Morgunblaðið - 19.01.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 19.01.2003, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 19. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Í upphafi árs er algengtað fólk setji sér mark-mið í daglega lífinu. Oftsnúast þau um að hætta einhverju, eins og að reykja, drekka kók, borða franskar, djamma svona mikið, vakna í ókunnugum húsum o.s.frv. Stundum snú- ast þau líka um að byrja á einhverju, eins að halda utan um visanóturnar, skella sér á leirkera- eða flamengó- námskeið, eða gera stórátak í ræktinni og koma sér í ,,toppform í eitt skipti fyrir öll“. Þetta síðastnefnda er reyndar afskaplega algengt og fara auglýsingar líkams- ræktarstöðva þar sem fólk er hvatt til stórræða í árs- byrjun varla framhjá nein- um. Eins eru samtöl manna á milli gjarnan á þann veg að það virðist frekar spurn- ing hvernig en ekki hvort leggja eigi út í magnað heilsuátak svona í upphafi árs. Þessi janúar-heilsuátaks- stemmning kom einmitt til umræðu hjá vinkonum mín- um í vikunni og vorum við á einu máli um hversu fárán- legt það væri að ætla sér einhver meirháttar afrek á líkamsræktarsviðinu á þeim árstíma þegar maður á nóg með að bókstaflega rífa sig á fætur til að fara í vinnuna, halda sér sæmilega skýrri fyrir framan tölvuna og reyna að geispa ekki alltof mikið á fundum. Í janúar langar mann bara til að kúra sig undir teppi með eitthvað að lesa eða horfa á, narta í hnetur og súkkulaði, og kúra svo aðeins meira. Vissulega þekkir maður mótrök lík- amsræktarfrömuða sem segja að í ræktinni þá eyði maður ekki orku heldur fái hana. Þetta kann að vera satt og rétt, en allir þeir sem hafa skellt sér með of- forsi í ræktina vita að fyrstu dagana og jafnvel vikurnar þá er maður alveg búinn á því eftir púlið – einkum ef formið var orðið helst til slakt. Þá bið ég frekar um rólegar sundferðir og göngu- ferðir í hádeginu – enda má ætla að súrefni og dagsbirta séu eitthvað sem vert er að sækjast eftir á þessum árs- tíma, ekki síður en minna mittismál. Almenn umræða um um- rætt mittismál er svo kapít- uli út af fyrir sig. Fólk er hvatt til að huga að heils- unni, hreyfa sig, halda sér í kjörþyngd; allt eru þetta gott og sjálfsagt. Fólk, og þá sérstaklega konur, eru jafn- framt hvattar til að láta ekki ímyndir úr tísku-, tónlistar- og kvikmyndaheiminum hafa áhrif á viðhorf sín til eigin líkama; líka gott og sjálf- sagt. En þeir sem hafa stundað líkamsrækt- arstöðvar vita að þar snýst þetta ekki bara um heilsu- rækt heldur líka líkamsrækt – en á þessu er grein- armunur samkvæmt orðanna hljóðan. Sjálf vil ég gjarnan hreyfa mig, en hef engan sérstakan áhuga á því að komast í vaxtarrækt- arkeppnir, eða brenna öllu óhollu sem ég borða jafn- óðum. Þannig sneri ég mér alfarið að tækjasalnum eftir eróbikktíma á mánudegi fyr- ir nokkru þegar kennarinn hrópaði á okkur eftir hundr- að og fimmtíu ,,hunda- æfingar“; ,,Bara fimmtíu enn, koma svo! Ná af ykkur síðustu dropunum af sósunni sem var með sunnudags- steikinni!“ Þarna fannst mér gefið í skyn að við værum ekki þarna heilsunnar vegna, heldur af því að okk- ur langaði allar til að líta út eins og Jennifer Lopez. Ég móðgaðist líka fyrir hönd allra þeirra yndislegu kvenna og karla sem höfðu búið til góðar sósur handa dætrum sínum daginn áður og fengu nú samstillta eitr- aða strauma fjörutíu ungra kvenna sem dauðsáu eftir að hafa gætt sér á heim- ilismatnum og öskruðu af sársauka þegar þær afplán- uðu refsinguna; tvöhundruð hundaæfingar. Það virðist talsvert gert út á fullkomnunaráráttu kvenna þegar kemur að lík- amsvexti. En þrátt fyrir stöðugt áreiti reynum við að halda í þá skynsamlegu af- stöðu að láta hina stöðluðu fegurðarímynd ekki hafa áhrif á okkur. Áreitið felst bæði í áðurnefndum ímynd- um tísku-, tónlistar-, sjón- varps- og kvikmyndabransa sem er alltumvefjandi og svo líka í daglegu samneyti okk- ar við fólk. Í því samhengi má ég til með að segja frá athyglisverðri reynslu sem vinkona mín varð fyrir á skemmtistað um síðustu helgi. Þar vatt sér upp að henni maður og bauð henni í glas sem hún þáði. Sagðist hann vera einkaþjálfari á líkamsræktarstöð hér í Reykjavík, tók svo utan um mitti hennar, kleip í húðina og sagði; ,,veistu, ég get hjálpað þér að losna við þetta ef þú vilt.“ (Það skal tekið fram að þessi vinkona mín er 177 á hæð og 64 kíló.) Vinkonu minni brá að vonum og hún útskýrði fyrir honum að hún væri nýbúin að eign- ast barn. ,,Einmitt, þú þarft að losna við ólettufituna.“ Næst byrjaði hann að pota í andlitið á henni og klípa undir hökuna; ,,Þú borðar mikið salt er það ekki?“ spurði hann og hún rétt náði að kinka kolli án þess að missa útúrpotað andlitið af hlátri. ,,Það sést, það er mikill vökvasöfnun undir húðinni hjá þér.“ Hún stóð þarna forviða og þá klykkti hann út með; ,,Veistu, þú ert ein af þessum sem lítur út fyrir að vera mjó, en þú ert í rauninni feit. Þú ert það sem kallast mjó-feit.“ Þetta var nóg, og hún flúði í fang tveggja vina sinna sem sann- færðu hana um að hún væri mjó sem skrúfjárn. Auðvitað er þetta fyrst og fremst fyndið, en vekur jafn- framt upp ýmsar spurn- ingar. Í hvers konar heimi er manneskja, sem er í neðstu mörkum kjörþyngdar samkvæmt heilbrigð- isstöðlum, feit? (eða réttara sagt mjó-feit.) Í heimi taum- lausrar líkamsdýrkunar kynnu sumir að segja, en aðrir myndu segja að slík hugsun ætti sér uppsprettu í heimi taumlausra öfga. Hvað sem því líður þá er ljóst að baráttan við ímynd- irnar og fullkomnunarþrána heldur áfram. Vinkona mín ætlar þó ekki að þiggja boð einkaþjálfarans um að hjálpa henni að verða mjó í raun og veru. Eftir smá umhugsun finnst henni feikinóg að líta bara út fyrir að vera það. Morgunblaðið/Jóra Birna Anna á sunnudegi Mjó-feit bab@mbl.is MANNSÆVIN er stuttur tími í sögulegu tilliti. Það getur verið býsna erfitt að greina strauma og þróun í listum á svo skömmum tíma; – tíminn líður, stundum gerist eitthvað markvert sem vekur eftirtekt umfram annað, en annars líður þetta hjá að mestu hljóðalaust. Í tónlistarsög- unni hafa meiriháttar breytingar átt sér stað með löngu millibili – heillar aldar, eða jafnvel einnar og hálfrar aldar millibili. Innan hvers tímabils er þróunin hæg og rökrétt, þar til eitt- hvað það gerist sem byltir fyrri gildum – okkur er stillt upp frammi fyrir nýjum hugmyndum, sem við reynum oftar en ekki að hafna, þar til sátt tímans hefur aðlagað gildismat okkar að nýjungunum. Þ að má vel ímynda sér hvers lags óskapnaður það hefur þótt, þeg- ar menn á miðöldum hættu að syngja einraddað og tóku upp á því að syngja í mörgum röddum samtímis. Ýmsum þóttu það líka skrýtnar tiktúrur að láta hljóð- færi hljóma ein og sér saman, án mannsradd- arinnar. Dúrar og mollar leystu af hólmi eldri tóntegundir sem þóttu orðnar gamaldags og úr sér gengnar. Söngleikir byggðir á helgisögum þóttu hæfa í kirkjum, en þegar menn fóru að semja óperur byggðar á sögum af heiðnum guð- um og dauðlegum mönnum þótti það tíðindum sæta. Það þótti líka óg- urleg bylting þegar menn fóru að gera tónlistina af- káralega með einhverju sem kallast styrk- leikabreytingar – spiluðu stundum veikt og stundum sterkt, og voru hvað flottastir ef þeir gátu spilað langa tónstiga þar sem styrkurinn var aukinn jafnt og þétt og svo dregið úr honum jafnt á bakaleiðinni, þar til nær ekkert heyrðist nema lágvært hvískur í fiðluboganum. Þessar mús- íkölsku flugeldasýningar þóttu ógurlegar, en fóru samt eins og tískubylgja um Mið-Evrópu undir lok átjándu aldar. Öld seinna voru menn farnir að pína dúrana og mollana svo úr hömlu að mörgum þótti nóg um alla aðskota- og auka- tónana og þá krassandi og ögrandi hljóma sem tónskáld settu í verk sín. Allt fór svo í kaldakol þegar tónskáld á fyrri hluta síðustu aldar fleygðu dúrum og mollum eins og gömlum tusk- um og röðuðu tónum tónstigans upp í sínar eig- in syrpur og raðir, allt eftir prívat geðþótta hvers og eins, en þó eftir fyrirfram gefnum formúlum – öld vísindanna var nefnilega gengin í garð. Í París varð allt vitlaust og slagsmál brutust út yfir balletttónlist, sem þótti gríð- arlega örgandi en engum þykir tiltakanlega ógnvekjandi í dag. París millistríðsáranna var reyndar mikill suðupottur, og þar gerðust hlutir sem breyttu tónlist tuttugustu aldar svo um munaði. Með auknum ferðalögum fólks á framandi slóðir skrapp veröldin saman, og áhrif frá tón- list annarra menningarheima heyrðust í gegn- um tónlist vestrænna tónskálda. Tilraunir voru gerðar með ný hljóðfæri; – rafmagnið var að verða allragagn og var notað bæði til að gefa hljóðfærum nýjan tón og skapa ný hljóðfæri. Í Ameríku var djassinn sprottinn fram og vax- andi unglingamenning krafðist sérstakrar ung- mennatónlistar sem greindist frá meginstraumi annarrar tónlistar. Það sem gerðist í tónlistinni á fyrri hluta síð- ustu aldar var kannski síðasta stóra byltingin í tónlistinni. En það er eftirtektarvert, að því meir sem mannkyninu fleygir fram í tækni, þekkingu og félagslegum framförum, því rót- tækari virðast þessar breytingar verða hverju sinni. Tvær heimsstyrjaldir á fyrri hluta ald- arinnar áttu ugglaust sinn þátt í þeirri miklu gerjun sem varð í menningu og listum á þeim tíma. Þegar mannkynið stóð frammi fyrir ógn kjarnorkusprengjunnar var John Cage að semja tónverk sem var ekkert annað en mús- íkalskur umbúnaður utan um þögn – hljóðfæra- leikaranum var ætlað að ganga inn á sviðið, stilla hljóðfærið sitt og spila svo af nótunum um- beðna þögn í fjórar mínútur og þrjátíu og þrjár sekúndur, standa þá upp og hneigja sig. Ekkert sprettur af engu, og allar þær breyt- ingar sem hafa orðið í tónlistinni endurspegla samfélag mannanna á einhvern hátt – hvort sem þær eru svar eða andsvar við veruleika líð- andi stundar – taka undir með honum eða and- æfa. En hvar stöndum við í dag? Sjáum við ein- hver merki nýrra tíma í tónlistinni? Síðustu áratugir hafa verið óvenju daufir íheimi klassísku tónlistarinnar. Baraþað, að við skulum ekki enn hafa fundiðupp orð til að nota yfir tímabilið frá miðri síðustu öld segir sína sögu. Þótt við teljum okkur enn byggja á arfleifð sígildrar vestrænn- ar tónlistar, þá er eitthvað óþægilega kauðalegt að tala um sígilda – eða klassíska tónlist þegar átt er við tónlist dagsins í dag. Við notum merki- miða á ákveðin stílbrigði innan þessa tímabils – fúturisma, minimalisma, módernisma, póstmód- ernisma og nýrómantík, en ekkert þeirra orða dugar til að skilgreina þessa tónlist í stærri dráttum. Þegar svo var komið um miðja síðustu öld að allt var orðið mögulegt og allt mátti, hver svo sem stíllinn var – var eins og botninn dytti úr tunnunni og engin leið var að henda reiður á hvað var að gerast. Síðan þá hefur allt verið prófað. Það sem er nýtt er ekki lengur nýstár- legt. Sum tónskáld, með Arvo Pärt í far- arbroddi, hafa brugðist við með því að hverfa til fortíðarinnar, hins hreina hljóms og fegurðar, meðan önnur hafa reynt að tvinna tónlist sína saman við tónlist annarra menningarsvæða. Það er búið að reyna að ögra okkur með hávaða – með músík sem varla heyrist, með tónlist þar sem tilviljanir ráða ferð – tónlist sem byggð er á flóknum stærðfræðiformúlum, tónlist sem sköpuð er með tölvum, tónlist sem er svo erfið að það er varla hægt að spila hana, raftónlist, spunatónlist, nýaldartónlist, og svo auðvitað tónlist sem er vandlega sniðin eftir eldri hefð- um. Að auki er búið að prófa allar hugsanlegar samsetningar hljóðfæra og hljóðfærahópa, hvort sem það er söngrödd og fagottkór; sinfón- íuhljómsveit og rokkband; japanskt koto og djasstríó, eða kirkjukór og suður-amerískt con- junto. Fyrirbærinu sinfóníuhljómsveit hefur verið líkt við risaeðlu og óperu við minjasafn. Ekkert kemur lengur á óvart, búið aðprófa allt. Með því er þó engan veginnverið að gera lítið úr því sem gert er,eða halla á þau tónskáld og tónlist- armenn sem eru skapandi í list sinni, auðvitað er margt frábært í tónlist samtímans, á því leik- ur enginn vafi. En málið snýst heldur ekki um það. Stóra spurningin er sú hvernig næstu hvörf í tónlistinni verða, og hvað getur tekið við, þegar mönnum finnst ekkert nýtt undir sólinni lengur. Biðin eftir einhvers konar kaþarsis – hreinsunareldi, eða einhverri lausn er óneit- anlega spennandi, ekkert síður en bið eftir Kötlugosi – bið eftir því að sköpunarkraftar leysist úr læðingi í óræðum stærðum og ögri vitum okkar og skynjun. Sennilega átti miðaldamaðurinn erfitt með að ímynda sér fyrirbæri eins og óperu, og fyrir hann hefði þungarokk líklega verið eitthvað sem hugurinn hefði aldrei getað glímt við. Það er vissulega erfitt fyrir okkur í samtímanum að ímynda okkur hvað gæti tekið við og hvert nýir tímar gætu leitt okkur – einmitt af því að við ímyndum okkur að allt hafi verið reynt. En því sannfærðari sem við erum um að einhvers kon- ar leiðarenda sé náð, því forvitnilegri er tilhugs- unin um framtíðina. Hvað gæti hugsanlega gerst eftir alltsem á undan er gengið? Verða ein-hverjar grundvallarbreytingar á tón-kerfinu? Hættum við að miða tónlist við tólf tóna áttundarinnar? Jafnvel þótt við höf- um þegar sprengt það með kvarttónum og míkrótónum, er tólftónaskalinn enn það kerfi sem við miðum við. Þar spilar auðvitað inní skráning tónlistarinnar og það hversu rígbund- in við erum nótnaritunarkerfinu sem við höfum stuðst við í meira og minna óbreyttri mynd öld- um saman. Heyrum við í nýjum hljóðfærum – eða hljóðgjöfum? Verður tónlist áfram miðlað til okkar á tónleikum og í rafmiðlum? Verðum við kannski hvert um sig okkar eigin músíkantar og sköpum fyrst og fremst fyrir okkur sjálf? Verða rytmi og taktur áfram mælieiningar á fram- vindu tónlistarinnar? Tónlistarmenn á milli- stríðsárunum spurðu þeirrar spurningar hvað tónlist væri, með ögrandi nýjungum. Við stönd- um enn frammi fyrir þeirri spurningu. Síðasta öld með allri sinni tilraunastarfsemi og tækni- framförum svaraði henni til hálfs – tónlist er allt mögulegt – og allt er mögulegt í tónlist. En eftir stendur spurningin – hvað svo? Hvað svo? Reuters Hljómsveitarstjóri eða risaeðlutemjari? Austurríski hljómsveit- arstjórinn Nicolaus Harn- oncourt á æfingu með Fíl- harmóníusveit Vínarborg- ar fyrir nýárstónleika hljómsveitarinnar. AF LISTUM Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.