Morgunblaðið - 21.01.2003, Side 35

Morgunblaðið - 21.01.2003, Side 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 2003 35 miklar aðgerðir sem ég vissi að höfðu gengið svo nærri þér en framundan átti að vera svo góður bati. Það er huggun harmi gegn að núna ertu komin til afa sem ég veit að þú sakn- aðir svo sárt eftir að hann lést. Amma mín, það er svo margt sem hægt er að segja um þig en dýrmæt- astur er sá tími sem ég átti með þér þegar þú varst hjá mér þegar ég eign- aðist fjórða og yngsta barnið mitt. Þú sagðir líka eftir þá stund að þér fynd- ist þú eiga svo mikið í Völu litlu. Þú gafst henni svo fallegt silfur, sem þér var gefið þegar þú varst eins árs, og lést þú merkja það með nafni hennar. Ég sé um að varðveita þá gjöf vel. Sofðu lengi, sofðu rótt seint mun best að vakna mæðan kenna mun þér fljótt meðan hallar degi skjótt, að mennirnir elska, missa, gráta og sakna. (Jóhann Sigurjónsson.) Elsku amma mín það eru svo margar og góðar minningar þér tengdar í lífi mínu sem ég mun varð- veita og koma áfram til barna minna. Ég sakna þín svo sárt. Þín Lucinda Svava. Hún amma Erna er dáin. Elsku amma mín, ég mun minnast þín sem einstaklega sterkrar, ráðagóðrar, dugmikillar og hvetjandi. Það er svona sem þú birtist mér þegar ég lít til baka, hvort sem er til þess tíma þegar ég var hjá ykkur afa í Garða- bænum, uppi í Grafarvogi eða nú seinast hjá þér hérna á Hringbraut- inni. Alltaf fylgdist þú vel með því sem við barnabörnin þín vorum að gera og alltaf varst þú fljót að setja þig inn í málin ef við leituðum ráða hjá þér. Þannig minnist ég margra stunda þar sem setið var við eldhúsborðið og málin brotin til mergjar, allt frá skólabókunum til húsateikninga. Allt- af fór maður heim með góð ráð sem þú hafðir gefið, ýmist af eigin reynslu eða eftir að hafa á undur skömmum tíma séð lausn á vandanum. Minningarnar eru svo margar og hrannast þær upp nú, þegar ég skrifa þessar línur. Ég er rétt að gera mér grein fyrir að við hittumst ekki aftur í bráð en minningarnar lifa og í hjarta mér veit ég að þið afi eruð saman á ný. Ég kveð þig með miklum söknuði, elsku amma. Sigurður Örn Árnason. Systir mín Erna Geirlaug er látin. Erfiðum lokakafla lífs hennar er lokið og hún hefur fengið kærkomna hvíld. Við áttum samleið á lífsgöngunni í rúma sjö áratugi en hún var elst okk- ar þriggja systkinanna; látinn er bróðir okkar Einar. Erna gegndi fljótt miklu ábyrgð- arhlutverki, að vera til aðstoðar við gæslu bræðra sinna, sem sjálfsagt hefur ekki alltaf verið auðvelt. Ég minnist þess þegar stormasamt var hvort heldur innanhúss eða utan að hún lagði ávallt það til málanna sem gæti orðið til sátta. Ef henni tókst það ekki, að henni fannst, gerði hún ekki upp á milli deiluaðila. Þannig liðu æskuárin á heimili for- eldra okkar, Svövu og Árna Mathie- sen. Skólagangan hófst þegar tími var til kominn en þar urðum við ekki samferða. Þrátt fyrir það taldi hún það skyldu sína að fylgjast með bræðrum sínum og hafa sitt að segja þegar við hittumst. Fyrr en varði kallaði alvara lífsins og hún gekk ung í hjónaband en eig- inmaður hennar var Sigurður Hjálm- týsson bifreiðastjóri sem er látinn. Fjölskylda þeirra stækkaði og fyrsta barnabarn foreldra minna fæddist þeim. Börn þeirra urðu fjögur, allt fjölskyldufólk í dag, búsett í Hafnar- firði og á Seyðisfirði. Ég kom oft á heimili systur minnar til þess að heimsækja frændfólk mitt þar sem hún gætti bús og barna sinna af mikilli prýði. Ég fann að þar var ég aufúsugestur, hvort heldur hjá for- eldrunum eða börnunum. Ég reyndi að endurgjalda henni aðstoðina frá fyrri tíð eftir því sem aðstæður leyfðu. Þegar ég svo eignaðist fjöl- skyldu, eiginkonu og börn, gátum við Erna glaðst yfir gagnkvæmri vináttu og frændsemi nýrrar kynslóðar. Ég og fjölskylda mín kveðjum Ernu Geirlaugu með þökk fyrir allt og allt. Við biðjum henni og þeim öll- um sem á undan eru horfnir Guðs blessunar. Samúðarkveðjur sendum við börnum hennar og fjölskyldu. Matthías Á. Mathiesen. Ég hefi þekkt marga háa sál, ég hefi lært bækur og tungumál og setið við lista lindir, en enginn kenndi mér eins og þú hið eilífa og stóra, kraft og trú, né gaf mér svo guðlegar myndir. (Matthías Jochumsson.) Enn kemur þetta fallega ljóð upp í hugann er við kveðjum ástkæra ömmu okkar, eins og fyrir svo alltof stuttu, er við kvöddum afa Sigga. Amma Erna var okkur svo mikið þar sem hún og afi hafa átt svo ríkan þátt í uppvexti okkar. Eru okkur sér- staklega minnisstæðar allar yndis- legu stundirnar í Fannafoldinni þar sem alltaf var tekið á móti okkur opn- um og hlýjum örmum. Var þar heldur betur dekrað við okkur barnabörnin og vildi amma allt fyrir alla gera. Með sanni má segja að við höfum ekki einungis misst ömmu okkar heldur einnig mjög góða vinkonu. Það var hægt að sitja hjá henni tímunum saman og ræða um allt milli himins og jarðar, ávallt var hægt að treysta ömmu fyrir öllu. Amma hafði alltaf mjög mikinn áhuga og sýndi mikinn stuðning við allt sem við gerðum. Hún var alltaf svo stolt af okkur. Nú, þegar amma okkar kveður, viljum við þakka henni yndislegar og ógleymanlegar samverustundir sem í minningunni munu fylgja okkur sem ljós í gegnum lífið. Söknuðurinn er sár. Guð geymi elsku ömmu og styrki okkur öll í þessari miklu sorg. Guð blessi minningu ömmu Ernu. Svava, Ólafía, Árni Geir, Daníel og Ingibjörg. Ástkær mágkona hefur skilið við. Þrátt fyrir stranga sjúkrahúslegu var þess vænst að hennar nyti við enn um stundir. En nýtt ár hefst án Ernu Geirlaugar. Þegar litið er yfir farinn veg rifjast ýmislegt upp. Á fyrstu búskaparár- um Ernu og Sigurðar heitins á Sól- vallagötunni ískraði íbúðin oft af kæti. Þegar börnin bættust við gekk gjarnan mikið á í hópi frændsystkina, var þá hlegið og grátið á víxl. Seinna varð Silfurtúnið tíður áningarstaður á ferð í og úr Reykjavík. Og aldrei kom- ið að tómum kofanum. Aðrar myndir koma í hugann. Rólegt rabb á síð- sumarkvöldi í Sléttuhlíð. Erna með prjóna í hendi og gaslampinn suðandi í rökkrinu. Köflótt teppi og hitabrús- ar í birkirjóðri Hvalfjarðar. Rjúkandi pylsupottar í skottum bíla á Snæfells- nesi. Og heimsókn í Stóra-Ás. Lykill- inn læstur inni í bílnum og aukalykill- inn á góðum stað, í hanskahólfinu. Bjartar og blikandi myndir sem í dag eru ljúfsár minningabrot. Erna gaf kærleik sinn rausnarlega þeim er hún unni. Hún var traust og trú sínum vinum, beinskeytt og heið- arleg. Eiginleika móður sinnar hafa börnin erft. Þeirra er missirinn og fátt til huggunar. Það er barnanna að miðla til næstu kynslóða þeirri ást og hlýju, lífsnautn og hreinskilni sem var náttúra Ernu. Erna er handan móðunnar. Þar fagna foreldrar, yngri bróðir og ást- kær eiginmaður. Meðal okkar sem eftir stöndum mun lifa minning um hjartahlýja konu. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Erna Ingibjörg.  Fleiri minningargreinar um Ernu Geirlaugu Árnadóttur Mathiesen bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Sími 562 0200 Erfisdrykkjur Erfidrykkjur Heimalöguð kaffihlaðborð Grand Hótel Reykjavík Sími 514 8000 Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. Opið til kl. 19 öll kvöld Kransar • Krossar • Kistuskreytingar Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, bróðir, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐNI BALDUR INGIMUNDARSON húsasmíðameistari, Langholtsvegi 96, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Langholtskirkju miðviku- daginn 22. janúar kl. 15.00. Kristín Sigmundsdóttir, Ásta Guðnadóttir, Soffía Guðnadóttir, Kristín Elfa Guðnadóttir, Ingimundur Guðnason, Guðni Arnar Guðnason, Valgerður Guðrún Guðnadóttir, systkini, barnabörn, langafabarn og tengdabörn. Við þökkum af alhug auðsýnda samúð og vin- áttu vegna andláts og útfarar elskulegs föður okkar, tengdaföður, bróður og afa, HARÐAR BIRGIS VIGFÚSSONAR kennara, Bogahlíð 14, Reykjavík. Guð veri með ykkur. Harpa Rut Harðardóttir, Sigurður H. Einarsson, Ása Sigurlaug Harðardóttir, Pétur Thomsen, Guðmundur Vigfússon, Þórhildur Vigfúsdóttir, Agnes Vigfúsdóttir, Baldur Jón Vigfússon og barnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við and- lát og jarðarför elskulegs föður okkar, tengda- föður, afa og langafa, HARALDAR EYVINDS, Sóltúni 2, áður til heimilis á Bárugötu 14, Reykjavík. Sérstakar þakkir eru færðar starfsfólki dvalar- heimilisins í Sóltúni 2. Þröstur Eyvinds, Sigurlaug Kr. Bjarnadóttir, Sigrún Ragnarsdóttir, Skúli Ólafsson, Fjóla Ragnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN SIGURJÓNSDÓTTIR, Ægisíðu 107, Reykjavík, sem lést á hjúkrunarheimilinu Víðinesi mánu- daginn 13. janúar, verður jarðsungin frá Foss- vogskirkju fimmtudaginn 23. janúar kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á að láta líknarstofnanir njóta þess. Sigurjón H. Gestsson, Inga G. Gunnlaugsdóttir, Almar Gestsson, Elín Jónsdóttir, Baldvin Gestsson, Lotte Gestsson, Guðmundur R. Gestsson, Ásta D. Björnsdóttir, Kristinn Gestsson, Valgerður M. Ingimarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Hugheilar þakkir til þeirra fjölmörgu, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar elskulega bróður og vinar, STEINGRÍMS FRIÐFINNSSONAR, Byggðarenda 6, Reykjavík. Sérstakar þakkir til vina hans og þeirra, sem reyndust honum vel á lífsleiðinni, nú síðast heimilisfólkið í Byggðarenda og vinnufélagarnir í Ásgarði. Guð blessi ykkur öll. Björn Friðfinnsson, Iðunn Steinsdóttir, Guðrún Matthíasdóttir, Sigurður St. Helgason, Guðríður S. Friðfinnsdóttir, Hermann Árnason, Ólafur Friðfinnsson, Unnur Aðalsteinsdóttir, Stefán Friðfinnsson, Ragnheiður Ebenezersdóttir, Sigrún B. Friðfinnsdóttir, Ólafur Lárusson, Elín Þóra Friðfinnsdóttir. Innilegar þakkir sendum við öllum, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður minnar, tengdamóður, ömmu og lang- ömmu, BJARGAR BENEDIKTSDÓTTUR, Bjarkarstíg 1, Akureyri. Elsa Lára Svavarsdóttir, Hannes Steingrímsson, Svavar Hannesson, Sigurlaug Adólfsdóttir, Steingrímur Hannesson, Erla Elísabet Sigurðardóttir, Sara, Adólf og Guðrún Margrét.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.