Morgunblaðið - 19.01.2003, Blaðsíða 8
Sólarkaffi Ísfirðingafélagsins
Rímurnar og
rappið mætast
VESTFIRÐINGAReru afskaplegaátthagasinnaðir
eins og raunar margir hóp-
ar Íslendinga. Gott dæmi
um slíkt er tilvist Ísfirð-
ingafélagsins, sem stofnað
var á sínum tíma til að
smala saman brottfluttum
Ísfirðingum til að drekka
kaffi og hitta fyrir aðra
sem fóru hvergi. Rifja upp
gömlu kynnin, blása í
glæður þeirra og halda
þeim við. Fasti liðurinn í
starfsemi Ísfirðingafélags-
ins er Sólarkaffið sem
haldið er einu sinni á ári og
í forsvari fyrir það er Ólaf-
ur Hannibalsson. Hann
svaraði nokkrum spurn-
ingum Morgunblaðsins um
kaffisamkunduna, Ísfirð-
ingafélagið, tilurð þess og tilgang.
– Segðu okkur fyrst frá Ísfirð-
ingafélaginu, smáágrip af sögu
þess.
„Ísfirðingafélagið er stofnað
1945 og þá sérstaklega í þeim til-
gangi að halda upp á Sólarkaffið,
gefa þeim brottfluttu kost á að
hittast einu sinni á ári og endur-
nýja gömul kynni úr leikjum,
íþróttum, skólum og starfi. Lengi
vel einskorðaðist starfsemin við
þetta.“
– Er þetta stór klúbbur sem fer
máske vaxandi?
„Félagið hefur nú aldrei fjöl-
mennt verið, þó náð hæst næstum
1.000 félögum. Núna eru um 800
borgandi félagar og fjölgar frem-
ur en hitt.“
– Hver er tilurð og tilefni Sólar-
kaffis?
„Ísafjörður er umkringdur
háum fjallahring. Því njótum við
ekki sólar nema tíu mánuði á ári.
Snemma myndaðist sú hefð á Ísa-
firði að halda upp á það með kaffi
og pönnukökum þegar fyrstu sól-
argeislarnir náðu niður á Eyrina í
fyrstu eða annarri viku þorra.“
– Er vel mætt á Sólarkaffið?
„Það getur verið svona upp og
ofan, á bilinu 300 til 800 manns.
Þetta getur farið svolítið eftir
veðri og færð í höfuðborginni og
nágrenni. Stundum koma líka
stórir hópar að heiman, þegar gott
útlit er með flug. Í ár erum við á
Hótel Sögu og eftir forsölu að-
göngumiða í gær höfum við á til-
finningunni að aðsókn verði enn
meiri í ár. Miðasalan heldur svo
áfram á fimmtudag á skrifstofu fé-
lagsins í Bolholti 6.“
– Hvað verður boðið uppá á Sól-
arkaffi 2003?
„Við höfum alltaf kappkostað að
bjóða upp á góð skemmtiatriði og
breytum ekki út af venjunni núna.
Fyrst má telja Keflvíkinginn og
Hólmvíkinginn Gunnar Þórðarson
með félögum í Guitar Islancia.
Helga Braga verður á léttari nót-
unum, kannski fáum við að sjá
margfrægan magadans? Og svo
verða þarna XXX Rottweiler-
hundar og áreiðanlega með enga
venjulega hundgá. Veislustjóri
verður Heimir Már
Pétursson, en Jón A.
Bjarnason ljósmyndari
mun bregða á glens
sem ræðumaður
kvöldsins.“
– Hvað gerir Ísfirð-
ingafélagið annað en að halda Sól-
arkaffi?
„Undanfarin ár höfum við kom-
ið saman við messu í Áskirkju á
vorin, kringum lokadaginn eða
krossmessuna og hlýtt á ísfirska
guðfræðinga og ísfirskan kirkju-
kór og spjallað saman yfir kaffi-
sopa á eftir. Sólkveðjuhátíð höld-
um við oft á haustin í Hveragerði
hjá Braga Ísfirðingi í Eden. Þá
eigum við og rekum orlofshúsið
Sóltún á Ísafirði. Um fimmtán ára
skeið höfum við gefið út veglegt
ársrit, Vestanpóstinn, sem er eins-
konar fjölskyldualbúm Ísfirðinga
og sent ókeypis til félagsmanna.“
– Hvað eru margir „Ísfirðing-
ar“ utan Ísafjarðar og að hve
miklu leyti standa þeir að félag-
inu?
„Nú rekurðu mig á gat. Þeir eru
áreiðanlega fleiri heldur en íbúar
Ísafjarðar í dag. Ísfirðingar hafa
ratað víða og ég held ég hafi
reyndar hvergi komið í heiminum,
þar sem ég hef ekki hitt fyrir Ís-
firðinga, einn eða fleiri. Okkur
sem löngu erum fluttir brott finnst
stundum meiri líkur á að hitta
gamla kunningja utan Ísafjarðar
heldur en heima.“
– Hversu vel gengur að halda
svona félagsskap að yngra fólk-
inu?
„Mörgu ungu fólki finnst Sólar-
kaffið kannski álíka spennandi og
að fara á „gömlu dansana“. Á Ísa-
firði eins og svo víða annars staðar
hefur það hins vegar tíðkast alla
tíð að kynslóðirnar hafa getað
skemmt sér saman á ýmsum há-
tíðum. Við erum að vona að XXX
Rottweilerhundarnir gefi unga
fólkinu til kynna að við viljum hafa
það með okkur við þessi tækifæri
og það sjái og finni að
margumrætt kynslóð-
arbil er ekkert óbrúan-
legt ginnungagap held-
ur þvert á móti stund
þar sem rímurnar og
rappið geta mæst.“
– Er þetta félag líklegt til að lifa
langt inn í nýju öldina?
„Svo lengi sem Ísfirðingar utan
Ísafjarðar hafa áhuga á að hittast
og rifja upp hina gömlu góðu daga
þurfa þeir til þess einhvern form-
legan vettvang og til þess er þetta
félag. Því segjum við: Ísfirðingar
allra landa sameinist á Sólarkaffi
– nú 2003!“
Ólafur Hannibalsson
Ólafur Hannibalsson er fædd-
ur á Ísafirði 6. nóvember 1935.
Varð stúdent við Menntaskólann
á Laugarvatni 1956. Stundaði
nám við Háskólann í Delawere
og Hagfræðiháskólann í Prega á
árunum 1957–62. Var nokkur ár
hjá Loftleiðum í New York, rit-
stjóri Frjálsrar þjóðar, starfs-
maður Hafrannsóknastofnunar,
skriftsofustjóri ASÍ, bóndi í Sel-
árdal í 10 ár, blaðamaður á Helg-
arpóstinum og Heimsmynd, rit-
stjóri og höfundur Sögu
Sölumiðstöðvar hraðfrystihús-
anna og þýðandi Ævisögu
þorsksins. Ólafur á fimm börn.
Kona hans er Guðrún Péturs-
dóttir.
…að kynslóð-
irnar hafa get-
að skemmt
sér saman
FRÉTTIR
8 SUNNUDAGUR 19. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Komdu þér bara undir pilsfaldinn, Össi minn, ég skal sjá um kauða.
BÓNUS færði í gær Barnaspítala
Hringsins tækjabúnað að gjöf að
verðmæti 10-12 milljónir króna. Um
er að ræða þrjár stjórnstöðvar fyrir
lífsmarkavaka. Stjórnstöðvar tækj-
anna eru tengdar tækjum til að vaka
yfir hjartslætti, öndun, súrefn-
ismettun og blóðþrýstingi barna
sem liggja á Barnaspítalanum.
Áætlað er að nýi Barnaspítali
Hringsins verði tekinn í notkun í eft-
ir rúma viku og munu tækin verða
sett upp þar á næstu vikum.
Jóhannes Jónsson afhenti tækin í
gær fyrir hönd Bónuss en fyrirtækið
hefur á undanförnum árum gefið
Barnaspítalanum gjafir að verð-
mæti um 40 milljóna króna.
„Við erum mjög ánægð með
stuðning Jóhannesar í Bónus og við-
skiptavina hans. Stuðningur hans
skiptir verulegu máli í meðhöndlun
veikra barna. Mikið er talað um
verð þessara tækja, en verðmæti
þeirra er miklu meira,“ sagði Ásgeir
Haraldsson, prófessor í barnalækn-
ingum og forstöðumaður fræðasviðs
á Barnaspítala Hringsins. „Tækin
létta verulega öll störf við að fylgj-
ast með alvarlega veikum börnum
og eykur öryggi og eftirlit. Auk þess
er þarna tæki til þess að taka hjarta-
línurit og tæki til að nota við endur-
lífganir sem við vonumst til að nota
sem sjaldnast,“ sagði Ásgeir.
Bónus gefur
Barnaspít-
ala Hrings-
ins tæki
Morgunblaðið/Kristinn
Tækin, sem Jóhannes Jónsson gaf barnaspítalanum að verðmæti 10 til 12
milljónir króna, voru strax tekin í notkun og prófuð á Jóhannesi. Frá
vinstri: Anna Ólafía Sigurðardóttir deildarstjóri, Jóhannes, Gunnlaugur
Sigfússon, sviðstjóri lækninga, og Ásgeir Haraldsson prófessor.
HÆSTIRÉTTUR dæmdi á fimmtu-
dag tæplega fertugan mann í sex
mánaða skilorðsbundið fangelsi og
til greiðslu 16,9 milljóna kr. í sekt
fyrir virðisauka- og tekjuskattssvik
og bókhaldsbrot.
Ákærði var með sjálfstæða at-
vinnustarfsemi og náði brotastarf-
semin yfir nokkurra ára tímabil.
Játaði hann brot sem honum var
gefið að sök í ákæru ríkislögreglu-
stjóra og var dómur Héraðsdóms
Suðurlands frá 5. júlí sl. staðfestur í
Hæstarétti.
Brot hans voru talin meiriháttar
en tekið var tillit til hreinskilnislegr-
ar játningar hans og þess, að hann
hafði ekki sætt refsingum sem
skiptu máli. Alls voru vanskil hans
um 8,4 milljónir króna en lág-
marksfésekt fyrir skattalagabrot er
tvöföld sú skattfjárhæð sem skotið
er undan.
Málið dæmdu hæstaréttardómar-
arnir Markús Sigurbjörnsson, Árni
Kolbeinsson og Ingibjörg Bene-
diktsdóttir. Verjandi ákærða var
Hilmar Ingimundarson hrl. Málið
sótti Sigríður Jósefsdóttir saksókn-
ari hjá ríkissaksóknara.
Dæmdur í sex mánaða
fangelsi og 17 milljóna sekt