Morgunblaðið - 21.01.2003, Side 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
ÞRÁTT fyrir að heildartíðnikransæðastíflutilfellameðal 25–74 ára íslenskrakarla hafi lækkað um 49%
síðustu tvo áratugina og dánartíðni
lækkað um 63% deyja enn um 140 á
ári vegna hennar og um 380 einstak-
lingar greinast árlega með krans-
æðastíflu yngri en 75 ára. Þeim
farnast mun betur sem komast und-
ir læknishendur á fyrsta klukkutím-
anum en um helmingur þeirra, sem
ekki komast í meðferð strax, deyr
áður en þeir komast á spítala.
Hjartavernd hefur nýverið gefið
út bæklinginn Kransæðastífla;
fyrstu viðbrögð skipta höfuðmáli.
Þar er lýst áhættuþáttum hjarta- og
æðasjúkdóma, einkennum krans-
æðastíflu, viðbrögðum við brjóst-
verk, rannsóknum og meðferð.
Gunnar Sigurðsson, prófessor og
formaður Hjartaverndar, segir
bæklinginn þann fimmta í röð
fræðslubæklinga Hjartaverndar.
Ritnefnd skipuðu hjartalæknarnir
Davíð O. Arnar, Karl Andersen og
Guðmundur Þorgeirsson ásamt
Ástrósu Sverrisdóttur, fræðslufull-
trúa Hjartaverndar.
Fræðsla nauðsynleg
„Dánartíðni þeirra sem fá krans-
æðastíflu og ná ekki að komast á
sjúkrahús hefur lítið breyst undan-
farin ár. Þess vegna er nauðsynlegt
að fræða almenning um helstu ein-
kenni sem bent geta til kransæða-
stíflu og hver fyrstu viðbrögð eiga
að vera þegar menn verða vitni að
getur gefið lyf eða meðferð
stuðtæki eru horfur þei
fengið hafa hjartsláttar
mun betri,“ segir Karl ennf
Hjartalæknarnir bend
verkur í brjóstholi geti s
ýmsu öðru en kransæðas
vélinda, stoðkerfi eða lun
standi þeir stutt t.d. í for
verkjar sem stendur í nok
úndur er sjaldnast að
vegna kransæðasjúkdóms
sem bent geta til krans
standa því yfirleitt lengur,
dæmis við andlega eða l
áreynslu. Algengast er að
fá kransæðasjúkdóm hafi
áhættuþætti. Þeir geta ver
aður blóðþrýstingur, sy
reykingar, hækkaðar bló
ættarsaga um kransæðasjú
Bráðatilvik á nýja mó
Davíð segir að með
brjóstverkjamóttökunnar
þangað öllum bráðum hja
um. „Um leið og sjúkling
inn úr dyrunum tökum vi
línurit sem gefur okkur mi
upplýsingar um ástand hja
er oft unnt að sjá hvort æð
slíkum tilfellum,“ segir Gunnar.
Hann segir kransæðastíflu eina al-
gengustu dánarorsök meðal ís-
lenskra karlmanna, um fjórðungur
allra dánartilfella sé vegna hennar
næst á eftir samanlögðum fjölda
krabbameinstilfella. „Margir ungir
karlar og konur deyja án þess að
komast á sjúkrahús og við þurfum
að reyna að minnka þann hóp. Ým-
islegt hefur verið gert, m.a. með
fræðslu sjúkraflutningamanna og
betri tækjabúnaði neyðarbíla, bæði
á höfuðborgarsvæðinu og úti á landi
og í fyrra var komið upp svonefndri
brjóstverkjamóttöku á Landspítala
við Hringbraut sem sérhæfir sig í
meðferð bráðra hjartasjúkdóma,“
segir Gunnar. Yfirlæknir hennar er
Davíð O. Arnar sem ásamt Gunnari
og Karli Andersen ræða nánar um
fyrstu viðbrögð við brjóstverk sem
getur hugsanlega verið einkenni
hjartasjúkdóms.
„Einkenni sem benda til krans-
æðastíflu eða blóðþurrðar í hjarta
er verkur fyrir miðju brjósti og
hann leiðir oft upp í háls, kjálka,
vinstri handlegg, niður í kviðarhol
eða í bakið milli herðablaða,“ segir
Karl og segir dæmigerðan hjarta-
verk standa í nokkrar mínútur, allt
frá einni en yfirleitt í fimm eða jafn-
vel tíu mínútur. Standi verkurinn
lengur bendir það til kransæða-
stíflu. Hann segir hins vegar mjög
mismunandi hvar hver og einn fær
verk en það sem gerist er að taugar
sem flytja heilanum sársaukaboð
frá hjartanu staðsetji ekki verkinn
nákvæmlega og þar af leiðandi finna
sjúklingar fyrir verk t.d. í handlegg
þó að ekkert ami að handleggnum,
hann finnist bara þarna en stafi af
sjúkdómi í hjartanu. Það sem gerist
í hjartanu er að æðar hafa þrengst
og flytja ekki nægilegt blóð til allra
svæða hjartans og þá komi fram
verkur.
Þrengsli myndast hægt
„Kransæðaþrengsli gerast á
löngum tíma og menn geta verið
einkennalausir þar til allt í einu að
stífla verður í æðinni sem veldur
blóðþurrð og drepi í hjartavöðva og
um leið geta orðið truflanir á hjart-
slætti. Slíkar truflanir eru hættu-
legastar og eru helstu orsakir þess
að sjúklingar deyja áður en þeir
komast í meðferð. Ef hins vegar
sjúkraflutningsmenn eða læknir
Dánartíðni vegna kransæðastíflu hefur lækkað um 6
Hjartalæknarnir Davíð O. Arnar, Karl Andersen og Gunnar Sigurðsson eru hér fyrir utan nýtt aðsetur
Um 380 yngri
ára greinast á
Hjartalæknar segja
horfur þeirra sem fá
kransæðastíflu ráðast
af því hversu fljótt þeir
komast í meðferð. Þeir
segja fyrstu viðbrögð
skipta miklu máli og að
brýnt sé að menn
þekki líkleg einkenni.
Jóhannes Tómasson
ræddi við þrjá
hjartalækna.
Óþægindi yfir brjóstkas
sem liggja yfir hann mið
undir bringubeini og sta
lengur en 5 til 10 mínútu
Óþægindin geta komið o
farið eða verið viðvaran
Einkennum er oft lýst ei
sviðatilfinningu, herping
þyngslum eða bítandi ve
er stundum ruglað sama
brjóstsviða eða nábít.
Óþægindi í efri hluta l
amans með leiðni út í bá
handleggi (oftar út í vin
handlegg), herðar, bak,
hnakka, kjálka eða mag
Önnur einkenni eins o
ógleði, léttur höfuðverk
svimi, hjartsláttur (auka
slög), kaldur sviti og jafn
andnauð.
Merki um
kransæða
stíflu
HÆTTUR ERFÐAFRÆÐILEGRAR
FÁBREYTNI
Aðferðir líffræðinnar til að ræktastöðugt gjöfulli afbrigði græn-metis og ávaxta hafa fært mann-
kyninu mikla búbót. En afleiðingar
þess að eiga við náttúruna eru sjaldnast
fyrirsjáanlegar eins og nú virðist vera
að koma í ljós varðandi banana. Sam-
kvæmt grein, sem birtist í vísindaritinu
New Scientist og greint var frá í Morg-
unblaðinu á laugardag, er ræktaða af-
brigðið af banönunum að verða undir í
baráttunni við sjúkdóma og sníkjudýr
vegna erfðafræðilegrar fábreytni. Er
óttast að bananinn verði horfinn af
borðum fólks um allan heim eftir tíu ár
takist ekki að finna ný afbrigði, sem
standast sjúkdóma og sníkjudýr betur
en þau, sem nú eru í ræktun.
Um er að ræða þrjá ógnvalda,
sveppasýkingu, sem kennd er við Pan-
ama, aðra sveppasýkingu, sem nefnist
Svarta Sigatoka og að síðustu sníkju-
dýr, sem herja á bananaekrur í Mið-
Ameríku, Afríku og Asíu. Sérstaklega
virðist Svarta Sigatoka vera harðger og
í hvert sinn, sem komið hefur nýtt
sveppalyf myndar sveppurinn ónæmi
gegn því á skömmum tíma.
Bananinn, sem seldur er í búðum, er
frælaust og ófrjótt afbrigði. Nú er unn-
ið að því að skrásetja erfðamengi ban-
anans og er búist við að það taki fimm
ár. Beinist athyglin einkum að villtum
banönum, sem eru frjóir og fullir af
hörðum fræjum og um leið ónæmir fyr-
ir sveppasýkingum á borð við Sigatoku.
Bananaframleiðendur hafa hins vegar
lítinn stuðning viljað veita vísinda-
mönnum af ótta við að neytendur vilji
ekki sjá erfðabreytta banana.
Fyrsta dæmið um gróðurspillingu,
sem vitað er um, er kartöfluplágan á Ír-
landi skömmu fyrir miðja 19. öldina.
Kartöflur komu frá Ameríku og urðu
fljótt einn af grunnþáttum mataræðis á
Írlandi. Árið 1845 gerði dularfull gróð-
urplága vart við sig, réðist á kartöflu-
uppskeruna og hungursneyð breiddist
út á Írlandi. Írska afbrigðið reyndist
sérlega viðkvæmt fyrir plágunni, en að
lokum fundust önnur afbrigði í Andes-
fjöllum og Mexíkó, þar sem kartaflan
er upprunnin, sem voru ónæm fyrir
plágunni.
Vísindamenn hafa ekki aðeins
áhyggjur af banönum. Erfðafræðileg
fábreytni hefur gert vart við sig á fleiri
sviðum. Til dæmis sýndi rannsókn að
7098 afbrigði af eplum voru ræktuð í
Bandaríkjunum milli 1804 og 1905, en
nú hefur 6121 þeirra þurrkast út eða
86,2%. Svipaða sögu er að segja af per-
um.
Þau dæmi, sem hér hafa verið nefnd,
sýna hætturnar, sem fylgt geta fá-
breytni tegundanna. Ef allir rækta
sömu tegundina af kartöflum og
skyndilega brestur á plága, sem engin
svör eru við, getur það haft gríðarleg
áhrif á matvælaframleiðslu. Hið sama á
við um banana. Bæði þessi dæmi snerta
tegundir, sem eru mjög mikilvægar
undirstöður í næringu mannkyns. Ban-
anar eru ein af undirstöðum mataræðis
hálfs milljarðs manna í Afríku og Asíu
og óhætt er að segja að þeir séu borð-
aðir á hverju heimili hér á landi þótt
mikilvægi þeirra sé ekki það sama hér.
Aukin erfðafræðileg fábreytni dregur
úr sveigjanleika í matvælaframleiðslu,
hún dregur úr möguleikunum á að finna
ný lyf í náttúrunni og grefur undan
möguleikum á að finna nýja möguleika
til að næra mannkynið. Maðurinn hefur
ávallt reynt að beisla náttúruna, en hún
er ekki auðsveip. Það er vandrataður
vegur að lifa af náttúrunni og með
henni og dæmunum um það hversu var-
lega verður að fara fjölgar jafnt og þétt.
FJÖLBREYTTARA SKÓLAKERFI
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir al-þingismaður ritar grein hér í blaðið
síðastliðinn laugardag og vekur máls á
nauðsyn þess að kanna leiðir til að auka
fjölbreytni og fjölga valkostum í skóla-
kerfi landsmanna með því að fleirum en
hinu opinbera sé gert kleift að reka
skóla. Þingmaðurinn bendir á dæmi frá
Hollandi og Svíþjóð. Í fyrrnefnda land-
inu er löng hefð fyrir sjálfstæðum skól-
um, sem engu að síður eru fjármagnaðir
af almannafé, en í síðarnefnda landinu
hefur sveitarfélögum verið gert að
greiða 75% af reiknuðum meðalkostnaði
á nemanda til þess skóla, sem foreldrar
hafa valið að senda börn sín í. Í báðum
löndum hefur valfrelsi, ásamt greiðslum
sem fylgja nemendum, aukið fjölbreytni
og hvatt skólana til að gera enn betur.
Þorgerður Katrín nefnir að hér á
landi séu til einkaskólar á borð við Ís-
aksskóla og Landakotsskóla sem hafi
getið sér gott orð, en auk þeirra eru nú
aðeins þrír aðrir einkaskólar á grunn-
skólastigi. Þessir skólar séu ákveðinn
valkostur fyrir þá, sem séu reiðubúnir
að greiða skólagjöld en aðrir foreldrar
eigi engan valkost, þar sem hið opin-
bera treysti eingöngu sjálfu sér til að
reka skóla. Við þetta má reyndar bæta,
að Reykjavíkurborg leggur ekki sömu
upphæð með hverjum nemanda í einka-
skólum og í skólum, sem hún rekur
sjálf, þrátt fyrir að foreldrar barna í
þessum skólum greiði útsvarið sitt til
borgarinnar eins og aðrir. Þannig verða
foreldrar, sem eru tilbúnir að borga
aukalega fyrir betri menntun, í raun að
greiða mun hærri fjárhæðir en sem
nemur kostnaði við þá umframþjónustu,
sem einkaskólarnir veita.
Hér á landi ríkir víðtæk samstaða um
að menntun barna skuli fjármagna með
almannafé. Hins vegar er ekkert sem
segir að hið opinbera, þ.e. sveitarfélög-
in, eigi eða þurfi endilega að reka alla
skóla þótt þau fjármagni þá. Morgun-
blaðið hefur hvatt til þess að fjölbreytni
og gæði í skólakerfinu verði aukin með
því að auka valfrelsi um grunnskóla,
hvetja til stofnunar einkaskóla og efla
samkeppni milli skóla með því að binda
fjárstuðning hins opinbera við nem-
endafjölda. Þessi stefna blaðsins var
m.a. reifuð ýtarlega í Reykjavíkurbréfi
21. júlí á síðasta ári.
Því miður falla hugmyndir af þessu
tagi oft í grýttan jarðveg. Þorgerður
Katrín bendir í grein sinni á að umræða
um að skoða nýjar leiðir á fyrstu skóla-
stigunum rati oft beint ofan í gamal-
kunnar skotgrafir – menn grípi til
ómerkilegs hræðsluáróðurs í stað þess
að sýna einlægan vilja til að kanna leiðir
sem geti leitt til öflugra menntakerfis.
Það er kominn tími til að koma upp úr
skotgröfunum, fara að dæmi margra ná-
grannaríkja og ræða þessi mál í alvöru á
vettvangi sveitarstjórna. Markmiðið á
að vera að hlú að þeim valkostum, sem
þegar eru fyrir hendi í skólakerfinu og
auka svo stórlega frelsi foreldra til að
velja þann skóla, sem hentar börnum
þeirra bezt.