Morgunblaðið - 21.01.2003, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 2003 43
DAGBÓK
Afmælisþakkir
Innilegar þakkir sendi ég ykkur öllum sem
heiðr- uðu mig með heimsóknum, gjöfum og
skeytum á 90 ára afmæli mínu 31. desember sl.
Guð blessi ykkur öll.
Ingibjörg Svava Helgadóttir,
Lundi, Hellu.
STJÖRNUSPÁ
Frances Drake
VATNSBERI
Afmælisbörn dagsins:
Eru geðgóð og glögg á
tölur og eiga auðvelt með að
gefa öðrum ráð, sem
yfirleitt reynast vel.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Svo getur eitt barn spurt
að níu vitringar komist í
þrot. En lokaðu bara aug-
unum og haltu þínu striki;
þú endar ofan á.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Hristu af þér alla hræðslu
og helltu þér í það sem þig
langar mest að gera.
Baðaðu þig í sviðsljósinu
því þú átt það skilið.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Óvænt áform um ferðalög
gætu komið þér á óvart.
Varastu flókinn mála-
tilbúnað því einfaldleikinn
er oft áhrifamestur.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Vandasamt verkefni bíður
úrlausnar en þú ert alveg
maður til að leysa það ef þú
bara beitir hæfileikum þín-
um rétt. Hláturinn lengir
lífið.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Það freistar verulega ykkar
að brjóta blað og stefna í
nýja átt. Mundu að verður
er verkamaður launa sinna
og það á við um þig sem
aðra.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Það er svo sem allt í lagi að
endurtaka sig tvisvar,
þrisvar sinnum. Sýndu á
þér þínar bestu hliðar til
þess að allt fari vel.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Þú hefur verið einn á báti
of lengi og ættir að finna
þér félagsskap við fyrsta
tækifæri. Þeir sem ekki
vilja heltast bara úr lest-
inni.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Einhver kemur þér til að-
stoðar án þess þú hafir ósk-
að eftir því. En mundu að
aðgát skal höfð í nærveru
sálar.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Nú ríður á, að þú látir ekki
þröngva þér til þess að taka
afstöðu gegn betri vitund.
Öll vitneskja er góð.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Lokaðu þig ekki af frá um-
heiminum þótt þú sért ekki
upp á þitt besta. Rétt mat-
aræði, útivist og hreyfing
gera kraftaverk.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Stundum er nauðsynlegt að
halda fólki í ákveðinni fjar-
lægð. Flýttu þér því ekki að
neinu heldur ígrundaðu vel
hvað þú tekur til bragðs.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Það er ekkert vit í að láta
reka á reiðanum lengur.
Vertu samstarfsmönnum
þínum ljúfur.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
Hreiðrið mitt
Þér frjálst er að sjá, hve ég bólið mitt bjó,
ef börnin mín smáu þú lætur í ró.
Þú manst, að þau eiga sér móður.
Og ef að þau lifa, þau syngja þér söng
um sumarið blíða og vorkvöldin löng.
Þú gerir það, vinur minn góður.
Þorsteinn Erlingsson
1. e4 c5 2. Rc3 a6 3. g3 b5 4.
Bg2 Bb7 5. Rge2 e6 6. 0-0
Be7 7. a3 d6 8. d4 cxd4 9.
Rxd4 Rd7 10. a4 b4 11. Ra2
a5 12. c3 bxc3 13. Rxc3 Rc5
14. Be3 Rf6 15. Rdb5 Rcxe4
16. Rxe4 Bxe4 17. Bxe4
Rxe4 18. Dg4 Rg5 19. h4 h5
20. De2 Rh7 21. Dxh5 0-0 22.
Hac1 Rf6 23. Df3 Rd5 24.
Bd4 Hc8 25. h5 f5 26. Hce1
Dd7 27. He2 Rf6 28. Db3 d5
29. h6 g6 30. De3 Re4 31.
h7+ Kxh7 32. Kg2 Bf6 33.
Hh1+ Kg8 34. Bxf6 Hxf6 35.
f3
Staðan kom upp í úrvals-
flokki alþjóðlega
mótsins í Hastings
sem lauk fyrir
skömmu. Hinn 12 ára
stórmeistari frá
Úkraínu, Sergey
Karjakin (2.527)
hafði svart gegn hin-
um reynda rússneska
stórmeistara, Vitaly
Tseshkovsky (2.545).
35. … Rxg3! 36. De5
36. Kxg3 gekk að
sjálfsögðu ekki upp
vegna 36. … f4+ og
hvíta drottningin fell-
ur. Í framhaldinu er
hvíta staðan einnig vonlaus.
36. … Rxe2 37. Dxf6 Rf4+
38. Kf2 Dg7 39. Dxg7+
Kxg7 40. Ke3 e5 41. Kd2 d4
og hvítur gafst upp. Sterk-
asti skákmaður Norður-
landa um þessar mundir,
Peter Heine Nielsen, vann
mótið einn. 1. Peter Heine
Nielsen (2.620) 6 vinninga af
9 mögulegum. 2.–3. Keith
Arkell (2.521) og Pentala
Harikrishna (2.551) 5½ v.
4.–5. Alexei Barsov (2.525)
og Sergey Karjakin (2.527) 5
v. 6.–7. Luke McShane
(2.546) og Krishnan Sasikiri-
an (2.670) 4½ v. 8. Glenn Fle-
ar (2.527) 4 v. 9. Alexandra
Kostenjuk (2.455) 3 v. 10. Vi-
taly Tseshkovsky (2.545) 2 v.
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson
Svartur á leik.
60 ÁRA afmæli. Í dag,þriðjudaginn 21. jan-
úar, er sextugur Erlendur
M. Guðmundsson vélvirki,
Leirdal 8, Vogum. Eig-
inkona hans er Sveindís E.
Pétursdóttir. Erlendur og
Sveindís verða með opið hús
í húsakynnum Hitaveitu
Suðurnesja hf. á Brekkustíg
36, Ytri-Njarðvík (Reykja-
nesbæ), laugardaginn 25.
janúar milli kl. 19 og 23.
Gengið inn frá Bakkastíg. Sveit Sparisjóðsins í Keflavík og
sveit Sigfúsar Arnar Árnasonar háðu
einvígi um efsta sætið í Reykjanes-
mótinu sem fram fór um helgina en
keppnin var jafnframt undankeppni
Íslandsmóts. Sveit Sigfúsar hafði
betur en sparisjóðssveitin hampaði
Reykjanesmeistaratitlinum þar sem
Sigfúsarmenn eru ekki úr héraðinu.
Það mættu 13 sveitir til keppni og
spiluðu 11 þeirra um 4 sæti í und-
ankeppni Íslandsmóts. Um miðbik
mótsins var ljóst að tvö sætanna voru
frátekin en keppnin um hin tvö var
mikil milli 6 sveita.
Lokastaða efstu sveita:
Sigfús Örn Árnason 258
Sparisjóðurinn í Keflavík 253
Ármann J. Lárusson (gestasv.) 214
Teymi213
Úrval-Útsýn 207
Guðmundur A. Grétarsson 204
Toyota-salurinn 202
Í sigursveit Sigfúsar spiluðu ásamt
honum þeir Friðjón Þórðarson, Sím-
on Símonarson, Sverrir Kristinsson,
Vignir Hauksson og Guðjón Braga-
son.
Reyknesingar eiga fyrstu vara-
sveit inn í undankeppni Íslandsmóts-
ins þar sem 40 sveitir spila um 10 sæti
í úrslitum.
Í svokölluðum Butler-útreikningi
varð Sigfús Örn Árnason efstur með
1,88, þá Friðjón Þórhallsson með 1,70
en síðan komu Sparisjóðspörin, Karl
G. Karlsson og Arnór Ragnarsson,
með 1,03 og Gísli Torfason og Guðjón
Svavar Jenssen með 0,98.
Bridsfélag Selfoss
og nágrennis
Önnur umferð aðalsveitakeppninn-
ar var spiluð 16. janúar sl. Úrslit urðu
þessi:
Sigfinnur og fél. – Brynjólfur og fél. 16-14
Garðar og félagar – Anton og félagar 14-16
Ólafur og félagar – Kristján og félagar 15-15
Þórður og félagar – Höskuldur og félagar14
-16
Eftir 2 umferðir er staðan þessi:
1.–2. Brynjólfur og félagar 39
1.–2. Ólafur og félagar39
3. Garðar og félagar 33
4. Sigfinnur og félagar 31
5. Þórður og félagar 29
6. Kristján og félagar 26
7. Höskuldur og félagar 22
8. Anton og félagar 18
Í samanburði á árangri einstakra
para að loknum 4 hálfleikjum, er
staða efstu para þessi (svigatalan er
fjöldi spilaðra hálfleikja):
Brynj. Gestss. – Guðm. Theodórss. 19,50
Garðar Garðarss. – Auðunn Hermss. 18,17
Ólafur Steinas. – Guðjón Einarss. 17,96
Sigf. Snorras. – Eyjólfur Sturl.ss. 17,21
Þórður Sigurðss. – Gísli Þórarinss. 16,58 (2)
Þriðja umferð í aðalsveitakeppn-
inni verður spiluð fimmtudaginn 23.
janúar nk.
Tryggingamiðstöðin
efst á Suðurlandi
Suðurlandsmótið í sveitakeppni
2003 var haldið í Þingborg 17. og 18.
janúar sl. Keppnisstjórn var í örugg-
um höndum Eiríks Hjaltasonar. Í
mótinu tóku þátt átta sveitir og loka-
staðan varð þessi:
1. Tryggingamiðstöðin 144
2. Fasteignasalan Bakki 138
3. Landsbankinn 125
4. Strákarnir 109
5. Garðar Garðarsson 97
6. Brynjólfur Gestsson 93
7. Búnaðarbankinn 77
8. Birgir Pálsson 45
Jafnframt var reiknaður út saman-
burður á árangri einstakra spilara, og
varð niðurstaðan þessi í impum á spil
(svigatalan er fjöldi leikja):
1. Kristján Már Gunnarss. (Tryggmiðst.) 1,61
2. Sigurjón Karlss. (Landsb.) 1,37
3. Sverrir Þóriss. (Landsb.) 1.26
4. Guðjón Einarss. (Tryggingamiðst.) 1.23
5. Björn Snorras. (Tryggingamiðst.) 1,19
6. Þröstur Árnas. (Fasteignas. Bakki) 1,06
Sveit Bjarna Sveinssonar
efst fyrir austan
Sveit Bjarna Sveinssonar varð efst
í úrtökumóti BSA fyrir Íslandsmótið
en spilað var á Reyðarfirði 11.-12.
janúar sl. og spiluðu 8 sveitir um þrjú
sæti í Íslandsmóti.
Lokastaða efstu sveita:
Bjarni Sveinsson 142
Óttar Ármannsson 134
Síldarvinnslan 108
Örn Ragnarsson 104
Í sveit Bjarna spiluðu ásamt hon-
um: Bjarni Ágúst Sveinsson, Pálmi
Kristmannsson og Magnús Ásgríms-
son.
Í sveit Óttars spiluðu ásamt sveita-
kóngnum Hafþór Guðmundsson,
Magnús Valgeirsson og Jón Þór
Kristmannsson.
Í sveit Síldarvinnslunnar spiluðu
Svavar Björnsson, Þórir Aðalsteins-
son, Jóhanna Gísladóttir og Vigfús
Vigfússon.
Bridsfélag
Kópavogs
Að loknum 4 umferðum er staða
efstu sveita þessi:
Jón Steinar Ingólfsson 79
Sigfús Örn Árnason 79
Ragnar Jónsson 71
Valdimar Sveinsson 69
Morgunblaðið/Arnór Ragnarsson/Sigurjón Harðarson
Reykjanesmeistararnir í sveitakeppni 2003. Talið frá vinstri: Arnór Ragn-
arsson, Karl G. Karlsson, Guðjón Svavar Jensen og Gísli Torfason.
Sveit Sparisjóðsins í Kefla-
vík Reykjanesmeistari
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 2. nóvember 2002 í
Digraneskirkju af sr. Gunn-
ari Sigurjónssyni þau Sig-
rún Snorradóttir og Gunn-
ar Ásgeirsson, heimili
þeirra er að Roðasölum 6,
Kópavogi.
Mynd, Hafnarfirði
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 26. desember 2002 í
Fríkirkjunni í Hafnarfirði af
sr. Jónu Kristínu þau Ásta
Styff og Sveinn Daníel Arn-
arson. Heimili þeirra er á
Glæsivöllum 19b, Grindavík.
ÁRNAÐ HEILLA
LJÓÐABROT
60 ÁRA afmæli. Í dag,þriðjudaginn 21. jan-
úar, er sextug Sigurborg
Kristinsdóttir ljósmóðir,
Sléttahrauni 20, Hafn-
arfirði. Hún og eiginmaður
hennar, Kári Valvesson,
verða að heiman í dag.
Fjögur hjörtu eru hinn
augljósi samningur í NS,
en besta spilamennskan er
síður en svo jafnaugljós.
Austur gefur; AV á
hættu.
Norður
♠ 2
♥ KD109
♦ 10962
♣Á653
Vestur Austur
♠ KG8 ♠ Á9654
♥ G643 ♥ 2
♦ D53 ♦ 874
♣K72 ♣D1084
Suður
♠ D1073
♥ Á875
♦ ÁKG
♣G9
Spilið er frá 11. umferð
Reykjavíkurmótsins og
fjögur hjörtu voru spiluð á
flestum borðum, gjarnan
eftir grandopnun suðurs
og Stayman svar norðurs:
Vestur Norður Austur Suður
– – Pass 1 grand
Pass 2 lauf Pass 2 hjörtu
Pass 4 hjörtu Allir pass
Yfirleitt kom vestur út
með lauf og austur fékk
fyrsta slaginn á drottn-
inguna og skipti yfir í tíg-
ul. Nú koma ýmsar leiðir
til greina. Ein hugmynd er
að trompa lauf tvisvar
heima og gera tígulinn
góðan, en sú áætlun geng-
ur ekki upp í þessari
tromplegu. Ekki gengur
heldur að spila upp á
spaðastungur í borði og
tígulsvíningu, því vörnin
mun alltaf klóra í einn
slag á hvern lit.
Eiríkur Jónsson í sveit
Orkuveitunnar fann góða
áætlun strax í upphafi.
Hann fékk út lítið lauf og
stakk upp ásnum í fyrsta
slag (sem er nauðsynlegt
til að verja samganginn).
Eiríkur spilaði spaða úr
blindum, sem austur dúkk-
aði og vestur fékk slaginn
á gosann. Vestur spilaði
nú litlu laufi yfir á drottn-
ingu makkers, sem kom
með tígul til baka. Eiríkur
drap með ás og trompaði
spaða. Trompaði lauf og
aftur spaða í borði. Fór
svo heim á tígulkóng til að
spila enn spaða í þessari
stöðu:
Norður
♠ –
♥ KD
♦ 109
♣6
Vestur Austur
♠ – ♠ Á9
♥ G643 ♥ 2
♦ D ♦ 8
♣– ♣10
Suður
♠ D
♥ Á87
♦ G
♣–
Vestur er í undarlegri
stöðu með hæsta tígul og
gosann fjórða í trompi.
Það er sama hvað hann
gerir, en í reynd henti
hann tígli. Eiríkur tromp-
aði spaðadrottninguna
með stöllu hennar í hjarta,
tók hjartakóng og spilaði
tígli. Vestur varð að
trompa og spila upp hjarta
upp í gaffalinn. Tíu slagir.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson