Morgunblaðið - 19.01.2003, Page 49

Morgunblaðið - 19.01.2003, Page 49
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. JANÚAR 2003 49 Þorrinn er að byrja Við erum tilbúin. Þorramatur eins og þú vilt hafa hann. Meira af þessu og minna af hinu. Smiðjuvegi 14 • Kópavogi • www.veislusmidjan.is Pantanir og upplýsingar í símum 587 3800 og 899 2959. ARNBJÖRG Hlíf Valsdóttir hefur ver- ið mikið í sviðsljósinu undanfarna vikuna. Hún leikur og syngur aðal- kvenhlutverkið í Sól og mána, nýj- um söngleik sem frumsýndur var í Borgarleikhúsinu um síðustu helgi. Fer hún þar með hlutverk Sólar, sorgmæddrar stúlku sem Máni, fallinn engill, setur sér markmið að fá til að brosa og gleðjast yfir lífinu og ástinni. Arnbjörg Hlíf útskrifaðist úr Leiklistarháskóla Íslands síð- asta vor og áður en hún steig á fjalir Borgarleikhússins sem Sól lék hún Ófelíu í uppsetningu Leikfélags Ak- ureyrar á leikritunu Hamlet. Hvernig hefur þú það í dag? Mjög gott, þakka þér fyrir. Hvað ertu með í vösunum? Nákvæmlega ekki neitt. Er mjólkurglasið hálftómt eða hálffullt? Stútfullt. Ef þú værir ekki leikkona hvað vildirðu þá helst vera? Læknir eða einhverskonar þerapisti. Hefurðu tárast í bíói? Já, skrilljón sinnum. Hverjir voru fyrstu tónleikarnir sem þú fórst á? Úff, man það ekki …en sennilega sinfóníutónleikar í Akureyrarkirkju þegar ég var enn lægri í loftinu en ég er núna. Hvaða leikari fer mest í taugarnar á þér? Ég sjálf get farið mjög í taugarnar á mér. Hver er þinn helsti veikleiki? Óþolinmæði. Finndu fimm orð sem lýsa per- sónuleika þínum vel. Bráðlát, opinhuga, skipulögð, um- burðarlynd, óákveðin. Westlife eða Backstreet Boys? Westlife, ekki spurning. Góðir þeg- ar maður vill taka væmnina föstum tökum. Hver var síðasta bók sem þú last tvisvar? Scary Fairies eftir Dugald Steer. Hvaða lag kveikir blossann? „Straight to you“ með Nick Cave. Og svo mörg fleiri … Hvaða plötu keyptirðu síðast? Daysleeper EveAlice og Ske Life, death, happiness and stuff. Ís- lenskt er gott! Nei í alvöru …mjög góðar plötur. Hvert er þitt mesta prakk- arastrik? Ánamaðkarækt í herberginu mínu. Það kom enginn í heimsókn. Hver er furðulegasti matur sem þú hefur bragðað? Hrútspungar …undarleg fæða. Hverju sérðu mest eftir í lífinu? Tímanum sem farið hefur í óþarfa. Trúir þú á líf eftir dauðann? Já. Heimaræktað- ir ánamaðkar SOS SPURT & SVARAÐ Arnbjörg Hlíf Valsdóttir M or gu nb la ði ð/ Á rn i S æ be rg NÝ ÍSLENSK heimildarmynd, Skemmtilegir leikir, verður frum- sýnd í Sjónvarpinu í kvöld klukkan 20. Myndin fjallar um spilafíkn og segir fyrst og fremst sögu spilafíkl- anna sjálfra. Titillinn, Skemmtilegir leikir, vísar til þess texta sem stendur á skjá spilakassa þegar að þeim er komið. Rauði þráðurinn í myndinni er síðan saga drengs er verður for- fallinn spilafíkill 13 ára og er svo langt leiddur 16 ára að hann hug- leiðir að fyrirfara sér. Strákurinn leiðist út í innbrot og fer seinna að selja eiturlyf til að fjármagna spila- fíknina. Sýnir myndin með ýmsum hætti hversu sterkum tökum spila- fíknin getur náð á fíklunum. Ennfremur er rætt við aðstand- endur fíkla og fulltrúa frá Lands- björg, Rauða krossi Íslands, SÁÁ og Happdrætti Háskóla Íslands svo eitthvað sé nefnt. Fram kemur að tekjur stofnana sem oftar en ekki kalla sig mannúðarsamtök af spila- kössum eru mjög miklar. Játning Eiðs Smára hjálpar Fótboltakappinn Eiður Smári Guðjohnsen hefur verið í um- ræðunni að undanförnu eftir að hann játaði að vera spilafíkill og hafa tapað 50 milljónum í spilavít- um. „Ég held að Eiður Smári geri sér ekki grein fyrir því hvað þetta hjálpar hugtakinu spilafíkill á Ís- landi. Hann er að gera sjálfum sér og öðrum hér á landi svo rosalega gott með því að viðurkenna þetta. Hann er íþróttastjarna og á við þennan vanda að stríða. Sjúkdóm- urinn spyr hvorki um stétt né stöðu. Það geta allir lent í þessu. Ég vona og trúi því að hann verði öðrum víti til varnaðar,“ segir Jón- as Jónasson, stjórnandi mynd- arinnar, sem framleidd er af fyr- irtæki hans og fleiri, Edisons lifandi ljósmyndum. Í byrjun myndarinnar kemur fram að orðið „spilafíkill“ sé ekki að finna í nýjustu útgáfu Íslenskrar orðabókar en þar megi hins vegar sjá „spilafífl“. Tilgangurinn með myndinni er einmitt að reyna að koma af stað viðhorfsbreytingu hjá almenningi og ráðamönnum í garð þessa vandamáls, útskýrir Jónas sem hefur unnið að myndinni síð- ustu tvö árin. Viðmælendurnir voru fundnir með því að ræða við samtökin Gamblers Anonymous, Samtök gegn spilafíkn og meðferðarfull- trúa. „Þetta er lítið land og auðvelt að hafa uppá fólki. Við ræddum við ansi marga,“ segir Jónas en við- tölin urðu alls 24 og rötuðu 12 þeirra í myndina fullkláraða. Varpar ljósi á vandann Hann vonast til þess að myndin veki athygli á þeim vanda sem fylgt getur fjárhættuspilunun og veki upp umræðu. „Ég vona þessi mynd varpi ljósi á hvað spilafíkn er. Ég er ansi hræddur um að fólki eigi eftir að finnast þetta agalegt í viku og gleymi þessu svo.“ Þrátt fyrir að umræðan deyi út vonast hann ekki síst til þess að myndin leiði til þess að börnum og unglingum verði haldið frá spila- kössunum. „Það er enginn munur á því að taka eiturlyf eða drekka bjór undir aldri eða spila undir aldri. Þetta er allt jafnhættulegt.“ Í myndinni er sýnt fram á afleið- ingar spilafíknar og spilafíklar lýsa örvæntingunni og vanlíðaninni sem fylgir fíkninni. Orð á borð við skömm og sektarkennd koma oft upp og ungi strákurinn segist hafa litið á spilakassann sem vin sinn. 40–50 þúsund á klukkustund „Að kalla sumt af þessu happ- drætti er fáránlegt. Þetta er ekkert annað en fjárhættuspil,“ segir Jón- as og bendir á að nákvæmlega sömu spilakassa og eru hérlendis sé að finna í spilavítum í Las Vegas. Hann segir að hann hafi komist að því að auðvelt sé að eyða um 40– 50 þúsund krónum á klukkustund í spilakössum. Fram kemur í mynd- inni að í ólöglegu spilavíti í mið- bænum hafi starfað um tíu manns og tap einstaklings á einu kvöldi hafi mest verið um tvær milljónir. „Það er svo mikið ósamræmi á þessum markaði og löggjöfin er í þvílíkum ólestri,“ segir Jónas og segir samræmda löggjöf eitt af því sem ríkisvaldið geti gert til að bæta ástandið. Skafmiði í skóinn? Kvikmyndasjóður Íslands styrkti myndina auk fleiri aðila en Jónas segir að það hafi verið erfitt að fá fjármagn til framleiðslu mynd- arinnar. „Þessi tveggja ára vinna hefur bara verið hugsjón. Ástæðan fyrir því að fyrirtæki vildu ekki taka þátt í þessu er kannski sú að þau sáu það hversu eldfimt efni þetta er. Þeim fannst efnið áhuga- vert en vildu ekki leggja nafn sitt við þetta,“ segir hann. „Ef þessi mynd gerir eitthvað þá er það vonandi það að fólk hugsi sig tvisvar um áður en það gefur skafmiða í skóinn eða fer að tippa á leiki með syninum,“ segir Jónas. „Ég vonast til að fólk átti sig á því að það er sáralítill munur á þessu og öðrum fíknum og að fólk líti ekki á þá sem aumingja sem hafa ánetjast spilafíkninni.“ Skemmtilegir leikir segir sögu spilafíklanna sjálfra og fram kemur að hægt er að eyða háum fjár- hæðum á stuttum tíma. Morgunblaðið/Kristinn Jónas Jónasson stjórnar og fram- leiðir myndina, sem hann vonar að breyti viðhorfi fólks til spilafíknar. Skemmtilegir leikir eru á dagskrá Sjónvarpsins klukkan 20 í kvöld. Happdrætti eða fjárhættuspil? Heimildarmynd um spilafíkn frumsýnd í Sjónvarpinu RAFMÓTORAR ALLAR GERÐIR OG STÆRÐIR w w w .d es ig n. is © 20 02 Skeifunni 2 108 Reykjavík Sími 530 5900 www.poulsen.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.