Morgunblaðið - 21.01.2003, Side 37

Morgunblaðið - 21.01.2003, Side 37
HESTAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 2003 37 Fyrir heimsmeistaramótið í Herning Við bjóðum eftirfarandi: Bílaleigubílar á ótrúlega hagstæðu verði. Hafið samband í síma 456 3745 eða á heimasíðu okkar fylkir.is Fylkir • Bílaleiga ehf. ferðaskrifstofa. www.fylkir.is Á mótssvæði •Húsbíla og hjólhýsi, 2ja til 7 manna. • Höfum tryggt stæði fyrir húsbíla og hjólhýsin á besta stað mótssvæðis. Í Herning •Hótelherbergi fyrir einstaklinga og fjölskyldur. Í nágrenni við Herning • Sumarhús af öllum stærðum og gerðum. •Bjóðum auk þess úrval sumarhúsa fyrir hópa sem vilja vera saman í götu eða hverfi. Reiðfatnaður Náttúrulegur lífsstíll FREMSTIR FYRIR GÆÐI VEISLAN mikla verður vafalaust lengi í minnum höfð og án efa sú fjölmennasta sem haldin hefur verið hér á landi í þessum dúr. Hinn stórvinsæli landbúnaðarráð- herra og skemmtikraftur Guðni Ágústsson mætti á staðinn og klippti á borða sem tákn þess að starfsemi í Ármótum sé hafin með formlegum hætti. Guðni var glað- reifur vel þegar hann mætti alltof seint á staðinn enda kom hann beint af fundi kjördæmisráðs Framsóknarflokksins þar sem hann hlaut 97% atkvæða í fyrsta sætið í Suðurkjördæmi hjá flokkn- um. Sagði Guðni að einn stuðn- ingsmanna sinna hefði þó bent sér á að á fundinn hafi vantað eina tuttugu fulltrúa og ef þeir hefðu mætt hefði hann líklega fengið ein 105% í fyrsta sætið. Fór Guðni að venju mikinn í ræðu sinni og róm- aði mjög þá uppbyggingu sem þeir félagar Hafliði Halldórsson og Dan Robert Ewert aðaleigandi hefðu staðið að í Ármótum. En að sjálfsögðu sló ráðherra einnig á létta strengi og kunngjörði lýðnum meðal annars að skráð væri í bæk- ur hjá Lykla-Pétri ill meðferð hans í æsku á hænunum á Brúna- stöðum. Má því af orðum hans ætla að hann verði fyrir einhverj- um töfum þegar sú stund rennur upp að hann æski fararleyfis gegn- um Gullna hliðið en vísast vefst það ekki fyrir ráðherranum að tala Pétur til svo hann hljóti vísa vist innan hliðsins. Á fimmta þúsund í góðri veislu Hafliði Halldórsson kvaðst hreint himinlifandi yfir þeim við- tökum sem þetta boð þeirra félaga hlaut og taldi að þarna hefðu kom- ið vel á fimmta þúsund manns. Fyrir fram hafði hann reiknað með að allt að 2.500 manns myndu sækja Ármót heim en í gestabók sem lá frammi hefðu 2.800 manns ritað nöfn sín. Bókin lá frammi til klukkan að verða sjö um kvöldið en eftir þann tíma hefði komið um- talsverður fjöldi og svo væri vitað að mjög margir hefðu ekki ritað nöfn sín í bókina. Af þessum sök- um varð að gera ráðstafnir til að sækja meiri drykkjarföng til höf- uðborgarinnar svo allir fengju eitt- hvað eins og til stóð. Taldi Hafliði þetta aldeilis góða byrjun á starf- semi Ármóta. Rekstur Ármóta mun ekki ein- vörðungu snúast um hesta því ferðaþjónusta verður einnig ríkur þáttur í starfseminni. Af þeirri miklu endurbyggingu sem lokið er við er fyrst að nefna hesthúsið sem eru reyndar tvö. Segir Hafliði að í þeim báðum ættu að rúmast í kringum 100 fullorðin hross en ef hluti af hýstum hrossum sé ung- viði, megi gera ráð fyrir að hægt verði að koma fyrir 140 til 150 hrossum. Tíu fermetrar á hest Það vakti að sjálfsögðu athygli hversu rúmar stíurnar voru en í stóra hesthúsinu eru tveggja hesta stíunar 20 fermetrar að flatarmáli og eins hesta stíurnar 10 fermetr- ar. Til samanburðar má geta þess að lágmarksstærð samkvæmt ný- legri reglugerð um aðbúnað hrossa þarf lágmark 3 fermetra á hross í stíum. Fóðurgangurinn eftir miðju húsinu er um 3,6 metrar á breidd og auk þess eru gangar milli stí- anna og útveggjar sem eru 1,20 metrar á breidd. Stíurnar eru steyptar í ríflega metra hæð með járngrindum ofan á upp í tveggja metra hæð á þremur hliðum. Jöt- urnar eru einnig steyptar. Oft hef- ur það verið notaður sem mæli- kvarði á stærð stía að tveir hestar geti legið samtímis en þarna væri það sá kvarði að tveir eða jafnvel þrír hestar getu velt sér samtímis. Já, það er ekki verið að spara plássið í hesthúsinu í Ármótum. Allar eru stíurnar vélmokaðar og spænir og hálmur notaður til und- irburðar. Þá vekur einnig athygli að stíurnar eru mjög grunnar, mun grynnri en almennt gerist í safnstíuhúsum. Góð lýsing með gaslömpum Veggir og stíur eru málaðar í guldröppuðum hlýlegum lit og lýs- ing afar þægileg. Engir flúorsent lampar sjást þarna heldur er um að ræða 250 watta gaslampa og sagði Hafliði þá dýra í innkaupum en líftími peranna væri mikill og kæmu þeir að líkindum betur út þegar til lengri tíma er litið. Við annan enda hesthússsins er stór fóðurgeymsla þar sem einnig eru geymdir spænir. Þessi bygg- ing er nýbyggð en við hinn endann er gamla hlaðan en þar er vinnu- aðstaða við tamningar og þjálfun auk þess sem geymdir eru þar hálmbaggar og -rúllur. Utandyra eru svo stór viðrunargerði og hringgerði til hringteymingar og þessháttar. Eftir er að byggja glerhýsi sem verður sambyggt kránni sem er í úthýsi frá hesthúsinu. Verður það 380 fermetrar að stærð en þar munu ferðamenn geta setið og snætt grillaðan mat og horft á reiðsýningar þar sem starfsmenn staðarins munu sýna íslenska gæð- inga í allri sinni dýrð. Íbúðarhúsið hefur einnig verið endurbyggt og stækkað um eina 250 fermetra og er nú alls um 600 fermetrar. Mun það hýsa starfs- fólk staðarins og einnig verður þar gistirými fyrir ferðaþjónustuna sem þarna verður rekin. Alls er jörðin 460 hektarar að stærð og hefur Hafliði skipulagt allt haglendið þannig að einn eða mjög fáir menn geti sótt fjölda hrossa án vandkvæða á stuttum tíma. Öll landareignin hefur verið girt með rafmagni og í hvert hólf hefur verið leitt vatn í sérstök ein- angruð brynningartæki sem eiga að þola allt niður í 40 gráða frost. Vatnsleysi ætti því ekki að hrjá hrossin í Ármótum þótt vel frysti á auða jörð. Þá segir Hafliði að grafnir hafi verið og hreinsaðir 40 km af skurðum. Við beitarhólfin eru afar vönduð og glæsileg hlið hvítmáluð og væri hver bóndi fullsæmdur af slíku hliði á sína heimreið. Hliðið við heimreiðina að bænum er mun veglegra og fer ekki milli mála þegar ekið er í gegnum það að þar búi stórhuga menn. Starfsemin á Ármótum er að stórum hluta hestamennska. Þar verða tamningar og þjálfun í ein- hverjum mæli. Þá segir Hafliði að stefnt verði að því að vera þarna með eina 25 til 30 góðhesta fyrir þá ferðamenn sem þarna munu njóta þjónustu. Þá verður stunduð þarna metnaðarfull hrossarækt. Margháttuð veiðimennska Hvað ferðaþjónustunni viðkem- ur mun verða boðið upp á veiði í ríkum mæli, bæði skot- og stanga- veiði í sinni víðustu mynd en Haf- liði sjálfur er mikil veiðikló og komast fáir með tærnar þar sem hann er með hælana í þeim efnum. Sagði hann að einnig væru uppi áform um sjóstangaveiði við Vest- mannaeyjar. Þá yrði farið með ferðamennina í ferðir um athygl- isverða staði eins og Vatnajökul og Landmannalaugar svo eitthvað sé nú nefnt. Þá upplýsti Hafliði að ennfemur yrði hestamönnum boðið upp á beit fyrir reiðhesta sína sumar og haust. Þarna gætu menn leigt sér hólf og starfsmenn Ármóta sæju um að líta eftir þeim en eigendur myndu sjálfir sjá um smölun enda fyrirkomulagið þannig eins og áð- ur sagði að ekki tæki nema örfáar mínútur að koma hrossum í að- hald. Kostnaðurinn við þessa upp- byggingu er kominn hátt í 300 miljónir króna að sögn Hafliða og er gert ráð fyrir að leggja 100 milljónir til viðbótar í þetta. Meðal þess sem er farvatninu er bygging reiðhallar. Hafliði sagði að jöfn áhersla yrði lögð á íslenska ferðamenn sem þá útlendu og væri sú aðstaða sem þarna er verið að byggja upp ákjósanleg fyrir starfsmannahópa. Móttaka ferðamenn hæfist seinni partinn á árinu og kvaðst hann mjög bjartsýnn á þarna yrði rekin hestamiðstöð og ferðaþjónusta í hæsta gæðaflokki og að staður verði vinsæll. Næsta mál á dag- skrá væri að setjast yfir kaffibolla með fulltrúum ferðaskrifstofa, sem hefðu nú þegar sýnt þessari að- stöðu mikinn áhuga, og sjá hvort ekki sé hægt að gera góða samn- inga. Vegleg uppbygging á Ármótum í Rangárvallasýslu Hestamiðstöð og ferðaþjón- usta í hæsta gæðaflokki Mikið var um dýrðir á stórbýlinu Ármótum í Rangárvallasýslu á laugardag, þar sem staðið hefur yfir mikil uppbygging und- anfarin tvö ár. Var boðið til mikillar veislu vegna formlegrar opnunar og taldi stað- arhaldarinn, Hafliði Halldórsson, að á milli fjögur og fimm þúsund manns hefðu mætt í hófið, en öllum landsmönnum var boðið og þeirra á meðal var Valdimar Kristinsson sem leist vel á eitt glæsilegasta hesthús landsins og væntir mikils af þeirri starfsemi sem þarna verður rekin. Morgunblaðið/Vakri Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra klippti á vígsluborðann með góðri aðstoð Hafliða Halldórssonar til vinstri og Dan Róbert Ewerts. Sigurbjörn Bárðarson fylgist grannt með. Morgunblaðið/Vakri Krá staðarins er í útbyggingu úr hesthúsinu, viðarklædd í hólf og gólf og með hraungrjóti undir gleri næst sjálfum barnum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.