Morgunblaðið - 21.01.2003, Page 32

Morgunblaðið - 21.01.2003, Page 32
MINNINGAR 32 ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Aðalheiður Árna-dóttir fæddist á Akureyri 20. febrúar 1919. Hún lést á Dvalar- og hjúkrun- arheimilinu Grund við Hringbraut hinn 13. janúar síðastlið- inn. Foreldrar Aðal- heiðar voru Árni Stefánsson, f. á Gestsstöðum í Fá- skrúðsfirði 8. júní 1874, d. 16. júní 1946, og Jónína Gunnhild- ur Friðfinnsdóttir, f. á Atlastöðum í Svarf- aðardal 8. september 1885, d. 28. desember 1969. Systkini Aðal- heiðar eru Anna Kristín, f. 7. apríl 1908, d. 8. mars 1987, Eðvarð Fritz, f. 12. júlí 1909, d. 26. júlí 1970, Guðrún, f. 17. ágúst 1910, Sigríður, f. 22. september 1911, d. 23. febrúar 1925, Guðmundur, f. 24. desember 1912, d. 4. apríl 1992, Friðfinnur, f. 5.september 1915, d. 30.september 1999, Kol- beinn, f. 21. september 1916, d. 4. október 1974, Stefán, f. 14. apríl 1920, Þórunn Hekla, f. 7. septem- ber 1922, Ingólfur, f. 5. ágúst 1924, og Sigurbjörn, f. 18. sept- ember 1927. Í febrúar 1943 giftist Aðalheið- ur Guðmundi Helgasyni frá Mel í Neskaupstað, f. 12. febrúar 1913, d. 20. desember 1974. Foreldrar hans voru Soffía Guðmundsdóttir úr Skriðdal og Helgi Bjarnason frá Sveinsstöðum í Hellisfirði. Aðalheið- ur og Guðmundur eignuðust eina dótt- ur, Jónhildi, f. 30. maí 1948. Börn hennar eru: 1) Guð- mundur Helgi, f. 6. október 1967, börn hans Thelma Dögg, f. 5 febrúar 1991, og Önundur Georg, f. 14. október 1992, maki Guðmundar er Íris Ósk Kristjánsdóttir og á hún fyrir Pét- ur Snæ, f. 22. maí 1999. 2) Aðal- heiður Rut, f. 9. nóvember 1972, maki Örvar Karlsson, fyrir átti Aðalheiður Þuríði Kristínu, f. 14. desember 1989, en saman eiga þau Tind Örvar, f. 27. janúar 2001. 3) Sverrir Stefán, f. 26. apríl 1981. Aðalheiður ólst upp í foreldra- húsum í Gránufélagsgötu 11 á Ak- ureyri og bjó þar uns hún giftist og flutti austur á Neskaupstað. Þar vann hún ýmis störf utan heimilisins. Eftir lát eiginmanns hennar 1974 flutti hún til Hafn- arfjarðar og bjó þar það sem eftir var ævinnar. Útför Aðalheiðar verður gerð frá Víðistaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Til minnar ástkæru móður: Þú áttir þrek og hafðir verk að vinna, og varst þér sjálfri hlífðarlaus og hörð. Þú vaktir yfir velferð barna þinna. Þú vildir rækta þeirra ættarjörð. Frá æsku varstu gædd þeim góða anda, sem gefur þjóðum ást til sinna landa og eykur þeirra afl og trú. En það er eðli mjúkra móðurhanda að miðla gjöfum – eins og þú. Ég flyt þér, móðir, þakkir þúsundfaldar, og þjóðin öll má heyra kvæði mitt, er Íslands mestu mæður verða taldar, þá mun það hljóma fagurt, nafnið þitt. Blessuð sé öll þín barátta og vinna. Blessað sé hús þitt, garður feðra minna, sem geymir lengi gömul spor. Haf hjartans þakkir, blessun barna þinna – og bráðum kemur eilíft vor. ( Davíð Stef.) Þín elskandi dóttir að eilífu, Jónhildur. Elskuleg amma mín var mér svo kær og hafði svo mikil áhrif á mitt líf. Það mun hún ætíð gera. Saga hennar byrjar á Akureyri þar sem hún er fædd og uppalin. Þar fæð- ist hún í stóran og myndarlegan systkinahóp hjá yndislegum og dug- legum foreldrum. Hún var afskap- lega stolt af fjölskyldu sinni og upp- runa. Faðir hennar var trésmíðameistari og móðir hennar dugmikil húsfreyja sem bar ábyrgð á stóru heimili og mörgum börnum. Það kom margoft fram í hlýju hjarta ömmu minnar hve mikillar ástúðar og umhyggju hún hafði fengið að njóta í bernsku sinni. Hún sagði mér oft frá árum sínum á Akureyri og fyrir mér eru þau ævintýri líkust. Hennar for- eldrar, systkini og samferðafólk eru mér mjög náin vegna þess að hún sagði frá atburðum á svo einstakan hátt hvort sem þeir voru gleðilegir eða sorglegir. Hún lét veikindi sín, sem höfðu mikil áhrif á líf hennar, ekki á sig fá og kvartaði aldrei. Stolt og sterk. Svo kynnist hún afa mínum, Guðmundi Helgasyni. Afi minn sem ég man þó ekki eftir, var einstakur og ár ömmu minnar með honum voru full af ást, virðingu og vinsemd. Amma bjó í Neskaupstað þar til afi lést í snjóflóðinu. Þá fylgdi hún sínu hjarta til dóttur sinnar og barna- barnanna, suður í Hafnarfjörð. Á Hjallabraut átti amma heimili frá því ég man eftir mér. Hún bjó rétt hjá mér og vann á Hrafnistu fyrstu æviár mín og þangað sótti ég. En amma átti eftir að verða æ meiri hluti af mínu lífi en fyrstu sjálfstæðu heimsóknir mín- ar gáfu til kynna. Amma varð snemma stór hluti af mínu lífi og allt- af varð það sterkara því hún stóð með mér í einu og öllu og tók alltaf á móti mér með opinn faðminn. Ég bjó hjá henni síðasta ár mitt í grunnskóla og þar með var okkar samband eilíft. Hún var ætíð mér við hlið, studdi mig og styrkti. Þegar ég eignaðist dóttur mína, Þuríði Kristínu, hélt hún áfram að blómstra mér við hlið og tók hana í arma sína eins og engil. Amma kom og heimsótti okkur og var hjá okkur vikunum saman, þar sem hún söng og sagði sögur sem urðu hennar fyrsta barnabarnabarni að eilífri hugljúfri minningu. Við mæðgurnar voru svo lánsamar að njóta samvista ömmu áfram og bjuggum hjá henni í tæp tvö ár og amma gaf okkur endalausa hlýju. Síðustu æviár hennar höfum við fjölskyldan verið í daglegu sam- bandi við hana. Hún þarfnaðist okkar og við hennar. Þær voru ófáar heim- sóknirnar á Hjallabrautina og eins kom hún svo oft til okkar í Rauðás. Við eyddum afmælisdögum, pásk- um, jólum og hversdagsdögunum saman. Alltaf var amma Heiða hluti af okkur. Stundum var Gummi bróðir minn með og svo síðustu árin mamma mín og Sverrir bróðir sem höfðu verið búsett erlendis svo lengi. Minning mín um ömmu mína mun ætíð vera ofarlega í huga mínum og ég vona svo innilega að hún geti verið stolt af mér og mínum um ókomna tíð. Því það sem hún gaf mér í veganesti og að leiðarljósi er ólýsanlegt. Amma mín, ég mun ávallt elska þig. Þín Aðalheiður Rut (Heiða). Aðalheiður Árnadóttir, móðursyst- ir okkar, var eitt 14 systkina, barna Árna Stefánssonar trésmíðameistara og Jónínu Gunnhildar Friðfinnsdótt- ur eiginkonu hans. Af þessum stóra barnahópi komust 11 til fullorðinsára og var Heiða frænka, eins og hún var jafnan kölluð af okkur systkinum, sjöunda í aldursröð systkinanna á Gránufélagsgötunni á Akureyri. Þar var oft þröng á þingi og margir munnar að seðja en auk hins stóra barnahóps voru kostgangarar á heimilinu, menn sem unnu með Árna afa og utanbæjar menntaskólapiltar. Eins og nærri má geta hefur oft verið mikið fjör á heimilinu og Heiða ef- laust aðalfjörkálfurinn. Á þessum árum var Akureyri hálf- gert pestarbæli, berklar voru algeng- ari þar en annars staðar og margar fjölskyldur smitaðar af þessum vá- gesti. Heiða fékk að kenna á berkl- unum, hún fékk berklasýkingu í mjaðmarlið og var lögð í gifsbeð á Fjórðungssjúkrahúsinu á unglings- árum sínum og var höfð gifsuð í rúm- inu í 3 ár. Þessi örlög höfðu ekki nein teljandi áhrif á Heiðu, hún missti ekki móðinn og aldrei heyrðist hún kvarta þó svo að hún væri draghölt upp frá þessu og ætti erfitt með gang. Eyddi hún jafnan talinu ef einhver spurði hvort hún væri þjáð í mjöðminni. Heiða var létt í lund, hló mikið, átti margar góðar vinkonur og naut þess að vera til. Móðir okkar Hekla og Heiða, voru mjög samrýndar. Fékk Heiða oft það hlutskipti að passa okk- ur þegar foreldrar okkur brugðu sér af bæ. Við vorum þá send til Nes- kaupstaðar þar sem Heiða bjó með eiginmanni sínum Guðmundi Helga- syni og dóttur þeirra Jónhildi. Það var mikil og skemmtileg upp- lifun að koma að sumarlagi til Nes- kaupstaðar á þessum árum þegar síldarævintýrið var í fullum gangi og mikið líf í bænum. Einkennandi fyrir Heiðu á þessum árum var gott skap, hispursleysi og dugnaður. Okkur systkinum varð fljótt ljóst að það þýddi ekki að væla eða suða, á slíkt var ekki hlustað. Þegar maður datt í sjóinn var manni sagt að skipta um föt og hengja blautu fötin upp út á snúru. Síðar um daginn fékk maður svo uppbót og hluttekningu með kleinum og mjólkurglasi. Heiða kom einnig suður til Reykjavíkur til að passa okkur um mánaðarskeið þegar foreldrar okkar fóru til útlanda, þá kynntumst við henni vel og hún hefur alltaf skipað sérstakan væntum- þykjusess í huga okkar systkinanna. Heiða fékk ýmsar ágjafir í lífinu en stóð alltaf bein og óbuguð, ótrúlega kjarkmikil. Þegar hún missti Guð- mund sinn í snjóflóðinu í Neskaup- stað í desember 1974 flutti Heiða suð- ur og bjó í Hafnarfirði eftir það. Hún var dóttur sinni og barnabörnum stoð og stytta, hún var kona sem gerði ekki miklar kröfur til lífsins en var samt alltaf ánægð með sitt og gaf miklu meira en hún þáði. Síðustu árin var heilsan farin að gefa sig og Heiða fékk hvíldina eftir gæfuríka ævi. Þegar litið er til baka er margt sem við systkinin höfum lært af henni og erum við forsjóninni þakklát fyrir að hafa fengið að vera samferða henni. Við vottum Jónhildi og barnabörnum innilega samúð. Hvíl í friði. Margrét Geirsdóttir, Árni Jón Geirsson, Guðrún Geirsdóttir. Elsku amma mín, það er margt sem ég vildi koma á blað til að minn- ast þín. Undanfarna daga, frá því ég fékk fregnirnar að þú værir farin, hafa minningarnar komið stöðugt upp í huga mér, þú áttir svo stóran þátt í mínu lífi, frá því ég man fyrst eftir mér á Norðfirði þau sumur sem ég kom til ykkar afa. Þar leið mér alltaf vel, það voru ófáar ferðirnar sem ég fór inn í bræðslu til afa eða niður á bryggju að veiða og þegar ég kom til baka varst þú alltaf heima til að taka á móti mér og hafðir mestar áhyggjur af því að ég væri svangur. Þú varst mér alltaf góð, sama hvað á gekk, og studdir mig í einu og öllu sem ég tók mér fyrir hendur. Þú kenndir mér að takast á við erfiðleika lífsins og líta á þá sem verkefni til að takast á við, eins og þú gerðir þegar áföll dundu yfir þig í þínu lífi sem voru ófá. Mér er minnisstæðast það ár sem ég bjó hjá þér inni í Hafnarfirði og all- ar þær stundir sem við sátum í eld- húsinu og þú sagðir mér sögurnar af afa og ykkar lífi eða stundirnar okkar á morgnana áður en ég fór í vinnuna og þú varst komin á fætur á undan mér og hafðir til morgunmat, það þýddi ekkert að segja þér að sofa lengur og að ég mundi redda mér sjálfur. Þú varst mér einstaklega góð og vildir allt fyrir mig gera, eins og þér var einni lagið. Þú áttir allan þátt í því að gera mig að þeim manni sem ég er í dag. Ég mun minnast þín um mína ókomnu framtíð. Takk fyrir alla þína ást og umhyggju og þann vegvísi að lífinu sem þú mér gafst. Guðmundur Helgi. AÐALHEIÐUR ÁRNADÓTTIR H ugmyndin um höf- undinn sem upp- haf og miðju skáldskaparins var lífseig en á tuttugustu öld tók að draga svo- lítið af henni. Nokkrir atburðir urðu til þess að það virtist draga úr vægi höfundarins í bókmenntunum. Einn þeirra varð á Ítalíu árið 1921. Sex skáldaðar persónur ruddust inn í leikhús þar sem leikhópur var að æfa verk eftir ítalska skáldið Luigi Pirandello og sögðust í leit að höfundi. Persónurnar höfðu fengið líf hjá höfundi sín- um en hann síðan viljað taka það af þeim aftur. Eftir að hafa árangurslaust reynt að telja honum hughvarf leituðu þær á náðir leikhússins þar sem skáld- uðum persónum er gefið líf, þar sem sagan sem þær bera innra með sér get- ur orðið að veruleika. Fyrst í stað brást leikhópurinn við þessari óvæntu heimsókn með hlátri en leikstjóranum, sem hinar að- komnu persónur vildu fá sem höfund sinn, var ekki skemmt. Smám saman tókst þó persón- unum sex, sem voru faðir og móðir ásamt börnum sínum fjórum, að sannfæra leikstjór- ann og leikhópinn um að þær hefðu dramatíska sögu að segja. Leikstjórinn fékk áhuga á að setja verkið upp en það runnu tvær grímur á persónurnar þeg- ar þær áttuðu sig á því að þær sjálfar ættu ekki að fá að vera á sviðinu heldur leikararnir sem yrðu í hlutverkum þeirra. Per- sónurnar kváðu engan þekkja sögu þeirra og innviði betur en þær en leikstjórinn taldi úti- lokað að þær sjálfar færu á svið, það væri hlutverk leik- aranna. Persónurnar sáu hins vegar strax í hendi sér að þær yrðu allt aðrar persónur í með- förum leikaranna. Leikstjórinn vildi að auki breyta ýmsu í verkinu sem þær töldu fráleitt, þetta væri þeirra saga, þeirra örlög sem höfundurinn hafði skapað þeim, og þeim mætti ekki breyta. Leikstjórinn var ekki á sama máli og reyndi að koma persón- unum í skilning um að í leikhús- inu væri búin til blekking, tál- sýn veruleikans, en þar yrðu ekki raunverulegir atburðir. Fjölskyldufaðirinn benti hins vegar á að þessi tálsýn væri veruleiki persónanna sex og raunar væri svipað komið fyrir öllum – hver veit hver hann er í raun og veru? Í sannleika sagt vissi það enginn betur en per- sóna í skáldverki, hún byggi yf- ir ákveðnum einkennum, ákveðnum örlögum sem ekki breyttust – einstaklingur gæti aftur á móti verið enginn ákveð- inn. Einstaklingur gæti ekki vit- að hver hann væri því hann væri aldrei einn og samur frá einum degi til annars, hvorki ytra né innra; hugsanir og tál- sýnir sem hann hefði í dag kynnu að virðast óraunveruleg- ar á morgun. „Ef við (persón- urnar) eigum engan veruleika utan tálsýnarinnar,“ sagði fað- irinn, „þá ættir þú (leikstjóri) að vantreysta veruleika þínum vegna þess að þótt þú andir honum að þér og snertir í dag er hann vís með að virðast tál- sýn á morgun eins og gærdag- urinn virðist tálsýn í dag.“ Þetta taldi faðirinn sönnun þess að leikritið sem persónurnar sex bæru innra með sér væri raunverulegra en leikstjórinn og líf hans, þeirra saga gæti ekki breyst, hún væri þeim óbreytanlegur veruleiki, en veruleiki leikstjórans gæti tekið stakkaskiptum á einni nóttu. Leikstjóranum féll allur ketill í eld við þessar röksemda- færslur og spurði síðan hvenær persónur úr leikriti væru farnar að stíga út úr hlutverkum sínum og túlka sjálfar sig og útskýra, flytja fyrirlestur um sig. Hann sagðist aldrei hafa séð annað eins. „Þú hefur ekki séð neitt þessu líkt,“ sagði faðirinn, „vegna þess að höfundar fela vanalega vinnuna á bak við sköpunarverk sín. Þegar per- sónur lifna við og birtast allt í einu fyrir framan höfund sinn getur höfundur aðeins haft eftir þeim orð þeirra og athafnir. Hann verður að vilja hafa þær eins og þær vilja sjálfar vera. Gæfan fylgi honum ef hann vill það ekki! Þegar persóna er fædd öðlast hún svo mikið frelsi, jafnvel frá höfundi sínum, að allur heimurinn getur ímynd- að sér hana í óteljandi að- stæðum öðrum en þeim sem höfundurinn hafði hugsað sér að setja hana í. Stundum fær hún merkingu sem höfundinum datt ekki í hug að ljá henni.“ Þessi atburður leiddi ótvírætt í ljós að höfundurinn var ekki sá sem hann sýndist. Og raunar var erfitt að sjá í þessu leikriti öllu saman hver var hvað og hvað var hvers. Áttu persón- urnar sex við að hver sem er gæti verið höfundur þeirra, leik- stjórinn jafnt sem leikarar og lesendur? Urðu árekstrarnir og misskilningurinn kannski vegna þess að persónurnar lögðu ann- an skilning í hugtakið höfundur en leikstjórinn og leikararnir? Voru þær ef til vill ekki að leita að þeim höfundi sem menn höfðu hugsað sér heldur því frjóa afli sem allur texti leitar og fyllir hann lífi? Faðirinn sagði að persónurnar væru týndar, á hrakhólum, í þeim skilningi að höfundurinn sem skapaði þær hefði ekki viljað og einfaldlega ekki haft raunveru- lega getu til þess að finna þeim stað í heimi listarinnar. „Og það var mikill glæpur,“ hélt hann áfram, „vegna þess að hver sá sem er svo heppinn að fæðast lifandi sögupersóna getur hlegið að dauðanum. Hann mun aldrei deyja! Maðurinn mun deyja, rit- höfundurinn, sá sem skapar, en sköpunarverkið mun aldrei deyja! Og það krefst ekki einu sinni sérstakra hæfileika að lifa að eilífu, og ekki kraftaverka. Hver var Sancho Panza? Hver var Don Abbondio? Þeir lifa að eilífu vegna þess að eins og lif- andi fræ voru þeir svo heppnir að falla í frjóa jörð, í frjóan hug sem vissi hvernig átti að láta þá vaxa og dafna, lifa um alla ei- lífð.“ Í leit að höfundi Sex skáldaðar persónur ruddust inn í leikhús þar sem leikhópur var að æfa verk eftir ítalska skáldið Luigi Pir- andello og sögðust í leit að höfundi. VIÐHORF Eftir Þröst Helgason throstur@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.