Morgunblaðið - 19.01.2003, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 19.01.2003, Blaðsíða 33
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. JANÚAR 2003 33 FASTEIGNAMARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4. SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. Sími 588 9090  Fax 588 9095  Síðumúla 21 Jón Guðmundsson, löggiltur fasteignasali Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali SUÐURHLÍÐ 38 Frábær staðsetning neðst í Fossvogi við sjóinn. Erum með í sölumeðferð þessar glæsilegu útsýnisíbúðir sem afhentar verða í vor fullbúnar með vönduðum innréttingum og tækjun en án gólfefna. Glæsileg og fullbúin sameign með lyftum. Íbúðir í sérflokki. Stærðir íbúða eru frá 90-150 fm. Innifalið í verðum eru 1-2 stæði í upphitaðri bílageymslu með hverri íbúð. Sjá einnig vefsíðu Gigant.is Suðurhlíð 38 - glæsiíbúðir - sölumeðferð í fullum gangi * 4ra hæða lyftuhús * Sérinngangur í allar íbúðir af svölum * Vandaðar innréttingar, skápar og tæki * Húsið er steinsallað að utan og klætt með áli * 1-2 stæði í bílageymslum fylgja öllum íbúðum. Innangengt beint úr lyftu * Frábært útsýni úr öllum íbúðum * Lagt fyrir arni í mörgum íbúðum og lögn fyrir heitan pott á svölum TÍMABÆRT er að leggja niður deilur um Kárahnjúkavirkjun. Verk- efnið er staðreynd. Minnihlutinn verður að sýna þann þroska að kunna að vera minnihlutahópur án þess að reyna að spilla fyrir niðurstöðu máls- ins. Tímanum er nú best varið í að reyna að finna fleiri jákvæða fleti á málinu, – gera þetta að „grænni virkjun“ – þ.e.virkjun sem jafnframt tekst á við umhverfisvænt átak í nán- asta umhverfi. Nokkrir möguleikar hafa orðið útundan í hita leiksins sem þarf nú að ræða betur. 1. Hálslón – kann að hækka raka- stig á hálendinu vegna meiri uppguf- unar. 2. Hækkað rakastig kann að geta stækkað græn svæði umtalsvert. 3. Umferð um svæðið verður skipulagðari á bundnu slitlagi. 4. Markaðssetja þarf aukna ferða- mannaþjónustu á þessum forsend- um. Varðandi nr. 1 og 2 þá hefur allt of lítið verið ræddur sá möguleiki hvort framkvæmdin kunni að geta heft að einhverju leyti þær tugþúsundir tonna af gróðurmold sem árlega fjúka af svæðinu norðan Kárahnjúka og af Mývatnsöræfum á haf út, í S- og SV-áttum – vegna þurrka (skorts á raka). Þegar þurrt er í veðri á sumrum á NA-landi dregur stundum fyrir sólu þegar moldarmökkurinn kemur ofan af hálendinu á leið á haf út. Í þessu sambandi er rétt að minna á árlegt deiluefni í sjónvarpsstöðvum þegar bændur í Mývatnssveit reka nokkrar kindur og lömb til beitar á vorin. Allt hefur þá orðið sjóðandi vitlaust á báðum sjónvarpsstöðvum í einu. Nokkur hundruð kindur og saklaus lömbin eig að vera „umhverf- isóvinir“ á sama tíma og hundruð þúsunda gæsa lenda á nýkviknuðum grænum blettunum og slíta grasið upp með rót á „umhverfisvænan“ hátt. Kindurnar og lömbin bíta bara grasið. Heiðagæs fer sífellt fjölgandi. Samt var kallaður til leiks einhver Royal, konunglegur kjáni sem vill „vernda“ gæsir sem fjölga sér sífellt og auka beitarálag á viðkvæmu há- lendinu! Er ekki umhverfisvænt að fá stóran poll fyrir litlu andarung- ana? Ef hækkað rakastig á sumrin, með tilkomu Hálslóns, eykur ekki nægi- lega ný græn svæði, kann að vera mögulegt, með aðstoð Landsvirkjun- ar, að koma fyrir risastórum vatns- úðurum (umhverfisvænum) til að hækka rakastig enn frekar á hálend- inu. Landsvirkjun hefur umgengist hálendið af sóma. Talandi dæmi um það eru gróin svæði kring um virkj- anir Landsvirkjunar þar sem áður voru berrassaðir melar og foksand- ar. Lítum á Fljótsdalshérað: Hátt rakastig, – vegna mikillar uppgufun- ar af Lagarfljóti í sumarhitum – er að öllum líkindum mikilvægasta atriði þess (rakinn) hvað gróður blómstrar vel á svæðinu. Regnskógar Amason þrífast svo vel vegna raka, eða hvað? Þetta þarf varla að „rannsaka“ frek- ar en hvort sólin geri gagn. Svo spyr ég að gefnu tilefni: Af hverju er líklegt að Hálslón „muni fyllast af drullu“ úr því Lagarfljót er ekki löngu fullt? Dýpi Lagarfljóts er samt enn mest um 100 metrum neðar en yfirborð sjávar – eftir árþúsunda móttöku á la natural drullu! Af hverju er Lagarfljót ekki löngu fullt? Fyllist Hálsón eitthvað frekar – eða er þetta bara ein af þessum ófyrir- leitnu neikvæðu áróðurstilgátum? Svæðið við Hálslón er hvort sem er gamall vatnsbotn svo það er bara verið að færa þetta til fyrra horfs. Safnaðist drulla í lónið þá? Minnihlutahópur um öfgafulla „friðun“ hálendisins verður að fara að sýna þann þroska að hann kunni að tapa. Einnig að hann kunni að láta svo gott af sér leiða – miðað við þá niðurstöðu sem er fengin. Ég vona að hann taki vel í að ræða möguleika á því að hækkað rakastig á hálendinu sé kostur og það kunni því að hafa til- gang að sá í örfoka svæði þar sem moldin hefur hingað til blásið á haf út – vegna ofþurrkunar! Við getum hugsanlega síðar mark- aðssett „grænar virkjanir“ í ferða- mannaþjónustu þar sem við sýnum erlendum ferðamönnum hvernig hægt hafi verið að samræma virkjun og umhverfisvernd með því að stækka græn svæði á hálendinu – með virkjunarframkvæmdum. Þá fá gæsirnar líka meira að borða og allir verða þokkalega sáttir að meðaltali. Grænar virkjanir Eftir Kristin Pétursson „Minni- hlutahópur um öfgafulla „friðun“ há- lendisins verður að fara að sýna þann þroska að hann kunni að tapa.“ Höfundur rekur fiskverkun. JÓNAS Jónsson frá Hriflu var aðalstofnandi Framsóknarflokks- ins, en einnig var hann viðriðinn stofnun Alþýðuflokksins. Ætlun Jónasar var sú, að þessi flokkar mundu vinna saman; vinnandi fólk til sjávar og sveita. Það hefur verið allur gangur á því hvernig það hef- ur tekist. Í Alþýðuflokknum var nokkur hópur manna sem var óánægður með Framsóknarflokk- inn, taldi hann hentistefnuflokk, sem hugsaði um það eitt að gæta hagsmuna SÍS. Ég var ekki í hópi þessara manna. Ég taldi Fram- sóknarflokkinn berjast fyrir svip- uðum hugsjónum og Alþýðuflokk- urinn gerði, þ.e. fyrir samvinnustefnuna, sem væri í raun grein á meiði jafnaðarstefnunnar. Ég átti mjög gott samstarf við full- trúa Framsóknar í borgarstjórn Reykjavíkur, einkum þá Kristján Benediktsson, Alfreð Þorsteinsson og Guðmund G. Þórarinsson. Með tilliti til þess, sem að fram- an segir, urðu það mér mikil von- brigði þegar Framsóknarflokkur- inn hafði forustu um það að hrekja Ingibjörgu Sólrúnu úr embætti borgarstjóra fyrir þær sakir einar að hún vildi bjóða sig fram í vara- mannssæti til Alþingis. Ég tel víst, að forusta Framsóknarflokksins hafi hér ráðið málum og gefið borgarfulltrúum sínum fyrirmæli um að hrekja Ingibjörgu Sólrúnu úr embætti borgarstjóra. Er hætt við því að þessi atlaga að Ingi- björgu Sólrúnu verði til þess að R- listinn tapi meirihluta sínum í Reykjavík. Skoðanakönnun um fylgi flokkanna í Reykjavík eftir að Ingibjörg var hrakin úr embætti leiddi í ljós, að R-listinn var fall- inn. Skynsamlegra hefði því verið fyrir Framsókn og VG að sam- þykkja tilboð Ingibjargar Sólrúnar um að hún sæti sem borgarstjóri út kjörtímabilið þó hún yrði jafn- framt varaþingmaður. Framsóknarflokkurinn hefur mjög fjarlægst upphaflega stefnu sína, þ.e. samvinnustefnuna. Í dag er aðalbaráttumál Framsóknar að koma á einkarekstri og einkavæð- ingu eins og Sjálfstæðisflokkurinn berst fyrir. Framsókn minnist ekki lengur á samvinnurekstur. Svo virðist sem Framsókn hafi gleymt upphaflegum baráttumálum sínum, þ.e. að berjast fyrir félagshyggju og samvinnustefnu. Framsókn er í dag ekki meiri félagshyggjuflokk- ur en Sjálfstæðisflokkurinn. Fram- sókn er á villigötum í dag. Vonandi finnur flokkurinn réttu leiðina á ný. Framsókn á villigötum Eftir Björgvin Guðmundsson Höfundur er fv. borgarfulltrúi. „Framsókn- arflokkurinn hefur mjög fjarlægst upphaflega stefnu.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.