Morgunblaðið - 19.01.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.01.2003, Blaðsíða 2
HEKLUGOS 2000 Heklugosið í febrúar 2000 var mun hættulegra en áður var talið, samkvæmt rannsóknum á vegum Náttúrufræðistofnunar og Norrænu eldfjallastöðvarinnar. Er talið nauð- synlegt, í ljósi þessa, að herða á ör- yggisráðstöfunum við gos úr fjallinu í framtíðinni. Íslendingabók á Netið Íslendingabók, ættfræðigrunnur Íslenskrar erfðagreiningar, hefur verið settur á Netið. Þar geta allir Íslendingar skoðað upplýsingar um ættir sínar og ættmenni og skoðað skyldleika sinn við aðra í grunn- inum. Alls eru um 770 þúsund ein- staklingar í grunninum. Mikil neyð í N-Kóreu Allt að átta milljónir manna ramba á barmi hungursneyðar í Norður-Kóreu, að sögn sérlegs sendifulltrúa Sameinuðu þjóðanna. Telur hann rangt að gera sárfá- tækan almenning í Norður-Kóreu að fórnarlambi pólitískra deilna um kjarnorkuáætlanir þarlendra stjórn- valda. Hernaði í Írak mótmælt Hugsanlegum hernaði í Írak hefur verið mótmælt í fjöldamótmælum víða um heim. Meðal annars í Japan, Belgíu, Þýskalandi, Bandaríkjunum og Nýja-Sjálandi. Þá hafa hérlendir friðarsinnar einnig mótmælt. Slitgigt í fingrum tengist hjartasjúkdómum Slitgigt í fingrum getur verið merki um yfirvofandi hjarta- sjúkdóma, sérstaklega meðal karla, samkvæmt nýrri rannsókn. Hand- arslitgigt er algeng á Íslandi og er sjúkdómurinn ættgengur. Sunnudagur 19. janúar 2003 atvinnatilboðútboðfundirtilsölutilleigutilkynningarkennslahúsnæðiþjónustauppboð mbl.is/atvinna Gestir í vikunni9.068  Innlit 18.653  Flettingar 86..732  Heimild: Samræmd vefmælin Störf í grunnskólum Reykjavíkur Engjaskóli, sími 510 1300 Starfsmaður í nemendaeldhús, 75-100% starf. Fellaskóli, sími 557 3800 Yfirmaður nemendaeldhúss. Klébergsskóli, sími 566 6083 Kennsla í upplýsinga- og tæknimennt og í nátt- úrufræði, hlutastarf. Korpuskóli, símar 525 0600 og 864 0613 Starfsmaður í skóladagvist, 50% starf. Upplýsingar veita skólastjóri og aðstoðarskóla- stjóri viðkomandi skóla. Umsóknir ber að senda til skóla. Laun skv. kjarasamningum Reykjavíkurborgar við viðkomandi stéttarfélög. Nánari upplýsingar um laus störf og grunn- skóla Reykjavíkur er að finna á netinu undir www.grunnskolar.is . Ferðaskrifstofustarf innanlandsdeild Óskað er eftir 2 starfsmönnum í innanlands- deild í tímabundið starf 1. febrúar—30. septem- ber. Hæfniskröfur:  Mikill áhugi á starfinu, dugnaður og stund- vísi.  Tungumálakunnátta, bæði í rituðu og töluðu máli: enska auk eins af eftirfarandi málum: þýska, spænska, skandinavíska eða hollenska. Í boði er líflegt starf í góðum hópi af hressu fólki í ört vaxandi fyrirtæki. Skriflegum um- sóknum með ljósmynd skal skila til Terra Nova (Þóra Matthildur Þórðardóttir), fyrir 24. janúar 2003. Terra Nova-Sól, Stangarhylur 3a, 110 Reykjavík, s. 591 9000, fax 591 9001, thoram@terranova.is . Matreiðslumeistari Hafið Bláa ehf. Nýr veitingarstaður við ósa Ölfusár óskar eftir að ráða matreiðslumeistara. Þarf að geta hafið störf í apríl. Áhugasamir sendið upplýsingar á hraun@islandia.is eða Hafið Bláa ehf., pósthólf 12, 815 Þorlákshöfn. Sölumaður fasteigna Öflug og vaxandi fasteignasala á höfuðborgar- svæðinu óskar eftir að ráða sölumann til starfa strax. Vegna mikilla umsvifa að undanförnu er þörf á að bæta við sig góðum og hæfileika- ríkum sölumönnum. Ef þú villt vinna sjálfstætt á líflegum vinnustað í krefjandi verkefnum er þetta starfið fyrir þig. Umsóknum, starfsferilskrá og meðmælum skal skilað til auglýsingadeilar Mbl. eða í box@mbl.is, merktar: „Ferskur vindur — 8373“. Sviðsmaður Starfsmaður óskast til starfa á Stóra svið Þjóðleikhússins. Um er að ræða vaktavinnu. Laun fara eftir kjarasamningi SFR við ríkissjóð. Umsóknir, með upplýsingum um menntun og fyrri störf, þurfa að berast skrifstofu Þjóð- leikhússins, Lindargötu 7, fyrir 27. janúar nk. Sölufólk óskast! AVON snyrtivörur Í meira en 110 ár hefur AVON selt vörur sínar um allan heim. AVON leggur höfuðáherslu á vörugæði og þjónustu við viðskiptavinina. AVON leitar að sölumönnum um allt land. Há sölulaun í boði, námskeið og þjálfun. Hafðu samband og við veitum þér upplýsingar ásamt því að senda þér nýja sölubæklinginn. AVON umboðið, Faxafeni 12, 108 Reykjavík, sími 577 2150 — bréfsími 577 2152. www.avon.is — avon@avon.is Toppsölumenn óskast! til að kynna og selja geysivinsæla öryggisvöru. Allar nánari uppl. gefur Sverrir í síma 661 7000. Dorrit Moussaieff Sunnudagur 19. janúar 2003 Morgunblaðið/RAX ferðalögPáskaferðir á lægra verðibörnLíkaminn – algjört furðuverk!bíóNói albínói Sælkerar á sunnudegi Jólahald á rússneska vísu Zakuski-hefðin er tengd hinni miklu gestrisni Rússa. Prentsmiðja Morgunblaðsins Yf ir l i t FRÉTTIR 2 SUNNUDAGUR 19. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Í dag Sigmund 8 Hugvekja 41 Listir 24/27 Myndasögur 42 Af listum 24 Bréf 42 Birna Anna 24 Dagbók 44/45 Forystugrein 28 Krossgáta 46 Reykjavíkurbréf 28 Leikhús 48 Skoðun 30/31 Fólk 48/53 Umræðan 32/33 Bíó 50/53 Minningar 36/39 Sjónvarp 54 Þjónusta 40 Veður 55 * * * Kynningar - Blaðinu í dag fylgja aug- lýsingablöðin Ferðaáætlun 2003 frá Útivist og Páskaferðir frá Úrvali-Út- sýn. Blöðunum er dreift um allt land. SLITGIGT í fingrum getur verið merki um yf- irvofandi hjartasjúkdóma, sérstaklega meðal karla, samkvæmt nýrri rannsókn lækna við Kuopio-háskólann í Finnlandi. Handarslitgigt er útbreidd á Íslandi og hefur verið sýnt fram á í rannsóknum að sjúkdómurinn er ættgengur. Finnska rannsóknin stóð yfir í 30 ár og náði til 7.000 manna. Greint er frá niðurstöðum vís- indamannanna á fréttavef BBC og kemur þar fram að fjórir af hverjum tíu í hópnum þjáðust af slitgigt í fingrum og er eldra fólk og fólk sem stríðir við offitu mun líklegra en aðrir til að vera með handarslitgigt. Árið 1994 voru 894 ein- staklingar sem rannsóknin náði til látnir og skv. niðurstöðum hennar kom í ljós að karlar sem þjáðst höfðu af slitgigt í einum eða fleiri fingr- um voru 40% líklegri en aðrir til að deyja af völdum hjartasjúkdóma. Mun veikari tengsl eru hins vegar á milli handargigtar og hjartasjúk- dóma meðal kvenna þar sem í ljós kom að líkur kvenna á að deyja af völdum hjartasjúkdóma eru 23% meiri en ella ef þær eru með slitgigt í tveimur eða fleiri fingrum. Finnsku læknarnir hafa ekki getað skýrt hvað veldur þessum mun á milli kynjanna eða fundið skýringar á því að slitgigt í fingrum kann að auka líkur á hjartasjúkdómum síðar á lífsleið- inni. Á eftir að vekja mikla athygli Helgi Jónsson gigtarlæknir hefur rannsakað erfðir handarslitgigtar hér á landi um árabil. Hann segir þessa niðurstöðu finnsku rannsókn- arinnar mjög athyglisverða og algjöra nýjung í læknisfræðinni, sem eigi eftir að vekja verulega athygli. Eflaust eigi frekari rannsóknir eftir að fara fram en enginn vafi leiki á að þessar nið- urstöður geti verið mjög þýðingarmiklar. Komið hafa fram hugmyndir um að tengsl kunni að vera á milli ákveðinnar tegundar slit- gigtar og blóðfitu en ekki hefur þó tekist að sýna fram á það í rannsóknum sem fram hafa farið hér á landi og víðar í Evrópu, að sögn Helga. „Þetta er tenging sem ég hef ekki heyrt um áður og er bæði athyglisverð og mjög áhuga- verð,“ segir Guðmundur Þorgeirsson, sérfræð- ingur í hjarta- og lyflækningum. Að sögn hans er háskólinn í Kuopio mjög virtur í faraldsfræði hjarta- og æðasjúkdóma og fyllsta ástæða til að taka mikið mark á rannsóknarniðurstöðum sér- fræðinga við þann háskóla. Handargigt algeng á Íslandi Guðmundur segir erfitt að geta sér til um hverskonar tengsl kunna að vera á milli hand- arslitgigtar og hjartasjúkdóma, en ljóst sé að handargigt liggi mjög í ættum hér á landi. „Menn eru alltaf að átta sig betur á því að kransæðasjúkdómar eru bólgusjúkdómar að hluta til, þar sem bólguþættir í æðakerfinu skipta miklu máli og slitgigt í höndum er líka bólgusjúkdómur,“ segir Guðmundur. Hann segir spurður um þýðingu þessara upplýsinga að öll þekking á áhættuþáttum sé mjög mikilvæg svo hægt sé að bregðast við yfirvofandi sjúkdómum. Slitgigt í fingrum bendir til yfirvofandi hjartasjúkdóma Áhugaverð og þýð- ingarmikil niður- staða að mati lækna SENDINEFND íslenskra embætt- ismanna hefur verið kölluð fyrir til fundar í Genf í Sviss í lok mánaðar- ins hjá sérstakri nefnd Sameinuðu þjóðanna um réttindi barna. Nefndin heldur reglulega fundi sem þessa til að fylgjast með framkvæmd Barna- sáttmála Sameinuðu þjóðanna en málefni Íslands voru síðast tekin fyr- ir í ársbyrjun 1996. Nefndin hefur haft til umfjöllunar skýrslu sem tekin var saman fyrir tveimur árum af Hrefnu Friðriks- dóttur, lögfræðingi Barnaverndar- stofu, um hvernig Ísland hefur upp- fyllt ákvæði Barnasáttmálans. Einnig hafði nefndin til umfjöllunar umsögn samtakanna Barnaheilla. Hrefna er í sendinefnd Íslands ásamt Rögnu Árnadóttur, skrif- stofustjóra í dómsmálaráðuneytinu, Ragnhildi Haraldsdóttur, skrifstofu- stjóra í menntamálaráðuneytinu, og Braga Guðbrandssyni, forstjóra Barnaverndarstofu. Líklegt er að fulltrúi menntamálaráðuneytisins fari einnig til Genfar. Þar munu embættismennirnir sitja fyrir svörum um málefni sem nefnd Sameinuðu þjóðanna vill fá frekari upplýsingar um. Að því loknu fá íslensk stjórnvöld mat nefndar- innar, m.a. með tilmælum um hvern- ig betur megi hlúa að börnum hér á landi, líkt og gert var árið 1996 þegar íslensk sendinefnd hafði farið til Genfar í sömu erindagjörðum. Að sögn Rögnu Árnadóttur þarf sendinefndin að svara fjölmörgum spurningum um réttindi og almenn- an aðbúnað íslenskra barna og ung- linga. Snúa þær m.a. að réttindum barna til að tjá sig, meðferðarúrræð- um, barnaverndarmálum, misnotkun fíkniefna, einelti, ofbeldi og hvernig staðið er að heilbrigði barna. Einnig á að spyrja um málefni eins og brottfall úr skóla, fjölskylduum- hverfi, aðgang að barnaklámi og -vændi og hvernig búið er að börnum erlendra ríkisborgara og nýbúa. Sendinefnd svarar um stöðu íslenskra barna Nefnd Sameinuðu þjóðanna um réttindi barna MUN færri atvinnuleyfi til útlend- inga voru gefin út á síðasta ári en árið á undan. Samkvæmt tölum frá Vinnumálastofnun voru 502 tíma- bundin atvinnuleyfi gefin út í fyrra, en 1.401 árið 2001. Samdrátturinn er enn meiri ef horft er til ársins 2000, en þá voru 2.322 ný leyfi gefin út. Örlítið meira var hins vegar um að tímabundin leyfi væru framlengd, en þau voru 1.796 í fyrra, en 1.714 árið á undan. Árið 2000 voru 1.143 framlengd atvinnuleyfi gefin út. Ef litið er á heildartölur um at- vinnuleyfi, að meðtöldum svokölluð- um óbundnum atvinnuleyfum, námsmannaleyfum og fleiru, þá fækkaði þeim um 868 milli ára. Í fyrra voru 3.637 leyfi afgreidd, 4.505 árið 2001 og 4.020 árið 2000. Mikil fækk- un atvinnu- leyfa út- lendinga BRÁÐGER börn sýndu í Há- skólabíói í gær afrakstur nám- skeiða sem þau sátu við Háskóla Íslands á haustönn. Þetta er í þriðja sinn sem námskeið af þessu tagi eru haldin. 230 börn úr grunnskólum Reykjavíkur og nágrennis tóku þátt í námskeið- unum sem heppnuðust í alla staði vel. Mörg áhugaverð verkefni voru kynnt og einnig fór fram kapp- akstur rafknúinna farartækja. Nýjar myndir af hafsbotni voru sýndar sem börn á námskeiði um hafsbotninn tóku þátt í að gera. Börnin heimsóttu Hitaveitu Suð- urnesja á Svartsengi og skoðuðu Reykjanesskaga og jarð- hitasvæðin á honum. Þau skoðuðu einnig „miðlínuna“ þar sem jafn- an er sagt að tvær heimsálfur, Evrópa og Ameríka, mætist. Börnin fræddust einnig um veð- uráhrif fellibylsins El Nino. „Það er margt sem við vissum ekki, eins og til dæmis hvernig El Nino hefur áhrif á síldina. Maður fer að spá meira í hvaða áhrif veðrið hefur á hafstraumana, ekki bara yfirborðið,“ sögðu Guðrún Ósk- arsdóttir og Arna Steinunn Tryggvadóttir úr Kópavogsskóla. Bráðger börn fræð- ast um hafsbotninn Morgunblaðið/Kristinn Bráðger börn sem tóku þátt í námskeiði um hafeðlis- og jarðeðlisfræði lærðu margt skemmtilegt. Frá vinstri Vign- ir Már Lýðsson, Sigríður Sæunn Sigurðardóttir, Arna Steinunn Tryggvadóttir og Guðrún Óskarsdóttir. Fremri röð: Guðrún Dögg Sveinbjörnsdóttir, Sólrún Una Þorláksdóttir og Fríða Björk Gunnarsdóttir. FUNDUR kjördæmisráðs Sjálfstæð- isflokksins í Norðvesturkjördæmi verður haldinn í Búðardal í dag, sunnudag, þar sem ákveða á endan- legan framboðslista vegna komandi þingkosninga. Fyrir fundinum liggur tillaga kjörnefndar um skipan efstu sæta, þar sem sú breyting hefur orðið að Adolf H. Berndsen á Skagaströnd skipi 5. sæti í stað Vilhjálms Egils- sonar en Jóhanna Pálmadóttir frá Akri verði áfram í 6. sæti. Adolf tók ekki þátt í prófkjörinu. NV-kjördæmi Ákveða á lista sjálf- stæðismanna MAÐUR vopnaður haglabyssu skaut af stuttu færi á útidyrahurð íbúðarhúss við Hvannhólma í Kópavogi í fyrrinótt. Þegar lög- reglu bar að garði var hinn vopn- aði á bak og burt og ekki er vitað hver var að verki. Hurðin er illa farin eftir skotið en engan sakaði. Lögreglan hvetur fólk til að hafa samband við lög- reglu ef það hefur orðið vart við grunsamlegar mannaferðir í Hvannhólma eða nærliggjandi göt- um í fyrrinótt. Málið er í rann- sókn. Skaut á útidyrahurð ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.