Morgunblaðið - 21.01.2003, Side 33

Morgunblaðið - 21.01.2003, Side 33
Ó, Jesú bróðir besti og barnavinur mesti, æ, breið þú blessun þína á barnæskuna mína. ( Páll Jónsson.) Elsku amma mín, þetta söngstu oft og mun þessi bæn ævinlega fylgja mér. Þó að ég hafi hitt þig stutt þá mun ég ætíð vera þér nærri. Blessuð sé minning þín. Þinn Tindur Örvar. Elsku amma, aldrei vildir þú mig skamma, nei, þú varst alltaf svo góð, vissir allt, svo fróð. Ég vildi að þú værir hér hjá mér, en þú verður alltaf hjá mér í hjarta mínu. Minning þín mun aldrei hverfa. Amma mín, takk fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig. Það er ekki hægt að finna marga eins góða og umhyggju- sama og þig. Þú varst einstök og ég mun ávallt líta upp til þín, elsku amma mín. Ég er heppin að hafa kynnst langömmu minni svona vel og ég verð Guði ætíð þakklát fyrir það. Megir þú hvíla í friði. Þín Þuríður Kristín Kristleifsdóttir. Í dag kveðjum við móðursystur mína Aðalheiði Árnadóttur, sem ávallt var kölluð Heiða frænka. Mig langar að minnast hennar með nokkrum kveðjuorðum. Hún tengdist okkur systkinum mínum og foreldrum órjúfanlegum böndum, en sem ung stúlka kom hún á heimili foreldra minna á Norðfirði og kynntist þar verðandi eiginmanni sínum Guðmundi Helgasyni sem var bróðursonur Björgvins föður míns. Á Neskaupstað bjuggu þau Heiða og Guðmundur þar til hann lést í snjóflóðinu sem féll á bæinn rétt fyrir jólin 1974. Á árunum á Neskaupstað var sam- gangur mjög mikill á milli heimilanna en stutt var á milli og skilaboð gjarn- an send um að kaffi væri á könnunni eða samræðu væri þörf með því að setja hvítt viskastykki í eldhúsglugg- ann. Heiðu var margt til lista lagt og bar heimilishald hennar allt vott um það. Hún var létt í skapi, listakokkur og nutum við oft góðs af því. Þá lék allt í höndum hennar, hannyrðir og saumaskapur. Þá var hún einstök sögumanneskja og var yndi að hlusta á frásagnir hennar um hvaðeina og einnig skoðanir hennar á þjóðfélags- málum sem hún tjáði tæpitungulaust. Árið eftir að Guðmundur dó flutti Heiða síðan til Hafnarfjarðar eins og við löngu áður og var samgangur okkar mikill sem fyrr. Þá hafði Jón- hildur fært henni barnabörn og var það hennar líf og yndi eftir suður- komuna að huga að velferð barna- barna og síðan barnabarnabarna. Alltaf var sami hressileikinn og frá- sagnargleðin þrátt fyrir hrakandi heilsu, einkum sjóndepurð og var allt- af jafn mikil upplifun að heimsækja Heiðu á Hjallabrautina. Þar kom að því þrátt fyrir góða umönnum á Hjallabrautinni að hún varð að fara á elliheimili til sólarhrings umönnunar en hún náði ekki að vera þar í mánuð áður en kallið kom. Ég vil þakka henni samfylgdina um leið og ég votta fjölskyldunni samúð mína. Megi Guð blessa minningu Heiðu. Arnbjörg G. Björgvinsdóttir. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 2003 33 ✝ Elín Þorleifs-dóttir fæddist í Fjarðarhorni í Helgafellssveit á Snæfellsnesi 20. júní 1934. Hún lést á heimili sínu í Kefla- vík 13. janúar síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Þorleif- ur Einarsson, f. 4.11. 1895, d. 8.10. 1969, og Guðrún Matthías- dóttir, f. 6.10. 1893, d. 23.4. 1986. Systk- ini Elínar voru: Helga, f. 9.8. 1918, Mattea, f. 18.4. 1922, Jón, f. 1.4. 1924, d. 10.8. 1990, Páll, f. 5.4. 1926, d. 8.3. 1989, Einar, f. 6.7. 1927, d. 18.4. 1988, Karítas, f. 12.9. 1929, og Idda, f. 4.7. 1957. Elín giftist 16.4. 1954 Eyjólfi Ingiberg (Eyberg) Geirssyni vél- stjóra í Keflavík, f. 31.10. 1932, d. 7.12. 2000. Foreldrar hans voru Geir Þórarinsson, f. 3.2. 1906, d. 17.12. 1983, og Margrét Eyjólfsdóttir, f. 14.12. 1905, d. 8.9. 1968. Elín og Eyberg eign- uðust sex börn, þau eru: 1) Ólaf- ur, f. 27.9. 1953, kvæntur Berg- þóru Jóhannsdóttur, börn þeirra eru Elín Ragna en sonur hennar er Aron Tristan, Íris Ósk og Óli Bergur. 2) Geir, f. 9.6. 1955, d. 17.10. 1956. 3) Geir, f. 26.12. 1957, kvænt- ur Sigríði Ingólfs- dóttur, börn þeirra eru Eyjólfur Ingi- berg, Ingólfur og Anna Margrét, Geir átti fyrir Kristin en sonur hans er Sam- úel Már. 4) Margrét, f. 21.4. 1954, sam- býlismaður hennar var Sveinn Pálsson en hann lést 17.7. 2001, börn þeirra eru Þór og Elín. 5) Daníel, f. 28.2. 1961, kvæntur Hugrúnu Eyjólfsdóttur, börn þeirra eru Eybjörg og Björgvin. 6) Gunnar, f. 6.10. 1962, kvæntur Helgu Hildi Snorradóttur, börn þeirra eru Gunnhildur, Snorri Már og óskírð stúlka, Gunnar átti fyrir Hauk Inga. Elín ólst upp í Fjarðarhorni en flutti ásamt foreldrum sínum til Keflavíkur 1945 og bjó þar alla tíð. Hún vann um árabil í Ragn- arsbakaríi og síðar í rækju- vinnslu, lengst af í Saltveri. Útför Elínar verður gerð frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Mig langar til að kveðja ástkæra móður mína með þessu erindi, því að ég veit að ég á eftir að sakna hennar mjög: Þín minning lifir í mínu hjarta, þú mesta yndi mér hefur veitt. Við áttum framtíð svo fagra og bjarta, en flestu örlögin geta breytt. Og þegar kvöldið er svo kyrrt og hljótt, ég kveðju sendi þér, þig dreymi rótt. Þín minning lifi í mínu hjarta, ég mun því bjóða þér góða nótt. Elsku mamma, Guð blessi þig og minningu þína. Takk fyrir allt. Þín elskandi dóttir Margrét. Elsku amma mín, ekki hvarflaði að mér að þú færir núna. Þetta gerðist svo snöggt. Þegar ég heyrði að þú værir farin þá fór ég að hugsa svo mikið og allar minningarnar um þig, þær eru svo margar og góðar. Þú varst alltaf svo dugleg og ég dáðist að þér fyrir það hvað þú varst sterk, sérstaklega þegar hann afi dó fyrir tveimur árum. Þá huggaðir þú okk- ur. Þú hélst áfram að búa í stóra hús- inu ykkar í Hátúninu og svo fórstu og tókst bílpróf og náðir því leikandi og keyptir þér nýjan sætan bíl. Ég var svo stolt af þér, amma mín, hvað þú stóðst þig vel, leist alltaf svo vel út. Ég man þegar þú komst í Mangó til mín og spurðir hvort ég ætti ekki sæta blússu handa þér, þú varst svo mikil skvísa. Þú leist alltaf vel út. Ég man enn þegar ég var bara sex ára og þú passaðir mig eftir skóla þá hafðir þú endalausa þolinmæði með mér. Það var svo gaman hjá ömmu Ellu og afa Eyberg, ég klæddi mig upp í alla kjólana þína og þú lánaðir mér öll prinsessuhálsmenin þín og svoleiðis dansaði ég um allt húsið. Síðan sátum við og spiluðum en ég kunni ekkert að spila og bullaði bara og þér fannst það fyndið. Ég dáðist að þér, hvað þú stóðst þig eins og hetja. Þegar hann afi var veikur, þá tókst þú rútuna frá Keflavík alla daga eftir langan og erfiðan vinnu- dag, til að heimsækja hann afa sem var þá kominn á spítala. Það var aðdáunarvert hversu samrýnd þið voruð, þið voruð eitt. Bæði jafn ynd- isleg og endalaust góð. Ég man þeg- ar þið hringduð í mig til Venezuela og mér þótti svo vænt um að þið hringduð. Elsku fallega amma mín, ég sakna þín svo sárt, ég vildi að ég gæti tekið utan um þig og spjallað við þig, þú vildir alltaf hlusta og spjalla. En nú veit ég að þú ert komin til hans afa og Geira litla og líður vel. Elsku amma ég mun alltaf muna eftir þér og segja Aroni Tristan frá hversu yndisleg manneskja þú varst. Guð geymi þig. Þín nafna, Elín Ragna. Elsku amma. Það er svo skrýtið að koma til Keflavíkur án þess að þú takir á móti mér. Þú vildir alltaf spila við mig og við spiluðum mjög oft. Við áttum margar góðar stundir saman og ég sakna þín mjög mikið. Guð geymi þig, Ella amma. Elín Sveinsdóttir. Elsku amma. Þegar mér var sagt að þú værir farin áttaði ég mig ekki á því að þetta værir þú. Því þú varst alltaf svo hress og skemmtileg, þú varst ekki þessi venjulega amma, prjónandi og bakandi en samt sem áður varstu frábær. Þú vildir ekki að fólk hefði áhyggjur af þér. Þegar afi dó hef ég aldrei séð jafn stóran per- sónuleika í jafn lítilli manneskju. Og sumarið sem við unnum og ég bjó nánast hjá þér vildirðu allt það besta gera fyrir mig, þetta var frábært sumar. Enginn hefði getað gert sér grein fyrir því hve fljótt við þurftum að kveðja þig. Með söknuði og trega kveð ég þig og ég veit að þér líður vel hjá afa og Svenna. Þín Íris Ósk. Elsku Ella, þá er komið að kveðju- stund og það allt of fljótt. Þar sem við Haukur Ingi ömmu- strákurinn þinn höfum búið í Noregi síðustu 7 árin hafa samverustundirn- ar verið alltof fáar en símtölin þeim mun fleiri. Við sátum í sumar og spjölluðum yfir kaffibolla í Hátúninu um ferm- inguna hans Hauks Inga og að þú ætlaðir að koma út til okkar og vera í nokkrar vikur. Við Haukur vorum búinað hlakka mikið til þess. Við töl- uðum um allt sem við ætluðum að sýna þér og bara njóta þess að vera saman. Ég vil þakka fyrir allar góðu stundirnar sem við höfum átt saman, öll sumrin hans Hauks Inga í Hátún- inu og vináttuna gegnum árin. Elsku Ella mín, þá eruð þið Eyberg afi aft- ur saman. Þín er og verður sárt saknað. Guðrún Helga Ingólfsdóttir. ELÍN ÞORLEIFSDÓTTIR Minningarkort Krabbameinsfélagsins 540 1990 krabb.is/minning Elskuleg eiginkona, móðir, tengdamóðir og amma, ANNA SOFFÍA JÓHANNSDÓTTIR, Hringbraut 86, Keflavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja að kvöldi föstudagsins 17. janúar. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 24. janúar kl. 15.30. Konráð Fjeldsted, Agnes Hólmfríður Konráðsdóttir, Gunnar Hans Konráðsson, Sigríður Pálsdóttir, Jóhann Kristján Konráðsson, Hanna Rósa Sæmundsdóttir, Friðrik Þór Konráðsson, Kolbrún Svala Júlíusdóttir, Sigfríður Pálína Konráðsdóttir og barnabörn. Bróðir minn og mágur, JENS ANTON TÓMASSON, Hvassaleiti 22, Reykjavík, andaðist á hjúkrunarheimilinu Eir föstudaginn 10. janúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug. Ásta L.S. Tómasdóttir, Einar Sigurðsson. Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar, ÁGÚST NATHANAELSSON vélfræðingur, Norðurbrún 1, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítala Landakoti laugar- daginn 18. janúar. Fyrir hönd ættingja, Ásta Þorkelsdóttir og börn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, STEINGRÍMUR JÓN BIRGISSON, sem lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga fimmtudaginn 16. janúar sl., verður jarðsung- inn frá Húsavíkurkirkju laugardaginn 25. janúar kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hins látna, er bent á styrktarsjóð Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga. Birgir Steingrímsson, Steinunn Áskelsdóttir, Ásgeir Hermann Steingrímsson, Anna Guðný Aradóttir, Steingrímur, Þórný, Áskell Geir, Auður Karitas og Arna Sigríður. Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsing- um um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Formáli minning- argreina

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.