Morgunblaðið - 19.01.2003, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 19.01.2003, Blaðsíða 23
Theriak-kerfið notað á spítala í Hollandi. Í lyfjavagni er fartölva með skanna, sem tengist tölvukerfum spítalans þráðlaust. Við lyfjagjöf er skannað strika- merki af armbandi sjúklings og á lyfjunum, sem eru í merktri skúffu í vagninum. lagi á sjúkrastofnunum hér og í ná- grannalöndunum. „Sem betur fer deyja ekki allir þeir, sem verða fyrir því að fá rangt lyf, en það getur haft mjög slæmar afleiðingar fyrir sjúk- linginn auk þess sem af slíkum mis- tökum hlýst mikill kostnaður.“ Gunn- ar segir að enn sem komið er líti fyrirtækið helst til markaða í Evrópu fyrir nýja búnaðinn, sem gengur undir nafninu Theriak Therapy Man- agement, og hafi nú þegar náð um- talsverðum árangri í markaðssetn- ingu. „Það er hinsvegar mjög mikilvægt fyrir okkur að hafa heima- markaðinn sem bakland í sölustarf- inu þegar farið er í útrás.“ Sölunetið er í Evrópu Theriak var formlega stofnað í árs- byrjun 2001, en starfsemi þess á ræt- ur að rekja allt aftur til ársins 1997 þegar hafist var handa við smíði hug- búnaðar á sviði innkaupa- og lager- kerfis fyrir sjúkrahúsapótek Land- spítala – háskólasjúkrahúss og Fjórðungssjúkrahúss Akureyrar að undangengnu útboði. Theriak-kerfin hafa verið þróuð í samstarfi við inn- lenda og erlenda notendur og leið- andi sérfræðinga á sviði læknis-, lyfja- og hjúkrunarfræði. Theriak hefur byggt upp sölunet í Evrópu ásamt samstarfsaðilum sín- um og nú þegar hafa verið sett upp kerfi á sjúkrahúsum í fjórum lönd- um: Hollandi, Þýskalandi, Dan- mörku og á Ítalíu. Fyrsta kerfið var sett upp á sjúkrahúsi í Tilburg í Hol- landi í mars síðastliðnum og á næstu dögum og vikum stendur til að setja lyfjafyrirmæla- og lyfjagjafakerfi upp á Landspítalanum og FSA. Á haustdögum 1999 var ákveðið að gera Theriak að alþjóðlegri vöru og var skrifað undir fyrsta sölusamn- inginn við erlent sjúkrahús í mars 2000. Sama ár hófst uppbygging sölunets fyrirtækisins í Evrópu. Gerður var samningur við ítalska heilbrigðistæknifyrirtækið Exper Automation, sem TölvuMyndir eiga nú 15% hlut í, um endursölu kerf- anna í Evrópu, en móðurfélag Exper Automation, Exper, hefur verið starfandi á þessum markaði í ríflega hálfa öld. Með samningnum öðlaðist Theriak aðgang að söluneti, sem nær til allra Evrópulanda með söluskrif- stofur í Noregi, Bretlandi, Hollandi, Frakklandi, Þýskalandi, á Ítalíu og Spáni. Þjónusta við viðskiptavinina er einnig starfrækt á skrifstofum Ex- per en það er afar mikilvægt að þjón- ustan sé veitt af innlendum aðilum sem síðan hafa bakland hjá sérfræð- ingum Theriak. Íslenskur markaðs- stjóri Theriak, Áki Harðarson, hefur verið starfandi í Düsseldorf frá því í haust og kemur til með að verða þar áfram til að vera sem næst markaðn- um, en auk hans starfa tólf starfs- menn hjá Theriak, sjö í Reykjavík, fjórir á Akureyri og einn í Kaliforníu. Þó að kerfið hafi verið þróað með þarfir hins alþjóðlega markaðar í huga, þarf að aðlaga það hverju landi fyrir sig, að sögn Gunnars. Á meðan Theriak sérhæfir sig í hugbúnaðargerðinni, er Exper sér- hæft fyrirtæki á sviði vélbúnaðar til pökkunar, geymslu og dreifingar lyfja í formi stakskömmtunar innan sjúkrastofnana. Í sameiningu hafa svo fyrirtækin tvö, Exper og Ther- iak, þróað lausn, sem tengir saman hugbúnað og vélbúnað og skapar al- gjöra sjálfvirkni í lyfjameðhöndlun. Theriak-kerfin verða tengd sjálf- virkri pökkunarvél, sem pakka mun lyfjum í strikamerkta skammta eftir þörfum hvers sjúklings. „Hjúkrunar- fræðingar geta nú með þessari nýju tilhögun einbeitt sér í auknum mæli að sjúklingunum sjálfum í stað þess að þurfa að eyða ómældum tíma í að tína til lyf. Skortur á hjúkrunarfræð- ingum hefur þegar gert vart við sig og er fyrirséð vandamál í nánustu framtíð. Það er því mikilvægt að þeir séu að sinna þeim störfum sem skipta mestu máli. Kerfið dregur úr hættu á lyfjamistökum og minnkar líkur á því að sjúklingum séu gefin röng lyf – lyf, sem sjúklingar gætu haft ofnæmi fyrir eða lyf, sem hafa hættulegar aukaverkanir,“ segir Gunnar. Framtíðin er stakskömmtun Ekki hafa verið gerðar neinar mælingar á virkni kerfisins á þeim sjúkrahúsum, þar sem það hefur ver- ið í notkun, en að sögn Gunnars er al- menn ánægja með þróun mála, sér í lagi í Hollandi þar sem kerfið hefur verið hvað lengst í notkun, í fram- haldi af um tveggja ára þróunarsam- starfi. Sölunetið hefur skilað mikil- vægum viðskiptavinum í fjórum löndum sem hafa veitt mikilvæga að- stoð við aðlaganir að hverju mark- aðssvæði. Sjúkrahúsið í Álaborg í Danmörku valdi heildarlausn Theri- ak og Exper að undangengnu útboði á Evrópska efnahagssvæðinu. Danir hafa gert sér grein fyrir því að hér sé við stórvandamál að etja og hafa dönsk stjórnvöld lagt áherslu á að spyrna þurfi við fótum til að draga úr mistökum við lyfjagjafir. Kostnaður lyfjafyrirmæla- og lyfjagjafakerfis ásamt vélbúnaði til stakskömmtunar fer nokkuð eftir stærð sjúkrahúsa, en að sögn Gunn- ars lætur nærri að heildarpakkinn kosti um 100 milljónir króna á með- alstórt sjúkrahús, þar af nemur kostnaður við hugbúnaðinn um 30 milljónum. Reiknað hefur verið út að sú fjárfesting skili sér á þremur og hálfu til fimm ára tímabili og er þá einnig reiknað með þeim kostnaði sem til fellur á sjúkrastofnuninni, s.s. þjálfun starfsfólks. Gunnar segir að miklar vonir séu bundnar við útrás búnaðarins inn á Evrópumarkað. „Við höfum hinsvegar ekki sérstakan áhuga á fleiri löndum í bili. Öllu held- ur viljum við koma okkur betur fyrir og treysta okkur í sessi í þeim lönd- um, sem við höfum nú þegar fjárfest í. Holland, Þýskaland, Ítalía og Dan- mörk eru gríðarstórir markaðir og þar sjáum við fram á að hafa nóg að gera á næstunni. Það er auðvitað mikil bylting fólgin í því að ætla að umturna öllu núverandi skipulagi sjúkrahúsanna við lyfjagjöfina. Það má þó gera í þrepum, uns okkur tekst að leiða sjúkrahúsin inn í þá framtíð- arsýn, sem við sjáum í stak- skömmtun,“ segir Gunnar Hall. join@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. JANÚAR 2003 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.