Morgunblaðið - 19.01.2003, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 19.01.2003, Blaðsíða 41
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. JANÚAR 2003 41 Staður Nafn Sími 1 Sími 2 Akranes Jón Helgason 431 1347 431 1542 Akureyri Skrifstofa Morgunblaðsins 461 1600 Bakkafjörður Stefnir Elíasson 473 1672 Bifröst Engilbert Aron Kristjánsson 435 0145 690 2918 Bíldudalur Pálmi Þór Gíslason 456 2243 Blönduós Gerður Hallgrímsdóttir 452 4355 868 5024 Bolungarvík Nikólína Þorvaldsdóttir 456 7441 867 2965 Borgarnes Þorsteinn Viggósson 437 1474 898 1474 Breiðdalsvík María Jane Duff 475 6662 Búðardalur Anna María Agnarsdóttir 434 1381 Dalvík Halldór Reimarsson 466 1039 862 1039 Djúpivogur Sara Dís Tumadóttir 478 8161 847 5572 Egilsstaðir Páll Pétursson 471 1348 471 1350 Eskifjörður Björg Sigurðardóttir 476 1366 868 0123 Eyrarbakki R. Brynja Sverrisdóttir 483 1513 699 1315 Fáskrúðsfjörður Jóhanna Sjöfn Eiríksdóttir 475 1260/853 9437/475 1370 Flateyri Hjördís Guðjónsdóttir 456 7885 Garður Álfhildur Sigurjónsdóttir 422 7310 846 8123 Grenivík Ólína H. Friðbjarnardóttir 463 3131 Grindavík Kolbrún Einarsdóttir 426 8204 426 8608 Grímsey Ragnhildur Hjaltadóttir 467 3148 Grundarfjörður Bjarni Jónasson 438 6858/854 9758/894 9758 Hella Brynja Garðarsdóttir 487 5022 895 0222 Hellissandur/Rif Lára Hallveig Lárusdóttir 436 6889/436 1291/848 1022 Hnífsdalur Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478 Hofsós Bylgja Finnsdóttir 453 7418 893 5478 Hólmavík Ingimundur Pálsson 451 3333 893 1140 Hrísey Siguróli Teitsson 466 1823 Húsavík Bergþóra Ásmundsdóttir 464 1086 893 2683 Hvammstangi Gunnar Þorvaldsson 451 2482 894 5591 Hveragerði Erna Þórðardóttir 483 4421 862 7525 Hvolsvöllur Helgi Ingvarsson 487 8172/893 1711/853 1711 Höfn Ranveig Á. Gunnlaugsdóttir 478 2416 862 2416 Innri-Njarðvík Eva Gunnþórsdóttir 421 3475 821 3475 Ísafjörður Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478 Keflavík Elínborg Þorsteinsdóttir 421 3463 896 3463 Kirkjubæjarkl. Birgir Jónsson 487 4624 854 8024 Kjalarnes Haukur Antonsson 566 8378 895 7818 Kópasker Hrönn Guðmundsdóttir 465 2112 Laugarás Jakop Antonsson 486 8983 Laugarvatn Berglind Pálmadóttir 486 1129 865 3679 Neskaupstaður Sólveig Einarsdóttir 477 1962 848 2173 Ólafsfjörður Árni Björnsson 466 2347 866 7958 Ólafsvík Laufey Kristmundsdóttir 436 1305 Patreksfjörður Björg Bjarnadóttir 456 1230 Raufarhöfn Alda Guðmundsdóttir 465 1344 Reyðarfjörður Guðmundur Fr. Þorsteinsson 474 1488/892 0488/866 9574 Reykholt Bisk. Guðmundur Rúnar Arneson 486 8797 Reykhólar. Ingvar Samúelsson 434 7783 Reykjahlíð v/Mýv. Margrét Hróarsdóttir 464 4464 Sandgerði Sigurbjörg Eiríksdóttir 423 7674 895 7674 Sauðárkrókur Ólöf Jósepsdóttir 453 5888 862 2888 Selfoss Jóhann Þorvaldsson 482 3375 899 1700 Seyðisfjörður Margrét Vera Knútsdóttir 472 1136 863 1136 Siglufjörður Sigurbjörg Gunnólfsdóttir 467 1286 467 2067 Skagaströnd Þórey og Sigurbjörn 452 2879 868 2815 Stokkseyri Kristrún Kalmansdóttir 867 4089 Stykkishólmur Erla Lárusdóttir 438 1410 690 2141 Stöðvarfjörður Sunna Karen Jónsdóttir 475 8864 Suðureyri Tinna Sigurðardóttir 456 6244 Súðavík Ingibjörg Ólafsdóttir 456 4936 Tálknafjörður Sveinbjörg Erla Ólafsdóttir 456 2676 Varmahlíð Ragnar Helgason 453 8134 867 9649 Vestmannaeyjar Jakobína Guðlaugsdóttir 481 1518 897 1131 Vík í Mýrdal Hulda Finnsdóttir 487 1337 869 7627 Vogar Hrönn Kristbjörnsdóttir 424 6535 557 5750 Vopnafjörður Svanborg Víglundsdóttir 473 1289 473 1135 Ytri-Njarðvík Eva Gunnþórsdóttir 421 3475 821 3475 Þingeyri Þór Lini Sævarsson 456 8353 Þorlákshöfn Ragnheiður Hannesdóttir 483 3945 483 3627 Þórshöfn Ragnheiður Valtýsdóttir 468 1249 Dreifing Morgunblaðsins Hér eru upplýsingar um þá sem dreifa blaðinu á landsbyggðinniHEIMSBYGGÐINstendur þessa daganaá öndinni vegnaÍraksdeilunnar svo-kölluðu, en eins og kunnugt er af fréttum hefur þangað austur streymt mikið lið banda- rískra hermanna að undanförnu og fleiri eru væntanlegir. Hinn 10. jan- úar réðust bandarískar herþotur m.a. á loftvarnamiðstöð Íraka innan flugbannsvæðisins í sunnanverðu landinu og nokkrar samskipta- stöðvar, og aukinheldur í síðustu viku á íraska stöð nærri Basra, næststærstu borg landsins, en Írakar höfðu komið sér þar upp eld- flaugum, í þeim tilgangi að skjóta að herskipum á norðanverðum Persa- flóa, að sögn bandarískra yfirvalda. Og fyrir nokkrum dögum spyrst út þaðan, að Íraksforseti sé að falla á tíma. Vond tíðindi það. Allt er nú á suðupunkti, gríð- arlegur titringur í loftinu, og maður hefur á tilfinningunni, að ekki þurfi nema örlítinn en snöggan og óvænt- an hnerra einhvers til að kvikni í þessari púðurtunnu. Komi til stríðs er óttast að allt að 1 milljón flóttamanna streymi að landamærunum að Jórdaníu, en þar eru fyrir um 2 milljónir á vergangi og líða mikinn skort. Engan vitring þarf til að spá um hvernig það yrði. Lútherska heimssambandið og alkirkjuráðið ályktuðu í haust gegn fyrirhuguðum árásum á Írak, um leið og ályktað var að Saddam Hussein yrði að fara að vilja Sam- einuðu þjóðanna. Á fundi sem al- kirkjuráðið hélt í Jórdaníu nýverið skipulögðu hjálparstofnanir innan þess samt neyðaraðstoð, ef til átaka kæmi. Þegar er farið að safna tjöld- um og lyfjum til þess að bregðast við flóttamannastrauminum og haf- ið samstarf við Rauða hálfmánann í Írak. Við undirbúninginn er m.a. lit- ið til reynslunnar úr Persaflóastríð- inu. Og önnur mannúðarsamtök um allan heim búa sig líka undir að veita aðstoð. Allir eru að sönnu reiðubúnir að rétta hjálparhönd, það vantar ekki. En þeir hinir sömu óska þess jafnframt heitast, að ekki þurfi að koma til neins slíks. Og eins er með alla þá, sem álengdar standa, þorra jarðarbúa, með bara eina spurningu á vör: Hvernig fer þetta? Um þessa helgi, 18.–19. janúar, eru friðsamleg mótmæli í gangi víða um lönd, m.a. hér, þar sem mottóið er ÁTAK GEGN STRÍÐI, og er það vel. Sameinuðu þjóðirnar eru einnig um þessar mundir að safna Netundirskriftum fólks um alla jörð gegn átökum á umræddu svæði eystra. Unnt er að veita því liðsinni á unicwash@unicwash.org. Kannski hefur Georg W. Bush rétt fyrir sér um eðli Íraksforseta, kannski er þetta hinn versti skúrk- ur. En lög Hammúrabís konungs (1792–1750 f. Kr.), í Babyloníurík- inu hinu fyrra, um auga fyrir auga og tönn fyrir tönn, eru fyrir löngu úr sér gengin og eiga því ekki heima í kristnum samfélögum. Ann- að betra og siðaðra form hefur tekið við, og það ætti hann að vita sem meþódisti. En vera má að erfiðara sé fyrir mann eins og núverandi Bandaríkjaforseta að skilja þetta, hafandi um árabil verið ríkisstjóri í Texas, þar sem dauðarefsing er við lýði í ákveðnum tilvikum, eða hefur verið það. Samt er ritað í helgri bók: „Þú skalt ekki mann deyða.“ A.m.k. er svo í þeim biblíuútgáfum, sem ég hef kynnst í gegnum tíðina. Og þar má einnig sjá, að leiðtogi kristinna manna er friðarhöfðingi, en ekki stríðsherra. Hann kom ríðandi inn í Jerúsalem á pálmasunnudag á ösnufola, en ekki hesti, m.a. til að undirstrika þetta. Íraksdeiluna verður að leysa á diplómatískan hátt, því annað gæti í versta falli leitt til þriðju heims- styrjaldarinnar. Og það getur eng- inn með fullri rænu viljað. Hin fyrri og síðari voru meira en nóg; raunar tveimur of mikið. En hættan er vissulega fyrir hendi, því hér er meira á ferðinni en átök tveggja landa; úr þessu gæti hæglega orðið trúarbragðastríð, með arabaheim- inn og Íslam á aðra hönd og Vest- urlönd og kristindóm og gyðingdóm á hina. Það má aldrei verða. Ég gef Karli Sigurbjörnssyni biskupi síðasta orðið í þessum hug- leiðingum mínum í dag, en hann gerði Íraksmálið m.a. að umræðu- efni í prédikun í Dómkirkjunni á nýársdag, 2003, og sagði: Á morgni nýja ársins eru ófriðarblikur við sjóndeildarhring. Enn virðist sem ofurtrú manna á mátt hernaðar og valdbeitingar til að leysa vanda hnýti enn fastar þá hnúta sem fjötra heilu þjóðfélögin í vítahring ofbeldis, kúgunar og hermdarverka. Ávextirnir eru skelfing og dauði sem jörðinni spillir og lífinu ógnar. Það er sem ljósár aðskilji menningar- heima og enn eykst gjáin milli ríkra og snauðra á okkar auðugu jörð. Enn eru mann- dráp og neyðarkvein hlutskipti milljóna manna. Enn þetta ár, ef svo fer fram sem horfir, enn þetta ár. Kirkjuleiðtogar um víða veröld vara eindregið við stríði við Írak og hvetja til þess að reynt sé til þrautar að finna lausn friðar og réttlætis. Þar má nefna Jó- hannes Pál páfa og forystumenn kirkna og kirknasambanda austan hafs og vestan. Ég hvet íslenska þjóð og kirkju að taka undir með þeim. Höldum fast í vonina um frið og réttlæti í samskiptum þjóða og trúarbragða, vinnum og biðjum að sú von rætist. Ófriðarblikur Eitthvað róttækt gerist senn í máli Bandaríkjanna og Íraks. En hvað það verður er erfiðara að segja til um. Sigurður Ægisson bendir á orð Karls Sigurbjörnssonar biskups, úr nýársprédikun hans 2003, þar sem lands- menn eru hvattir til bæna. sigurdur.aegisson@kirkjan.is HUGVEKJA SKELJUNGUR tók formlega í notkun fyrir stuttu SAP X-press Mannauðslausn frá Hugbún- aðarlausnum Nýherja. Lausnin var einnig sett upp fyrir dótturfyr- irtæki Skeljungs en má þar helst nefna Hans Petersen. Innleiðing- unni er skipt í tvennt, þ.e. fyrst var mannauðslausnin sett upp og síðan verða SAP Laun gangsett í mars 2003. Markmið Skeljungs með innleið- ingu SAP er að auka skilvirkni mannauðsstjórnunar og gera launavinnslu auðveldari. Einnig að auka aðgengi stjórnenda og allra starfsmanna að upplýsingum. SAP X-press lausnin felur í sér samþætta starfsmannalausn, skipu- lagsheild, ráðningarlausn, stimp- ilklukku, starfsþróunarlausn, ásamt íslensku launakerfi, SAP Launum. Lausnin heldur þannig ut- an um allar starfsmannaupplýs- ingar á einum stað, auðveldar dreifingu upplýsinga til starfs- manna og skapar aukið hagræði við mannauðsstjórnun. F.v. Kristján Jóhannsson, framkvæmdastjóri hugbúnaðarlausna Nýherja, Hildur Kristjánsdóttir, verkefnisstjóri hjá Nýherja, Rebekka Ingvarsdóttir, starfsmannastjóri Skeljungs, Arna S. Guðmundsdóttir, SAP-ráðgjafi hjá Nýherja, og Gunnar K. Guðmundsson, aðstoðarforstjóri Skeljungs. Skeljungur tekur SAP í notkun EFTIRFARANDI ályktun hefur borist Morgunblaðinu frá stjórn Múrarafélags Reykjavíkur: „Stjórn Múrarafélags Reykjavík- ur lýsir þungum áhyggjum af því að nú virðast blikur á lofti í atvinnumál- um iðnaðarmanna á Íslandi. Annars vegar er þar um að ræða væntanlegar mótvægisaðgerðir stjórnvalda komi til stórvirkjunar við Kárahnjúka og byggingar risaál- vers við Reyðarfjörð og hins vegar vaxandi innflutning á fullunninni iðnaðarvöru til húsbygginga sem sækir að framleiðslu sams konar vöru hérlendis. Fyrrnefnda atriðið mun valda því að mjög verður dregið úr fram- kvæmdum á vegum hins opinbera næstu árin sem leiða mun til sam- dráttar í byggingariðnaði. Síðarnefnda atriðið veldur nú þeg- ar fækkun atvinnutækifæra. Svo dæmi sé nefnt um það sem brennur á múrurum í því efni þá hefur sívax- andi notkun á alls konar veggja- klæðningu, spóna- og gipsplötum og tilbúnum húshlutum dregið mjög úr notkun hlaðinna og múraðra veggja oft á kostnað gæða og öryggis. Félagið minnir jafnframt á að inn- lendi markaðurinn er lítill í saman- burði við markað flestra annarra landa og viðkvæmur gagnvart sveifl- um í framkvæmdum. Heyrst hefur að rekstrargrund- völlur Sementsverksmiðjunnar á Akranesi kunni að bresta og þá eink- um vegna undirboða erlends aðila sem áður fyrr hafði markaðsráðandi stöðu hérlendis. Múrarar lýsa áhyggjum sínum af þeirri þróun en framleiðsluvara Sementsverksmiðj- unnar er í hæsta gæðaflokki og reynsla múrara af henni afar góð. Að lokum vill félagið minna á að menntun íslenskra iðnaðarmanna er með því besta sem þekkist og verk þeirra bera því glöggt vitni. Samdráttur og atvinnuleysi í byggingariðnaði hlýtur að leiða til þess að færri leita sér menntunar á því sviði en verið hefur sem aftur leiðir til aukins innflutnings á full- unninni iðnaðarvöru og erlendum iðnaðarmönnum með ófyrirsjáanleg- um afleiðingum fyrir þjóðarhag.“ Múrarar hafa áhyggj- ur af verk- efnaskorti TÆPLEGA þriðjungur grunnskóla- nemenda hér á landi tók þátt í nor- ræna skólahlaupinu í september– desember 2002 og var það í 18. sinn sem skólahlaup þetta fór fram. Alls hlupu 13.287 nemendur úr 75 grunnskólum og 1 framhaldsskóla og lögðu samtals að baki 52.080 km. Í fjölmörgum skólum hlupu einnig kennarar og annað starfslið með. Til samanburðar má geta þess að þessi vegalengd, sem nemendurnir hlupu samtals, samsvarar því að hlaupið hafi verið 39 sinnum kringum landið á hringveginum. Með norræna skólahlaupinu er leitast við að hvetja nemendur, kenn- ara og annað starfslið skólanna til þess að æfa hlaup og auka við hreyf- ingu sína, segir í fréttatilkynningu. Lögð er áhersla á að kynna nauð- syn þess að hreyfa sig og reyna á lík- ama sinn á ýmsan hátt og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan. Keppt er að því fyrst og fremst að sem flestir, helst allir, verði með í hlaupinu í hverjum skóla og að þessu sinni hlupu allir nemendur 16 skóla. Allir nemendur fengu sérstaka viðurkenningu og skólarnir hver fyr- ir sig viðurkenningarskjal, sem Ís- lenskur mjólkuriðnaður veitti. Um- sjón með norræna skólahlaupinu hefur menntamálaráðuneytið í sam- vinnu við Íþróttakennarafélag Ís- lands. Mikil þátttaka í Norræna skólahlaupinu ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.