Morgunblaðið - 19.01.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR
4 SUNNUDAGUR 19. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
ÍSLENDINGABÓK, eini ætt-fræðigrunnurinn í heiminumsem nær til heillar þjóðar, varsett á Netið í gær. Íslend-
ingabók, sem er ættfræðigrunnur
Íslenskrar erfðagreininar, er opin
öllum Íslendingum endurgjalds-
laust, en þar geta notendur skoðað
upplýsingar um sjálfa sig, ættir sín-
ar og ættingja fram í þriðja lið og
rakið ættir sínar saman við aðra ein-
staklinga sem skráðir eru í grunn-
inn.
Tómas Ingi Olrich mennta-
málaráðherra lauk Íslendingabók-
inni upp á blaðamannafundi í Þjóð-
menningarhúsi í gær og komst m.a.
að því að hann er kominn í beinan
legg af Jóni Arasyni biskup í tólfta
lið og að hann er sjömenningur við
Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskr-
ar erfðagreiningar.
Í Íslendingabók er að finna upp-
lýsingar um meira en 95% allra Ís-
lendinga sem uppi hafa verið frá því
fyrsta manntalið var gert árið 1703.
Í heildina inniheldur bókin upplýs-
ingar um 700.000 einstaklinga,
sennilega meirihluta þeirra Íslend-
inga sem búið hafa á Íslandi frá
landnámi, samkvæmt upplýsingum
frá ÍE. Langflestir, eða 77% allra
sem skráðir eru í grunninn, voru
uppi á síðustu tveimur öldum. Fjöldi
skráðra einstaklinga sem fæddir eru
á 20. öld er nú um 366.000 og eru
tengingar við báða foreldra í 95% til-
vika.
Vefslóðin að Íslendingabók er
www.islendingabok.is. Hver ein-
staklingur hefur aðgang að fram-
ættum sínum og upplýsingum um
sjálfan sig, ættingja sína aftur í
þriðja lið og alla einstaklinga sem
fæddir eru fyrir árið 1700. Til að fá
aðgang að Íslendingabók þarf að
sækja um notandanafn og lykilorð
með því að skrá inn kennitölu á upp-
hafssíðunni. Verða notendanafn og
lykilorð þá send á það heimilisfang
sem notandi er skráður á í þjóðskrá.
Þetta er greiðsla skuldar
okkar við samfélagið
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE, seg-
ir mjög spennandi að setja Íslend-
ingabók á Netið. Hann vonist til að
það verði til að auka ættfræðiáhuga
Íslendinga, sem þó er ærinn fyrir. Í
raun hafi ættfræðin, sem á yfirborð-
inu líti út fyrir að vera afskaplega
gamaldags, gjörbreyst. „Maður hef-
ur á tilfinningunni að þetta sé að-
allega stundað af gömlum mönnum
sem hafa orðið út undan í samfélag-
inu og gera lítið annað en að rækta
fótasveppi og kíkja á hver er skyldur
öðrum. Við höfum raunverulega
breytt þessu yfir í tiltölulega spenn-
andi grein sem hefur gjörbreytta
nálgun sem við og aðrir hafa í rann-
sóknum, það er á erfðafræði al-
gengra sjúkdóma,“ segir Kári.
Það hafi, að hans sögn, verið
mögulegt að nota ættfræðina til
rannsókna þar sem fólk hafi í gegn-
um aldirnar skemmt sér við ætt-
fræðirannsóknir. „Okkur finnst eins
og okkur beri skylda til að skila
þessu hráefni aftur til þessa fólks.
Til þeirra sem eru að vinna við þetta
í dag, á þessu nútímaformi. Þetta er
greiðsla skuldar okkar við sam-
félagið,“ bætir hann við. „Nú erum
við að gefa fólki aðgang að þessu
þannig að það á að geta skemmt sér
við að setja saman sína fjölskyldu
langt aftur í tímann.“
Kári segir að gerð Íslendinga-
bókar hafi verið mjög kostnaðarsöm.
„Við settum í þetta geysilega mikið
fé, ótrúlega mörg mannár hafa farið
í þetta. Þetta hefur verið erfitt verk-
efni og tímafrekt, en vel þess virði.“
Upphaf ættfræðigrunnsins má rekja
til ársins 1988 þegar Friðrik Skúla-
son hóf að skrá ættfræðiupplýsingar
í forritið Espólín. ÍE og Friðrik hófu
samstarf um þessar skráningar vor-
ið 1997, m.a. svo mögulegt væri að
nýta ættfræðiupplýsingarnar við
erfðafræðirannsóknir. Friðrik sagði
að með Íslendingabók væri draumur
sem ættfræðingar hafi átt sér í mörg
ár, jafnvel árhundruð, loks orðinn að
veruleika.
Stífir skilmálar um
persónuvernd
Kári segir að ástæðan fyrir því að
fólk geti aðeins skoðað upplýsingar
um eigin ættir og um fólk sem fædd-
ist fyrir 1700 sé sú að farið sé að stíf-
ustu skilmálum um persónuvernd.
Hefði hann viljað hafa grunninn
mun opnari. „Menn hafa stundað
ættfræði á þann veg að skoða alla ís-
lensku þjóðina og hvernig hún teng-
ist saman. Persónulega tel ég að það
eigi sem sagt [með því að hafa að-
gang að upplýsingum takmarkaðan]
að gefa mönnum tækifæri til að
skammast sín fyrir ættir sínar. Ég
hefði viljað hafa þetta miklu opnara,
en ég ræð engu hér,“ segir Kári og
kímir. Bætir hann við að ef fara ætti
eftir þessum ströngu skilmálum í út-
gáfumálum þyrfti að klippa út fyrsta
kaflann í flestum Íslendingasögum
sem byrji á því að rekja ættir þeirra
sem fjallað er um. „Þetta var tillaga
frá lögfræðideild fyrirtækisins sem
eyðir mestum hluta síns tíma í að
koma með andstyggilegar tillögur.“
Helstu heimildir Íslendingabókar
eru þjóðskrá, kirkjubækur, manntöl
og Landnáma og Íslendingasögur
þegar skyggnst er lengra aftur í tím-
ann. Í upphafi var Íslendingabók
kynnt sem aldamótagjöf til Íslend-
inga og stóð til að setja grunninn á
Netið í lok ársins 2000. „Í upphafi
ætluðum við að gera það en síðan
var farið í mál við okkur af fólki sem
hélt því fram að það ætti ættfræði
Íslendinga, að það ætti staðreynd-
irnar,“ segir Kári. Það mál hafi síðan
verið látið niður falla eftir að sátt
náðist í málinu. Segir Kári að töfin
hafi að vísu haft það í för með sér að
Íslendingabók sé mikið nákvæmari
og fullkomnari en hún hefði verið
hefði hún verið sett á Netið á þeim
tíma sem til stóð.
Rangfeðrun í 1,5% tilvika
„Þessi ættfræði sem hefur verið
til staðar í kirkjubókum er ein hlið af
sögu þessarar þjóðar. Þetta er saga
litla mannsins í samfélaginu sem
ekki er skráð nema í Íslendingasög-
unum o.s.frv. Þetta er saga sem er
rakin í gegnum tengsl, hvernig mað-
ur kemur fram af öðrum manni og
svo koll af kolli. Það sem við erum að
gera hér er að líta á annan hluta
þessarar sögu, líta á hvernig sú saga
sem skrifuð er í þær upplýsingar
sem búa til mann gera það að verk-
um að sumir hafa tilhneigingu til að
fá sjúkdóma en ekki aðrir og hvernig
aðrir hafa hæfileika til að verjast
sjúkdómum,“ segir Kári.
Aðspurður segir hann að rann-
sóknir sýni að rangfeðrun sé ekki al-
geng á Íslandi. ÍE hafi skoðað yfir
80 þúsund Íslendinga og rangfeðrun
og mistök á rannsóknarstofu séu
samanlagt tilfellið í 1,5% tilvika.
Hann segir að sjái fólk rangfærslur í
Íslendingabók geti það sent at-
hugasemdir til ÍE og þá verði það
leiðrétt. Eins geti fólk komið með
ábendingar og bætt við upplýsingum
þar sem þær vanti. Íslendingabók er
móðurgrunnur fyrir dulkóðaða
gagnagrunninn sem notaður er við
rannsóknir ÍE þannig að leiðrétt-
ingar munu einnig nýtast í rann-
sóknum fyrirtækisins.
„ALLIR eru skyldir sjálfum
sér.“ Þessi fullyrðing kemur á
tölvuskjáinn þegar nýr not-
andi skráir sig inn á vef Ís-
lendingabókar. Oft hefur
sömuleiðis verið fullyrt að allir
Íslendingar séu skyldir og
reyndust allir þeir einstakl-
ingar sem blaðamaður prófaði
að rekja ættir sínar til skyldir
honum, þeir fjarskyldustu í
ellefta lið.
Þannig komst blaðamaður á
örstuttum tíma að því að hann
er kominn í beinan legg af
þeim mætu mönnum Ingólfi
Arnarsyni, fyrsta landnáms-
manni landsins, í þrítugasta
lið, Agli Skallagrímssyni forn-
kappa í tuttugusta og þriðja
og Jóni Arasyni Skálholts-
biskup í fjórtánda lið.
Þá á hann sameiginlegan
forföður með Davíð Oddssyni
forsætisráðherra í áttunda lið,
tengist á sama hátt Ingibjörgu
Sólrúnu Gísladóttur borgar-
stjóra í þann sjöunda og Ólafi
Ragnari Grímssyni forseta í
áttunda lið. Blaðamaður
reyndist sexmenningur við
Björk Guðmundsdóttur tón-
listarmann, var jafnskyldur
Eiði Smára Guðjohnsen fót-
boltakappa og var fimmmenn-
ingur við Kára Stefánsson,
forstjóra Íslenskrar erfða-
greiningar. Þá reyndist blaða-
maður vera sjömenningur
maka síns, sem reyndar kom
honum ekki á óvart þar sem
margir segja mikinn hjónasvip
vera með honum og makanum.
„Allir eru skyldir
sjálfum sér“
Íslendingabók, ættfræðigrunnur Íslenskrar erfðagreiningar, orðin þjóðinni aðgengileg á Netinu
Geymir ættir Íslendinga frá Landnámi
Morgunblaðið/Kristinn
Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra lauk Íslendingabók upp í gær.
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE, Páll Magnússon upplýsingafulltrúi, Friðrik
Skúlason og Þórður Kristjánsson fylgjast með.
SAMKVÆMT nýjum reglum um
akstursmat, sem getið er um í um-
ferðarlögum og reglugerð um öku-
skírteini sem tóku gildi í janúar,
þurfa ökumenn með bráðabirgða-
skírteini framvegis að fara í svokall-
að akstursmat áður en þeir fá bráða-
birgðaskírteinið endurnýjað eða fá
fullnaðarskírteini. Bráðabirgðaskír-
teini gildir í tvö ár en þann gildistíma
verður nú hægt að stytta.
Í tilkynningu frá Umferðarstofu
segir að ökumaður geti nú fengið
fullnaðarskírteini hafi hann haft
bráðabirgðaskírteini samfellt í 12
mánuði og enga punkta fengið á
þeim tíma í punktakerfi vegna um-
ferðarlagabrota og hafi farið í akst-
ursmat. Vilji ökumaður ekki nýta sér
heimildina eða fullnægi hann ekki
skilyrðum gildir bráðabirgðaskír-
teinið þar til það rennur út tveimur
árum frá útgáfudegi. Að þeim tíma
liðnum fær hann úthlutað fullnaðar-
skírteini fullnægi hann áðurnefndum
skilyrðum en annars fær hann útgef-
ið bráðabirgðaskírteini á ný til
tveggja ára.
Ökukennari metur
aksturshæfni
Í tilkynningu frá Umferðarstofu
segir enn fremur að ökukennarar
annist akstursmat en í því felist að
kanna hvort mat ökumanns á eigin
aksturshæfni og -háttum og öryggi í
umferðinni sé í samræmi við raun-
verulega getu. Þá beri ökukennara
að fylgjast með akstri ökumanns og
skrá niður athugasemdir um atriði
sem hann telur jákvæð og neikvæð í
akstri hans.
Að akstursmati loknu ritar öku-
kennari umsögn um hæfni öku-
mannsins og mælir annaðhvort með
eða gegn því að ökumaður fái fulln-
aðarskírteini.
Framvegis unnt að fá fullnaðarökuskírteini ári fyrr
Ökumenn þurfa framvegis
að fara í akstursmat
Morgunblaðið/Ómar
KJÖRSTJÓRN við kjör vígslubisk-
ups Hólastiftis hefur farið yfir þær
formlegu tilnefningar um vígslubisk-
upsefni sem bárust. Tilnefningar
bárust um sr. Döllu Þórðardóttur,
prófast í Skagafirði, sr. Jón Aðal-
stein Baldvinsson, sendiráðsprest í
London, og sr. Kristján Val Ingólfs-
son, lektor við HÍ og verkefnisstjóra
á Biskupsstofu. Verða nöfn þeirra
prentuð á kjörseðla, sem sendir
verða út í vikunni. Annars eru allir
prestar Þjóðkirkjunnar í kjöri, sam-
kvæmt starfsreglum.
Til viðbótar hefur sr. Guðni Þór
Ólafsson, prófastur í Húnaþingi, gef-
ið kost á sér en hann tók þátt í kynn-
ingarfundi með kandídötum á
Löngumýri í síðustu viku. Í samtali
við Morgunblaðið sagðist hann hafa
sent öllum bréf sem ættu rétt á að
kjósa vígslubiskup, sem eru ríflega
60 manns. Hann sagðist telja það í
anda leynilegs kosningaréttar að
láta fólk ekki gefa afstöðu sína upp
fyrirfram.
Til að hljóta tilnefningu þurfti hið
minnsta undirskrift 10% atkvæðis-
bærra manna, eða frá 6–7 manns.
Kjörstjórn hyggst koma aftur saman
þegar kjörgögn verða tilbúin og
ákveða skilafrest í kjörinu, en sam-
kvæmt starfsreglum skal að jafnaði
miða við að kosningu sé lokið innan
tveggja vikna frá því að kjörgögn eru
send út. Samkvæmt þessu ættu úr-
slit í kjörinu að liggja fyrir í fyrstu
eða annarri viku af febrúar. Hljóti
enginn meirihluta greiddra atkvæða
þarf að grípa til annarrar umferðar
þar sem kosið yrði á milli tveggja
efstu úr fyrstu umferð. Nýr vígslu-
biskup Hólastiftis verður svo vígður
í embætti í sumar.
Vígslubiskupskjör í Hólastifti
Þrír prestar til-
nefndir á kjörseðli