Morgunblaðið - 21.01.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.01.2003, Blaðsíða 14
ERLENT 14 ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ HÆTTA var talin á því í gær í Ástr- alíu að skógar- og graseldarnir norð- an við höfuðborgina Canberra myndu færast aftur í aukana í dag vegna óhagstæðrar vindáttar. Íbúar í út- hverfum fylltu farangursgeymslur bíla sinna með mikilvægustu hlutum í gær er lögreglan varaði við því að hús þeirra væru í hættu. Eldarnir loguðu þá í um 15 kílómetra fjarlægð. Sumir fóru upp á þak og notuðu garðslöngur til að bleyta í húsinu í von um að það þyldi betur hitann ef eldurinn nálg- aðist hverfið. Fjórir hafa látið lífið í eldunum síð- ustu daga og um 400 hús eyðilögðust í Canberra á laugardag, sum sluppu naumlega eins og sést hér á loftmynd af húsum í Kambah-hverfi. Tjónið er metið á hundruð milljóna dollara. Um 320 þúsund manns búa í borg- inni. Margir hafa gagnrýnt frammi- stöðu yfirvalda á staðnum og segja reiðir íbúar að þeir hafi fengið misvís- andi upplýsingar og ekki fengið að- stoð hjá slökkviliðinu við að verja heimili sín. Slökkviliðsmenn segja að þeir hafa einfaldlega ekkert ráðið við eldinn, svo magnaður hafi hann verið. Fréttavefur BBC segir lengd eld- veggjarins á svæðinu vera um 35 kíló- metra. Eldarnir ógna enn Canberra Reuters LÖGREGLAN í London réðst í gær inn í mosku, sem margir íslamskir öfgamenn hafa sótt, og handtók sjö menn sem grunaðir eru um aðild að hryðjuverkastarfsemi. Aðgerðin var sögð tengjast rannsókn á máli músl- íma sem eru grunaðir um að hafa framleitt banvænt eitur, rísín, til hryðjuverka. Talsmaður lögreglunnar sagði að hún hefði undir stjórn leyniþjón- ustumanna ráðist inn í mosku í Finsbury Park og tvö nálæg hús. Um 150 lögreglumenn tóku þátt í að- gerðinni. Lögreglan hefur hafið mikla leit að hugsanlegum hryðjuverkumönn- um í London eftir að rísín fannst í íbúð í borginni fyrr í mánuðinum. Ráðist var inn í mosku róttæks klerks, Abus Hamza al-Masri, sem fæddist í Egyptalandi og er einn um- deildasti klerkur múslíma í Bret- landi. Breskir fjölmiðlar sögðu að hann hefði ekki verið handtekinn. Bresk nefnd, sem hefur eftirlit með starfsemi trúfélaga og góðgerð- arstofnana, lagði í apríl tímabundið bann við því að Hamza al-Masri pre- dikaði í moskunni og hefur hótað að banna honum það fyrir fullt og allt á þeirri forsendu að yfirlýsingar hans séu af pólitískum rótum runnar og hann hafi aðstoðað íslamska öfga- hópa. Í gær rann út frestur Hamza til að svara þessum ásökunum. Hræðist ekki fangelsi Klerkurinn sagði í yfirlýsingu á laugardag að hann hygðist ekki verða við kröfu nefndarinnar um að milda yfirlýsingar sínar og kvaðst ekki hræðast fangelsisdóm. „Ég er nú þegar í fangelsi í þessu landi hvort sem er,“ sagði hann. „Ég fer ekki út úr húsinu mínu nema til að predika og þannig hefur það verið í átta ár. Mér finnst ekki skipta máli hvort ég er í fangelsi eða heima hjá mér. Þeir hafa fryst bankareikn- ingana mína, tekið af mér vegabréf- ið. Hvað geta þeir gert meira?“ Klerkurinn er einnig sakaður um að hafa notað moskuna til að „greiða fyrir starfsemi pólitískra samtaka“, svo sem róttækrar íslamskrar hreyf- ingar, „Stuðningsmanna Sharia“, sem er sögð tengjast honum. Al-Qaeda-menn sagðir hafa notað moskuna Bresk dagblöð segja að meintir liðsmenn hryðjuverkasamtakanna al-Qaeda og fleiri öfgamenn hafi not- að moskuna í Finsbury Park sem fundarstað. Hamza, sem er verkfræðingur að mennt, kom fyrst til Bretlands árið 1979 en fór til Afganistans í byrjun síðasta áratugar til að berjast þar gegn sovéska hernámsliðinu. Hann missti annað augað og báðar hend- urnar í stríðinu þegar jarðsprengja sprakk. Breska lögreglan yfirheyrði klerkinn árið 1999 vegna gruns um að hann hefði tekið þátt í hryðju- verkastarfsemi í Jemen en hann var leystur úr haldi vegna skorts á sönn- unum. Eftir hryðjuverkin í Banda- ríkjunum 11. september fór hann lofsamlegum orðum um Osama bin Laden, leiðtoga al-Qaeda. Hann hef- ur einnig gefið út harðorðar yfirlýs- ingar þar sem bresk stjórnvöld eru vöruð við afleiðingum innrásar í Írak. Sjö menn handteknir í mosku í London Taldir tengjast rísín-málinu London. AFP. AP Abu Hamza al-Masri. Hann missti annað augað og báðar hendurnar í stríðinu í Afganistan. ÁTTA menn voru myrtir á hommaklúbbi í Höfðaborg í Suður-Afríku í fyrrinótt og var engu líkara en að aftökusveit hafi verið á ferðinni, hafði BBC eftir suður-afrísku lögreglunni. Til viðbótar þeim látnu særð- ust þrír menn í árásinni og einn þeirra lést í gær. Höfðu öll fórnarlömb árásarinnar, að meðtöldum þeim sem lifðu af, verið skotin í höfuðið af mjög stuttu færi en áður höfðu þau verið bundin saman. Ekki er vitað hvort hinir látnu voru starfs- eða viðskiptamenn klúbbsins. Talið er að morðin geti tengst skipulagðri glæpa- starfsemi í landinu. Milutinovic til Haag MILAN Milutinovic, fyrrver- andi forseti Serbíu, kom í gær til Haag í Hollandi og var þar fengið húsaskjól í fangelsi stríðs- glæpadóm- stóls Sam- einuðu þjóðanna. Hann mun svara til saka vegna ákæru um þátt sinn í að skipuleggja brottrekstur alb- önskumælandi fólks frá Kosovo árið 1999. Milutinovic var í fimm ár forseti Serbíu, sem myndar ásamt Svartfjallalandi sambandslýðveldið Júgóslavíu. STUTT Morð í homma- klúbbi Milan Milutinovic FJÖLSKYLDA Bjarna Leifssonar, sem ættaður er frá Patreksfirði en flutti til Ástralíu árið 1979, missti allar eigur sínar í eldsvoða af völd- um skógareldanna í Canberra í fyrrinótt. „Það er allt brunnið til kaldakola. Ég var heppinn að komast í burtu lifandi; ég ók í gegnum eldvegg til að komast frá þessu,“ segir Bjarni í samtali við Morgunblaðið í gær- kvöldi, er kominn var morgun í Canberra og hann nýkominn á fæt- ur eftir fyrstu nóttina eftir eldsvoð- ann. Að sögn Bjarna brunnu tveir þriðju hlutar útverfisins þar sem Bjarni bjó með fjölskyldu sinni, eig- inkonu og fjórum börnum. Hann segir vini og vandamenn hafa skotið skjólshúsi yfir sig og sína til bráða- birgða. „Við erum bara rétt að átta okkur á þessu. Við vitum ekkert hvað tek- ur við,“ segir hann. Það bæti ekki úr skák að mikill skortur sé á húsnæði í Canberra. Aðspurður segir Bjarni tryggingar aðeins bæta lítinn hluta tjónsins. Bjarni bendir á að nátt- úruhamfarir eins og þurrkar og skógareldar séu algengir í Ástralíu og tryggingafélög komi sér undan því að tryggja fólk fyrir tjóni af þeirra völdum. Ástralska hliðstæðu hins íslenzka Viðlagatrygg- ingasjóðs er ekki til að dreifa, segir Bjarni. En hann leggur áherzlu á að mest sé um vert að öll fjölskyldan skyldi hafa komizt heil á húfi frá þessu. „Það er alltaf hægt að kaupa dauða hluti upp á nýtt; það er ekki hægt að kaupa lífið,“ segir fjöl- skyldufaðirinn Bjarni. Eldurinn óútreiknanlegur Um brunavarnastarfið í Can- berra segir hann, að slökkviliðinu í borginni hafi borizt liðsauki frá öðr- um helztu borgum Ástralíu eins og Melbourne, Brisbane og Sydney. Þrjár bandarískar flugvélar sér- útbúnar til skógareldaslökkvistarfs séu nú komnar á svæðið. „Þetta er svo óútreiknanlegt; það þarf ekki meira til en að vindáttin breytist aðeins þá breytist allt dæm- ið. Slökkviliðið vinnur kannski að því í tvo daga að höggva eldvarna- vegg í því skyni að stöðva útbreiðslu skógareldsins; þá breytist vindurinn og eldurinn kemur kannski allt í einu aftan að þeim,“ segir Bjarni. Misstu allt sitt Bjarni Leifsson LÍBÝUMAÐUR var kjörinn for- maður mannréttindanefndar Sam- einuðu þjóðanna í gær, þrátt fyrir harða andstöðu Bandaríkjastjórnar og mannréttindasamtaka sem hafa sakað Líbýustjórn um alvarleg mannréttindabrot. Najat Al-Hajjaji, sendiherra Líb- ýu, var kjörinn formaður með 33 at- kvæðum, en 53 ríki eiga fulltrúa í nefndinni. Þrjú ríki greiddu atkvæði gegn sendiherranum og sautján sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Sendiherra Bandaríkjanna, Kevin Moley, kvaðst hafa orðið fyrir „mikl- um vonbrigðum“ með niðurstöðuna. „Ekkert lát hefur orðið á mannrétt- indabrotum Líbýustjórnar,“ sagði hann. „Muammar Gaddafi [Líbýu- leiðtogi] hefur haldið pólitískum and- stæðingum sínum í fangelsi árum saman án réttarhalda. Öryggissveit- ir hans pynta fanga. Gerræðislegum handtökum er beitt til að kæfa alla andstöðu. Land sem er alræmt fyrir slík brot verðskuldar ekki að gegna forystuhlutverki í mannréttindamál- um hjá Sameinuðu þjóðunum.“ Sendiherra Líbýu var einn í fram- boði. S-Afríkumenn höfðu tilnefnt Líbýumanninn fyrir hönd Afríku- ríkja þar sem komið var að Afríku að tilnefna formann, en heimsálfurnar skiptast á um að velja hann. Tilnefn- ingarnar eru yfirleitt samþykktar með lófataki en aðildarríki geta ósk- að eftir atkvæðagreiðslu. Er þetta í fyrsta sinn sem þessi heimild er nýtt. Líbýa til forystu í mannréttindanefnd Genf. AFP, AP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.