Morgunblaðið - 21.01.2003, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 2003 29
og ákveðið hvort gripið er til lyfja-
meðferðar þar sem blóðseginn í æð-
inni er leystur upp með svokölluðu
segaleysandi lyfi eða hvort laga þarf
þrengslin með kransæðaþræðingu
þar sem gerð er belgvíkkun og jafn-
vel sett inn stoðnet. Þess vegna höf-
um við kransæðavíkkunarteymi á
vakt allan sólarhringinn fimm daga
vikunnar og við vonumst til að geta
fljótlega tekið upp sjö daga vakt.“
Davíð segir að sé ekki augljóslega
um kransæðastíflu að ræða sam-
kvæmt hjartalínuriti sé beitt lyfja-
meðferð og sjúklingnum gefin ann-
ars konar blóðþynningarlyf. Segir
hann fylgst mjög náið með sjúkling-
um á brjóstverkjamóttökunni sam-
kvæmt ákveðnum vinnureglum og
reglulega tekin blóðsýni og hjarta-
línurit. Afleiðingar kransæðastíflu
segir hann ráðast af því hversu
fljótt meðferð hófst og hvort tekist
hafi að opna stíflaða æð. Sjúkrahús-
leguna eftir kransæðastíflu segir
hann gjarnan vera u.þ.b. viku til tíu
daga eftir því hversu mikla meðferð
og rannsóknir sjúklingur þurfi að
ganga í gegnum.
Brýnt að leita hjálpar
En hvernig á að bregðast við?
„Við leggjum áherslu á að menn
leiti læknis ef verkur hefur staðið í
fimm eða tíu mínútur eða lengur,“
segir Karl. „Brýnt er að menn leiti
hjálpar, aki ekki sjálfir á spítalann
heldur sé kallað eftir sjúkrabíl því
þá er hægt að veita meðferð strax í
bílnum.“ Skemmst er að minnast
herferðarinnar Hringja og hnoða
sem fram fór í haust. Snerist hún
um fyrstu viðbrögð við hjartastoppi,
þ.e. að menn hringi eftir hjálp og
beiti síðan hjartahnoði við sjúkling
til að viðhalda blóðflæði ef augljóst
er að hjartað hefur hætt að slá.
„Þetta eru réttu viðbrögðin og við
teljum herferðina hafa skilað ár-
angri,“ segir Davíð, „þar sem við
urðum vör við að fólk sem varð vitni
að hjartastoppi viðhafði þessi við-
brögð sem eru tvímælalaust til
hjálpar.“
Í lokin má geta þess að bæklingur
Hjartaverndar er fáanlegur á
hjartadeild og brjóstverkjamóttöku
Landspítalans og hjá Hjartavernd.
Hann má einnig sjá á heimasíðu
Hjartaverndar hjarta.is.
ð með raf-
irra sem
rtruflanir
fremur.
da á að
stafað frá
stíflu, frá
ngum en
rmi sting-
kkrar sek-
þeir séu
s. Verkir
sæðastíflu
, koma til
líkamlega
þeir sem
ákveðna
rið hækk-
ykursýki,
ðfitur og
úkdóm.
óttöku
tilkomu
sé beint
artatilfell-
gar koma
ið hjarta-
ikilvægar
artans. Þá
er stífluð
63% á tveimur áratugum
Morgunblaðið/Golli
r Hjartaverndar í Kópavogi.
i en 75
árlega
joto@mbl.is
ssa
ðjan
anda
ur.
og
ndi.
ins og
gi,
erk og
an við
lík-
áða
nstri
ga.
og
kur,
a-
fnvel
a-
MEÐAL þátttakenda á námskeiðinu voru þeir
Bjarki Sigfússon, flugrekstrarstjóri Bláfugls,
og flugöryggisfulltrúarnir og flugmennirnir
Kolbeinn I. Arason hjá Flugfélagi Íslands og
Sigurður Dagur Sigurðsson hjá Íslandsflugi.
Þeir voru spurðir um ávinning af því að sitja
námskeiðið.
„Tilgangurinn er að búa okkur undir að taka
þátt í rannsókn á flugslysi, að við séum vel und-
ir slíkt verkefni búnir ef á þarf að halda,“ segir
Bjarki Sigfússon en flugöryggisfulltrúi Blá-
fugls, Gunnar J. Ólafsson, sat einnig nám-
skeiðið. „Hér hefur verið farið yfir þann við-
búnað sem flugrekendur þurfa að viðhafa ef
slys kemur upp en það snertir auðvitað alla í
fyrirtækinu, forstjóra, millistjórnendur og
starfsmenn. Hver og einn flugrekandi setur
upp kerfi sem flugöryggisfulltrúi, flugrekstr-
arstjóri og yfirflugstjóri setja saman en for-
stjóri ber líka ábyrgð á.“
Sigurður Dagur Sigurðsson segir að eftir
námskeið sem þetta viti menn hvernig þeir eigi
að bera sig að vegna slysarannsókna enda var
einn þáttur þess æfing í að setja upp viðbragðs-
kerfi. Hann sat námskeiðið við annan mann frá
Íslandsflugi, Þórarin Ólafsson, deildarstjóra
flugrekstrar.
„Menn gera sér vel grein fyrir því að það
verður að vera til áætlun um viðbrögð við
svona aðstæður og hver á að gera hvað. Mér
finnst ekki ósennilegt að við færum á vettvang
ef eitthvað kæmi upp varðandi vélar okkar og
myndum þá senda fulltrúa okkar á vettvang
sem þekkja best inná viðkomandi flugvélateg-
und.“
Kolbeinn I. Arason segir ekkert einfalt mál
að eiga að fara á vettvang ef flugvél frá félagi
skoðunar hjá flugrekandanum og hvaða lær-
dóm mætti draga af slíkum atvikum. Flugrek-
endur hafa nú orðið sérstakt eftirlitskerfi
vegna frávika sem upp geta komið án þess að
þau stofni öryggi í hættu. Þeir sögðu líka að
fram kæmu margháttaðar upplýsingar og lær-
dómur á námskeiðinu og mikils virði að fleiri
en einn frá hverju fyrirtæki gætu sótt það.
Þannig væri betur tryggt að þekking kæmist til
skila og yrði nýtt í fyrirtækinu.
Þá voru þeir sammála um að eins nauðsyn-
legur og þessi undirbúningur væri vonuðust
vitanlega allir til að þurfa aldrei að nýta þessa
þekkingu.
hans myndi lenda í slysi. „Þar gætu vinnu-
félagar og vinir í áratugi átt í hlut og það var
einmitt ein ábendingin á námskeiðinu að menn
spyrðu sig hvort þeir væru tilfinningalega bún-
ir undir það að fara á vettvang við slíkar að-
stæður,“ segir Kolbeinn. Frá Flugfélagi Íslands
sat námskeiðið auk hans, Björn Þverdal gæða-
stjóri.
Eftirlitskerfi vegna frávika
Þremenningarnir sögðu að þótt námskeiðið
snerist mikið um viðbrögð við slysum væri ekki
síður mikilvægt að menn hefðu uppi ákveðin
viðbrögð vegna minni atvika sem kæmu þá til
Viðbragðskerfi verður að vera til
Morgunblaðið/jt
Sigurður Dagur Sigurðsson (lengst til vinstri), Kolbeinn I. Arason og Bjarki Sigfússon. Aftan við
þá sést í aðalkennarann, Gary R. Morphew, frá Öryggisstofnun Suður-Kaliforníu, SCSI.
NÍTJÁN sátu í síðustuviku námskeið um flug-slysarannsóknir semRannsóknarnefnd flug-
slysa, RNF, stóð fyrir. Nefndin
fékk bandaríska fyrirtækið South-
ern California Safety Institute,
SCSI, Öryggisstofnun Suður-Kali-
forníu, til að sjá um námskeiðið en
þar er einkum fjallað um skipulag
við rannsóknir á flugslysum og
flugatvikum og hvernig flugrek-
endur koma þar við sögu.
Þormóður Þormóðsson rann-
sóknastjóri og Þorkell Ágústsson
aðstoðarrannsóknastjóri tjáðu
Morgunblaðinu að SCSI stæði
framarlega í námskeiðahaldi er
varðaði hvers kyns öryggis- og
flugslysamál. Þorkell sótti nám-
skeið hjá stofnuninni á síðasta ári
og sagði hann að í framhaldi af því
hefði kviknað sú hugmynd að fá
fyrirtækið til að halda námskeið
hérlendis. „Það er bæði hagkvæm-
ara að fá tvo kennara hingað til
viku námskeiðahalds í stað þess að
senda hóp til Bandaríkjanna og við
fengum einnig sérsniðið námskeið
að þörfum flugrekenda hér,“ segir
Þormóður.
Mikilvægt að kunna viðbrögð
Þorkell segir námskeiðið einkum
fyrirlestra en einnig er nokkuð um
verkefni sem þátttakendur þurfa
að leysa. „Flugrekendur þurfa að
þekkja reglur og vinnubrögð varð-
andi flugslysarannsóknir og oft er
um margs konar samstarf að ræða
í tengslum við slys eða atvik,“ segir
Þorkell og bendir á að mikilvægt
sé að menn þekki allar boðleiðir,
tilkynningaskyldu og hvernig
skýrslugerð skuli háttað.
Þeir Þormóður og Þorkell segja
íslenska flugrekendur fúsa til að
tilkynna um atvik og þannig hafi á
nokkra fasta kennara í fullu starfi
og síðan aðgang að 25 til 30 manna
hópi sem tekur að sér einstök nám-
skeið eða þætti þeirra. Gary R.
Morphew hefur áratuga reynslu af
starfi sem flugmaður í bandaríska
hernum þar sem hann stjórnaði
vinnu við að koma upp öryggis-
kerfum og þjálfun. Fyrirtæki hans
hefur einnig staðið fyrir ráð-
stefnum á sviði flugöryggismála.
Kevin A. Darcy starfaði um ára-
bil hjá Boeing sem slysarann-
sóknastjóri en rekur nú ráðgjafa-
fyrirtæki á sviði flugöryggis. Hann
hefur tekið þátt í rannsóknum á yf-
ir 100 slysum, þar af 20 á vettvangi.
Kenna samskipti við fjölmiðla
Í ítarlegri umfjöllun fyrirlesar-
anna um alþjóðlegar reglur við
flugslysarannsóknir var m.a. farið
yfir þýðingu þess að spilla ekki um-
merkjum og gögnum á slysstað,
samstarf og samskipti fulltrúa
flugrekenda og rannsóknanefnda,
hvernig rannsóknamenn skuli búa
sig undir starf á vettvangi, sam-
skipti við fjölmiðla og fleira. Þeir
Morphew og Darcy sögðu nauð-
synlegt að menn huguðu að sam-
skiptum við fjölmiðla því flugslys
eða atvik væri alltaf frétt og fjöl-
miðlar leituðu stíft eftir upplýsing-
um um slík mál. Þeir sögðu rann-
sakendur iðulega bera ugg í brjósti
gagnvart þremur aðilum, þ.e.
stjórnmálamönnum, lögmönnum
og fjölmiðlum. Brýnt væri að flug-
rekendur og rannsóknarnefndir
sinntu fjölmiðlum og nauðsynlegt
væri að hvor um sig veitti aðeins
þær upplýsingar sem að þeim
sneru.
Varðandi undirbúning rann-
sóknar á vettvangi slyss var lögð
áhersla á að menn hefðu ákveðinn
búnað tiltækan, ákveðin tæki, fatn-
að og slíkan búnað, hefðu fyrirfram
áætlun um hverjir færu hugsan-
lega á slysstað og væru búnir undir
nokkurra daga eða vikna verkefni.
Einnig yrðu menn að spyrja sig
hvort þeir væru andlega tilbúnir til
að takast á við slík verkefni.
Þess má að lokum geta að ráð-
gert er að halda síðar á árinu nám-
skeið sem einkum snýr að flugvall-
arstarfsmönnum, slökkviliði og
björgunarmönnum.
verið svo mikinn hjá nefndinni á
einu ári. Sex af atburðunum 39
gerðust erlendis þar sem rannsókn
er á forræði rannsóknanefndar í
viðkomandi landi en RNF kemur
við sögu. Þátttakendur í námskeið-
inu voru frá öllum stærstu flugrek-
endum í landinu og það sitja einnig
fulltrúar Flugmálastjórnar.
Þeir segja ekki hafa verið vanda-
mál að fá næga þátttöku í nám-
skeiðinu og margir flugrekend-
anna hafi sent fleiri en einn.
Hafa kennt 4.500 manns
Bandaríska stofnunin SCSI hef-
ur frá árinu 1987 tekið um 4.500
manns á námskeið og segir Gary
R. Morphew, yfirmaður stofnunar-
innar og annar kennara á nám-
skeiðinu hér, að bæði séu haldin
grunnnámskeið um slysarann-
sóknir og öryggismál, sérhæfð
námskeið og framhaldsnámskeið
fyrir einstaka þætti í rannsóknum
og síðan sérsniðin námskeið fyrir
ýmsa aðila.
„Við höfum haldið námskeið í
Singapore, Ástralíu, Tékklandi og
Suður-Afríku bæði fyrir flugheri
landanna og flugrekstraraðila,“
segir hann en stofnunin hefur
síðasta ári borist 350 tilkynningar
til RNF. Af þeim fékk 91 tilkynn-
ing svokallað málnúmer, þ.e. atvik
var kannað, og 39 mál hlutu form-
lega og ítarlega rannsókn. Mis-
munurinn, 52 mál, eru mál sem
fóru til athugunar hjá öðrum að-
ilum, svo sem Flugmálastjórn, t.d.
mál vegna flugumferðarstjórnar.
Segja þeir málafjölda aldrei hafa
Mikilvæg þekking sem menn
vilja ekki þurfa að nota
Námskeið á vegum Rannsóknar-
nefndar flugslysa um viðbrögð
við slysum og flugatvikum
Kevin A. Darcy var annar aðalkennaranna á námskeiðinu.
Þormóður Þormóðsson (t.v.) og
Þorkell Ágústsson frá Rannsókn-
arnefnd flugslysa.
Á nýlegu námskeiði
fyrir flugrekendur voru
þeim kennd ýmis atriði
um hvernig bregðast
eigi við þegar slys eða
flugatvik koma upp.