Morgunblaðið - 21.01.2003, Page 9

Morgunblaðið - 21.01.2003, Page 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 2003 9 Opið virka daga frá kl. 10.00–18.00, laugardaga frá kl. 10.00–15.00. Kápur og dragtir aukaafsláttur Engjateigi 5, sími 581 2141. Neðst við Dunhaga, sími 562 2230 Opið mán.–fös. kl. 10-18, lau kl. 10-14. Útsala Matseðill www.graennkostur.is 21/01-27/01 frá GRÆNUM KOSTI, Skólavörðustíg 8. Opið mánudaga-laugardaga kl. 11.30-21.00, sunnudaga kl. 13.00-21.00. Pantanir í síma 552 2028, skrifstofa 552 2607, fax 552 2607. Þri 21/1: Moussaka, grískt salat & grísk jarðepli m. fersku salati, hrísgrjónum & meðlæti. Mið 22/1: Pakistanskur spínatréttur m. fersku salati, hrísgrjónum & meðlæti. Fim 23/1: Koftaskarrý m. koftas, fersku salati, hrísgrjónum & meðlæti. Fös 24/1: Suðrænn exótískur pottréttur m. fersku salati, hrísgrjónum & meðlæti. Helgin 25/1 & 26/1: Cashewkarrý að hætti hússins. Mán 27/1: Grænmetislasagna & tilheyrandi. Bankastræti 14, sími 552 1555 Fallegur fatnaður úr apaskinni Takmarkað magn Ú T S A L A 15-70% afsláttur Stærðir 36–54 (S-3XL) Opið virka daga frá kl. 10-18, og laugardaga kl. 10-14 Sími 567 3718 Útsala ÷30% - Á slá ÷50% Álfheimum 74, Glæsibæ, Reykjavík, s. 553 2347 sérverslun. Sérhönnun st. 42-56 Fataprýði Munið falleg og frábrugðið Laugavegi 63, sími 551 4422 Ú T S Ö L U LOK Viðbótar- afslættir GATNAFRAMKVÆMDIR eru hafn- ar á Alaskalóðinni í Breiðholti og innan skamms hefjast bygginga- framkvæmdir, en gert er ráð fyrir að þeim ljúki um mitt ár 2004. Á lóðinni verða byggðar 50 íbúðir og þar af 18 í sérbýli, þ.e. átta íbúðir í raðhúsum og tíu í samtengdum tví- býlishúsum, en 32 íbúðir í fjölbýli með sameiginlegri bílageymslu und- ir. T.ark Teiknistofa ehf. teiknaði íbúðirnar fyrir Holtasel ehf., sem á lóðina og fær verktaka í fram- kvæmdirnar. Talið er að hægt verði að malbika botnlanga í hverfinu í lok maí eða byrjun júní, en að sögn Pét- urs Guðmundssonar, eins eigenda Holtasels, verður byrjað að grafa fyrir steypuvinnu í næsta mánuði. Hann segir að töluverð undirbún- ingsvinna sé framundan, en gangi allt samkvæmt áætlun verði hægt að byrja að steypa í vor og ljúka fram- kvæmdum um mitt ár 2004. Framkvæmdir hafnar á Alaskalóðinni Morgunblaðið/Golli Gatnaframkvæmdir eru hafnar á Alaskalóðinni í Breiðholti en bygginga- framkvæmdir hefjast innan tíðar. ÁSTÆÐAN fyrir því að morfín- neysla Íslendinga hefur þrefaldast á undanförnum tíu árum, eins og kom fram í Morgunblaðinu nýlega, er talin sú að upp úr 1985 kom á mark- að morfín í töfluformi. Þar með hef- ur notkun morfíns til meðferðar verkja batnað. „Það er ekki ástæða til að ætla annað en að aukningin sé eðlileg,“ segir Haukur Valdimars- son, aðstoðarlandlæknir. „En þetta hefur það í för með sér að meira er af morfíni í umferð og það hlýtur aftur að geta leitt til þess að lyfið sé meira misnotað, en það er mjög erfitt að meta í hversu miklum mæli,“ segir Haukur. Mikil neysla verkjalyfja sem inni- halda svokallaða kódein-blöndu veldur að sögn Hauks áhyggjum, en notkun þeirra hefur margfaldast á undanförnum árum. Kódein má finna í lyfjum sem seld eru í lausa- sölu, t.d. Ibúkód og Parkódín. Það fæst hins vegar í meira mæli t.d. í lyfinu Parkódín Forte sem er lyf- seðilsskylt en ekki eftirritunarskylt fyrr en skammturinn er kominn yfir 40 töflur. Kódein getur valdið ávana og fíkn og því telur Haukur ástæðu til að vara fólk við lyfjum sem innihalda það og bendir á að oft dugi önnur verkjalyf sem ekki innihalda kódein jafnvel og þau sem innihalda blönd- una. Sextán ára stúlka ánetjaðist „Það ætti ekki að nota kódein-lyf nema að vel athugðu máli,“ segir Haukur og nefnir dæmi um 16 ára stúlku sem ónetjaðist kódeini við fyrstu töflu ef svo má að orði kom- ast. „Við höfum sérstakar áhyggjur af því að unglingar séu að nota þessi lyf og spurningar hafa vaknað um hvort hætta ætti að selja þau í lausasölu.“ Haukur segir sjúklinga sem sann- arlega þurfi á lyfjum er innihalda morfín og kódein að halda, t.d. krabbameinssjúklinga, ekki ánetjast þeim. „Þannig að ef lyfin eru notuð samkvæmt réttum ábendingum, sem eru alvarlegir verkir, eru þau sannarlega góð lyf. Ég myndi hins vegar aldrei mæla með því að ung- lingsstúlka notaði kódein-lyf við túr- verkjum t.d. Það eru aðrar betri leiðir til að lina verkina.“ Verkjalyf er innihalda kódein varhugaverð ÍBÚUM, sem hafa búið á vegum Fé- lagsþjónustunnar í íbúðum við Vatnsstíg 11 í Reykjavík, var sagt upp leigusamningi um síðustu ára- mót. Íbúðirnar sem um ræðir eru um 24 og margir sem í þeim búa eiga við félagslegan vanda að etja. Lára Björnsdóttir, félagsmála- stjóri Reykjavíkur, segir það and- stætt stefnu Félagsþjónustunnar að hópa fólki, sem verið er að aðstoða, undir sama þak. Margir eigi við erf- iðleika að etja og það geti skapað vandamál. „Stefnan okkar er sú að fólk búi í almennu umhverfi innan um aðra borgara þjóðfélagsins. Þannig kem- ur hinn félagslegi stuðningur líka beint og óbeint þaðan,“ segir Lára. Hún vonar að ódýrara og betra húsnæði fáist fyrir fólkið þótt það hafi ekki skipt höfuðmáli. Það sé þó hægt að finna jafndýrar eða jafnvel ódýrari lausnir fyrir Reykjavíkur- borg. Lára segir að öllum verði útvegað nýtt húsnæði í samstarfi við Fé- lagsbústaði um leið og það finnist. Þetta umrót skapi nokkurt óör- yggi hjá íbúunum en allt sé gert til að tryggja að málið gangi vel fyrir sig. Hún segir að rýma verði húsið á þessu ári svo að enn sé nægur tími til stefnu til að finna lausnir fyrir fólkið. Því verði ekki kastað út á götu. Reykjavíkurborg hefur leigt húsið við Vatnsstíg í um 20 ár. Lára segir að mikill húsnæðisvandi hafi verið í Reykjavík og þá hafi verið gripið til þess ráðs að leigja heilu húsin til að leysa mikinn vanda. Langtímaleigusamningur við eig- endur hússins rann út um síðustu áramót og segir Lára að ekki hafi verið óskað eftir framlengingu á honum. Félagsþjónustan losar leiguíbúðir við Vatnsstíg C vítamín 400 mg með sólberjabragði Bragðgóðar tuggutöflur. Eflir varnir. Nýtt frá Biomega Fæst í apótekum Moggabúðin Reiknivél, aðeins 950 kr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.