Morgunblaðið - 19.01.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.01.2003, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 19. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Á skrælnaðri sléttu í Mið-Asíu, íafskekktu landi norðan við Íranog Afganistan, eru sérvitur ein-ræðisherra og pólitískir and-stæðingar hans þátttakendur í æsispennandi atburðarás sem einkennist af leynimakki og leyndardómum. Enginn út- lendingur og aðeins örfáir menn í innsta hring einræðisherrans vita hvað er að gerast þótt framtíð þessa olíuríka lands sé í veði. Landið er Túrkmenistan, sem er með færri en fimm milljónir íbúa og fékk sjálf- stæði fyrir tólf árum. Síðan þá hefur landið verið undir stjórn Saparmurads Niyazovs, síðasta kommúnistaleiðtogans í þessum út- skækli Sovétríkjanna fyrir 1991. „Eilífðarforsetinn“ Niyazov hefur safnað um sig hirð jábræðra, sem þóknast honum í einu og öllu og hafa innleitt svo mikla per- sónudýrkun að hún jafnast aðeins á við leið- togadýrkunina í Norður-Kóreu. Hann kallar sig Turkmenbashi, „Föður allra Túrkmena“. Ríkisfjölmiðlarnir kölluðu hann alltaf „Turkmenbashi hinn mikla“ þar til nýlega þegar þeir tóku að kalla hann „Turkmen- bashi hinn mikla að eilífu“. Land hans er fátækt þrátt fyrir talsverðar tekjur af olíu- og gasútflutningi því að megnið af peningunum hefur verið lagt inn á erlenda bankareikninga sem leiðtoginn einn getur ráðstafað. Sakaður um valdaránstilraun Niyazov segir sjálfur að hópur manna, að- allega útlendinga, hafi reynt að skjóta hann til bana 25. nóvember þegar hann var í höf- uðborginni, Ashgabat, á leið til vinnu í bryn- varinni Mercedes-bifreið sinni á vegi sem nefndur var eftir honum og lagður til að for- setinn kæmist greiðlega úr höllinni á skrif- stofuna. Að sögn Niyazovs var morðsam- særið runnið undan rifjum Borís Shikhmuradovs, fyrrverandi utanríkisráð- herra hans og aðstoðarforsætisráðherra. Shikhmuradov hafði ferðast um heiminn mánuðum saman til að reyna að skipuleggja andspyrnu gegn Niyazov og sneri aftur til Túrkmenistans á laun í september, eins og hann hafði lofað, að því er virðist án vit- undar Niyazovs á þeim tíma. Ættingjar og samstarfsmenn Shikhmuradovs segja að hann hafi ekki lagt á ráðin um að myrða leiðtogann. Hann fór huldu höfði í Túrkmen- istan til 26. desember þegar lögreglan hand- tók hann. „Við erum allir smámenni“ Þremur dögum síðar kom Shikhmuradov fram í sjónvarpi og las yfirlýsingu þar sem hann játaði að hafa skipulagt samsæri um að myrða Niyazov og hrifsa til sín völdin. Hann bendlaði einnig fyrrverandi embætt- ismenn við samsærið, menn sem Niyazov hafði áður sakað um aðild að því. Í yfirlýs- ingunni lauk Shikhmuradov lofsorði á Niya- zov, lýsti honum sem miklum leiðtoga en sjálfum sér sem fyrirlitlegum heróínfíkli. „Á meðal okkar er ekki einn einasti maður sem getur talist eðlilegur,“ sagði Shikhmuradov um meintu samsærismennina. „Við erum all- ir smámenni.“ Játning Shikhmuradovs endurspeglaði yf- irlýsingar sem Niyazov hafði áður gefið út um andstæðinga sína, en hún var í algjörri andstöðu við beinskeytta gagnrýni ráð- herrans fyrrverandi á Niyazov áður en hann sneri aftur til heimalandsins, meðal annars þegar hann fór til Washington í fyrra. Nokkur dagblöð í Moskvu sögðu að yfirlýs- ing Shikhmuradovs hefði líkst játningunum sem knúnar voru fram við sýndarréttarhöld Stalíns á fjórða áratugnum. Hundruð manna handtekin Frá 25. nóvember hefur stjórnmálalög- regla Niyazovs (sem er nú undir stjórn þriðja lögreglustjórans á níu mánuðum) handtekið hundruð manna. Margir þeirra voru samstarfsmenn eða ættingjar helstu andstæðinga stjórnarinnar, meðal annars Shikhmuradovs. Niyazov virðist hafa komist að því að for- seti þingsins, sem hefur alltaf samþykkt frumvörp stjórnarinnar orðalaust, hafi verið í slagtogi við samsærismennina og hann var líka handtekinn, ásamt mörgum embætt- ismönnum víða um landið. „Niyazov hlýtur að hafa orðið skelkaður þegar hann áttaði sig á umfangi samsær- isins gegn honum,“ sagði bandarískur emb- ættismaður sem hefur fylgst með þróuninni í Túrkmenistan. Fangar pyntaðir Bandaríkjastjórn og Öryggis- og sam- vinnustofnun Evrópu (ÖSE) hafa látið í ljósi áhyggjur af meðferðinni á þeim sem voru handteknir. Í yfirlýsingu frá Bandaríkja- stjórn sagði að „trúverðugar fregnir“ hermdu að fangar hefðu sætt pyntingum og illri meðferð. Talið er að nokkrir fanganna hafi verið sprautaðir með lyfjum eða jafnvel eiturlyfjum, þeirra á meðal Batyr Berdiyev, annar fyrrverandi utanríkisráðherra Túrk- menistans og sendiherra hjá ÖSE. Stofn- unin hefur óskað eftir því formlega að fá að senda nefnd til að rannsaka meðferðina á föngunum. Niyazov ber af sér allar ásakanir og kveðst vera „enn eitt fórnarlamb alþjóð- legrar hryðjuverkastarfsemi“. Vandræðalegt fyrir Bandaríkin Sextán útlendingar, þeirra á meðal fimm Rússar, og sextán Túrkmenar hafa verið dregnir fyrir rétt og ákærðir fyrir aðild að morðtilræði og valdaránssamsæri. Málið hefur valdið nokkurri spennu í sam- skiptum Bandaríkjanna og Túrkmenistans, meðal annars vegna þess að bandarískur ríkisborgari, Leonid Komarovsky, sem fæddist í Rússlandi, er á meðal þeirra sem voru handteknir. Komarovsky hefur játað að hafa selt Shikhmuradov farsíma sem sagt er að hafi verið notaður til að skipuleggja meintu valdaránstilraunina. Komarovsky starfaði áður sem blaðamaður í Moskvu en stundar nú viðskipti og hefur aldrei skipt sér af stjórnmálabaráttunni í Túrkmenistan, að sögn fjölskyldu hans í Bandaríkjunum. Stjórn Túrkmenistans hefur ekki boðað neinar breytingar á samstarfinu við her Bandaríkjanna. Hún hefur heimilað banda- rískum herflugvélum að fljúga yfir Túrkm- enistan og taka eldsneyti á stærsta flugvelli landsins, auk þess sem Sameinuðu þjóð- unum hefur verið leyft að flytja matvæli og hjálpargögn í gegnum Túrkmenistan til Afg- anistans. Bandaríkin hafa komið upp tveim- ur nýjum herstöðvum í þessum heimshluta og sú stærri er í suðvesturhluta Úsbekist- ans, um 60 km frá landamærunum að Túrkmenistan. Niyazov ræddi í fyrra við Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, og hershöfðingjann Tommy Franks. Bandarískir embættismenn, sem eiga að fylgjast með þróuninni í Túrkmenistan, við- urkenna að þeir vita lítið um málið. „Það er ergilegt hversu lítið af upplýsingum hefur borist til okkar,“ sagði einn embættismann- anna. Fiona Hill, sérfræðingur í málefnum Mið- Asíu við Brookings-stofnunina, sagði það vandræðalegt hversu lítið Bandaríkjamenn vissu um málið í ljósi þess hversu mikilvægt Túrkmenistan væri fyrir bandaríska herinn. „Hvernig stendur á því að við höfum ekki hugmynd um hvað er að gerast í landinu?“ spurði hún. Skipulagði fjöldamótmæli Tveir synir Shikhmuradovs og nokkrir gamlir samstarfsmenn hans segja að Niya- zov hafi sjálfur sett morðtilraunina á svið til að fá tylliástæðu til að handtaka stjórn- arandstæðinga sem höfðu skipulagt fjölda- mótmæli gegn stjórn hans. Í skilaboðum, sem sett voru á vefsíðu andstæðinga Niyaz- ovs í desember og sögð hafa komið frá Shik- hmuradov, sagði að hann og stuðningsmenn hans hefðu skipulagt „fjöldamótmæli í lok nóvember í öllum héruðum landsins til að krefjast frjálsra og lýðræðislegra kosninga“. Mótmælin áttu að hefjast 25. nóvember, daginn sem morðtilræðið á að hafa átt sér stað, að sögn Shikhmuradovs. Í sömu skilaboðum, sem voru skrifuð 24. desember, eða tveimur dögum áður en Shikhmuradov var handtekinn, kvaðst hann ætla að gefa sig fram við lögregluna í von um að „fjöldahandtökum og pyntingum á saklausu fólki“ linnti. Mörgum spurningum ósvarað Bandarískir embættismenn hafa komist að þeirri niðurstöðu að skotárásin 25. nóv- ember hafi ekki verið sett á svið og reynt hafi verið að steypa Niyazov af stóli þótt klaufalega hafi verið staðið að valdaránstil- rauninni. Háttsettur bandarískur embætt- ismaður sagði að stjórn Túrkmenistans væri of „lek“, eða lausmál, til að geta haldið því leyndu að morðtilræðið hefði verið sett á svið. Aðrir hafa þó miklar efasemdir um þetta og lýsing Niyazovs á atburðinum var glopp- ótt. Hann útskýrði ekki hvernig á því stóð að útlendingar í bílum gátu stöðvað bílalest hans þótt veginum sé alltaf lokað og allir bílar fjarlægðir löngu áður en forsetinn leggur af stað. Ekki hefur heldur verið út- skýrt hvernig árásarmennirnir flúðu af staðnum. Ríkissjónvarp Túrkmenistans sýndi myndir af tveimur mönnum, sem voru handteknir mörgum klukkustundum síðar og voru í felulitabúningi og með grímu fyrir andlitinu, en ekki var útskýrt hvers vegna þeir voru enn klæddir þannig löngu eftir árásina. „Ef þetta var misheppnuð valdaránstil- raun hvers vegna var þá enginn drepinn?“ spurði Martha Brill Olcott, sérfræðingur í málefnum Mið-Asíu. Fyrrverandi embættismaður í Túrkmen- istan, sem starfaði með Shikhmuradov, spáði því að hann yrði myrtur í fangelsi og skírskotaði til þess að hann var látinn játa að hann væri heróínfíkill. „Ég býst við að frétta einn daginn að hann hafi dáið af völd- um of stórs skammts af eiturlyfjum.“ Erika Dailey, sem hefur fylgst með þró- uninni í mannréttindamálum í Túrkmenist- an, sagði að margt benti til þess að ólga hefði verið í landinu í fyrra. Efnt hefði verið til mótmæla og andstæðingar Niyazovs hefðu dreift áróðursbæklingum löngu fyrir 25. nóvember. Óljóst er hins vegar hvort at- burðirnir hafa veikt eða styrkt stöðu Niyazovs. Var valdaránstilraunin sett á svið? The Washington Post. Enn er margt á reiki um til- raun andstæðinga „Turkm- enbashi hins mikla að eilífu“ til að koma honum frá völd- um í Túrkmenistan og óljóst er hvort þeir reyndu að ráða hann af dögum eins og hald- ið hefur verið fram. Reuters Nýgift hjón láta taka mynd af sér við styttu af Niyazov forseta í höfuðborg Túrkmenistans, Ashgabat. Borís Shikhmuradov, fyrrverandi utanrík- isráðherra og aðstoð- arforsætisráðherra Túrkmenistans. Saparmurat Niyazov, forseti Túrkmenistans, sem kallaður hefur ver- ið „Turkmenbashi hinn mikli að eilífu“. ’ Í játningunni lýstimeintur samsærisforingi Niyazov sem miklum leið- toga en sjálfum sér sem heróínfíkli. ‘
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.