Morgunblaðið - 19.01.2003, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 19.01.2003, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. JANÚAR 2003 13 ÓTTAST er að allt að tvö hundruð heimili hafi eyðilagst í miklum kjarreldum, sem í gær breiddust til úthverfa Canberra, höfuðborgar Ástralíu. Að minnsta kosti ein manneskja hefur látið lífið í eld- unum. Lýst hefur verið yfir neyð- arástandi í nágrenni borgarinnar og hefur þurft að rýma mörg hús á svæðinu. Snarpir vindar geisuðu í úthverfum Canberra í gær, heitt var í veðri og var eldurinn stjórn- laus þar sem hann brann í fjall- lendi norður, suður og vestur af borginni. Á myndinni má sjá hvar hús í úthverfi Canberra brennur glatt í gær en óttast var að hús í a.m.k. 30 úthverfum væru í hættu.Reuters Eldar brenna í Canberra AKIHITO Japanskeisari undir- gekkst í gær uppskurð vegna krabbameins í blöðruhálskirti en hann er 69 ára að aldri. Læknar sögðu að tekist hefði að koma fyr- ir krabbann og spáðu þeir því að Akihito næði fullum bata. Akihito hefur verið Japanskeis- ari síðan 1989. Harland & Wolff úr sögunni NORÐUR-írska skipasmíða- stöðin Harland & Wolff í Bel- fast, sem smíðaði m.a. skemmti- ferðaskipið Titanic, hætti starfsemi á föstudag. Skipa- smíðastöðin hafði verið starf- rækt síðan 1861 eða í 142 ár en vegna rekstrarerfiðleika síðustu ár verður starfseminni nú hætt. Alls voru 1.742 skip smíðuð hjá Harland & Wolff frá árinu 1861. Frægasta skipið er sjálf- sagt Titanic sem var sjósett árið 1912. Skipið sökk síðan í apríl sama ár – í jómfrúrferð sinni yf- ir Atlantshafið. Starfsemi skipasmíðastöðvar- innar var blómleg um tíma og þegar best lét voru um 35 þús- und starfsmenn hjá fyrirtækinu. Von á jap- önskum klón? BRIGITTE Boisselier, forstjóri einræktunarfyrirtækisins Clonaid, sagði í gær að fyrsti japanski klóninn myndi fæð- ast á mánu- dag. Boissel- ier sagði að fóstur barnsins hefði verið skapað úr frumum sem teknar voru úr tveggja ára gömlum dreng sem lést í bílslysi. Hún sagði ekki hvar barnið yrði borið í heiminn en í Japan eru í gildi lög sem banna einræktun manna. Clonaid, sem var stofnað af sértrúarsöfnuði er trúir að mannkynið hafi verið skapað af geimverum, fullyrðir að því hafi þegar tekist að klóna tvö börn. Forsvarsmenn fyrirtækisins hafa þó ekki haft fyrir því ennþá að sanna fullyrðingar sínar. Sprengju varpað í Bangladesh AÐ minnsta kosti sex fórust og sjö til viðbótar særðust þegar sprengju var varpað að fólki sem hafði safnast saman í þorpi norðvestarlega í Bangladesh til að heiðra minningu eins af spá- mönnum múslima. Um 25.000 manns voru sam- ankomin í þorpinu, Dariapur, í tilefni trúarhátíðarinnar. Vís- bendingar eru um að sprengjan tengist peningadeilum tveggja hópa sem hafa séð um grafreit spámannsins, sem um ræðir. STUTT Akihito undir hnífinn Brigitte Boisselier Akihito Japanskeisari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.