Morgunblaðið - 19.01.2003, Page 56

Morgunblaðið - 19.01.2003, Page 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 19. JANÚAR 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. THERIAK ehf., hugbúnaðarfyrir- tæki sem er dótturfyrirtæki Tölvu- Mynda hf., hefur nú þróað þráðlaust og sérhæft lyfjafyrirmæla- og lyfja- gjafakerfi, sem ætlað er að auka ör- yggi sjúklinga gagnvart hugsanleg- um mistökum við lyfjagjöf. Hefur fyrirtækið samið við þýska sjúkra- húsið St. Elisabeth í Oberhausen um notkun kerfisins og verður það fyrsta sjúkrahúsið þar í landi til að taka upp slíkt þráðlaust kerfi. Kerfið hefur einnig verið tekið í notkun á sjúkrahúsum í Hollandi, Danmörku og á Ítalíu og fyrir liggur að taka það upp á stærstu sjúkrahúsum hérlend- is. Þýska sjúkrahúsið hefur frá liðnu hausti notað hugbúnað frá Theriak til að stýra skömmtun og dreifingu lyfja í apóteki sínu. Með nýja kerfinu verður læknum kleift að skrá fyrir- mæli um lyfjagjöf og skammtastærð í lófatölvur. Með þeim geta þeir séð upplýsingar um meðferð og fram- gang meðferðar. Rannsóknarnefnd um „slys“ Erlendar rannsóknir benda til að rekja megi fjölda dauðsfalla í heim- inum á ári hverju til rangra lyfja- gjafa. Í bígerð er að setja á laggirnar sérstaka rannsóknarnefnd, sem ætl- að er að rannsaka alvarlega atburði, sem upp koma í heilbrigðisþjónust- unni. Sigurður Guðmundsson land- læknir segist gera sér vonir um að rannsóknarnefnd um alvarleg „slys“ í heilbrigðiskerfinu geti tekið til starfa á árinu en fyrirmyndin sé sótt til rannsóknarnefnda, sem starfandi eru hér á landi í tengslum við um- ferðarslys, sjóslys og flugslys. Íslenskt hugbún- aðarkerfi í erlend sjúkrahús  Tölvuvædd lyfjagjöf/22 EFTIR að hafa fylgst með útlærðum tesiðameistara í gær, ungri konu í bleikum kimono, undirbúa hefð- bundið japanskt te, supu Davíð Oddsson forsætisráð- herra og fylgdarlið á því og segja má að þá hafi dag- skrá opinberrar heimsóknar hans til Japans lokið. Davíð og frú Ástríður Thorarensen héldu á síðasta degi heimsóknarinnar til bæjarins Kamakura suður af Tók- ýó en hann er kunnur fyrir musteri og minjar um þá tíð þegar stríðsherrar, sem þar héldu til á þrettándu öld, stjórnuðu landinu. Í Kamakura heimsóttu forsætisráðherrahjónin kaup- sýslumanninn Takasaki Uyeno og eiginkonu hans. Hús þeirra er tæplega hundrað ára gamlt og byggt í hefð- bundnum japönskum stíl, timburhús og í því eru engir naglar. Hjónin reka m.a. veitingastað í Tókýó og þau buðu gestum upp á margrétta máltíð í hádeginu. Heimsókn í búddahof Eftir hádegisverðinn fór Uyeno með gestina í búdda- hof sem var stofnað á 12. öld. Prestar sýndu Davíð og Ástríði musterin og Davíð skrifaði nafn sitt á kerti sem prestur kveikti á og átti að uppfylla leynda ósk for- sætisráðherrans. Þar var einnig skoðaður greftr- unarhellir samúræja. Að lokum var haldið aftur heim til Uyeno-fjölskyld- unnar, þar sem ung kona, útlærður tesiðameistari, framkvæmdi hina hefðbundnu teathöfn í þar til gerðu herbergi. Gestirnir sátu á mottum á gólfinu og fylgdust með konunni við athöfnina. Samkvæmt japönskum hefðum er teathöfnin hin fullkomna list og höfðar til allra skynfæra. Morgunblaðið/Einar Falur Davíð Oddsson lýkur við tesopann við hefðbundna japanska teathöfn á heimili kaupsýslumannsins Takasaki Uyeno í bænum Kamakura í gær. Athöfnin var framkvæmd í sérstöku teherbergi og framkvæmd af tesiðameist- ara. Ástríður Thorarensen og Valgerður Valsdóttir sendiherrafrú fylgjast með. Morgunblaðið/Einar Falur Í heimsókn í búddamusteri frá 12. öld í bænum Kamak- ura í Japan í gær skrifaði Davíð Oddsson nafn sitt á kerti sem prestur kveikti síðan á og fór um leið með persónulega ósk forsætisráðherra. Tedrykkja að fornum sið Tókýó. Morgunblaðið. RANNSÓKNIR á vegum Náttúru- fræðistofnunar og Norrænu eldfjalla- stöðvarinnar, sem enn standa yfir, hafa nú leitt í ljós að Heklugosið í febrúar 2000 var mun hættulegra en áður var talið. Dr. Ármann Höskulds- son eldfjallafræðingur hjá NÍ segir í ljósi þessara upplýsinga að nauðsyn- legt sé að herða á öryggisráðstöfun- um við gos úr fjallinu í framtíðinni. Uppgötvast hefur að gjóskuhlaup varð í gosinu og samkvæmt því virðist Hekla fær um að framkalla hættuleg- asta fyrirbæri sem fylgir eldgosum í virkum eldfjöllum. Ármann hefur tekið þátt í rann- sóknum á eldfjöllum í Suður-Chile sem flokkuð eru sem stórhættuleg vegna möguleika á gjóskuhlaupum, en slík hlaup geta ætt niður fjallshlíð- ar með 700 gráða heitum gosefnum á 150 km hraða og drepið tugþúsundir manna eins og dæmi eru um. Hafa menn miklar áhyggjur af slíkum hlaupum úr fjallinu Villarrica í Chile, en fyrir 3.700 árum urðu þar gífurleg gjóskuhlaup. Þess ber að geta að Heklugosið 2000 var mjög lítið en eigi að síður fór gjóskuhlaupið 5 km vegalengd frá fjallinu. Ármann segir skilning á Heklu nú hafa gjörbreyst því ekki hafi verið tal- ið að fjallið gæti framkallað gjóskuhlaup. „Það sem skiptir mestu máli er að skilja hvort það séu gös í kvikunni sjálfri sem valda sprengivirkni við gos eða hvort það sé vatn, annaðhvort frá grunnvatni fjallsins eða jökli,“ segir hann. „Ef það er kvikan sem er sprengivirk stöndum við í verri spor- um en áður miðað við almenna þekk- ingu í dag á basískri eldvirkni sem undir öllum venjulegum kringum- stæðum framleiðir hraun.“ Þörf á meiri öryggis- ráðstöfunum Í ljósi nýrrar þekkingar á Heklu segir Ármann nauðsynlegt að viðhafa meiri öryggisráðstafanir til að koma í veg fyrir manntjón í Heklugosi. „Ég tel að í framtíðinni þurfi að loka af miklu stærra svæði í kringum fjallið en gert hefur verið. Ef aðgang- urinn er ekki heftur meðan spreng- ingarnar ganga yfir á fyrstu dögum gossins er fólk að ana út í opinn dauð- ann,“ segir hann. Skilningur á eðli Heklu hefur ekki síst aukist við eldfjallarannsóknirnar í Chile en Náttúrufræðistofnun Ís- lands hefur komið að þeim í gegnum í þjálfun heimamanna í vöktun eldfjalla og rannsókna á þeim. Um miðjan des- ember lauk hálfs mánaðar rannsókn- arleiðangri til Chile á vegum NÍ og frönsku rannsóknarmiðstöðvarinnar IRD en að samstarfinu koma enn- fremur háskólinn í Conception í Chile og í Santiago de Chile ásamt eldfjalla- stöð í Temuco í S-Chile. Undir smásjá þessa samstarfs eru eldfjöllin Villarrica (2.847 m) og Llaima (3.125 m). Eldfjallavöktun í Chile er nokkuð frumstæð miðað við það sem gengur og gerist á Íslandi en IRD fjármagnar kaup á mælitækjum og þjálfun tveggja kvenna frá Chile sem lagt hafa fyrir sig eldfjallarann- sóknir í heimalandi sínu. Markmið þjálfunarinnar er að vísindamenn verði sem best í stakk búnir til að vara við eldgosi með fyrirvara og geti áttað sig á hvort búast megi við löngu eða stuttu gosi og hversu lengi hættu- ástand muni vara. Heklugosið 2000 hættu- legra en áður var talið Dr. Ármann Höskuldsson RANNSÓKNIR víða um heim benda til þess að ofeldi og sjúk- dómar af völdum þess sé vandi, sem Vesturlandabúar muni glíma við í auknum mæli í fram- tíðinni. Læknafélag Íslands bendir á þetta í bréfi sem sent var heilbrigðisráðherra á sein- asta ári, þar sem ráðuneytið er hvatt til að hafa forgöngu um stefnumótun til að snúa þessari óheillavænlegu þróun við. ,,Rannsóknir á stórum, til- teknum þjóðfélagshópum er- lendis til margra ára sýna, að einstaklingar með eðlilegt mynstur áhættuþátta geta haft veruleg áhrif á lífslíkur sínar með hegðun sinni einni saman. Reykingar eiga þar stærstan þátt en hreyfingarleysi og of- beldi skipta vaxandi máli,“ seg- ir í bréfinu. Sjónum beint að hreyfingu Þar er einnig lagt til að rík- isstjórnin beini sjónum sér- staklega að hreyfingu og mat- aræði þjóðarinnar til að auka heilbrigði hennar. ,,Að þessari stefnumótun þyrftu að koma a.m.k. þrjú ráðuneyti auk heil- brigðis- og tryggingaráðuneyt- isins. Í stefnumótuninni fælust t.d. breyttar áherslur í verð- lagsmálum neysluvara, al- menningsfræðsla, breytt náms- skrá leik- og grunnskóla, aukin áhersla á almenningsíþróttir og hugsanlega tilflutningur fjár- muna frá keppnisíþróttum. Umfram allt yrði að gera þetta að spennandi og skemmtilegu verkefni fyrir þjóðina til að fást við og vekja á því þverpólitísk- an áhuga,“ segir í bréfi LÍ. Lýsir stjórn félagsins sig reiðubúna til að taka þátt í þessu verkefni. Ráðuneytið hefur ekki svarað erindinu. Læknafélag- ið hvetur til átaks gegn ofeldi AÐGERÐIR til að koma Guðrúnu Gísladóttur KE 15, sem sökk við strendur Norður-Noregs fyrir sex mánuðum, af hafsbotni hefjast aft- ur á næstu dögum. Íshús Njarðvík- ur hefur nú gengið frá samningum við kafarafyrirtækið Seløy Und- ervannservice um að það taki að sér þann hluta björgunaraðgerð- anna sem fram fer neðansjávar. Ásgeir Logi Ásgeirsson, sem er í forsvari fyrir björgunaraðgerðirn- ar í Noregi, segir að mönnum sé óneitanlega létt nú þegar hægt sé að hefja björgunaraðgerðir að nýju. Semja þurfti við nýtt kafarafyr- irtæki þar sem kafarafyrirtækið sem vann að björguninni, Riise Underwater Engineering, sagði sig frá verkefninu fyrir stuttu. Við- bótarfjármögnun vegna tafa sem verkefnið varð fyrir er tryggð sem og samningur við kafara og er Ís- húsinu þá ekkert að vanbúnaði að hefjast handa. Aðgerðir hefjast aftur á næstu dögum Björgun Guðrúnar Gísladóttur KE 15

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.