Morgunblaðið - 19.01.2003, Blaðsíða 36
MINNINGAR
36 SUNNUDAGUR 19. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Sérhæfðir sölumenn í atvinnuhúsnæði!
FRANZ@holl.is
Hóll — Alltaf
rífandi salaAGUST@holl.is
FJÖLDI EIGNA TIL
SÖLU OG LEIGU!
Ekki hika við að hringja í
okkur félagana,
Franz, gsm 893 4284,
Ágúst gsm, 894 7230.
Gnitaheiði 10 - Glæsiraðhús
Opið hús í dag milli kl. 14 og 17
www.hofdi.is
Í dag býðst þér að skoða eitt glæsilegasta raðhús höfuðborgarsvæðisins. Glæsilegt
útsýni er úr húsinu og stendur það á einum eftirsóttasta stað í suðurhlíðum Kópa-
vogs. Húsið er um 150 fm auk 25 fm bílskúrs. Á gólfum er merbau-parket og flísar.
Glæsileg sérsmíðuð kirsuberjainnrétting í eldhúsi, klædd með burstuðu stáli og
vönduðum tækjum. Stór stofa og borðstofa í suður með útgangi út á stórar suður-
svalir með fádæma útsýni. Þrjú til fjögur svefnherbergi og sjónvarpsstofa. Glæsilegt
baðherbergi flísalagt með Versace-flísum í hólf og gólf og vönduðum sérpöntuðum
hreinlætistækjum. Fullbúið þvottahús m. innréttingu. Hellu-
lagður garður með timburskjólgirðingum, grasi og gróðri.
Verð 26 millj.
Ari og Kolbrún taka vel á móti ykkur.
Heitt á könnunni. (2839)
Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði OPIÐ HÚS - Suðurhvammur 7 4ra herb. - HF.
Magnús Emilsson löggiltur fasteignasala
Opið hús í dag frá 14 til 17
Nýkomin nýleg falleg og vel skipulögð 105
fm íbúð á 3. hæð í góðu fjölbýli. 3 rúmgóð
svefnherbergi o.fl., suðursvalir, parket, frá-
bært útsýni. Áhv. byggingarsj. ca 6 millj.Verð
13,4 millj.
Helena og Anton bjóða ykkur velkomin.
NAUSTABRYGGJA 43-49 • LÆKKAÐ VERÐ
SÝNING Í DAG Á MILLI KL. 14 OG 16
Kynnum í dag þessi glæsilegu álklæddu raðhús með tvöföldum innbyggðum bílskúr á einum
eftirsóttasta stað hverfisins við hafnarbakkann með óborganlegt sjávarútsýni. Húsin eru til af-
hendingar nú þegar nánast fullbúin að utan og fokheld að innan. Sölumenn á staðnum og
verður hægt að skoða bæði fullbúið hús og hús tilbúið til innréttinga. Húsin hafa verið lækkuð
í verði og því hægt að gera mjög hagstæð kaup.
Ársalir- fasteignamiðlun Ársalir- fasteignamiðlun
Til sölu ljómandi falleg íbúð á tveimur hæðum alls 94 fm.,
ásamt 24 fm bílskúr. Áhugasamir velkomnir að líta
inn hjá Gróu í dag á milli kl. 13 og 17 og skoða
íbúðina. Verð kr. 13,2 m. Áhv. Bygg.sj. lán 6 m.
Kaupandi þarf ekki greiðslumat.
OPIÐ HÚS
VEGHÚS 9
Engjateig 5 • 105 Reykjavík • S. 533 4200 og 892 0667
arsalir@arsalir.is • Björgvin Björgvinsson, lögg. fasteignasali.
Jón Hólm Stefánsson,
sími 896 4761.
Ef þú þarft að selja eða kaupa
bújörð hvar á landi sem er
hafðu þá endilega samband
við okkar mann,
Jón Hólm bónda,
sem aðstoðar þig
með bros á vör.
Bújarðir
Góður og traustur
vinur er genginn á vit
feðra sinna. Það er
vissulega sú leið sem okkur öllum
er ætluð að lokum. Eftir því sem
við eldumst fjölgar þeim ættingjum
og vinum sem lagt hafa upp í sína
hinstu ferð. Slíkir atburðir eru og
verða alltaf erfiðir þeim sem eftir
lifa. En þá reynir á að við mætum
erfiðleikunum og sorginni af þeirri
rósemi og trúarvissu sem Guð hef-
ur gefið okkur.
Vinátta og samstarf okkar Gunn-
laugs J. Briem hófst og hefur varað
óslitið frá því 1948 er ég var ráðinn
sem framkvæmdastjóri Íþrótta-
bandalags Reykjavíkur. Hann var í
hópi þeirra mörgu mætu forystu-
manna sem skipuðu forystu íþrótta-
hreyfingarinnar í Reykjavík. Á
þeim tíma var hann gjaldkeri
Glímufélagsins Ármanns. Störf
hans um áratugi þar á eftir til efl-
ingar almennri íþróttaiðkun áttu
síðan eftir að verða fleiri og fjöl-
breyttari en hér verður komið tölu
á. Íslensk glíma var sú íþróttagrein
sem Gunnlaugur iðkaði sjálfur um-
fram aðrar. Hann var þátttakandi í
fjölda glímumóta og sýninga bæði
innanlands og utan. Glæsimenni hið
mesta og virtur sem góður og
drengilegur keppandi og góður fé-
lagi.
Meðal margra mikilvægra starfa
hjá íþróttahreyfingunni var hann í
stjórn glímuráðs Reykjavíkur, ÍBR,
ÍSÍ og stjórn Íslenskra getrauna.
Gunnlaugur var afar eftirsóttur til
gjaldkerastarfa og yfirumsjónar
fjármála. Þar réð úrslitum mikið
traust sem til hans var borið, sök-
um heiðarleika og snyrtilegrar um-
gengni ásamt kunnáttu í meðferð
fjármuna almennt. Gunnlaugur var
kjörinn heiðursfélagi ÍSÍ og Glímu-
félagsins Ármanns. Jafnframt var
hann sæmdur heiðursorðu Ólymp-
íunefndar.
Gunnlaugur starfaði mestan
hluta starfsævi sinnar við mismun-
GUNNLAUGUR J.
BRIEM
✝ Gunnlaugur JónHalldór Jónsson
Briem fæddist á
Galtastöðum í Gaul-
verjabæjarhreppi í
Árnessýslu 27. sept-
ember 1917. Hann
lést á Landspítala
Landakoti 24. des-
ember síðastliðinn
og var útför hans
gerð frá Háteigs-
kirkju 2. janúar.
andi verslunarstörf,
þar af 55 ár hjá Heild-
verzlun Garðars Gísla-
sonar. Heyrði ég hann
oft minnast með þakk-
læti góðra og traustra
aðila á þeim bæ. Hann
var einnig mjög virkur
í stjórnum félagasam-
taka verslunarmanna,
Verslunarmannafélagi
Reykjavíkur, Lands-
sambandi verslunar-
manna og Lífeyris-
sjóði verslunarmanna.
Á miklu breytinga- og
framfaratímabili þess-
ara fjölmennu samtaka verslunar-
innar var Gunnlaugur mjög vel lát-
inn. Naut sín þar vel staðgóð
reynsla í viðskiptalífi þess tíma,
prúðmennska og trúverðugleiki
ekki síður en á vettvangi
íþróttanna.
Við hjónin höfum verið það lán-
söm að eiga Gunnlaug og konu
hans Góu að traustum vinum alla
tíð. Í okkar huga er það svo að þeg-
ar minnst er á annað hvort þeirra
gerist það eins og af sjálfu sér að
þau eru þau bæði í huga manns. Til
þess liggja svo margar orsakir. Þau
eru afar samhent, gestrisni þeirra
og góðvild er eins og það getur
best verið. Fyrir nokkrum árum
reistum við sumarbústað í Hest-
landi í Grímsnesi. Landið fengum
við hjá Gunnlaugi og Góu og aðeins
100–200 metrar eru milli bústað-
anna. Í „sveitinni minni“ eins og
báðir aðilar nefna sitt land og bú-
stað, hefur því oft verið glatt á
hjalla.
Að eiga land og góðan bústað í
fögru umhverfi er e.t.v. ákjósanleg-
asta aðstaða sem fullorðið fólk get-
ur haft yfir að ráða. Að gera gott
land betra með margháttuðu um-
bótastarfi og fallegt land fegurra
með ýmiskonar ræktunarstarfi er
göfugt viðfangsefni, við slík störf á
sér stað ræktun lands og lýðs.
Ánægjulegur þáttur í samstarfi
og tengslum okkar við Gunnlaug og
Góu er vinahópur okkar Gunnlaugs
og tveggja annarra sem fyrir ekki
löngu lukum 25 ára starfsemi spila-
klúbbs. Við hittumst allir á heim-
ilum hvor annars tvisvar í mánuði
við góð veisluföng og bridsspila-
mennsku. Þráðurinn í því ánægju-
lega samstarfi slitnaði aldrei og
lauk ekki fyrr en sá elsti okkar féll
frá. Konur okkar báru allan hita og
þunga þessa ánægjulega samstarfs.
Elsku Góa. Óhjákvæmilega eru
þetta sársaukafullir tímar hvar
mestur þunginn hvílir á þér og þín-
um duglegu og velviljuðu börnum
og mökum þeirra að ógleymdum
barnabörnum.
Raunsæi þitt, dugnaður og með-
fætt glaðlyndi mun nú reynast mik-
ilvægt. Við ásamt sonum okkar
sendum ykkur öllum alúðarfyllstu
samúðarkveðjur.
Guð blessi ykkur öll,
Sigrún og Sigurður
Magnússon.
Nú þegar Gunnlaugur J. Briem
er til moldar borinn er einn af svip-
mestu íþróttaforystumönnum
seinni hluta tuttugustu aldarinnar
horfinn yfir móðuna miklu.
Hann var einn af snjöllustu
glímumönnum okkar á unga aldri.
Keppti hann þá lengi með sínu
góða félagi, Glímufélaginu Ár-
manni. Var hann snarpur glímu-
maður og þekktur fyrir fallegar
glímur. Hann vann þá þegar mikið
að framgangi glímunnar sem átti
þá í vök að verjast. Gunnlaugur
gerðist því snemma stjórnarmaður
í Glímuráði Reykjavíkur er þá var
nýstofnað. Gerðist hann þar for-
ystumaður og tók að sér for-
mennsku ráðsins og stjórnaði því í
nokkur ár.
Síðar gekk hann til liðs við ÍSÍ
og vann þar mikilvæg störf að
stofnun Glímusambands Íslands,
sem ÍSÍ stóð fyrir að stofnað var,
um miðjan sjöunda áratuginn. Þar
sem glíman var ekki alþjóðaíþrótt,
þá þurfti að vanda nokkuð lög hins
væntanlega sambands. Þar þurfti
nokkra málamiðlun til, sem Gunn-
laugur vann mikið að, svo allir gátu
fagnað merkum áfanga þegar
Glímusamband Íslands var orðið
staðreynd.
Vegna þeirra miklu félagslegu
hæfileika sem hann hafði til að
bera, var stöðugt sóst eftir starfs-
kröftum Gunnlaugs. Fór svo að
hann var fyrst kjörinn í stjórn ÍSÍ
árið 1951 og starfaði þar þá í tvö
ár, en hvarf þaðan á meðan hann
vann hin mikilvægu störf fyrir GSÍ.
Síðan er hann kjörinn aftur í stjórn
ÍSÍ, sem gjaldkeri árið 1961 og
gegndi því veigamikla starfi þá
samfleytt í 16 ár. Það var mikil
gæfa fyrir ÍSÍ að fá Gunnlaug í
þetta ábyrgðarstarf fyrir heildar-
samtök íþróttamanna. Hann hafði
sýnt að hann var ákaflega glöggur
fjármálamaður og nákvæmur um
færslu reikninga. Á þessum tíma
var ÍSÍ fjárvana, eins og öll
íþróttahreyfingin, en framundan
varð að fara fram mikil uppbygging
ef sambandið ætti að eiga einhverja
möguleika til að standa undir nafni.
Þess vegna var það mikilvægt að fá
dugmikinn starfskraft í þetta
vandasama verkefni.
Á þessum tíma var oft mikið um
ferðalög um landið, svo og til Norð-
urlanda, sem Gunnlaugur tók virk-
an þátt í en slík samskipti eru mik-
ils virði fyrir báða aðila og taka oft
drjúgan tíma stjórnarmanna. Það
var vitað að hvar sem hann mætti
var hann aufúsugestur heima-