Morgunblaðið - 19.01.2003, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 19.01.2003, Blaðsíða 27
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. JANÚAR 2003 27 ENSKI barítónsöngvarinn Alex Ashworth verður í aðalhlutverki á tónleikum í Salnum í dag kl. 16. Ashworth mun flytja „Songs of Travel“ eftir Ralph Vaughan- Williams við undirleik Önnu Rúnar Atladóttur og ljóðaflokk eftir Ivor Gurney ásamt strengjakvartett, skipuðum Sif Tulinius fiðluleikara, Lin Wei, fiðluleikara, Þórunni Ósk Marinósdóttur víóluleikara og Sig- urði Bjarka Gunnarssyni sellóleik- ara, og píanóleikaranum Richard Simm. Inga Stefánsdóttir mezzó- sópran verður gestasöngvari á tónleikunum og flytur hún „Zwei gesänge“ eftir Johannes Brahms og „Chanson Perpétuelle“ eftir Ernest Chausson. „Ég kom til Íslands til að eyða jólum og áramótum með unnustu minni og fjölskyldu hennar og var ákveðinn í að halda tónleika með- an á dvöl minni hér stæði. Nú hef ég verið hér í mánuð við und- irbúning tónleikanna og mun reyna að koma meira fram á Ís- landi í framtíðinni,“ segir As- hworth í samtali við Morg- unblaðið, en þetta er í fyrsta sinn sem hann kemur fram hérlendis. „Fyrra verkið sem ég flyt er Songs of Travel eftir Vaughan- Willams, sem er mjög þekkt verk í Englandi og ég held að áheyr- endur komi til með að hafa mjög gaman af. Síðara verkið er söngvasafn eftir Ivor Gurney, og er sennilega flutt nú í fyrsta sinn á Íslandi. Gurney er breskt tón- skáld frá tímum fyrri heimsstyrj- aldarinnar. Mér finnst spennandi að það sé samið fyrir söngrödd og strengjakvartett, auk píanós, en það er alls ekki oft gert,“ segir Ashworth. Alex Ashworth stundaði nám við óperudeild Royal Academy of Music í London þar sem hann út- skrifaðist með hæstu einkunn í júlí síðastliðnum. Þar fór hann meðal annars með hlutverk Falstaff í samnefndri óperu og hlaut mikið lof tónlistargagnrýnenda The Tim- es. Næsta verkefni á dagskrá Ash- worth er að syngja aðalhlutverk óperunnar Evgení Ónegin eftir Tsjajkovskíj hjá Skosku óperunni, en hún verður frumsýnd í apríl næstkomandi. Morgunblaðið/Sverrir Alex Ashworth kemur fram í Salnum í dag ásamt Ingu Stefánsdóttur, Önnu Rún Atladóttur, Þórunni Ósk Marinósdóttur og fleirum. Ljóðaflokkur fyrir söngrödd, strengja- kvartett og píanó Úr heimi bæn- arinnar eftir Ole Hallesby í þýðingu Gunnars Sig- urjónssonar er komin út í þriðja sinn. Bókin fjallar um bænina út frá ýmsum sjón- arhornum og svar- ar spurningum um hana. Bókinni er ætlað að vera leiðbeining, hvatning og hjálp þeim sem biðja eða langar að læra að biðja. Ole Hallesby var einn kunnasti guð- fræðingur Norðurlanda á liðinni öld. Hann ritaði fjölda bóka um trúarleg efni, en engin þeirra hefur náð eins mikilli útbreiðslu og Úr heimi bæn- arinnar sem kom fyrst út fyrir 75 ár- um. Hún hefur verið þýdd á fjölda tungumála og gefin út víða um heim. Útgefandi er Salt ehf. Bókin er 157 bls., prentuð í Ísafoldarprentsmiðju ehf. Bókin fæst m.a. í Kirkjuhúsinu. Trú Tímaritið Saga, haustheftið, er komið út, en á þessu ári verður sú breyting að tölublöðum Sögu fjölgar í tvö á ári. Í heftinu er m.a. ávarp forseta Ís- lands, Ólafs Ragnars Gríms- sonar, frá afmæl- ishátíðinni í húsi Sögufélags hinn 7. mars síðastlið- inn. Sú nýbreytni er nú tekin upp að birta viðtal eins og stundum var gert í Nýrri sögu. Páll Björnsson ræðir við prófessor Jürgen Kocka einn þriggja gesta á 2. ís- lenska söguþinginu í vor um stöðu sagnfræðinnar í Evrópu á okkar tím- um, hlutverk greinarinnar og framtíð- arsýn. Söguþinginu sjálfu eru gerð skil í máli og myndum í grein Erlings Hans- sonar og Margrétar Guðmundsdóttur. Fræðilegar ritgerðir eru að þessu sinni fimm. Þorsteinn Helgason ríður á vaðið með greinina „Sagan á skján- um“. Þar er skyggnst á bak við fyr- irbærið „söguleg heimildarmynd“ og dregin upp mynd af því helsta sem gert hefur verið á þeim vettvangi hér á landi undanfarna áratugi. Tengsl skáldskapar og sannleika ber einnig á góma í grein Helgu Kress, „Á hverju liggja ekki vorar göfugu kellíngar“. Þar eru til umfjöllunar fyrstu sögulegu skáldsögurnar á Íslandi, sögur Torf- hildar Hólm, og þær bornar saman við verk Halldórs Laxness. Sigrún Páls- dóttir ritar greinina „Bresk stjórnmál í ljósi íslenskrar menningar“. Þar skyggnist hún á bak við umræðuna um heimastjórn á Írlandi í lok 19. ald- ar og hvernig íslensk sjálfstæðisbar- átta og tengsl Íslands við Danmörku fléttuðust inn í breska stjórnmála- umræðu. Magnús Stefánsson hefur um áratugaskeið sinnt kirkjusögu og sérstaklega beint sjónum sínum að sögu staðanna. Í grein sinni, „Staðir og staðamál“, dregur hann saman öll meginrökin fyrir túlkun sinni og reifar viðhorf annarra fræðimanna til efnis- ins í gagnrýnu ljósi. Árni Heimir Ing- ólfsson fjallar um „Þjóðhvöt“ Jóns Leifs og Alþingishátíðina í greininni „Hetjur styrkar standa“. Í Viðhorfi birtir Árni Björnsson þanka um íslenskt þjóðerni í fram- haldi af fundaröð Sagnfræðinga- félags Íslands veturinn 2001–2002, „Hvað er (ó)þjóð?“. Árni Heimir and- mælir ýmsu í ritgerð Ingu Dóru Björns- dóttur um kórsöng en Torfi bregst við ritdómi um bók sína Eldur á Möðru- völlum. Þá fjalla 10 höfundar um 13 bækur. Útgefandi er Sögufélagið, Fischer- sundi 3. Tímarit Enska fyrir börn Það er leikur að læra Námskeiðin hefjast 1. febrúar Leikskóli 6-7 ára Talnámskeið 8-9 ára, 10-12 ára Unglinganámskeið 13-14 ára Stuðningsnámskeið fyrir 10. bekk 588 0303 fyrir 25. jan. Valhöll • 27.1. til 12.2. 2003 SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN www.xd.is DAGSKRÁ: Mánudagur 27. janúar Kl. 19.00-19.10 Skólasetning: Davíð Oddsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. Kl. 19.15-20.45 Sjálfstæðisstefnan: Sólveig Pétursdóttir, dóms- og kirkjumálaráðherra. Kl. 21.00-22.30 Efnahagsmál: Geir H. Haarde, fjármálaráðherra. Þriðjudagur 28. janúar Kl. 19.00-20.30 Um hvað snúast stjórnmál? Dr. Stefanía Óskarsdóttir, stjórnmálafræðingur. Kl. 20.45-22.15 Listin að hafa áhrif: Gísli Blöndal, markaðs- og þjónusturáðgjafi. Fimmtudagur 30. janúar Kl. 19.00-20.30 Taktu þátt, hafðu áhrif Hanna Birna Kristjánsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins. Kl. 20.45-22.15 Listin að hafa áhrif: Gísli Blöndal, markaðs- og þjónusturáðgjafi. Mánudagur 3. febrúar Kl. 19.00-20.30 Borgarmálin: Björn Bjarnason, oddviti borgarstjórnarflokksins í Reykjavík. Kl. 20.45-22.15 Listin að vera leiðtogi: Ásdís Halla Bragadóttir, bæjarstjóri í Garðabæ. Þriðjudagur 4. febrúar Kl. 19.00-20.30 Greina- og fréttaskrif: Gréta Ingþórsdóttir, framkvæmdastjóri þingflokks sjálfstæðismanna. Kl. 20.45-22.15 Menntun- og menningarmál: Tómas Ingi Olrich, menntamálaráðherra. Fimmtudagur 6. febrúar Kl. 19.00-20.30 Heilbrigðisþjónusta: Ásta Möller, alþingismaður. Kl. 20.45-22.15 Íslenska stjórnkerfið: Dr. Hannes H. Gissurarson, prófessor. Laugardagur 8. febrúar Kl. 10.00-13.00 Sjónvarpsþjálfun: Gísli Blöndal og Björn G. Björnsson, kvikmyndagerðarmaður. Mánudagur 10. febrúar Kl. 19.00-20.30 Fjölmiðlar og stjórnmál: Þorgerður K. Gunnarsdóttir, alþingismaður. Kl. 20.45-22.15 Sjávarútvegsmál: Árni Mathiesen, sjávarútvegsráðherra. Þriðjudagur 11. febrúar Kl. 19.00-20.30 Utanríkismál: Sigríður A. Þórðardóttir, formaður þingflokks sjálfstæðismanna. Kl. 20.45-22.15 Samgöngu-, ferða- og umhverfismál: Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra. Miðvikudagur 12. febrúar Kl. 20.00-22.00 Heimsókn í Alþingi – Starfshættir Alþingis og meðferð þingmála: Halldór Blöndal, forseti Alþingis. Skólaslit. Innritun: 515 1700/1777 - disa@xd.is Þátttökugjald: 10.000 kr. Um hvað snúast stjórnmál?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.