Morgunblaðið - 21.01.2003, Side 4
FRÉTTIR
4 ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Sölumenn okkar eru við símann frá kl. 8:00 – 17:00.
Hringdu í síma 520 6666 eða líttu á úrvalið í stórverslun
okkar að Réttarhálsi 2. Opið mán. – fös. 8:00 – 18:00.
SKRIFSTOFUVÖRUR
Vandaður 80 gr fjölnotapappír
500 blöð í búnti
298.-
Geisladiskar CD-R 25 stk
720Mb / 80 mín / 1x - 32x
1.458.-
Bréfabindi A4 7 cm kjölur
Ýmsir litir
138.- stk
Á tilboði núna
INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir
borgarstjóri sat fyrsta fund þing-
flokks Samfylkingarinnar á nýju
ári í Alþingishúsinu í gær. Var
hún boðin velkomin sem forsætis-
ráðherraefni flokksins í næstu
kosningum.
Samþykkti þingflokkurinn
ályktun þar sem segir að góð
samstaða sé í flokknum um menn
og málefni og er þingflokkurinn
sagður standa þétt að baki Össuri
Skarphéðinssyni, formanni
flokksins, og Ingibjörgu Sólrúnu.
Ingibjörg segir að eftir að hún
láti af embætti borgarstjóra muni
hún reyna eftir föngum að sitja
þingflokksfundi Samfylking-
arinnar fram að kosningum til að
fylgjast með þeirri umræðu sem á
sér stað á Alþingi. Aðspurð segir
Ingibjörg að hún muni ekki hafa
neitt sérstakt hlutverk á þeim
fundum, hún muni taka þátt í
stefnumótun og undirbúa kosn-
ingabaráttuna sem er í uppsigl-
ingu.
Ingibjörg, sem var þingmaður
Reykvíkinga fyrir Kvennalistann
árin 1991–1994, segir að það hafi
verið sérkennilegt að koma aftur
inn í Alþingishúsið. „Mér fannst
það svolítið sérkennilegt vegna
þess að það er búið að breyta svo
mörgu þarna síðan ég var þing-
maður og ég hef ekkert komið
þarna síðan 1994 og átti erfitt
með að rata,“ segir Ingibjörg.
Hún villtist þó ekki þar sem Öss-
ur Skarphéðinsson, formaður
flokksins og svili Ingibjargar,
leiddi hana um húsið.
Í ályktun sem þingflokkurinn
samþykkti á fundinum er ákvörð-
un forystu flokksins, að tilnefna
Ingibjörgu Sólrúnu sem forsætis-
ráðherraefni Samfylkingarinnar í
næstu kosningum, fagnað. „Ingi-
björg Sólrún hefur sýnt með
verkum sínum að hún er einn öfl-
ugasti stjórnmálamaður okkar
tíma. Hún hefur reynst afburða
farsæll borgarstjóri og með verk-
um sínum unnið sér trúnað langt
út fyrir hefðbundin flokksbönd.
Nútímaleg jafnaðarstefna felur
m.a. í sér sterka áherslu á kven-
frelsi og jafnrétti. Konur hafa
sótt fram á síðustu áratugum,
ekki síst fyrir tilstuðlan þeirra
flokka sem stóðu að stofnun Sam-
fylkingarinnar. Flokkurinn telur
tímabært að enn einum áfanga í
jafnréttisbaráttunni verði náð
með því að kona taki að sér for-
ystu í landsstjórninni undir
merkjum jafnaðarstefnunnar,“
segir í ályktuninni.
Morgunblaðið/Kristinn
Átti erfitt með að rata
um Alþingishúsið
Ingibjörg Sólrún
sat fyrsta
þingflokksfund
Samfylkingar-
innar á nýju ári
LÆKNAR hafa kvartað undan því
við Lyfjastofnun að starfsfólk
lyfjabúða bendi sjúklingum á að
þeir geti fengið lyfin sín á lægra
verði með því að fá ávísað á stærri
lyfjaskammt í hvert sinn. Í kjölfar-
ið sendi Lyfjastofnun bréf til apó-
tekanna þar sem stofnunin tekur
undir sjónarmið lækna um að
þetta sé óheppilegt.
Munur á verði getur numið þús-
undum króna á lyfjaskammti eftir
því hvort ávísað er á hann mán-
aðarlega eða til 100 daga í senn.
Fólk sem þarf að taka inn lyf til
lengri tíma á í mörgum tilvikum
rétt á því að læknir ávísi 100 daga
skammti á lyfin í stað 30 daga í
hvert sinn. Þegar ávísað er 100
daga skammti greiðir Trygginga-
stofnun ríkisins í flestum tilvikum
stærri hluta af lyfjunum en þegar
ávísað er til 30 daga. Í bréfi Lyfja-
stofnunar segir að það geti ekki
talist fagleg vinnubrögð þegar
starfsfólk lyfjabúða tilkynni sjúk-
lingi að mögulegt sé að lækka verð
lyfjanna með því að fara fram á
það við lækni að hann ávísi 100
daga skammti í stað 30 daga
skammti. Vinnubrögð starfsfólks
lyfjabúða eigi „að miðast við að
sjúklingur fái sem besta og hag-
kvæmasta meðferð“. Afskipti lyf-
sala geti truflað lyfjameðferð sjúk-
lings sem er á ábyrgð lækna.
Sjúklingar
þrýsta á lækna
Rannveig Gunnarsdóttir, for-
stjóri Lyfjastofnunar, segir að ver-
ið geti að læknir láti sjúkling vís-
vitandi ekki hafa nema
mánaðarskammt af lyfi. Læknar
hafa, að hennar sögn, orðið fyrir
því að sjúklingar reyni að þrýsta á
þá svo þeir fái vísað á meira magni
af lyfjum en upphaflega hafi staðið
til, svo þeir fái lyfin sín á lægra
verði.
Rannveig segir lyfjaverð til
sjúklings ráðast af því hvort ávísa
megi 100 daga skammti, hver sé
greiðsluþátttaka ríkisins, hversu
dýrt lyfið sé og hvort sjúklingur sé
öryrki eða ellilífeyrisþegi. Lyfja-
verð er oftast reiknað þannig að
fyrst greiðir sjúklingur ákveðna og
fasta upphæð, sem er sú sama
hversu stór sem skammturinn er
og síðan ákveðið hlutfall af því sem
umfram er.
Oft er ákveðið þak á verðinu
þannig að sjúklingur greiðir aldrei
meira en tiltekna upphæð þó svo
að reiknað verð sé hærra. Í þeim
tilvikum þar sem reiknað verð er
hærra en þakið greiðir ríkið meira
af lyfjaskammtinum.
Rannveig segir að í sumum til-
vikum geti það verið svo að ríkið
greiði ekkert af 30 daga skammti
og ekki komi til greiðsluþátttöku
fyrr en um stærri skammt sé að
ræða. Sum lyf megi einungis af-
greiða til 30 daga í senn, t.d. áv-
ana- og fíknilyf, sum svefnlyf og
magalyf.
Þeir apótekarar, sem Morgun-
blaðið ræddi við vegna málsins,
sögðu bréf Lyfjastofnunar hafa
komið illa við sig. „Það er eins og
verið sé að gera athugasemd við
það að við séum að leiðbeina fólki
um rétt sinn,“ sagði einn lyfja-
fræðingur.
Afskipti geta trufl-
að lyfjameðferð
Lyfsalar bendi
sjúklingum ekki
á að stærri
lyfjaskammtar
séu ódýrari
SUMARFERÐIR, sem er ný ferða-
skrifstofa í eigu Helga Jóhannssonar,
Þorsteins Guðjónssonar og Gunnars
Fjalars Helgasonar, er að taka til
starfa og hyggst bjóða upp á beint
leiguflug til Alicante á Spáni í sumar.
Flogið verður vikulega alla fimmtu-
daga frá 22. maí til 25. september nk.
Ferðaskrifstofan hefur gert sam-
starfssamning við Kennarasamband
Íslands sem hyggst bjóða félögum
sínum sérkjör í þessar ferðir.
Helgi Jóhannsson, sem stýrði Sam-
vinnuferðum-Landsýn um árabil, er
framkvæmdastjóri Sumarferða.
Hann hefur nýlokið MBA-námi í raf-
rænum viðskiptum við Háskólann í
Reykjavík, Þorsteinn Guðjónsson
hefur sömuleiðis nýlokið masters-
námi og Gunnar Fjalar er hagfræð-
ingur og starfar í New York.
Helgi sagði við Morgunblaðið að
fleiri félög hefðu lýst áhuga á að gera
samning við Sumarferðir líkt og
Kennarasambandið. Helgi sagði að
starfsemi ferðaskrifstofunnar yrði
kynnt nánar í næsta mánuði og þá
myndi margt „koma á óvart“. Hann
vildi ekki upplýsa nánar um starfsem-
ina en fram kæmi á Netinu um fyr-
irtækið.
Sumarferðir hafa gert samning við
flugfélagið Spanair og verða notaðar
nýjar vélar af gerðinni Airbus 321
sem flytur 212 farþega.
200 KÍ-félagar hafa bókað sig
Verðið sem félögum KÍ býðst er
tæpar 30 þúsund krónur, með flug-
vallarskatti, og miðast við að bókað sé
á Netinu, www.sumarferdir.is. Börn
2–11 ára greiða rúmar 26 þús. krónur,
að flugvallarskatti meðtöldum. Börn
yngri en 2 ára greiða 900 kr. öryggis-
gjald. Ef ferðirnar eru bókaðar í síma
bætast við 1.500 krónur á hvert sæti.
Helgi sagði í gær að þegar hefðu
um 200 félagar KÍ bókað sig í ferð-
irnar til Alicante, en þar hefur KÍ
ásamt fleiri stéttarfélögum verið að
leigja út sumarhús.
Að sögn Helga gæti fjögurra
manna fjölskylda sparað sér allt að 25
þúsund krónur ef hún keypti flugmiða
af Sumarferðum, miðað við fargjöld
sem t.d. Plúsferðir byðu til Alicante,
sem er lægst rúmar 36 þúsund krón-
ur, með flugvallarskatti.
Ný ferðaskrifstofa í eigu
Helga Jóhannssonar og fleiri
Beint leiguflug
til Alicante á
Spáni í sumar
VINIR Guðrúnar Bjargar Svan-
björnsdóttur, sem leitað hefur verið
að síðan 29. desember sl., hafa sent
út tölvubréf þar sem óskað er eftir
aðstoð sem flestra við leitina. Er það
gert í samráði við fjölskyldu Guðrún-
ar og lögregluna í Reykjavík.
Í bréfinu er tilgreint hvar Guðrún
sást síðast og ítrekað að hver dagur
sé mikilvægur. Hún sé haldin lyst-
arstoli, sem geti valdið dauða hennar
þar sem hún nærist ekki eðlilega.
Eru viðtakendur bréfsins hvattir
til að senda það sem víðast, sérstak-
lega ef þeir eiga vini og kunningja
annars staðar á Norðurlöndum.
Bréfinu fylgja tvær myndir; and-
litsmynd og mynd tekin í vopnaeft-
irlitinu á Keflavíkurflugvelli daginn
sem hún flaug til Danmerkur.
Fram kemur að peningar voru
teknir út af bankareikningi Guðrún-
ar 16. janúar í hraðbanka í miðbæ
Kaupmannahafnar. Seinna sama dag
er sagt að vitni hafi séð Guðrúnu á
járnbrautarstöð í Malmö í Svíþjóð.
Beðið um hjálp á Netinu
Vinir ungrar konu sem er saknað