiðir, þótt nokkrar tilraunir til að bjóða Ís- lendingum lægri fargjöld, t.d. af Go- flugfélaginu, hafi verið gerðar. Vegna einokunarstöðu sinnar á markaði hafa Flugleiðir getað boðið Íslendingum nánast hvað sem er og hefur sólar- og tilbreytingarþyrstur landinn ekki séð annan möguleika færan en að reiða fram þær svimandi háu upphæðir sem krafist er. Það er gömul saga og ný að út- lendingar sem fljúga með Flugleið- um borgi lægra gjald en Íslending- arnir þó þeir sitji á sama farrými og borði sama matinn. Það hefur ekki verið gaman að sitja við hlið útlend- inga um borð í vélum Flugleiða sem dásama hversu ódýr flugmiðinn hafi verið og heyra svo að miði sessu- nautarins hafi verið mun ódýrari, jafnvel þó hann sé að fljúga mun lengri flugleið, það er yfir allt Atl- antshafið með stuttri viðkomu á Ís- landi. x x x SVAR Flugleiða við þessari nýtil-komnu samkeppni er Netsmell- ur. Verð til London og Kaupmanna- hafnar er 19.800 og 24.920 til annarra áfangastaða í Evrópu. Reyndar var þetta fína tilboð kynnt sama dag og stofnun hins nýja flug- félags. Tilviljun? Það er spurning. Flugleiðir hafa reyndar ekki viljað gefa upp hversu mörg sæti í hverri vél eru á þessu lægra gjaldi. Í aug- lýsingu um Netsmellina góðu má sjá brosandi andlit um borð í flugleiða- vél. Víkverji hefur tekið eftir því að brosandlitin eru einungis 19 – að öðru leyti er vélin galtóm. Tilgáta Víkverja er því að 19 sæti af um 200 sem eru í Boeing 757 sem Flugleiðir nota í millilandaflugi séu á tilboðs- verði þessa dagana. x x x NÝR alþingismaður tók sæti áþingi í síðustu viku, Adolf H. Berndsen frá Skagaströnd sem tek- ur sæti Vilhjálms Egilssonar. Hafa varaþingmenn Sjálfstæðisflokks verið ansi heppnir á kjörtímabilinu því Adolf er annar varaþingmaður flokksins í kjördæminu sem fær sæti á þingi. Víkverji þekkir ekki uppruna Berndsen-ættarinnar en velti því fyrir sér þegar hann heyrði þessar fréttir hvort enn einn Norðmaðurinn væri nú að taka sæti á hinu háa Al- þingi. Eins og kunnugt er, og Spaug- stofumenn hafa gert sér mat úr, hafa fjórir ráðherrar tengsl við Noreg. Þrír eru hálfnorskir, þau Geir Haarde, Siv Friðleifsdóttir og Tóm- as Ingi Olrich, og Valgerður Sverr- isdóttir er gift Norðmanni. Ef Berndsen hefur einnig tengsl við Noreg segir Víkverji bara „Heja Norge“! Verður Víkverji að viðurkenna að hann varð svolítið forvitinn hvað H- ið á eftir nafni nýja þingmannsins stendur fyrir og getur hann upplýst það hér að það er Hjörvar. Víkverji óskar Adolfi Hjörvari velfarnaðar á Alþingi Íslendinga sem og þing- mönnunum okkar öllum. EF einhver ber kennsl á fólkið á myndunum þá vin- samlegast hafið samband við Kolbein Sæmundsson, Ægisíðu 109, 107 Rvík; sími: 551 6862, netfang: kolbeinn@mr.is Þurrar iljar – bót SVO lengi sem ég mundi eftir mér hafði ég átt við skrælþurra fætur eða iljar að stríða, dautt skinn fyllti heilu bílfarmana í hvert sinn sem ég nennti að skafa lappirnar. Ég hafði prófað allt milli himins og jarðar, nema raflost, allskonar ol- íur og smyrsli, en ekkert kom iljum mínum til bjarg- ar, þar til einn dag er ég lagði leið mína í Apótekar- ann í Hraunbergi, þar sem ég átti spjall við hina stór- kostlegu Ingibjörgu sem þar vinnur. Þegar ég sagði henni frá fótameini mínu, kvaðst hún hafa í huga rétta smyrslið fyrir mig, en í augnablikinu væri hún uppiskroppa með það, en hún kvaðst mundu hafa samband um leið og það kæmi aftur – að end- ingu hripaði hún nafn og símanúmer á lítinn gulan miða sem hún festi á réttan stað. Dagar og vikur liðu hjá, þar til hún hringdi, en þá hafði ég löngu grafið minn- inguna. Strax eftir fyrstu meðferð gerbreyttust ilj- arnar og urðu mjúkar sem ungbarnsrass. Smyrslið er í grænni smárri túbu og ber hið finnska nafn Helosan sem merkir...? Ólafur Þór Eiríksson. Dýrahald Ída er týnd ÍDA hvarf frá heimili sínu, Sörlaskjóli 16 hinn 6. jan- úar sl. Ída er rúmlega 3 ára, dálítið kviðsigin og búttuð. Hún er hvít, svört og brún á lit (sjá mynd). Ída er með merkta svarta og hvíta ól, einnig með húðflúraða kennitölu í eyra. Þeir sem kynnu að hafa orðið varir við Ídu, vinsamlegast látið vita í síma: 561 5952 eða í GSM: 691 4181. Kettlingar fást gefins 4 KETTLINGAR, 8 vikna, kassavanir, fást gefins. Upplýsingar í síma 893 2005. Köttur í óskilum STEINGRÁR og hvítur fressköttur, um 5–6 mán., fannst á Grundarstíg. Hann var ólarlaus. Þeir sem kannast við kisa hafi samband í síma 898 1492. Tík vantar heimili VEGNA breyttra að- stæðna óskast heimili fyrir 2 ára gamla tík, blanda af íslensku kyni og Border Collie. Upplýsingar í síma 554 1937. Kettlingar fást gefins KETTLINGAR, 8 vikna læður, fást gefins. Þær eru kassavanar, svartar og hvítar, ein er loðin. Upplýs- ingar í síma 551 9761. Ennþá týndur SIMBI týndist frá Löngu- mýri í Garðabæ í sumar. Hann er rauður og loðinn. Hans er sárt saknað! Allar upplýsingar vel þegnar í síma 565 6519 eða 847 6671. Fundarlaun. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is Hver þekkir fólkið? AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.