Morgunblaðið - 19.01.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.01.2003, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 19. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ seglin. „Síðustu árin fyrir aldamót eyddi þjóðin verulega um efni fram, sem skilaði sér í gífurlegum viðskiptahalla. Núna virðist komið jafnvægi á, svo líklega hefur þjóð- in áttað sig á að hver og einn get- ur ekki eytt meiru en hann aflar.“ Ummæli Gylfa gefa skynsem- iskenningu blaðamanns byr undir báða vængi. Aukið atvinnuleysi – í bili Í niðurstöðu könnunar Samtaka atvinnulífsins, sem birt var í síð- ustu viku, kom fram að fyrirtæki hér á landi ætla að fækka starfs- fólki að meðaltali um 1,55% á næstu tveimur til þremur mán- uðum. Fyrirtæki í útgerð og fisk- vinnslu ætla að fækka starfsfólki mest, en fækkun verður næst- mest í verslun. Að vísu er árviss fækkun í verslun á þessum árstíma, eftir jóla- törnina, og menn vonast til að góð loðnuvertíð snúi þróun- inni í fisk- vinnslu við. Og svo gætu virkjunar- og álvers- fram- kvæmdir aukið mönn- um bjartsýni og hvatt þá til að slá upp- sögnum á frest, þótt bein áhrif framkvæmdanna komi ekki fram fyrr en síðar. Núna er atvinnuleysi töluvert meira en var í nóvember og útlit fyrir að atvinnuleysi verði meira í ár en í fyrra, að því er fram kemur í samantekt Vinnumálastofnunar. Atvinnuleysi hefur verið að aukast smátt og smátt, en með vorinu tekur atvinnulífið áreiðanlega sinn venjulega kipp. Forstjóri Vinnu- málastofnunar, Gissur Pétursson, sagði í samtali við Morgunblaðið fyrir skömmu að þessi sveifla í at- vinnulífinu væri nokkuð reglu- bundin, en hún væri dýpri núna en hún hefði verið. Hann vonast hins vegar til að stóriðjuframkvæmdir auki veltuna í samfélaginu, a.m.k. á næsta ári. Bjart útlit Nú er það ekki svo, að útlitið í efnahagsmálum sé svart. Fjár- málaráðuneytið birti endurskoðaða þjóðhagsspá sína fyrir árið 2003 í desember sl. og þar er einnig að finna fyrstu spá ráðuneytisins fyr- ir árið 2004. Verðbólgan verður áfram á rólegu nótunum og fer lækkandi. Í ár er spáð 2,25% verðbólgu, samanborið við 4,75% í fyrra og árið 2004 verður verðbólgan komin niður í 2%. Gengi krónunnar styrktist dag frá degi á síðasta ári, alls um 13,5% og ekkert lát hefur verið þar á það sem af er nýja árinu. Vextir á peningamarkaði lækkuðu og útflutningur jókst hröðum skrefum. Mestur var vöxturinn í útflutningi á sjávarafurðum, en einnig jókst útflutningur á al- mennum iðnaðarvörum, sem og út- flutningur á áli. Heildarverðmæti út- flutningsvara í fyrra var tæplega 9% meira en árið 2001, en reiknað er með 1,5% aukn- ingu í ár og 2% aukn- ingu á næsta ári. Um leið og Íslend- ingar fluttu meira út drógu þeir úr innflutningi um 2,5%, en árið 2001 var sam- drátturinn 10%. Hins vegar er gert ráð fyrir að innflutningur muni aukast í ár, um 3,75% og um 3,5% árið 2004. Þegar fjármálaráðuneytið var að rýna í þjóðhagsspá sína og endurbæta hana gerði það ekki ráð fyrir álvers- eða virkjana- framkvæmdum. Úr því var bætt nú í janúar, eftir að ljóst varð að Alcoa ætlaði að ráðast í byggingu álvers á Reyðarfirði. Við byggingu álversins, en aðalframkvæmdatími verður 2003–2006, og stækkun álvers Norðuráls á Grundartanga á árunum 2008–2010, gæti hag- vöxtur orðið 5–7% þegar mest læt- ur, verðbólga um 5–8% og atvinnu- leysi um eða innan við 1%. Og þá munu stjórnvöld enn fara að huga að því að verðbólgan, góðkunningi Íslendinga til áratuga, fari ekki úr böndunum. rsv@mbl.is Í SLENSKIR hagfræðingarsegja litla hættu á verðhjöðn-un hér á landi. Verðbólga séenn ríkjandi og þótt hún hafilækkað verulega séu líkur á að hún þokist á ný upp á við, vegna áhrifa stóriðjuframkvæmda. Stjórnvöld geta gripið til ýmissa ráða gegn verðhjöðnun „Þótt almenningi þyki hið besta mál að vörur lækki, þá er verð- hjöðnun ekki æskileg,“ segir Stefán Úlfarsson, sérfræðingur í hagdeild ASÍ. „Verðhjöðnun verður þegar framleiðendur eru með umfram- magn af vörum, sem þeir þurfa að losna við til að standa við aðrar skuldbindingar. Þá lækka þeir verð- ið og neytendur halda að sér hönd- um, í þeirri von að það lækki enn meira. Þá aukast þessi kreppuein- kenni. Japanir hafa átt við þennan vanda að stríða síðasta áratug og gengur erfiðlega að snúa gangi mála við. Allar örvunaraðgerðir verða mjög erfiðar, ef þetta nær að festast í sessi. Yfirleitt líður nú nokkur tími áður en almenningur fer að halda að sér höndum við neyslu, en þegar það gerist getur reynst erfitt að snúa þróuninni við.“ Stefán segir að ef verðtrygging sé á launum og skuldum, þá hljóti þær upphæðir að lækka verði verð- hjöðnun. „Einn vandi er sá, að fólk er alls ekki tilbúið til að lækka laun- in. Stjórnvöld hafa gripið til þess ráðs, þegar draga þarf úr kaup- mætti, að hækka verðlag og lækka þannig raunlaunin. En það er mjög erfitt að fá fólk til að samþykkja færri krónur í launaumslagið, þrátt fyrir að kaupmátturinn hafi aukist vegna verðhjöðnunar. Fólk er ein- faldlega vant því að launin hækki.“ Stefán segir að stjórnvöld geti gripið til ýmissa ráða gegn verð- hjöðnun. „Japanir hafa gripið til ýmissa ráða til að reyna að fá fólk til að eyða, en það hefur ekki borið ár- angur. Reyndar er vandinn víðtæk- ur í Japan, því þeir þurfa að ráðast í miklar breytingar á bankakerfinu og raunar öllu fjármálakerfinu, og þeir hafa ekki náð pólitískri sam- stöðu um það. Þess vegna freista stjórnvöld þess alltaf að finna skyndilausnir, sem bæta ástandið tímabundið, en að nokkrum tíma liðnum leitar allt í sama horfið.“ Aukið peningamagn í umferð ætti að hafa örvandi áhrif, að sögn Stef- áns. „Þegar of mikið fjármagn eltist við takmarkað framboð vöru fylgir verðbólga í kjölfarið. En ef grund- vallaratriði fjármálakerfisins eru í ólagi, þá er erfiðara við þetta að fást. En hér á landi eru engar blikur um verðhjöðnun á lofti, við erum að koma taumhaldi á verðbólguna. Verðhjöðnun verður þá aðeins ef ekki ríkir jafnvægi í hagkerfinu. Ef birgðir hlaðast upp, vegna þess að menn hafa haft ofurtrú á einhverri framleiðslu og stjórnmálamenn lána mikið í óarðbæra framleiðslu, þá gæti þróunin orðið á þessa leið. Verðhjöðnun ætti hins vegar ekki að koma neinum á óvart, þetta ger- ist á töluverðum tíma.“ Ákaflega litlar líkur á þessum vanda hér „Ég er í hópi þeirra sem gefa ekki allt of mikið fyrir þessa umræðu um verðhjöðnun og ég hef ekki mikla trú á að Íslendingar muni standa frammi fyrir þessum vanda,“ segir Bolli Þór Bollason, skrifstofustjóri efnahagsskrifstofu fjármálaráðu- neytisins. Bolli Þór sagði að vissulega gæti það komið fyrir hér á landi, og hefði gerst, að verðbólgan lækkaði veru- lega. „Þegar litið er til lengra tíma- bils, jafnvel heils árs, eins og menn eru að spá að gerist sums staðar er- lendis, þá eru ákaflega litlar líkur á að þetta verði vandamál hér. Ef þetta gerðist, þá myndi það sama blasa við okkur og öðrum, að verð- hjöðnuninni fylgdi talsverð kaup- máttaraukning og þar af leiðandi eftirspurnarþensla. Það eru ekki miklar líkur á að launin myndu lækka í takt við verðbólguna, fólk er fast í þeim hugsunarhætti að launin hækki, eða standi að minnsta kosti í stað. Atvinnulífið myndi lenda í vanda, því um leið og afurðaverð lækkaði héldist launakostnaður áfram óbreyttur, eða hækkandi. Það er því skiljanlegt að menn velti vöngum yfir þessu.“ Bolli Þór sagði að verðhjöðnun hefði skapað vanda í Japan, en hann teldi litlar líkur á að til slíks vanda kæmi í Bandaríkjunum, Bretlandi eða Þýskalandi. „Ég lofa nú engu með hattinn minn, en ég væri tilbú- inn til að éta ýmislegt ef þetta yrði raunin hér á landi.“ Töluvert borð fyrir báru í slökun peningamála Már Guðmundsson, aðalhagfræð- ingur Seðlabankans, leggur verð- hjöðnun í Japan ekki að jöfnu við verðhjöðnun sem varð t.d. í Bret- landi á 19. öld, enda ástæðurnar og afleiðingarnar ólíkar. „Í Japan hef- ur eftirspurn verið ónóg og pen- ingastjórnin hefur brugðist í því að halda verðlagi stöðugu. Væntingar eru um að þetta haldi áfram. Þar með skapast aðstæður þar sem raunvextir verða hærri en hagkerf- ið þolir, því það er ekki hægt að lækka nafnvexti niður fyrir núllið Engar blikur verð- hjöðnunar á lofti hér og verðlag hjaðnar stöðugt. Þetta leiðir til stöðnunar eða samdráttar. Í Bretlandi á 19. öld komu tímabil þar sem tiltölulega hröð framleiðni- aukning leiddi til lægra verðlags ár frá ári, en fór hins vegar saman við góðan hagvöxt. Slík verðhjöðnun þarf ekki að vera vandamál.“ Már segir að hvorki verðhjöðnun á japanska né breska vísu sé líkleg hér á landi á næstunni. „Hafa ber í huga að verðhjöðnun er viðvarandi lækkun verðlags vöru og þjónustu sem hefur áhrif á væntingar og at- ferli í hagkerfinu. Mjög tímabundin lækkun verðlags telst því ekki verð- hjöðnun í þessu samhengi. Það gæti komið til verðhjöðnunar hér ef gerð yrðu kerfisbundin mistök í stjórn peningamála þannig að peninga- stefnan væri allt of aðhaldssöm í lengri tíma. Það eru hins vegar eng- in teikn á lofti um slíkt. Verðbólga mælist nú um 1½% og eru frekar líkur á að hún hækki aftur, meðal annars vegna launahækkana, nema að gengi krónunnar hækki umtals- vert umfram það sem þegar er orð- ið. Verðbólguvæntingar til lengri tíma litið eru einnig yfir 2%. Þá er peningamagn í umferð enn að aukast umtalsvert.“ Már bendir á, að þrátt fyrir lága verðbólgu hér á landi um þessar mundir sé ljóst að fyrirhugaðar stóriðjuframkvæmdir setji strik í reikninginn. Við slíkar stórfram- kvæmdir eru líkur á að verðbólga aukist umtalsvert. „Ef verðhjöðnun sýnir sig að verða vandamál þrátt fyrir þetta er hægt að snúa henni við með aðgerðum í peningamálum. Við höfum enn töluvert borð fyrir báru í slökun peningamála, ef á þarf að halda. Stýrivextir Seðlabankans eru 5,8% og hann hefur því töluvert svigrúm til lækkunar ef á þarf að halda. Í Japan eru vextirnir nálægt núlli og í Bandaríkjunum eru þeir komnir niður í 1,25%. Vaxtalækkun myndi örva eftirspurn og stuðla að lægra gengi og hærra verðlagi í kjölfarið. Það er engin ástæða til annars en að ætla að hægt verði að koma í veg fyrir verðhjöðnun hér.“ Már segir að Japanir geti stöðvað verðhjöðnunina þar, ef vilji er fyrir hendi. „Seðlabankinn getur keypt gjaldeyri í stórum stíl, skuldabréf á langtímamarkaði og jafnvel hluta- bréf og aðrar eignir einkaaðila.“ Már tekur undir að hugsanlegt sé að til verðhjöðnunar geti komið í Þýskalandi. „Þjóðverjar hafa ekki lengur stjórn á eigin peningamál- um, heldur Evrópski seðlabankinn, sem tekur mið af verðbólgu á evru- svæðinu í heild. Þess vegna getur skapast tímabundin verðhjöðnun í einstökum löndum, þótt hún sé ekki á svæðinu í heild. Ef hún verður viðvarandi, þá fer hún að hafa áhrif á svæðið í heild, en þá verður fullt tilefni til að grípa í taumana.“ Reuters Kreppan í japönsku efnahagslífi hefur haft víðtæk áhrif. Á myndinni, sem tekin er í Tókýó, sjást auglýsingar frá vafasömum „nuddstofum“ sem horfast í augu við verðhjöðnunina og bjóða verulegan afslátt af þjónustu sinni. Gluggatjaldaefni frá 200 kr. metrinn Verslunin hættir 31. janúar Opið mán.-fös. 11-18 laugard. 11-14 Skipholti 35, sími 553 5677
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.