Morgunblaðið - 19.01.2003, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 19.01.2003, Blaðsíða 37
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. JANÚAR 2003 37 manna. Eftir að Gunnlaugur hafði starfað svo lengi hjá ÍSÍ gerðist hann gjaldkeri Ólympíunefndar Ís- lands og starfaði þar í 18 ár, af sín- um alkunna dugnaði. Á þessum tíma var afreksfólk okkar stöðugt að bæta sig, svo Ólympíuförum fór ört fjölgandi við hverja leika, en það krafðist aukafjárveitingar, sem varð ekki undan vikist, en Gunn- laugur lét það ekki á sig fá. Hann gekk ótrauður til þessa starfs, þótt launin væru ánægjan ein. Á þessum tíma voru því stöðugar fjáröflunar- leiðir í gangi. Ein þeirra gekk sér- staklega vel, sem fram fór á níunda áratugnum. Stjórnin var sammála um að leggja nokkurn hlut þess fjárs er safnaðist, í varanlegan sjóð er gæti verið til styrktar Ólympíu- förum í framtíðinni. Sérstök sjóðs- stjórn var kjörin. Það þótti sjálf- sagt að kjósa Gunnlaug sem formann sjóðsstjórnar. Undir stjórn hans var þetta orðinn stærsti sjóður íþróttahreyfingarinnar, þeg- ar hann lét af störfum, þrátt fyrir það að sjóðsstjórnin hafði úthlutað úr honum myndarlegri upphæð fyr- ir hverja Ólympíuleika. Eitt sinn á þessum tíma óskaði forseti IOC, A.J. Samaranch, að formaður ÓÍ kæmi á fund sinn í höfuðstöðvum nefndarinnar í Laus- anne, Sviss. Vitað var að ræða ætti um fjármál og aðra fyrirgreiðslu fyrir Ólympíunefndina, svo að for- manni þótti rétt að hafa gjaldkera nefndarinnar með til halds og trausts. Enda vitað og þekkt að forsetinn var fjárglöggur banka- stjóri. Vel var tekið á móti gest- unum. Fengu þeir einkaritara for- setans til fylgdar um völundarhús nefndarinnar. Það var viðtekin venja að slík samtöl við forsetann stæðu aðeins í 30 mínútur. Þar skýrði hann okkur frá því að hann vildi auka við okkur styrkveitingu og fjölga námskeiðum. Þá vildi hann styrkja einn okkar íþrótta- manna í 4 ára skólagöngu. Var þetta rætt nokkuð og síðan bað for- setinn einkaritara sinn að fara með okkur til framkvæmdastjóra nefnd- arinnar og ganga frekar frá fjár- hagshlið þessara mála. Undir þess- um viðræðum fóru að sjálfsögðu fram nokkrar umræður um fjárhag nefndarinnar, sem Gunnlaugur skýrði út fyrir forsetanum. Er það víst að forsetinn var ánægður með svör og útlistun Gunnlaugs á með- ferð fjár hjá nefndinni. Allt gekk þetta svo eftir með styrkveiting- arnar. Eftir þennan ágæta fund styrkti forsetinn ÓÍ á margan hátt þegar til hans var leitað. Það eru nú liðin um 50 ár síðan samstarf okkar Gunnlaugs hófst að fram- gangi íþróttamála. Aldrei bar þar skugga á góða og trygga samvinnu. Nú þegar leiðir skilur vil ég þakka Gunnlaugi mikilvæga sam- vinnu að íþróttamálum í öll þessi ár og um leið senda eftirlifandi konu hans og fjölskyldu hugheilar sam- úðarkveðjur. Gísli Halldórsson. Eftirfarandi hugleiðingar í minn- ingu Gunnlaugs J. Briem, velgjörð- armanns míns og andlegs föður, voru skrifaðar í Finnlandi. Finnar vörðu sjálfstæði sitt í þremur styrjöldum frá 1939 til 1944. Í þessari sjálfstæðisbaráttu féllu yfir 80.000 hermenn og aðrir 230.000 urðu öryrkjar. Faðir minn, undirofursti í finnska hernum, féll um sumarið 1944. Ég var þá 4 ára. Þegar Sovétríkin rændu frá okkur Karjala, töpuðum við tíu af hundr- aði lands okkar. Meðan á styrjöld- unum stóð, höfðu íbúar Karjala, um eða yfir 400.000, verið fluttir til annarra hluta Finnlands. Þar á meðal var fjölskylda mín, en við höfðum búið í smábæ í Karjala fyr- ir stríð. Eftir styrjaldirnar var Finnland rústir einar. Sovétherinn hafði látið sprengjum rigna yfir borgir okkar og bæi. Vegir, járnbrautir og verk- smiðjur voru að mestu í rústum. Allt þurfti að endurbyggja. Í frið- arsamningum í París vorum við neydd til að greiða háar stríðs- skaðabætur. Þessum greiðslum lauk ekki fyrr en síðla árs 1952. Við héldum sjálfstæði okkar, en Finnar voru fátæk þjóð eftir styrjaldarár- in. Ungur íþróttamaður frá Íslandi, Gunnlaugur J. Briem, kom í heim- sókn til Finnlands sumarið 1947, til að taka þátt í fyrstu stóru íþróttahátíðinni, sem haldin var í Helsinki eftir heimsstyrjöldina. Gunnlaugur var í flokki íþrótta- manna, sem sýndu íslenska glímu. Þegar alþjóðlegar hjálparstofn- anir leituðu eftir fólki til að styðja finnskar fjölskyldur, sem höfðu misst fjölskylduföður í stríðsátök- um, var Gunnlaugur einn þeirra, sem tók það að sér. Gunnlaugur varð „styrjaldar Guðfaðir minn“. Gunnlaugur var, á þessum tíma ungur maður, innan við þrítugt, bú- inn að stofna heimili og þurfti að hugsa um framtíð fjölskyldunnar. Þrátt fyrir það vildi hann verja hluta af tíma sínum og fé til að styrkja finnska fjölskyldu. Hug- myndir af þessum toga voru ekki hátt metnar af öllum á þessum ár- um og eru ekki enn. En Gunn- laugur var ekki venjulegur maður. Hann var göfugur og sérstaklega ósérhlífinn. Á eftirstríðsárunum var pakk- anna frá „styrjaldar Guðföðurn- um“, sérstaklega jólapakkanna, beðið með eftirvæntingu og þakk- læti. Íslenskar fiskafurðir, ávextir og föt, sérstaklega ullarfatnaður, komu sér vel og voru þegin með þökkum. Fyrsta reiðhjólið mitt keypti ég fyrir peninga, sem Gunn- laugur sendi okkur. Eftir að ég hóf háskólanám féllu samskipti við Gunnlaug æ frekar í minn hlut. Viðskiptaferðir Gunnlaugs og störf hans á alþjóðlegum íþrótta- vettvangi, ásamt störfum hans í Ól- ympíunefnd Íslands, urðu til þess að við hittumst oft í Finnlandi. Seinna urðu störf mín á Norður- löndum til þess að við hittumst nokkrum sinnum á Íslandi. Þessir fjölskyldufundir eru ógleymanlegir. Ómetanleg hafa einnig verið bréfin frá Gunnlaugi og sú hlýja, sem í þeim var. Sérstaklega minn- ist ég bréfanna um jól. Oft skrifaði ég Gunnlaugi löng jólabréf, þar sem ég sagði honum, í fullum trún- aði, frá mínum löngunum og hög- um. Í svarbréfum Gunnlaugs komu fram góð og föðurleg ráð og sér- stakur velvilji. Kæra fjölskylda Gunnlaugs. Þið hafið misst göfugan fjölskylduföð- ur, sem stóð fyrir hið jákvæða í líf- inu: vinskap, ást og sannleika. Megi Guð gefa ykkur, og mér, styrk til að bera harm okkar. Minn- ing Gunnlaugs mun verða björt og hrein í huga okkar. Pekka Malinen. Látinn er mikill heiðursmaður, Gunnlaugur J. Briem. Hann hafði verslun og viðskipti að lífsstarfi, en íþróttirnar að hugsjónastarfi. Ung- ur stundaði hann glímu með Ár- manni og var alla tíð mikill áhuga- maður um velferð þess félags. Gunnlaugur sat í stjórnum Ólymp- íunefndar Íslands og Íþróttasam- bands Íslands um árabil, lengst af sem gjaldkeri þeirra samtaka, og sinnti því ábyrgðarstarfi af þeim heiðarleika og hyggindum, sem ein- kenndu persónu hans og líf. Gunnlaugur J. Briem var dag- farsprúður maður, þægilegur í um- gengni, hvers manns hugljúfi, stillt- ur vel en fastur fyrir og naut mikillar virðingar fyrir mannkosti sína. Hann var sjentilmaður í sjón og raun. Með honum er genginn einn af forvígismönnum íslenskrar íþrótta- hreyfingar til margra ára og eru honum fluttar þakkir fyrir ósér- hlífni sína og liðveislu, sem aldrei bar skugga á. Íþrótta- og ólympíusamband Ís- lands sendir fjölskyldu þessa heið- ursmanns innilegar samúðarkveðj- ur. Ellert B. Schram, forseti ÍSÍ. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HARALDUR STEINGRÍMSSON húsasmíðameistari, Fífuseli 10, Reykjavík, sem lést föstudaginn 10. janúar, verður jarð- sunginn frá Grafarvogskirkju mánudaginn 20. janúar kl. 13.30. Jóna Ólafsdóttir, Þorvaldur Kristjánsson, Ástríður Haraldsdóttir, Steingrímur Haraldsson, Þóra Pétursdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir mín, tengdamóðir og amma, JÓFRÍÐUR MARGRÉT GUÐMUNDSDÓTTIR, Hrauntungu 40, Kópavogi, lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi miðvikudaginn 15. janúar. Jarðarförin fer fram frá Kópavogskirkju föstu- daginn 31. janúar kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hennar er, bent á Sunnuhlíðarsamtökin. Hreinn Valdimarsson, Heiða Björk Rúnarsdóttir, Dagný Björk Hreinsdóttir, Vignir Hreinsson. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, INDRIÐI EINARSSON bóndi, Melum, Kjalarnesi, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánu- daginn 20. janúar kl. 15.00. Ólafur Ólafsson, Guðrún Gísladóttir, Sigurrós Indriðadóttir, Örnólfur Björgvinsson, Einar Indriðason, Vilborg Guðmundsdóttir, Oddgeir Indriðason, Birna Halldórsdóttir, Guðni Indriðason og aðrir aðstandendur Ástkær móðir mín og amma okkar, INGILEIF ÞÓRA SIGURJÓNSDÓTTIR frá Lambalæk, Safamýri 42, Reykjavík, lést fimmtudaginn 9. janúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sigurjón Einarsson, Ingibjörg Þóra Sigurjónsdóttir, Axel Sigurjónsson, Margrét Snæbjörnsdóttir, Sigurjón Már Sigurjónsson, Sigríður Kristín Aradóttir og langömmubörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma, langamma, systir og mágkona, OLGA BETTY ANTONSDÓTTIR, Tjarnarbóli 6, Seltjarnarnesi, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi föstudaginn 17. janúar. F.h. aðstandenda, Páll Gestsson. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, JÓHANNS E. KRISTJÁNSSONAR kaupmanns, Skólagerði 6, Kópavogi. Sérstakar þakkir færum við þeim sem önnuðust hann með hlýhug og virðingu í veikindum hans. Fyrir hönd aðstandenda, Hulda Klein Kristjánsson. Innilegustu þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR BJÖRNSDÓTTUR, Dalbæ, Dalvík. Kærar kveðjur og þakkir til heimilisfólks og starfsmanna á Dalbæ fyrir hlýhug og einstaka umönnun. Friðþjófur Þórarinsson, Kristín Gestsdóttir, Ingibjörg Þórarinsdóttir, Sigurjón Jóhannsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ERNA GEIRLAUG ÁRNADÓTTIR MATHIESEN, Hringbraut 2 A, Hafnarfirði, sem lést á Landspítalanum sunnudaginn 12. janúar verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 21.janúar kl. 13.30. Árni Matthías Sigurðsson, Eygló Hauksdóttir, Valgerður Sigurðardóttir, Friðbjörn Björnsson, Hjálmtýr Sigurðsson, Kristín Edvardsdóttir, Hrafnhildur Sigurðardóttir, Lárus Bjarnason, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.