Morgunblaðið - 19.01.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 19.01.2003, Blaðsíða 26
LISTIR 26 SUNNUDAGUR 19. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Útsala Mörkinni 3, 108 Reykjavík sími 588 0640 Opið í dag sunnudag frá kl. 13-17 15-60% afsláttur STRENGJASVEIT skipuð nem- endum tónlistardeildar Listahá- skóla Íslands og Tónlistarskólans í Reykjavík kemur fram á tónleikum í Neskirkju í dag kl. 17. Stjórnandi sveitarinnar er Gunnar Kvaran. Tónleikarnir eru hluti af nám- skeiði í kammertónlist sem Gunnar stýrir, en hann kennir við báða skólana. Sveitin er skipuð átta fiðluleikurum, þremur víóluleik- urum, þremur sellóleikurum og tveimur kontrabössum en auk þeirra koma fram á tónleikunum fleiri sellónemendur skólanna tveggja, í verki sem samið er fyrir átta selló. Um er að ræða Bachianas Brasileiras no. 1 eftir Heiton Villa Lobos. „Lobos er brasilískt tón- skáld og þetta er svolítið sérstakt verk, samið á fyrri hluta síðustu aldar. Í því vottar hann annars veg- ar Bach virðingu sína og hins vegar brasilískri þjóðtónlist. Hann var nokkuð sér á báti í sínum tón- smíðum og einbeitti sér að því að skoða brasilíska tónlist,“ segir Gyða Valtýsdóttir sellónemandi við Listaháskóla Íslands og einn af meðlimum sveitarinnar. „Auk þess heyrir maður ekki oft flutt verk fyrir átta selló.“ Strengjasveitin mun einnig leika hina þekktu kvöldtónlist Mozarts – Eine Kleine Nacht Musik – í útgáfu fyrir strengjasveit, sem og Litla svítu op.1 eftir Carl Nielssen. „Ég held að þetta sé fyrsta verkið hans, hann var 23 ára þegar hann skrif- aði það,“ segir Gyða, sem þýðir að Nielsen hefur verið á aldur við meðlimi strengjasveitarinnar er hann hóf tónsmíðar sínar, en þeir eru á aldrinum 16–26 ára. Aðspurð um val Gunnars á verk- unum á námskeiðinu segist Gyða telja að hann hafi látið það ráða för að velja verk sem hægt væri að gera vel á þeim skamma tíma sem námskeiðið stendur yfir. „Það hefði auðvitað líka verið hægt að velja verk sem eru ennþá meira krefj- andi, en þá hefði kannski ekki verið hægt að vinna þau eins vel. Auk þess er Eine Kleine eitt helsta verk Mozarts, sem er kannski of oft flutt af ungum strengjaleikurum sem ráða ekki nógu vel við það. Það er að mörgu leyti erfiðara að flytja það en maður heldur.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Strengjasveit skipuð nemendum úr Tónlistarskólanum í Reykjavík og Listaháskóla Íslands leikur í Neskirkju. Verk fyrir átta selló NÁMSKEIÐ á vorönn hjá Endur- menntunarstofnun eru nú að hefjast hvert af öðru. Jón Böðvarsson mun kenna á seinni hluta Brennu-Njáls sögu í lok janúar en 500 manns sóttu fyrri hluta námskeiðsins á haustönn. Þráðurinn verður tekinn upp að nýju hjá Jónasi Ingimundarsyni píanó- leikara á námskeiðinu Hvar ertu tón- list? sem hefst 10. febrúar. Kynning- arkvöld verður í Salnum 27. janúar. Áframhald er á samstarfi við Þjóð- leikhúsið og Vinafélag Íslensku óp- erunnar. Á námskeiði sem hefst 4. febrúar verður fjallað um farsa, kómedíur og annað leikið gamanefni. Þjóðleikhúsið frumsýnir í febrúar gamanleikinn Allir á svið! eftir Mich- ael Frayn og er leikhúsmiði innifal- inn í námskeiðsgjaldinu. Hinn 17. febrúar hefst námskeið um óperuna Macbeth eftir Giuseppe Verdi í sam- starfi við Vinafélag Íslensku óper- unnar. Kennari er Gunnsteinn Óla- son hljómsveitarstjóri, en óperan verður stærsta verkefni Íslensku óp- erunnar á vormisseri 2003. Að- göngumiði er innifalinn í námskeiðs- gjaldi. Í samstarfi við Mími – Símenntun hefst námskeið um Heimskringlu I 4. febrúar. Kennari er Magnús Jónsson. Á námskeiði sem hefst 4. febrúar verður m.a. fjallað um verk eftir Amy Tan (kínversk), Jhumpa Lahiri (indversk), Philip Roth (gyðingur), Toni Morrison og Maya Angelou (blökkukonur). Verkin eru lesin í ís- lenskum þýðingum. Umsjón hefur Rúnar Helgi Vignisson rithöfundur og þýðandi. Námskeiðið Feneyjar – frá Býs- ans til upplýsingar hefst 5. febrúar. Kennari er Ólafur Gíslason listgagn- rýnandi. Máttarstólpar menningar – Maður, sál og sjálf er yfirskrift nám- skeiðaraðar um lykilverk heimsbók- menntanna sem hefst 6. febrúar. Lesin eru verk eftir Platon, Arist- óteles, Ágústínus, Boethíus, Rouss- eau, Kierkegaard, Freud og Fouc- ault. Kennarar eru Jón Ólafsson Ph.D. og Gauti Kristmannsson dr.phil. Námskeiðið Maður og borg hefst 6. febrúar undir leiðsögn Guðríðar Daggar Hauksdóttur arkitekts og Eiríks Smára Sigurðarsonar heim- spekings. Sigurður Björnsson lektor í heimspeki við KHÍ leiðbeinir á námskeiðinu Heimspeki kvenna sem hefst 6. febrúar. Námskeiðið er öðr- um þræði haldið í tilefni af útkomu bókarinnar Leyndardómur kvenna – Taófræði fyrir konur. Námskeiðið er til þess gert að takast á við eigin for- dóma og annarra í garð kvenna. Leiðbeinandi er sérstaklega mennt- aður í heimspekilegri rökræðu og fá þátttakendur tækifæri til að þjálfa sig í þeirri aðferð. Þá verður rýnt í jólabækurnar á námskeiði sem hefst 12. febrúar í umsjá Soffíu Auðar Birgisdóttur. Í samstarfi við Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi og Þjóð- menningarhúsið verður námskeið um Handritin og hefst það 12. febr- úar. Umsjón hefur Svanhildur Ósk- arsdóttir. Fjallað verður um sögu og menningu bandarískra blökku- manna á fjögurra kvölda námskeiði í apríl. Kennari er dr. Heather Parker sérfræðingur í sögu blökkumanna í Bandaríkjunum og kennir hún á ensku. Í samstarfi við guðfræðideild HÍ verður námskeið um sögu og táknfræði íkonalistar og hefst það 1. apríl. Umsjón hefur Pétur Pétursson prófessor í guðfræðideild HÍ. Kenn- ari: Jury Bobrov prófessor í íkona- fræðum og miðaldalist við Listahá- skólann í Pétursborg. Kennt er á ensku. Í samstarfi við Kirkjulistahátíð í Hallgrímskirkju hefst í maí nám- skeiðið Bach og Mendelssohn – tón- list tveggja alda. Mótettukór Hall- grímskirkju flytur mótettur Bachs og óratóríuna Elía eftir Mendels- sohn á Kirkjulistahátíð 2003 undir stjórn Harðar Áskelssonar. Af því tilefni er sjónum beint að þessum meistaraverkum og þau brotin til mergjar. Í námskeiðsgjaldi er inni- falinn aðgöngumiði á hátíðartón- leika. Kennari er Halldór Hauksson útvarpsmaður. Námskeið um tónlist, bækur og leikrit GUÐMUNDUR Ólafsson er leik- ari og rithöfundur og hefur verið mikilvirkur á báðum sviðum. Hér snýr hann sjónum sínum að daglegu streði venjulegrar stúlku. Undir yf- irborðinu leynist áhugaverð persóna sem tjáir vonir sínar og þrár óbeint í þessu eintali, sem beint er til sál- fræðings á geðdeild. Það sem lyftir verkinu upp úr hversdagsleikanum og gefur því leikræna dýpt er síendurteknar frá- sagnir hennar af Ágústi, sálfræðingi sem persónan segir að hafi sinnt henni hingað til á deildinni. Eftir því sem á verkið líður hljóta tvær grím- ur að renna á hlustandann – annað hvort hagar Ágúst sér mjög óvenju- lega eða eitthvað annað og meira býr að baki, eitthvað sem á sér rætur djúpt í hugarheimi stúlkunnar. Það er afar áhugavert að Ágúst, hinn fullkomni eiginmaður og faðir sem fjölskylda stúlkunnar verður að hjómi við hliðina á, reynist samkyn- hneigður. Lyndiseinkunn sem tengd er samkynhneigðum karlmönnum í huga stúlkunnar – ýkt mynd af hin- um mjúka manni áttunda áratugar- ins – reynist eitthvað sem henni finnst eftirsóknarvert í samanburði við flatneskjuna í eigin fjölskyldulífi og áhugaleysi eigin foreldra á upp- eldi hennar. Ágúst er líka drauma- eiginmaður hennar – að kynhneigð- inni frátalinni sem jafnvel hún gerir sér grein fyrir að er ekki heppilegur þáttur í gagnkynhneigðu hjóna- bandi. Veröld þessarar einu persónu verksins einkennist af einangrun hennar og takmarkaðri hæfni til að fást við einhæfa tilveru sína. Hún er spurð spjörunum úr án þess að kuldalegur spyrillinn þurfi nokkurn tíma að láta í sér heyra. Ef til vill á hann fleira sameiginlegt með Ágústi en í virðist í fyrstu sýn. Frásögn hennar af lífi sínu er á yfirborðinu kómísk en undir niðri býr sár harm- ur og samúð höfundarins með per- sónunni fer ekki á milli mála. Skila- boðin eru skýr – óharðnaðir unglingar eru settir til hliðar áður en þeir hafa fengið að spreyta sig í lífinu með þeim afleiðingum að þeir bíða skipbrot áður en þeim hefur gefist tækifæri til að ýta úr vör. Hér gefst sjaldgæft tækifæri til að skyggnast inn í tilveru fólks sem flestir í þjóð- félaginu hafa samskipti við reglulega án þess að velta fyrir sér hvaða væntingar það hefur til lífs síns. Þórunn E. Clausen á að baki stutt- an leikferil. Frammistaða hennar í útvarpi og í sviðsverkunum Lykli um hálsinn og nýlega í Dýrlingagenginu hefur verið eftirtektarverð. Hún hef- ur leikið hlutverk barna, unglings- stúlkna og ungra kvenna sem eiga sameiginlega barnslega sýn á veru- leikann. Hún hefur einstakt lag á að túlka hvernig þessar persónur skort- ir skilning á flóknum aðstæðum sem þær lenda í og þær eiga gjarnan rík- an þátt í að skapa. Oft er sýn þeirra á veruleikann á skjön við það sem hin- ar persónurnar og áhorfendur skynja. Hér stýrir Helga E. Jónsdóttir henni í skemmtilegum dansi milli yf- irborðsáhugaleysis þess sem vill komast hjá því að horfast í augu við óþægilega reynslu og viðbragða við sárum minningum sem bera hana of- urliði. Leikur hennar hér er mjög góður, skilin milli hennar eigin sjálfs og persónunnar sem hún er að leika virðast þurrkast út – hér er þessi vesalings stúlka lifandi komin með sína skertu sjálfsmynd, fábreyttu minningar um fortíðina og ekkert framundan til að hlakka til. Venjuleg stúlka LEIKLIST Útvarpsleikhúsið Höfundur: Guðmundur Ólafsson. Leik- stjóri: Helga E. Jónsdóttir. Hljóðvinnsla: Hjörtur Svavarsson. Leikari: Þórunn Clausen. Frumflutt 12. janúar. OG MIG LANGAÐI TIL AÐ SYNGJA Sveinn Haraldsson HJÁ Nemendaleikhúsinu standa nú yfir æfingar á leikritinu Tattú eftir Sigurð Pálsson og er frumsýning áætluð nú í lok janúar. Þetta er ann- að verkefni leikhópsins í vetur en í haust sýndu þau leikritið Skýfall eft- ir Sergi Belbel. Tattú er nýtt leikrit sem Sigurður samdi sérstaklega fyrir leikhópinn. Í verkinu skarast fortíð, nútíð og framtíð í gömlu bakhúsi við Hlemm. Þar sem áður var Café Henríetta er nú starfrækt tattústofa. En þótt nýir tímar og nýtt fólk hafi tekið við, virð- ist sem fyrri íbúar hússins hafi ekki farið langt, jafnvel þótt sumir þeirra séu löngu komnir undir græna torfu. Leikstjóri verksins er Rúnar Guð- brandsson en hann hefur áður unnið með Nemendaleikhúsinu þegar það setti upp Ofviðrið eftir William Shakespeare haustið 2000. Höfundar búninga, ljóss og leikmyndar eru Egill Ingibergsson og Móeiður Helgadóttir. Dramatúrg er Magnús Þór Þorbergsson. Útskriftarárgang leiklistardeildar LHÍ skipa að þessu sinni Björn Thors, Bryndís Ásmundsdóttir, Dav- íð Guðbrandsson, Esther Talía Cas- ey, Ilmur Kristjánsdóttir, María Heba Þorkelsdóttir, Maríanna Clara Lúthersdóttir og Þorleifur Örn Arn- arsson. Verkið verður sýnt í Smiðjunni við Sölvhólsgötu. Nemenda- leikhúsið æfir Tattú Hvatning heitir nýr geisladiskur Jóns Hólms Stef- ánssonar tenórs. Undirleikari á pí- anó og orgel er Jörg E. Sonder- mann, á fiðlu Gréta Salóme Stef- ánsdóttir. Jón syngur 22 íslensk og erlend lög; sálma, aríur og sönglög. Jón lærði söng í tvö ár í Tónlistar- skóla Árnesinga, aðallega hjá Árna Sighvatssyni og Erlu Þórólfsdóttur. Hann hefur hin síðari ár notið til- sagnar í einkatímum hjá Gyðu Þ. Hall- dórsdóttur, tónlistarkennara. Jón starfaði lengi sem héraðs- ráðunautur, eða frá árinu 1968. Hann er nú ferðaþjónustu- og skógarbóndi og býr á jörðinni Gljúfri í Ölfusi. Útgefandi er Jón Hólm Stefánsson. Upptökur, úrvinnsla og hönnun var í höndum sonar hans, Stefáns Jóns- sonar. Upptökur fóru fram í Hvera- gerðiskirkju. Einsöngur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.