Morgunblaðið - 19.01.2003, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 19.01.2003, Blaðsíða 25
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. JANÚAR 2003 25 Dóminíska lýðveldið Heimsferðir bjóða nú ótrúlegt tækifæri á síðustu sætunum til Dóminíska lýðveldisins, eins fegursta staðar í Karíbahafinu, á hreint ótrúlegum kjörum. Beint flug Heimsferða þann 16. febrúar á þennan fagra stað þar sem þú nýtur lífsins í heila viku í besta loftslagi í heimi. Á meðan á dvölinni stendur getur þú valið um spennandi kynnisferðir með fararstjórum Heimsferða. Þú getur valið um flugsæti eingöngu, stökktu tilboð, þar sem þú færð að vita gististaðinn 4 dögum fyrir brottför eða valið um okkar vinsælustu hótel, Capella Beach eða Colonia.Verð kr. 59.950 Flugsæti með sköttum fyrir fullorðinn. Almennt verð kr. 62.990. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 79.950 Stökktu tilboð með sköttum, m.v. 2 í herbergi. Þú færð að vita gististaðinn 4 dögum fyrir brottför. Almennt verð kr. 83.990. Verð kr. 99.950 Barecelo Colonia, 4 stjörnur, með morgunverði. Flug, gisting, skattar. Almennt verð kr. 104.990. Þú kemst í Karíba- hafið 16. febrúar frá kr. 59.950 Aðeins 31 sæti í boði RÚMUM níu milljónum króna var úthlutað að þessu sinni úr Menn- ingar- og styrktarsjóði Bún- aðarbanka Íslands hf. við athöfn í Listasafni Reykjavíkur, í fyrradag og var úthlutað til 37 styrkþega. Úthlutun úr Menningar- og styrktarsjóði Búnaðarbankans er hluti af stærra framtaki Bún- aðarbankans undir kjörorðinu Mannrækt og landrækt og varði Búnaðarbankinn 80 milljónum króna á sl. ári til ýmissa mála sem talin eru stuðla að Mannrækt og landrækt. Styrkþegar eru: Þorsteinn Jóns- son fær styrk til gerðar heimild- armyndar um Rockville, meðferð- arheimilið á Sandgerðisheiði. Kvikmynd Hrafns Gunnlaugs- sonar, Ísland í öðru ljósi. Yfirlits- sýningar á verkum Jóhannesar Jó- hannessonar, listmálara, sem haldin var í Gerðarsafni síðastliðið sumar. Það eru börn Jóhannesar sem sáu um undirbúning sýning- arinnar. Sumartónleikar í Skál- holti. Áskell Másson. Til að vinna að tónverki fyrir sópran og sinfón- íuhljómsveit. Barna- og unglinga- kór Dómkirkjunnar. Kvennakór Suðurnesja, en kórinn stóð fyrir landsmóti kvennakóra á Íslandi sl. sumar. Afkomendur Sigvalda Kaldalóns sem eru að heiðra minn- ingu tónskáldsins með heildar- útgáfu á verkum hans. Kamm- ersveit Reykjavíkur, en sveitin gaf út geisladisk með verkum Leifs Þórarinssonar sl. sumar. Menning- armálanefnd Skaftárhrepps, sem stóð fyrir kammertónleikum á Kirkjubæjarklaustri síðastliðið sumar. Starfshópurinn Líkn fær styrkur til endurbóta og viðhalds á gagnasafni um sorgarferli, dauða og erfiða lífsreynslu ætlað almenn- ingi og fagfólki. Samtök psoriasis- og exemsjúklinga fá styrk til út- gáfu fræðsluefnis. Sveinbjörn Már Davíðsson fær styrk til Danmerk- urferðar, en hann hefur búið á Kópavogshæli frá 9 ára aldri og er bundinn í hjólastól. Húsnæðisfélag SEM fær styrk til að breyta hús- næði og bæta aðgengi fyrir ein- staklinga sem lent hafa í slysi. Sjóður íslenskra kvenna til stuðn- ings lækningu á mænuskaða. For- eldra- og vinafélag Skálatúns fær styrk vegna kaupa á þjónustu- bifreið. Landssamband Gídeon- félaga á Íslandi fær styrk til fjár- mögnunar og dreifingar á Nýja testamentinu. Karlakórinn Heimir, Skagafirði, sem vinnur að gerð heimildarmyndar um sögu kórsins en kórinn var stofnaður fyrir 75 árum. Hjördís Brynja Mörtudóttir er að vinna að myndlistarsýningu á 12 egg-olíu-temperu – mál- verkum á striga. Sögufélagið til að vinna að útgáfu á sóknalýsingu Dalasýslu frá því um 1840. Jónas Hallgrímsson náttúrufræðingur og skáld hóf verkið á sínum tíma. Menningarsetrið í Búðardal, Leifs- safni. Hljóðfærasjóður Sinfón- íuhljómsveitar Íslands. Útgáfa sönglaga Sigursveins D. Krist- inssonar tónskálds. Minning- arsjóður Jean Pierre Jacquillat. Árni Heimir Ingólfsson til að vinna að hljóðritun og útgáfu á úr- vali íslenskra tvísöngslaga. Félag eldri borgara til eflingar starfs eldri borgara. Tónleikaröðin „Lík- fylgd Jóns Arasonar“. Markmið verkefnisins er að vekja athygli á framlagi Jóns Arasonar til trúar- skáldskapar og að kynna menning- ararf frá kaþólskum tímum. Mót- ettukór Hallgrímskirkju, en hann heldur um þessar mundir upp á 20 ára afmæli sitt. Foreldrafélag Stúlknakórs Bústaðakirkju. Djass- klúbbur Egilsstaða fær styrk vegna 16. djasshátíðar sinnar á Egilsstöðum í sumar. Heimasíðan Tákn með tali, fræðsluvefur fyrir börn með mál- og talörðugleika og aðstandendur þeirra. Útgáfa á „Fræðslubók um íslensku blómin“ eftir Sigríði Ólafsdóttur. Í bókinni verða vatnslitamyndir eftir Önnu Sigríði Björnsdóttur. Samtökin Litlir englar en þau eru ætluð þeim sem misst hafa börn sín í móðurkviði, við fæðingu og stuttu eftir fæðingu. Daufblindrafélag Ís- lands fær styrk til tölvukaupa. Sr. Bragi Skúlason til rannsókn- arverkefnis um aðlögun og úr- vinnslu sorgar ekkla á Íslandi. Kvenfélagið Hringurinn fær styrk til útgáfu á sögu félagsins. Kiw- anisklúbburinn Setberg til styrkt- ar verkefninu Dýrin í sveitum Ís- lands. Stjórn Menningar- og styrkt- arsjóði Búnaðarbanka Íslands hf. skipa fimm menn. Magnús Gunn- arsson, formaður bankaráðs Bún- aðarbankans, er formaður stjórn- ar. Með honum í stjórn eru Þorsteinn Ólafsson bankaráðs- maður, Árni Tómasson og Sólon R. Sigurðsson bankastjórar og Mortiz W. Sigurðsson framkvæmdastjóri. Styrkjum úthlutað úr Menn- ingarsjóði Búnaðarbankans Morgunblaðið/Kristinn Styrkþegar Menningar- og styrktarsjóða Búnaðarbankans árið 2003. Listaháskóli Íslands, Laugarnesi Jonathan Lahey Dornsfield heldur fyrirlestur kl. 12.30. Dornsfield er breskur sýningarstjóri, heimspek- ingur og forstöðumaður rann- sóknadeildar á samtímalist við University of Southampton. Fyr- irlesturinn nefnir hann „Video, is it a medium at all?“ og verður hann fluttur á ensku. Rannsóknarefni Jonathans tengjast samtímalistasögu og listheimspeki með sérstakri áherslu á tíma- hugtakið og sannleiksgildi sagna. Hann hefur skrifað fjölda greina um rannsóknir sínar og flutt fyrirlestra. Á MORGUN Listasafn Reykjavíkur - Kjarvals- staðir Sýningin then... hluti 4 – minni forma stendur nú yfir og munu meðlimir then-hópsins segja frá verkum sínum og ræða við gesti um sýninguna kl. 15. Birgir Snæbjörn Birgisson mun leiða spjallið. Bíósalur MÍR, Vatnsstíg 10 Kvik- myndin Haustmaraþon (Ósénníj marafon) verður sýnd kl. 15. Myndin var gerð árið 1979 í leikstjórn Georgíj Danelíja. Tónlist er eftir Andrej Petrov. Meðal leikenda er Olég Basilashvili, Natalja Gúnd- aréva, Évgeníj Leonov, Galína Volt- sék og Norbert Kúkhinke. Í mynd- inni er lýst grátbroslegum tilraunum Andrejs Buzykins til að losna frá erfiðu klandri og úr flóknum lygavef sem hann hefur spunnið vegna þess að hann á vingott við talsvert yngri konu. Enskur texti. Aðgangur ókeypis. Barnabíó í Norræna húsinu Teiknimyndir frá Litháen verða sýndar kl. 14 og er aðgangur ókeyp- is. Norræna húsið hefur til margra ára boðið börnum að horfa á norrænar kvikmyndir. Að þessu sinni verður brugðið aðeins út af vananum en auk þess að sýna myndir frá Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi verður haldið aðeins lengra austur á bóginn. Dagskráin hefst á teiknimyndaseríu frá Litháen. Um er að ræða sex teiknimyndir þar sem myndmálið ræður ríkjum og eru þær ætlaðar krökkum frá 5 ára aldri. Hægt er að lesa meira um mynd- irnar sem sýndar eru á heimasíðu Norræna hússins www.nordice.is Í DAG LEIKFÉLAG Hafnarfjarðar frum- sýnir leikverkið Sölku miðil í Hafn- arfjarðarleikhúsinu í dag, sunnudag, kl. 21. Verkið er eftir Ármann Guð- mundsson, Gunnar Björn Guð- mundsson og leikhópinn. Það er byggt á hugmynd Lárusar Vil- hjálmssonar og er unnið í spuna und- ir stjórn Ármanns Guðmundssonar. Salka miðill gerist á miðilsfundi hjá miðlinum Sölku Ármannsdóttur en hún er óvenju ríkum miðilshæfileik- um gædd enda barnabarn hins landsfræga miðils Guðmundar Magnússonar. Ármann, faðir Sölku, maður með vafasama fortíð, aðstoð- ar hana á fundum og túlkar skila- boðin að handan þar sem sálirnar skrifa skilaboð sín til lifenda í gegn- um Sölku. Næstu sýningar verða þriðjudag- inn 21. janúar, fimmtudaginn 29. jan- úar og sunnudaginn 2. febrúar. Sýningin er ekki við hæfi við- kvæmra eða þeirra sem eiga erfitt með að þola mikla nálægð við leik- endur. Miðapantanir eru í síma 848- 0475. Salka miðill frumsýnd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.