Morgunblaðið - 21.01.2003, Síða 19

Morgunblaðið - 21.01.2003, Síða 19
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 2003 19 „AUÐVITAÐ kemur þetta allt úr hausnum á mér en á ákveðnum tímapunkti hættir þetta að vera ég og ég fer að fylgja persónun- um meira eftir, reyni að gegna þeim,“ sagði Siguringi Sig- urjónsson, leikskáld úr Keflavík, um fraumraun sína í leikhúsheim- inum, einþáttunginn „Ráðalausir menn“. Leikfélag Keflavíkur frumsýnir verkið í Frumleikhús- inu næstkomandi föstudag. Einþáttungurinn er að miklu leyti sóttur í reynsluheim höf- undar. Fjallar um tvo unga menn sem eru ráðalausir í kvenna- málum en alls ekki skoðanalausir. Þeir hittast eina kvöldstund sem oftar heima hjá öðrum þeirra og eru ekki sammála um hvort þeir eigi að fara út á lífið eða vera heima. Þar með hefst enn ein þrautagangan. Að sögn Siguringa á leikverkið rætur í smásögu sem hann var byrjaður að skrifa. „Í þessari smásögu var ein persóna sem mér leist nú nokkuð vel á og langaði að gera meira úr. Ég ræddi við vin minn sem er menntaður leik- ari og hefur talsvert fengist við leikstjórn og hann hvatti mig áfram þannig að sagan þróaðist í leikform.“ Siguringi hefur alla tíð verið mikill lestrarhestur, eiginlega skáldsjúklingur eins og hann orðar það sjálfur. En hvað varð til þess að hann fór sjálfur að skrifa? „Leiði. Mér leiddist svo ég fór að ganga um gólf og haltra eins og Byron. Og víst ég var byrjaður að haltra, því þá ekki að hósta líka eins og berklaveikt skáld. Þá fann ég að það var sál mín sem kallaði á að ég skrifaði leikrit.“ Siguringi leikstýrir verkinu sjálfur en leikendur eru tveir, þeir Jón Marinó Sigurðsson og Sigurður Erlingsson, sem báðir eru margreyndir leikarar. Sig- uringi segir ástæðuna einkum vera þá að hann vilji læra sem mest á þessu verki. „Ég lít á þetta bæði sem skemmtun og lærdóm. Auðvitað var ég ekkert viss um að ég gæti þetta en taldi sjálfum mér trú um að ég gæti leikstýrt.“ – Eigum við eftir að sjá fleiri verk eftir þig? „Það er aldrei að vita. Ég er hálfgert skúffuskáld enn sem komið er en get kannski dregið eitthvað upp úr skúffunni. Nú er ég á kafi í þjóðsögum til að at- huga hvort megi gera sér ein- hvern mat úr þeim,“ sagði Sig- uringi að lokum. Leikfélag Keflavíkur frumsýnir fyrsta leikverk ungs Keflvíkings Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Leikskáldið og leikstjórinn Siguringi Sigurjónsson. Í bakgrunni glittir í persónurnar tvær í einþáttungnum. „Leiði knúði mig til að skrifa“ Keflavík VINKONURNAR Þóra Jónsdóttir og Jófríður J. Jónsdóttir eru með sýn- ingu á málverkum sínum í Ingimund- arbúð, kaffihúsinu á Ránni við Hafn- argötu í Keflavík. Sýningin stendur til 12. febrúar. „Okkur var boðið að sýna hér vegna þess að Björn Vífill er að aug- lýsa staðinn upp sem kaffihús. Það er gaman að vera með málverkasýningu hér, salurinn hentar vel til þess,“ seg- ir Þóra. Þær stallsystur eiga ýmislegt sameiginlegt. Þær eru um sjötugt og hafa lengi tekið þátt í starfi mynd- listaklúbbsins Baðstofunnar í Reykjanesbæ. Þær hafa haft sama kennara um skeið, Kristin Má Pálmason, og sýna í Ingimundarbúð ávöxt námsins hjá honum. „Þótt við höfum haft sama kennarann þá sést greinilega hvað við tökum viðfangsefnin mismunandi tökum,“ segir Þóra. Á sýningunni er mikið af óhlut- bundnum myndum og segja þær að ákaflega skemmtilegt og frjálst sé að mála myndir með þeim hætti. Jófríð- ur segir að opnast hafi nýjar víddir við það að takast þannig á við mynd- listina. „Nú þorir maður að gera það sem mann hefur lengi langað til,“ seg- ir hún. Þær njóta hverrar stundar í mynd- listinni og segja að það hafi aldrei ver- ið skemmtilegra en nú. Hvetja þær fólk á sínum aldri til að láta draumana rætast og vinna að áhugamálum sín- um, það sé aldrei of seint að byrja. Aldrei verið skemmti- legra að mála Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Þóra Jónsdóttir og Jófríður J. Jónsdóttir sýna í Ingimundarbúð. Keflavík HUNDRUÐ fyrirspurna hafa borist vegna beins flugs HMY Airways milli Íslands og Kanada. Þegar hafa hátt í 100 farþegar bókað far til Kanada. Mikið hefur verið að gera hjá starfsfólki Hótels Keflavíkur frá því á föstudag að tilkynnt var að kanadíska leiguflugfélagið HMY Airways hefði fengið leyfi sam- gönguyfirvalda á Íslandi til að flytja farþega milli Íslands og Kanada. Félagið kemur vikulega við á Keflavíkurflugvelli í flugi sínu milli Vancouver og Calgary í Kanada og Manchester í Englandi en fyrirhugað er að fjölga ferðum í sumar. Steinþór Jónsson, hótelstjóri á Hótel Keflavík og umboðsmaður kanadíska félagsins, segir að þessi mikli áhugi hafi komið sér og Kan- adamönnunum þægilega á óvart. Lögð hafi verið áhersla á að svara öllum fyrirspurnum jafnóðum og hafi það tekist. Mest hafi álagið verið á föstudag en einnig hafi verið hringt um helgina og áfram í dag. Starfsfólk Hótels Keflavíkur hefur aðstoðað fólk við að panta far. Steinþór er að fara til Kanada til viðræðna við stjórnendur flug- félagsins um framtíðarfyrirkomu- lag þessara mála, meðal annars um val á innlendum söluaðila fyrir flugfélagið og markaðsátak í báð- um löndum. Einnig framhaldsflug og þjónustu við farþegana í Kan- ada þegar út er komið. Þá segist hann þurfa að fá á hreint ýmis mál sem fólk hafi verið að spyrja um undanfarna daga. Steinþór segir að þegar sé búið að panta hátt í 100 sæti til Kan- ada. Þeir fyrstu fari vestur um haf með vél félagsins á morgun. Þetta segir hann að sé meðal annars fólk sem ætli sér á skíði í Klettafjöll- um. Þá hafi nokkrir hópar spurst fyrir um flug en þeir hafi ekki enn verið bókaðir. Loks segist hann hafa frétt af því að nokkuð hafi verið um að Vestur-Íslendingar í Kanada hafi pantað sæti hingað til lands með HMY Airways. „Það hefur verið gaman að heyra hvað fólk er ánægt með þennan nýja möguleika og ánægjulegt að geta aðstoðað það við að nýta hann,“ segir Steinþór. Búið að panta 100 sæti Keflavíkurflugvöllur FRÍSTUNDAHELGI verður væntanleg haldin í Reykja- nesbæ í apríl og ef vel tekst til verður frístundavika í júní. Jón Marinó Sigurðsson hefur verið ráðinn verkefnisstjóri. Menningar-, íþrótta- og tómstundasvið Reykjanes- bæjar hyggst halda frístunda- helgina og -vikuna í samvinnu við Tómstundabandalag Reykjanesbæjar og Íþrótta- bandalag Reykjanesbæjar. Að sögn Stefáns Bjarkasonar framkvæmdastjóra er gert ráð fyrir að kynntar verði jaðaríþrótir og hvers kyns áhugamál bæjarbúa. Lands- menn verði hvattir til að heimsækja Reykjanesbæ til að fylgjast með og taka þátt í frístundahelginni og -vikunni. Fyrir frístundahelgina og síðar frístundvikuna verður útbúinn listi yfir það sem Reykjanesbær hefur upp á að bjóða á þessum sviðum og al- mennt í ferðaþjónustu. Stefán segir að mikil gróska sé í klúbbum og áhugamanna- félögum um jaðaríþróttir af ýmsu tagi og hann hafi komið betur í ljós eftir stofnun Tóm- stundabandalagsins. Reynt verði að kynna þessa starf- semi sem best á fyrirhugaðri frístundahelgi og síðar á frí- stundaviku. Efna til frístunda- helgi og frí- stundaviku Reykjanesbær Tungumál 10 vikna námskeið. 20 kennslustundir. Áhersla á talmál. Kennt er í byrjenda-, framhalds- og talæfingaflokkum ENSKA DANSKA NORSKA SÆNSKA FRANSKA ÍTALSKA SPÆNSKA ÞÝSKA ÍSLENSKA fyrir útlendinga Tölvunámskeið FINGRASETNING OG RITVINNSLA 8 vikur - 16 kennslust. INTERNETIÐ OG TÖLVUPÓSTUR 1 vika - 8 kennslust. WORD OG WINDOWS 4 vikur - 20 kennslust. WORD II 4 vikur - 20 kennslust. EXCEL 3 vikur - 20 kennslust. Verklegar greinar GLERLIST 10vikur 20 kennslust. GLER - OG POSTULÍNSMÁLUN 8 vikna námskeið. LEIRMÓTUN 6vikur 24 kennslust.byrj 4 vikur - 16 kennslust. STAFRÆN MYNDATAKA Á VIDEOVÉLAR 1 vika -12 kennslust. LJÓSMYNDATAKA 3 vikur 9 kennslustundir og fleiri námskeið Saumanámskeið FATASAUMUR- BÚTASAUMUR 6 vikur 24 - kennslust. BÚTASAUMSTEPPI CRACY QUILT 4 vikur 16 kennslustundir ÞJÓÐBÚNINGAGERÐ 10 vikur - 40 kennslustundir SKRAUTSAUMUR 5 vikur 15 kennslust. Matreiðslunámskeið Garðyrkjunámskeið Kántrý föndur Bókhald smærri fyrirtækja og fjöldi annarra námskeiða Fjölbreytt námskeið á vorönn Fyrstu námskeiðin hefjast 22. janúar Innritun og upplýsingar um námskeiðin í símum 564 1507 og 564 1527 kl. 18-21 og á skrifstofu Kvöldskólans í Snælandsskóla.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.