Morgunblaðið - 19.01.2003, Síða 42

Morgunblaðið - 19.01.2003, Síða 42
42 SUNNUDAGUR 19. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. TILEFNI þessa stutta pistils eru tvö lesendabréf í Morgunblaðinu sem ég er alveg sammála. Það fyrra er um borgarstjóramál- ið eftir Hjört Hjartarson (4.1. 2003). Orðrétt segir hann: „Hvað Fram- sóknarflokknum gekk til er á allra vörum; það hentar ekki formanni flokksins að Ingibjörg bjóði sig fram til þings fyrir Reykvíkinga. Halldór Ásgrímsson er lafhræddur um sætið sitt og þá skítt með borgarbúa og vilja þeirra. Heiftin sýður. Ein- hvernveginn skal klekkt á Ingi- björgu.“ Já, hinum farsæla og vinsæla borgarstjóra í Reykjavík, Ingibjörgu Sólrúnu, var bolað úr embætti með rógi og ofstopa og þar átti Halldór Ásgrímsson stærstan hluta að máli. Halldór getur vissulega látið sig dreyma um stóran hlut í komandi þingkosningum eins og hann nefndi í viðtali en sannleikurinn er sá að borgarstjóramálið verður honum lík- lega að falli. Kristján Pétursson fyrrv. deildar- stjóri skrifaði 26.12. 2002 um van- hugsaðar yfirlýsingar Halldórs og Davíðs og sagði m.a.: Yfirlýsingar forsætis- og utanrík- isráðherra um að íslensku flugfélög- in Flugleiðir og Atlanta myndu verða nýtt til flutnings á hermönnum Natóríkja ef um það bærust beiðnir frá hernaðaryfirvöldum bandalags- ins vegna hernaðarástands eru ótímabærar og vanhugsaðar.“ Já, ég er alveg sammála þessu hjá Kristjáni og með þessum yfirlýsing- um hafa Halldór og Davíð raskað flugöryggi allrar íslensku þjóðarinn- ar og að mínu mati ber þeim skylda til að draga þessa yfirlýsingu til baka. Í þessu samhengi er vert að skoða hvaða öfl eru hættulegust heimsfrið- num um þessar mundir: hryðju- verkamenn, grimmir einræðisherrar og kúrekinn George W. Bush. Og það sér enginn fyrir hvaða afleiðing- ar hernaðarbrölt Bush getur haft fyrir alla heimsbyggðina. Ef Davíð og Halldóri er annt um öryggi íslenskra flugfarþega ber þeim skylda til að draga yfirlýsingu sína til baka. Þingkosningar eru í nánd og þó svo maður búi hér í Finnlandi þá heldur maður fullum kosningarétti á Fróni. Kannski nær maður að spjalla við Jón Baldvin sendiherra Íslands í Finnlandi um leið og maður kýs í sendiráðinu í Helsinki. En Jón Bald- vin var vissulega skeleggur og hress utanríkisráðherra á Íslandi um árið. BJÖRGVIN BJÖRGVINSSON, myndlistarkennari, Suður-Finnlandi. Borgarmál og hernaðarbrölt Frá Björgvini Björgvinssyni: Í VOR á síðasta ári birtist grein í Morgunblaðinu sem fjallaði um málefni er tengdust sveitarstjórn- armálum á Seltjarnarnesi. Heiti greinarinnar var „Ásgerði sem bæj- arstjóra á Seltjarnarnesi.“ Var Sig- urður Jónsson skrifaður fyrir greininni en hið rétta er að Hall- grímur Óskarsson, Valhúsabraut 31, Seltjarnarnesi, er höfundur greinarinnar. Höfundur biður þá aðila er nefndir voru í greininni af- sökunar ef þeir kunna að hafa haft óþægindi af. Vegna greinarskrifa Frá Hallgrími Óskarssyni: GREIN í Morgunblaðinu 15. jan. undir fyrirsögninni „Flugfélag eða ferðaskrifstofa eða bara froða“ vakti athygli mína. Höfundur vekur athygli á fjölda þeirra flugfélaga og ferðaskrifstofa sem á undanförnum árum hafa boðað fagnaðarerindi um lággjaldaferðir til útlanda, en endað í gjaldþroti sem hafa kostað neytendur og samstarfsaðila veru- leg óþægindi og fjárútlát. Ósjálf- rátt kemur samlíkingin við keðju- bréf upp í hugann þar sem þeir fyrstu græða en þeir sem aftar eru í röðinni tapa þegar keðjan slitnar. Höfundur, Vilhjálmur Bjarna- son, spyr hvaða öryggi nýi aðilinn á markaðnum, Iceland Express, veiti viðskiptavinum sínum – spyr hvort ábyrgð flugfélagsins Astraeus sé skýr og afdráttarlaus gagnvart far- þegum sem kaupa miða af Iceland Express. Þessu svarar Ólafur Hauksson hjá Iceland Express að mínu mati ekki nægilega skýrt í svargrein sinni í Mbl. daginn eftir og eykur því á efasemdir mínar. Ef ég kaupi t.d. miða til Kaupmanna- hafnar í vor, tekur Astraeus þá örugglega ábyrgð á því að ég fái þá flugþjónustu sem ég hef borgað Iceland Express fyrir? Hvar og hvernig staðfesta þeir ábyrgð sína? Og hvað með það ef flugvélinni seinkar verulega eða ef ferðin fell- ur jafnvel niður þann daginn? Greiðir Astreus þá fyrir mat og gistingu í Kaupmannahöfn? Samkeppni í flugþjónustu er af hinu góða en við íslenskir neyt- endur hljótum að gera kröfur til þess að kaupa ekki köttinn í sekkn- um. INGI FJALAR MAGNÚSSON, tölvunarfræðingur. Nokkur atriði áður en ég kaupi flugmiða… Frá Inga Fjalari Magnússyni:

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.