Morgunblaðið - 19.01.2003, Síða 23

Morgunblaðið - 19.01.2003, Síða 23
Theriak-kerfið notað á spítala í Hollandi. Í lyfjavagni er fartölva með skanna, sem tengist tölvukerfum spítalans þráðlaust. Við lyfjagjöf er skannað strika- merki af armbandi sjúklings og á lyfjunum, sem eru í merktri skúffu í vagninum. lagi á sjúkrastofnunum hér og í ná- grannalöndunum. „Sem betur fer deyja ekki allir þeir, sem verða fyrir því að fá rangt lyf, en það getur haft mjög slæmar afleiðingar fyrir sjúk- linginn auk þess sem af slíkum mis- tökum hlýst mikill kostnaður.“ Gunn- ar segir að enn sem komið er líti fyrirtækið helst til markaða í Evrópu fyrir nýja búnaðinn, sem gengur undir nafninu Theriak Therapy Man- agement, og hafi nú þegar náð um- talsverðum árangri í markaðssetn- ingu. „Það er hinsvegar mjög mikilvægt fyrir okkur að hafa heima- markaðinn sem bakland í sölustarf- inu þegar farið er í útrás.“ Sölunetið er í Evrópu Theriak var formlega stofnað í árs- byrjun 2001, en starfsemi þess á ræt- ur að rekja allt aftur til ársins 1997 þegar hafist var handa við smíði hug- búnaðar á sviði innkaupa- og lager- kerfis fyrir sjúkrahúsapótek Land- spítala – háskólasjúkrahúss og Fjórðungssjúkrahúss Akureyrar að undangengnu útboði. Theriak-kerfin hafa verið þróuð í samstarfi við inn- lenda og erlenda notendur og leið- andi sérfræðinga á sviði læknis-, lyfja- og hjúkrunarfræði. Theriak hefur byggt upp sölunet í Evrópu ásamt samstarfsaðilum sín- um og nú þegar hafa verið sett upp kerfi á sjúkrahúsum í fjórum lönd- um: Hollandi, Þýskalandi, Dan- mörku og á Ítalíu. Fyrsta kerfið var sett upp á sjúkrahúsi í Tilburg í Hol- landi í mars síðastliðnum og á næstu dögum og vikum stendur til að setja lyfjafyrirmæla- og lyfjagjafakerfi upp á Landspítalanum og FSA. Á haustdögum 1999 var ákveðið að gera Theriak að alþjóðlegri vöru og var skrifað undir fyrsta sölusamn- inginn við erlent sjúkrahús í mars 2000. Sama ár hófst uppbygging sölunets fyrirtækisins í Evrópu. Gerður var samningur við ítalska heilbrigðistæknifyrirtækið Exper Automation, sem TölvuMyndir eiga nú 15% hlut í, um endursölu kerf- anna í Evrópu, en móðurfélag Exper Automation, Exper, hefur verið starfandi á þessum markaði í ríflega hálfa öld. Með samningnum öðlaðist Theriak aðgang að söluneti, sem nær til allra Evrópulanda með söluskrif- stofur í Noregi, Bretlandi, Hollandi, Frakklandi, Þýskalandi, á Ítalíu og Spáni. Þjónusta við viðskiptavinina er einnig starfrækt á skrifstofum Ex- per en það er afar mikilvægt að þjón- ustan sé veitt af innlendum aðilum sem síðan hafa bakland hjá sérfræð- ingum Theriak. Íslenskur markaðs- stjóri Theriak, Áki Harðarson, hefur verið starfandi í Düsseldorf frá því í haust og kemur til með að verða þar áfram til að vera sem næst markaðn- um, en auk hans starfa tólf starfs- menn hjá Theriak, sjö í Reykjavík, fjórir á Akureyri og einn í Kaliforníu. Þó að kerfið hafi verið þróað með þarfir hins alþjóðlega markaðar í huga, þarf að aðlaga það hverju landi fyrir sig, að sögn Gunnars. Á meðan Theriak sérhæfir sig í hugbúnaðargerðinni, er Exper sér- hæft fyrirtæki á sviði vélbúnaðar til pökkunar, geymslu og dreifingar lyfja í formi stakskömmtunar innan sjúkrastofnana. Í sameiningu hafa svo fyrirtækin tvö, Exper og Ther- iak, þróað lausn, sem tengir saman hugbúnað og vélbúnað og skapar al- gjöra sjálfvirkni í lyfjameðhöndlun. Theriak-kerfin verða tengd sjálf- virkri pökkunarvél, sem pakka mun lyfjum í strikamerkta skammta eftir þörfum hvers sjúklings. „Hjúkrunar- fræðingar geta nú með þessari nýju tilhögun einbeitt sér í auknum mæli að sjúklingunum sjálfum í stað þess að þurfa að eyða ómældum tíma í að tína til lyf. Skortur á hjúkrunarfræð- ingum hefur þegar gert vart við sig og er fyrirséð vandamál í nánustu framtíð. Það er því mikilvægt að þeir séu að sinna þeim störfum sem skipta mestu máli. Kerfið dregur úr hættu á lyfjamistökum og minnkar líkur á því að sjúklingum séu gefin röng lyf – lyf, sem sjúklingar gætu haft ofnæmi fyrir eða lyf, sem hafa hættulegar aukaverkanir,“ segir Gunnar. Framtíðin er stakskömmtun Ekki hafa verið gerðar neinar mælingar á virkni kerfisins á þeim sjúkrahúsum, þar sem það hefur ver- ið í notkun, en að sögn Gunnars er al- menn ánægja með þróun mála, sér í lagi í Hollandi þar sem kerfið hefur verið hvað lengst í notkun, í fram- haldi af um tveggja ára þróunarsam- starfi. Sölunetið hefur skilað mikil- vægum viðskiptavinum í fjórum löndum sem hafa veitt mikilvæga að- stoð við aðlaganir að hverju mark- aðssvæði. Sjúkrahúsið í Álaborg í Danmörku valdi heildarlausn Theri- ak og Exper að undangengnu útboði á Evrópska efnahagssvæðinu. Danir hafa gert sér grein fyrir því að hér sé við stórvandamál að etja og hafa dönsk stjórnvöld lagt áherslu á að spyrna þurfi við fótum til að draga úr mistökum við lyfjagjafir. Kostnaður lyfjafyrirmæla- og lyfjagjafakerfis ásamt vélbúnaði til stakskömmtunar fer nokkuð eftir stærð sjúkrahúsa, en að sögn Gunn- ars lætur nærri að heildarpakkinn kosti um 100 milljónir króna á með- alstórt sjúkrahús, þar af nemur kostnaður við hugbúnaðinn um 30 milljónum. Reiknað hefur verið út að sú fjárfesting skili sér á þremur og hálfu til fimm ára tímabili og er þá einnig reiknað með þeim kostnaði sem til fellur á sjúkrastofnuninni, s.s. þjálfun starfsfólks. Gunnar segir að miklar vonir séu bundnar við útrás búnaðarins inn á Evrópumarkað. „Við höfum hinsvegar ekki sérstakan áhuga á fleiri löndum í bili. Öllu held- ur viljum við koma okkur betur fyrir og treysta okkur í sessi í þeim lönd- um, sem við höfum nú þegar fjárfest í. Holland, Þýskaland, Ítalía og Dan- mörk eru gríðarstórir markaðir og þar sjáum við fram á að hafa nóg að gera á næstunni. Það er auðvitað mikil bylting fólgin í því að ætla að umturna öllu núverandi skipulagi sjúkrahúsanna við lyfjagjöfina. Það má þó gera í þrepum, uns okkur tekst að leiða sjúkrahúsin inn í þá framtíð- arsýn, sem við sjáum í stak- skömmtun,“ segir Gunnar Hall. join@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. JANÚAR 2003 23

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.