Morgunblaðið - 19.01.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.01.2003, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 19. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ BLESSAÐUR, til hamingju,viltu ekki leyfa okkur aðtaka í höndina á þér –þakka fyrir æskulýðinn,okkur öll,“ segir roskinn maður og tekur þéttingsfast í hönd- ina á Hlyni Snorrasyni lögreglufull- trúa fyrir framan Stjórnsýsluhúsið á Ísafirði. Hamingjuóskir þessa manns eru ekkert einsdæmi á stuttri göngu okkar í gegnum bæinn. Fleiri en einn og fleiri en tveir nota tæki- færið til að óska Hlyni til hamingju með sæmdarheitið Vestfirðingur ársins 2002 og ósjaldan ber helsta ógnvaldinn „vímuefnin“ á góma. Vestfirðingar eru sér greinilega meðvitandi um hverju baráttuað- ferðir Hlyns fyrir bættri unglinga- menningu hafa verið að skila sam- félaginu á Vestfjörðum á síðustu árum. Titilinn er ekki aðeins sönnun þess að sveitapilturinn að sunnan hefur verið tekinn inn í samfélagið fyrir vestan. Vestfirðingar eru í senn stoltir af því að hafa hann í sínum hópi og umhugað um að hann viti að hann standi ekki einn í baráttunni fyrir velferð unga fólksins og þar með samfélagsins alls. „Þú ert að grínast“ „Þú ert að grínast,“ verður Hlyni Snorrasyni fyrst að orði þegar hringt er vestur til að kanna hvort hann sé tilbúinn í viðtal. Eftir nokk- urra mínútna þjark viðurkennir hann loks að hafa verið á varðbergi gagnvart ýmsum í hópi sinna nán- ustu frá því að hann tók við titlinum Vestfirðingur ársins 2002 í byrjun janúar. Sumir í þeim hópi telji hann nefnilega eiga sér skuld að gjalda fyrir prakkarastrikin í gegnum tíð- ina. Fyrsta hugsun hans eftir að er- indið hafi verið borið upp hafi því verið hvort símtalið ætti rætur að rekja til samantekinna ráða ein- hverra í innsta hring og tengdist hugsanlega fertugsafmæli hans 28. febrúar nk. Eftir að ljóst er orðið að svo er ekki bregst hann ljúfmannlega við bóninni og tekur vel á móti blaða- manni þegar hann stígur á vest- firska grundu tveimur dögum síðar. Eins og reyndar hefur komið fram er Vestfirðingur árisins 2002 ekki borinn og barnfæddur á Vestfjörð- um. Hann er langyngstur fjögurra barna hjónanna Snorra Jónssonar, íþrótta- og smíðakennara við héraðs- skólann á Skógum, og Olgu Hafberg, starfsmanns skólans, og ólst upp á Skógum fram til 16 ára aldurs. „Skógar eru svona sambland af sveit og smáþorpi,“ segir Hlynur þegar hann er inntur eftir æskustöðvun- um. „Þarna er einn bóndabær, fé- lagsbú rekið af tveimur fjölskyldum og svo nokkur hús fyrir kennara og aðra starfsmenn skólans að ógleymdu Byggðasafninu að Skóg- um. Leikfélagarnir voru fáir en góð- ir og nálægðin við sveitina gerði okk- ur gott. Ég fór oft í heimsókn til vina minna á bæjunum í kring. Mestu tengslin voru þó við heimilisfólkið á Seljavöllum því þar var ég í sveit á sumrin fram til 16 eða 17 ára aldurs. Þá fór ég að vinna í símaflokki Sig- þórs Sigurðssonar í Litla-Hvammi í Mýrdal.“ Hverjir mótuðu þig mest? „Hik- laust foreldrar mínir og eldri systk- ini. Ég er langyngstur systkina minna. Olga Guðrún er 12 árum eldri. Engilbert Ólafur er 10 árum eldri og Jón 9 árum eldri. Annar bræðra minna heldur því fram að ég hafi verið ofdekraður í æsku. Ég veit að hann hefur ekki rétt fyrir sér varðandi pabba og mömmu. Hins vegar getur vel verið að systkini mín hafi einhvern tíma verið mér full eft- irlát. Annars á ég mjög góðar æsku- minningar og er foreldrum mínum og systkinum ákaflega þakklátur fyrir alla virðinguna og hlýjuna á uppvaxtarárunum.“ Áreiðanlegar heimildir herma að Hlynur hafi aldrei drukkið áfengi – viti hreinlega ekki hvernig áfengi bragðist. Hlynur segist í raun aldrei hafa tekið meðvitaða ákvörðun um að bragða ekki áfengi. „Mér hrein- lega datt aldrei í hug að smakka áfengi og sama gilti um reykingar. Uppeldið hefur þó eflaust átt ein- hvern þátt í því hvaða stefnu ég tók. Ekki af því að pabbi og mamma hafi predikað yfir okkur um skaðsemi vímuefna heldur miklu frekar af því að hvorugt þeirra neytti áfengis eða tóbaks. Við systkinin höfum öll valið að fara að fordæmi þeirra og sleppa hvorutveggja,“ segir Hlynur og tek- ur fram að á unglingsárunum hafi augu hans opnast fyrir fjölmörgum ástæðum fyrir því að sleppa áfengis- og tóbaksnotkun. „Núna líður mér fjarska vel yfir að hafa sleppt allri vímuefnaneyslu. Ég sé ekki eftir neinu eins og vímuefnanotendur hafa stundum sagt eftir að hafa náð sér á strik aftur.“ Örlagaríkar afleysingar Hlynur segist hafa gert ákveðin mistök með því að taka fyrsta bekk í framhaldsskóla á Skógum. „Ég kom inn í 2. bekk í MS og fann mig aldrei í skólanum, þ.e. hvorki félagslega né námslega. Slíkt kann auðvitað ekki góðri lukku að stýra enda féll ég í 2. bekk og varð að taka hann upp aftur næsta vetur,“ segir hann og viður- kennir að hann sé ekkert sérstak- lega stoltur af því að rifja upp þessa sögu – og allra síst fyrir börnunum sínum þremur. „Um sumarið komst ég í afleysingar hjá lögreglunni í Reykjavík og kunni strax ákaflega vel við mig í því starfi. Ekki voru heldur liðnar nema nokkrar vikur af skólaárinu í 3. bekk þegar ég hafði sótt um afleysingastöðu í Reykjavík til Bjarka Elíasarsonar þáverandi yfirlögregluþjóns. Bjarki sagðist því miður vera búin að ráða í allar lausar stöður í Reykjavík fyrir veturinn. Hins vegar myndi hann ráða mig aft- ur í afleysingar næsta vor og útvega skólapláss í Lögregluskólanum um haustið. Hann ráðlagði mér að nýta tímann fram á vorið vel og benti mér á að auglýst hefði verið eftir afleys- ingamönnum bæði á Ísafirði og í Vestmannaeyjum.“ Hlynur segist í raun alls ekki skilja af hverju Ísafjörður varð fyrir valinu. „Ég hafði á hvorugan staðinn komið þótt Vestmannaeyjar hafi í rauninni staðið mér nær. Ég hafði náttúrulega haft þær fyrir augunum frá fyrstu tíð. Ég býst líka við að þar hefði ég þekkt einhverja – á Ísafirði þekkti ég engan,“ segir hann hugsi. „Ísfirðingar tóku mér opnum örm- um strax í upphafi og sérstaklega unga fólkið. Ekki leið heldur á löngu þar til ég kynntist konunni minni Ölmu Björku Sigurðardóttur. Fund- um okkar bar fyrst saman eftir að hún lenti í árekstri. Mér var falið að teikna upp vettvanginn – segið svo að starfið geti ekki verið yndislegt! Fljótlega uppúr því kynntumst við betur og fórum síðan að búa saman. Við eignuðumst fyrsta barnið okkar Tinnu Hrund 9. febrúar árið 1985. Einar Ægir fæddist 29. júlí árið 1989 og loks Helga 18. febrúar árið 1994.“ Hlynur segir að aldrei hafi komið annað til greina í huga þeirra Ölmu Bjarkar en að ala börnin upp á Ísa- firði. „Okkur þótti báðum sjálfgefið að búa hér. Umhverfið er heillandi og mannlífið gott. Menningin er gott dæmi um gróskuna á svæðinu. Ef maður legði sig eftir því væri auðvelt að vera stöðugt á einhverjum menn- ingarviðburðum,“ segir Hlynur og er beðinn að lýsa því hvernig Vest- firðingar komi honum fyrir sjónir. „Fólk er náttúrulega ákaflega mis- jafnt og erfitt að skella fram ein- hverjum alhæfingum. Þó hef ég sér- staklega tekið eftir því hvað erfitt getur verið að sannfæra Vestfirð- inga um ágæti ýmissa hugmynda – þeir kaupa ekki allt eins og skot. Al- mennt eru Vestfirðingar ákaflega opnir og óhræddir við að láta skoð- anir sínar í ljósi. Einstaka mönnum finnst svo bera vott um gáfur og rök- fræði að láta heyrast nógu hátt í sér – en þeir eru fáir.“ Ekki lengur lokaðir hópar Ef frá eru talin námsárin í Lög- regluskóla ríkisins hefur Hlynur bú- ið óslitið á Ísafirði frá árinu 1983. Hann var almennur lögreglumaður í lögregluliðinu á Ísafirði þar til hann tók við stöðu varðstjóra vorið 1986. Tveimur árum síðar var hann ráðinn eini rannsóknarlögreglumaðurinn í rannsóknardeild lögreglunnar og hefur gegnt þar stöðu lögreglufull- trúa allar götur síðan. Annar rann- sóknarlögreglumaður var ráðinn í rannsóknardeildina árið 1997. Hlynur var spurður að því hvaða breytingar hefðu orðið á fíkniefna- heiminum frá því að hann hóf fyrst störf á Ísafirði fyrir 20 árum. „Hér áður fyrr var neyslan nær eingöngu bundin við maríjúana og hass – og reyndar sýrur líka, þ.e. LSD. Með tímanum fóru amfetamín og kókaín að verða meira áberandi og síðan E- taflan árið 1995. Ný efni hafa ekki aðeins komið inn á markaðinn heldur hefur dreifingin breyst. Fyrst eftir að ég byrjaði fór neysla og dreifing yfirleitt fram í lokuðum hópum. Núna hefur dæmið snúist við því að seljendur eitur- lyfjanna eru í auknum mæli farnir að þrýsta á venjulegt fólk og unglinga að neyta efnisins – prófa jafnvel fyrst og kaupa svo smáskammt. Neyslan virðist að sama skapi vera orðin almennari. Neytendur þurfa ekki endilega að bera neysluna utan á sér í upphafi. Neysla amfetamíns, efedríns og annarra örvandi fíkni- efna getur komið út eins og neytand- inn sé óvenju duglegur og orkumikill til vinnu fyrst um sinn,“ segir Hlyn- ur og tekur fram að slík tímabili vari aðeins í stuttan tíma. „Þar til neyt- andinn fer að bera þess merki að hann ráði ekki lengur við neysluna.“ Lagst á árarnar Eins og fram kemur í frétt Bæj- arins besta hlaut Hlynur kosninguna fyrir ötult og árangursríkt forvarn- arstarf gegn vímuefnum og þrot- lausa vinnu í þágu barna og ung- linga. Margir nefndu sérstaklega vinnu Hlyns að forvarnarmálum á vegum lögreglunnar og Vá Vest- hópsins og stjórnarsetu hans í Gamla apótekinu, kaffi- og menning- arhúsi ungs fólks. Fyrst og fremst virðist Hlynur þó hafa verið kosinn vegna persónulegs áhuga hans á vel- ferð ungs fólks og starfa hans á þeim vettvangi. „Áhugi minn á forvörnum er ekki sprottinn af því að ég sé óvirkur alki eða hafi einhvern tíma misst besta vin minn úr vímuefnaneyslu. Hann tengist því einfaldlega að ég trúi því að maður uppskeri eins og maður sái. Við leggjum okkur öll fram um að búa fjölskyldum okkar góð heimili í von um jákvæðan árangur. Með sama hætti vonast ég til að með því að leggja mitt lóð á vogarskálarnar í tengslum við forvarnir á sviði fíkni- efna stuðli ég að því að gera Vestfirði að enn fjölskylduvænna samfélagi,“ segir Hlynur og skýtur því inn í að auðvitað skipti máli að hann sé sjálf- ur að ala upp börn og unglinga í vest- firsku samfélagi. „Með öðrum orðum er hægt að segja að áhugi minn sé sprottinn upp af metnaði mínum gagnvart sjálfum mér, vinnunni minni og umhverfinu.“ Að stærstum hluta hefur forvarn- arstarf Hlyns verið unnið innan lög- reglunnar á Ísafirði. Hann segir að embættið hafi einsett sér að hafa meiri afskipti af fíkniefnaheiminum á svæðinu uppúr 1990. „Auk þess var tekin meðvituð ákvörðun um að leyna íbúana því ekki að við þennan vanda væri að etja á svæðinu. Einn liður í því var að gefa fjölmiðlum upplýsingar um öll afskipti okkar af fíkniefnaheiminum – stór og smá mál. Almenningur hrökk óneitan- lega upp við breytinguna í fyrstu. Maður hitti varla mann án þess að vera spurður að því hvort að vandinn væri virkilega svona mikill o.s.frv. Við í lögreglunni svöruðum slíkum spurningum alltaf á sama veg – að vissulega væri okkur vandi á hönd- um rétt eins og öðrum bæjarfélögum af svipaðri stærðargráðu. Jákvæðu afleiðingarnar af þessari nýju áherslu lögreglunnar voru að bæj- arbúar lögðust á eitt með okkur í baráttunni gegn vandanum með því að láta vita ef öllum grunsamlegum athöfnum – með þeim afleiðingum að okkur gekk mun betur að hafa hend- ur í hári dreifingaraðilanna. Sam- félagið var þarna farið að vinna markvisst með okkur við þennan málaflokk og hefur gert síðan. Vandinn fólst aðallega í því að lengst af bárust ekki sambærilegar fréttir frá mörgum öðrum stöðum á landinu. Sumir fóru því að velta því fyrir sér hvort ástandið gæti verið verra hér en annars staðar. Þar við bættist að lögreglan var stundum gagnrýnd fyrir að að gefa fjölmiðlum of miklar upplýsingar um fíkniefna- Metnaður gagnvart sjálf Vestfirðingar kunna gott að meta og eru ekki í vafa um hverjum beri öðrum fremur að þakka minnk- andi vímuefnaneyslu á norðanverðum Vestfjörð- um. Anna G. Ólafsdóttir flaug vestur til að kynnast Hlyni Snorrasyni, Vestfirðingi ársins 2002, og ár- angursríku forvarnarstarfi hans í þágu samfélags- ins fyrir vestan. „Ég trúi því að maður uppskeri eins og maður sái,“ segir Hlynur. Með vinnufélögunum á stöðinni (f.v.) Þorgeir Albert Elíesersson lögreglumaður, Jón Svanberg Hjartarson varðstjóri, Skúli Berg rannsóknarlögreglumaður, Þorkell Þorkelsson lögreglumaður, Önundur Jónsson yfirlögregluþjónn og Hlynur sitjandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.