Morgunblaðið - 19.01.2003, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. JANÚAR 2003 21
Rannsóknarráð Íslands
auglýsir almenna styrki úr
Rannsóknanámssjóði 2003
Hlutverk Rannsóknanámssjóðs er að styrkja rannsóknatengt
framhaldsnám að loknu grunnnámi við háskóla.
Veittir eru styrkir til framfærslu nemenda í rannsóknatengdu
framhaldsnámi, sem stundað er við háskóla eða á ábyrgð hans
í samvinnu við rannsóknastofnanir eða fyrirtæki. Styrkurinn til
framfærslu miðast einungis við þann tíma sem nemendur vinna
að meistara/doktorsverkefni sínu. Rannsóknaverkefni skal
nema að minnsta kosti 30 einingum af náminu (60 ECTS
einingar) og tengjast rannsóknasviði leiðbeinanda. Sé námið
stundað við háskóla erlendis skal rannsóknaverkefnið lúta að
íslensku viðfangsefni og vísindamaður með starfsaðstöðu á Ís-
landi taka virkan þátt í leiðbeiningu nemandans. Framlag leið-
beinanda hér á landi þarf að vera verulegt og vel skilgreint.
Tilhögun námsins fer eftir reglum einstakra deilda og eftir al-
mennum reglum háskóla. Athugið að umsóknir þurfa að áritast
af aðalleiðbeinanda og forstöðumanni deildar/stofnunar. Vís-
indanefnd viðkomandi háskóla eða samsvarandi aðili metur
vísindalegt gildi verkefna, framkvæmda- og fjárhagsáætlun og
vísindalega hæfni leiðbeinenda. Umsækjendur, leiðbeinendur
jafnt sem nemendur, eru hvattir til að kynna sér vandlega regl-
ur sjóðsins og þær kröfur sem gerðar eru til umsækjenda.
Umsóknarfrestur um almenna styrki úr Rannsóknanáms-
sjóði er til 1. mars nk. Umsóknareyðublöð og leiðbeiningar
fyrir umsækjendur fást á heimasíðu RANNÍS
http//:www.rannis.is eða á skrifstofu RANNÍS, Laugavegi
13, 101 Reykjavík, sími 515 5800. Umsóknir skal senda í
þríriti til RANNÍS merktar „Rannsóknanámssjóður“.
Auk almennra styrkja veitir Rannsóknanámssjóður FS-styrki í
samvinnu við fyrirtæki og stofnanir. Sjá heimasíðu RANNÍS
varðandi nánari upplýsingar um FS-styrki.
ÞÝSKUNÁMSKEIÐ Á VORÖNN 2003
Námskeiðin hefjast 3. febrúar.
Skráning og beiðni um upplýsingar í síma 551 6061
(kl. 15-18 frá þriðjudegi til föstudags) og á netfanginu goethe@simnet.is
Skráningu lýkur 31. janúar. Stöðupróf á netinu: www.goethe.de/i/deitest.htm
Byrjendur 1
mánudaga 20-21.30; Katharina Gross
Byrjendur 2
föstudaga 17.30-19.00; Katharina Gross
Grunnstig 1
mánudaga 18-19.30; Katharina Gross
Grunnstig 2
fimmtudaga 20-21.30; Katharina Gross
Grunnstig 3
Þriðjudaga 18-19.30; Magnús Sigurðsson
Talþjálfun og málfræði
miðvikudaga 18-19.30; Angela Schamberger
Talþjálfun og málfræði
fimmtudaga 18-19.30; Angela Schamberger
Talþjálfun
þriðjudaga 20-21.30; Angela Schamberger
Barnanámskeið: fyrir yngri og eldri börn
yngri laugard. 13.30-14.15, eldri laugard. 14.30-15.15;
Katharina GrossÞ
AR ríkir fegurðin ein“ er
útlitsfögur bók og vönduð
hvað frágang snertir. Þór-
bergur Þórðarson hefði
trúlega talið einskonar
Hvítasunnusöfnuð standa að útgáfu
hennar, svo upphafin eru flest skrif
höfunda. Þeir sneiða margir hverjir
hjá málefnum, sem menn deildu um
áður fyrr. Árni Bergmann forðast
t.d. að minnast á sumt það er varðar
breytta afstöðu Halldórs Laxness til
Sovétríkjanna og er þó ljóst að tím-
inn frá Gerska ævintýrinu að dögum
Skáldatíma er þess verður að gerð sé
grein fyrir afstöðu Halldórs. Ég sé
ekki að minnst sé á Árna Straum,
hinn „fúllynda danska hænsnarækt-
armann“; eins og Halldór nefndi
Arne Ström, danska rithöfundinn,
sem gaf út bókina „Onkel, giv os
Bröd“. Danski rithöfundurinn Hans
Kirk ritar dóm um bók Halldórs
„Gerska ævintýrið“, dönsku útgáf-
una, í danska Arbejderbladet. Þar
tekur hann undir lýsingu hans á
Arne Ström og kallar hann „tauga-
sjúkling“. Látum það liggja milli
hluta. Öðru máli gegnir um það sem
Hans Kirk segir að Halldór Kiljan
segi um Búkharín, sovéska stjórn-
málamanninn og rithöfundinn, sem
var félagi Leníns.
Halldór Kiljan var viðstaddur rétt-
arhöldin yfir „sakborningum“ þegar
Stalín lét dæma forna félaga til
dauða. Hans Kirk ber mikið lof á
Halldór fyrir skrif hans um rétt-
arhöldin.
„Halldór Kiljan Laxness er ekki
aðeins stórfenglegt skáld, hann er
líka góður fréttaritari. Hann hefur
gert óviðjafnanlega lýsingu á Búkh-
arín-réttarhöldunum, sem hann var
sjálfur viðstaddur og dregur upp lif-
andi mynd af aðalpersónu rétt-
arhaldanna.“
Það dugði Búkharín skammt þótt
Halldór drægi upp „lifandi mynd“.
Hann var skotinn „eins og óður
hundur“, svo notuð séu orð þeirra
sem um byssuna héldu, þar austur
frá og Halldór flutti í boðskap sínum.
Að vísu átti Halldór eftir að breyta
frásögn sinni og afstöðu, sem hann
lýsir af þeirri kaldhæðni, sem var
honum svo eiginleg og tiltæk, þegar
hann þvoði hendur sínar af ein-
hverjum misgjörðum.
Hyggjum að því hvað Halldór Lax-
ness sagði um Búkharín-réttarhöldin
í Skáldatíma. Þar kveður við annan
tón en í Gerska ævintýrinu. Hvað
ætli Hans Kirk hafi sagt við því. Eða
var hann kannske dauður sjálfur?
Halldór segir: „Þessi tíðindi hófust
2. mars. Á næstu tveim vikum voru
menn þessir yfirheyrðir, dæmdir og
átján þeirra skotnir. Ég fékk að-
göngumiða sem giltu út alla þessa
einkennilegu skemmtun, nema aftök-
urnar svaf ég af mér.“
Svo heldur Halldór áfram að gera
grein fyrir þeim breytingum sem
orðið hafa á 25 árum. Það vottar ekki
fyrir samúð, eða hvað?
Halldór ritar: „Þegar höfuðand-
skotinn Búkharín var afþveginn sök-
um nú fyrir skemmstu, eftir að hafa
verið dauður í tuttugu og fimm ár, þá
var sagt í hinu dauflega orðaða upp-
reisnarskjali æru hans, að hann hefði
ekki gert sig sekan um neinn glæp,
heldur aðeins haft skoðun á stjórn-
málum smávegis öðruvísi en aðrir
menn.
Af skjalinu virtist sem þetta hefði
verið allra meinlausasti maður. Þetta
uppreisíngarskjal Búkharíns var
einsog ljósmynd af auglýsingu sem
einusinni stóð í íslensku blaði: „Það
er ekki satt að kona mín Jóhanna
Bjarnadóttir hafi gefið mér inn eitur,
en úldinn fisk og grút í kaffi lét hún
sér sæma að gefa mér ofaní veikan
maga.““ Túkhatévskí hershöfðingi
og þeir aðrir háir herforíngjar Rauða
hersins sem Stalín hafði látið hrað-
skjóta samkvæmt úrskurði eins af
pukursdómstólum sínum árið á und-
an Búkharín, þeir feingu einnig upp-
reist sína ári á undan Búkharín með
þeim formála að þetta hefðu verið
öðlíngsmenn og hetjur og stolt Rúss-
lands og hvergi fallið blettur á þeirra
skjöld.“
„Flakk um Evrópu“
Hver er sá lesandi Halldórs Lax-
ness, sem ekki minnist hugljúfra lýs-
inga úr Grikklandsárinu um doll-
araseðla og sparisjóðsinnstæðu sem
Halldóri berst frá félaga föður hans,
sem flust hefir til Ameríku? Eða kafl-
ans um Nonna litla í Sumarhúsum,
sem fær marglita seðla svo hann geti
lært að „syngja fyrir heiminn“! Í
Grikklandsárinu segir Halldór frá
uppeldisbróður Guðjóns, Daníel
Halldórssyni, sem hafði unnið í vega-
vinnu með honum og var ættaður úr
Hvítársíðu. Bróðir Daníels var Ólaf-
ur. Hann bjó í Stöðlakoti við Bók-
hlöðustíg. Daníel bauð Halldóri að
koma vestur um haf og skoða sig um.
Halldór átti að vitja farareyris hjá
móðurbróður Daníels í Hvítársíðu.
„Fjárins vitjaði ég á suðurleið úr
Flatey, en þegar ég kom til Reykja-
víkur beið mín að auk eigi alllítil fjár-
fúlga í dollaraávísunum. Þessi öð-
lingur ætlaði vissulega ekki að gera
endaslept við mig.“
Svo segir Halldór að hann hafi
ekki náð að komast á fund „velgerð-
armanns“ síns og hafi hann snúið við.
Farareyri hafði Halldór etið upp í
Evrópu. En hvað segir „velgerð-
armaðurinn“ Daníel Halldórsson.
Í bréfi til Arnfinns Jónssonar, seg-
ir Halldór að sögn Helgu Kress á bls.
143 í bók Háskólans um Halldór Kilj-
an Laxness, að hann hafi eytt pen-
ingum þeim er Daníel sendi í „flakk
um Evrópu“.
Daníel Halldórsson var sonur
hjónanna Halldórs Ólafssonar og
Guðrúnar Daníelsdóttur. Þau bjuggu
á Síðumúlaveggjum í Hvítársíðu. Þar
ólst Daníel upp. Hann var vinnumað-
ur eða lausamaður, en var um tíma á
Fróðastöðum. Fór til Ameríku árið
1913. Dvaldist þar til æviloka árið
1966.
Daníel kom hingað til lands á Al-
þingishátíðina árið 1930. Þá hitti
hann Sigríði móður Halldórs Lax-
ness. Halldór hafði hann hitt vestra
árið 1927. Um allt þetta má lesa í
bréfum Daníels til ættingja hans.
Fróðlegt væri að heyra frásögn út-
gefanda Halldórs Laxness, Ólafs
Ragnarssonar, eða fræðimanna
þeirra sem þykjast kunna hvað best
skil á Halldóri Laxness.
Einar Olgeirsson og Pálmi Hannesson skrifuðu Búkharín bréf og spurðu hann ráða um stofnun Kommúnistaflokks á Ís-
landi. Búkharín situr fyrir miðju á myndinni, í gráum jakka. Við hlið hans er Alexandra Kollontay, hún var sendiherra Sov-
étríkjanna í Ósló og Stokkhólmi á tímum hreinsana Stalíns. Ólafur Friðriksson er meðal fulltrúa á þingi kommúnista.
Hann er lengst til hægri. Myndin birtist í bók Árna Snævarr og Vals Ingimundarsonar „Liðsmenn Moskvu“.
Frá Gerska ævintýrinu
að dögum Skáldatíma
Daníel Halldórsson „velgjörðarmaður
Halldórs Laxness“.
Breytingar á afstöðu Hall-
dórs Laxness til Sovétríkj-
anna hafa oft orðið umfjöll-
unarefni. Pétur Pétursson
fjallar hér um Laxness.
Höfundur er þulur.