Morgunblaðið - 19.01.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.01.2003, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 17. TBL. 91. ÁRG. SUNNUDAGUR 19. JANÚAR 2003 mbl.is Tilræði eða tálbragð Var reynt að ráða leiðtoga Turkmenistans af dögum? 12 Hlynur Snorrason hefur látið að sér kveða á Vestfjörðum 10 Skemmti- legir leikir Ný íslensk heimildarmynd lýsir heimi spilafíkla Fólk 49 ALLT að átta milljónir manna ramba á barmi hungursneyðar í Norður-Kóreu, að sögn sérlegs sendifulltrúa Sameinuðu þjóð- anna, Maurice Strong, sem hélt frá landinu í gær eftir fjögurra daga dvöl. Varaði Strong við því að illa gæti farið ef stjórn- völdum í Norður-Kóreu yrði ekki veitt að- stoð við að brauðfæða þjóð sína. Hann sagði einnig rangt að láta bláfátækan almenning í Norður-Kóreu gjalda fyrir þær pólitísku deilur sem nú stæðu um kjarnorkuáætlanir stjórnvalda í landinu. „Við erum að tala um að hungursneyð sé yfirvofandi, ekki bara að hún sé hugsan- leg,“ sagði Strong. „Það leikur enginn vafi á því að upp á líf og dauða er að tefla fyrir fjölda fólks, fái það ekki aðstoð.“ Undanfarin sjö ár hefur Norður-Kóreu- stjórn þurft að treysta mjög á erlenda að- stoð til að geta brauðfætt 23 milljóna manna þjóð, sem hefur mátt þola uppskeru- brest og afleiðingar misheppnaðs, mið- stýrðs markaðskerfis. Er talið að allt að tvær milljónir manna hafi dáið úr hungri á undanförnum átta árum. Hungurs- neyð yfir- vofandi Peking. AFP. VÍSBENDINGAR um breytta neysluhegðun Íslendinga eru víða farnar að koma í ljós í þjóðfélaginu, að því er fram kemur í grein Ragnhildar Sverrisdóttur blaðamanns í Morgunblaðinu í dag. Um þessar mundir er talið að landsmenn haldi nokkuð þétt um budduna sína, að minnsta kosti eru vísbend- ingar um að þeir ætli að snúa af þeirri braut að eyða meiru en þeir afla. Í greininni er bent á að um hátíðarnar hafi heyrst þær raddir að fólk hafi haft minna fé handa á milli en áður. Heildarjólaverslunin hafi að vísu verið svipuð og árið áður en fólk keypt ódýrari vörur og sneytt hjá dýrum vörumerkjum. Lægri upphæðir fóru til mat- arkaupa enda framboð mikið á ódýrri jóla- steik, leigubílstjórar kvarta undan lélegum viðskiptum og áramótafagnaðir voru færri og sumir smærri í sniðum en undanfarin ár. Meiri ásókn í lágvöruverðsverslanir er kannski merki um meiri samdrátt, segir í greininni, en með bjartsýni megi líka halda því fram að það sé merki um aukna skyn- semi. Vísað er m.a. til þess að Hagkaups- verslun hafi verið lokað í Njarðvík og greint frá vangaveltum um að Bónusverslun verði opnuð þar í staðinn. Forðast vanskil og leita aðstoðar Á sama tíma berast fréttir um aukna hús- bréfaútgáfu hjá Íbúðalánasjóði, minni vanskil og fleiri mál koma upp þar sem tekið er á greiðsluerfiðleikum. Hinn skynsami Íslend- ingur forðist því þrátt fyrir allt vanskilin og leiti aðstoðar. Þá hefur notkun greiðslukorta aukist. Eftir að hafa þurft að takast á við látlausa verðbólgu í rúma hálfa öld eru hagfræðingar á Vesturlöndum farnir að beina athyglinni að möguleikanum á verðhjöðnun, að því er fram kemur í greininni. Sjá þeir ýmis teikn um að verðhjöðnun sé yfirvofandi og vara við því að hún geti reynst erfið viðfangs ef hugsunar- háttur neytenda breytist og þeir fari almennt að gera ráð fyrir því að vöruverð lækki. Að mati íslenskra hagfræðinga, sem rætt er við í greininni, er lítil hætta á verðhjöðnun hér á landi. Verðbólga sé enn ríkjandi og þótt hún hafi lækkað verulega séu líkur á að hún þokist upp á við á ný vegna áhrifa stór- iðjuframkvæmda. Breytt neysluhegðun Engin teikn um verðhjöðnun öfugt við önnur Vesturlönd  Horft í aurana/14 HUGSANLEGU stríði Bandaríkjanna og banda- manna þeirra við Írak var mótmælt í stórborgum víðs vegar um heiminn í gær. M.a. safnaðist fólk sam- an í Tókýó í Japan, Islamabad í Pakistan, Hamborg í Þýskalandi, Lundúnum í Bretlandi og bæði San Francisco og Washington í Bandaríkjunum. Þá komu andstæðingar stríðsins saman fyrir framan sendiráð Bandaríkjanna í Moskvu og hrópuðu þar slagorð, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Efnt var til úti- fundar af sama tilefni á Lækjartorgi í Reykjavík. Reuters Stríði við Írak mótmælt DORRIT Mousaieff, heitkona Ólafs Ragnars Grímssonar forseta, segir í viðtali í Morgunblaðinu í dag, sem Kristín Marja Baldursdóttir tók, að Ísland sé gimsteinn. Hún hefur un- un af íslenskri tónlist og segir matinn og vatnið hvergi betra. „Ég er ham- ingjusöm, heilsu- góð, á góða vini og er svo heppin að hafa fundið Ís- land þar sem ég þarf ekki að óttast að vera skotin niður á götum úti. Ísland er gim- steinn. Á hverjum morgni þakka ég fyrir það sem ég hef.“ Hún segir að fyrstu kynni sín af Ólafi Ragnari hafi verið tilvilj- unarkennd. Fyrst hittust þau í há- degisverðarboði sem vinkona Dorr- it hélt í London. Ræddu þau um Ísland þar sem Ólafur hvatti hana til að skrifa grein um landið, en hún hefur starfað sem blaðamaður. „Þegar við kvöddumst grunaði hvorugt okkar að við ættum eftir að sjást aftur,“ segir Dorrit en það gerðist þó daginn eftir á minning- artónleikum um Yehudi Menuhin. Ást við aðra sýn „Mér hafði verið boðið á tón- leikana en ekki komist. Þeim var að ljúka en ég ákvað að skjótast inn og skrifa nafn mitt í gestabókina. Ég gat ekki stillt mig um að hlusta á síðustu tónana, settist aftast og lét fara lítið fyrir mér, enda í gallabux- um og peysu meðan aðrir tónleika- gestir skörtuðu smóking og sam- kvæmiskjólum. Tónleikunum lauk, forsetinn sem sat á fremsta bekk stóð fyrstur manna upp og við horfðumst í augu. Við spjölluðum saman eftir tónleikana og ákváðum að hittast aftur ef við gætum.“ Næst er hún spurð hvort þetta hafi verið ást við fyrstu sýn. „Ekki við fyrstu sýn en má vera að slíkt hafi gerst við aðra sýn,“ segir Dorrit Moussaieff. „Ísland er gimsteinn“ Dorrit Moussaieff  Dorrit/B1 FÓTBOLTAKAPPINN Paul Gascoigne hefur ekki beinlínis slegið í gegn í Kína en „Gazza“, eins og hann er jafnan kallaður, er nú staddur þar í því skyni að finna sér nýtt félag til að leika með. Í fyrradag lék Gascoigne, sem er 35 ára, æfingaleik með fyrstu- deildarliðinu Liaoning Bodao en tókst ekki vel upp, að sögn Dag- blaðs kínversku æskunnar. „Hann skaut lausum skotum að markinu [...] og virtist ekki geta hlaup- ið,“ sagði blaðið. „Ég veit ekki hvað er að hon- um,“ var haft eftir einum leik- manna, Luo Tongliang. „Það virðist vera talsverður munur á því orðspori, sem af honum fer, og raunverulegri getu hans.“ „Virtist ekki geta hlaupið“ Paul Gascoigne Peking. AFP. UM sjötíu bandarískir hernaðarráðgjafar eru nú komnir til Kólombíu en þar munu þeir verða næstu þrjá mánuði og þjálfa 6.500 kólombíska hermenn þannig að þeir séu betur færir um að verja mikilvæga olíu- leiðslu fyrir árásum marxískra skæruliða. Á undanförnum tveimur árum hafa skæruliðar a.m.k. tvö hundruð sinnum ráð- ist gegn olíuleiðslunni, en hún liggur um Arauca-hérað í Norður-Kólombíu sem telst til áhrifasvæðis skæruliðanna. Er þetta í fyrsta skipti í 39 ára sögu borgarastyrjald- ar í Kólombíu sem bandaríski herinn hefur bein afskipti af málum en fréttaskýrendur segja ástæðuna þá, að Bandaríkjamenn hafi áhyggjur af því að pólitískt umrót í Venes- úela og hugsanlegt stríð við Írak hafi áhrif á framboð olíu í heiminum. Ekki er gert ráð fyrir því að Bandaríkja- mennirnir taki beinan þátt í átökum skæru- liðanna og stjórnarhers Kólombíu. Bandarískir hernaðar- ráðgjafar til Kólombíu Arauca. AP. ♦ ♦ ♦ Fórnfús í forvörnum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.