Morgunblaðið - 21.01.2003, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 21.01.2003, Qupperneq 53
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 2003 53 Sýnd kl. 5 Ísl. tal./ Sýnd kl. 6 enskt tal. ÁLFABAKKI KRINGLAN AKUREYRI KEFLAVÍK Sýnd kl. 4, 8 og 10. / Sýnd kl. 6. / Sýnd kl. 6. / Sýnd kl. 6. ÁLFABAKKI KRINGLAN AKUREYRI KEFLAVÍK ÁLFABAKKI EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 5.40, 8 og 10.15. B. I. 16. / / / Kl. 3.45 ísl. tal. / Kl. 4 og 5 ísl. tal. / Kl. l. 2 ísl. tal. / Kl. l. 2 og 4. ísl. tal. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. / Sýnd kl. 5, 7, 8 og 9. / Sýnd kl. 8 og 10. ÁLFABAKKI KRINGLAN AKUREYRI Kvikmyndir.isHL MBL E I N N I G M E Ð Í S L E N S K U T A L I  ÓHT Rás 2  1/2 Kvikmyndir.is Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.15. B. i. 14. Frábær mynd frá leikstjóra L.A.Confidential þar sem rapparinn EMINEM fer á kos- tum í sínu fyrsta hlutverki.  1/2 Kvikmyndir.is  Kvikmyndir.com 18.01. 2003 3 5 8 3 2 6 9 2 1 2 3 7 13 24 28 18 15.01. 2003 1 10 11 22 36 47 17 25 Þrefaldur 1. vinningur næsta laugardag Einfaldur 1. vinningur næsta miðvikudag VÁKORT Eftirlýst kort nr. 4741-5200-0002-4854 4548-9000-0059-0291 4539-8500-0008-6066 Afgreiðslufólk, vinsamlegast takið ofangreind kort úr umferð og sendið VISA Íslandi sundurklippt. VERÐLAUN kr. 5000 VISA ÍSLAND Álfabakka 16, 109 Reykjavík. Sími 525 2000. KVIKMYNDIN Chicago sem bygg- ist á samnefndum söngleik og The Hours fengu flest verðlaun á Golden Globe-verðlaunahátíðinni sem fram fór í Los Angeles aðfaranótt mánu- dags. Jafnan er litið á verðlaunin, sem voru nú veitt í 60. sinn, sem vísbend- ingu um hvaða kvikmyndir eru lík- legastar til að hljóta náð fyrir aug- um þeirra sem veita Óskarsverðlaunin. Verðlaunin eru veitt í 11 flokkum sjónvarps og 13 flokkum kvikmynda og eru sigurvegarar valdir af Sam- tökum erlendra blaða í Hollywood. Chicago, sem fékk átta tilnefn- ingar, var valin besta söng- eða gamanmyndin, Renée Zellweger var valin besta leikkona í söng- eða gamanmynd fyrir leik sinn í mynd- inni og Richard Gere var valinn besti karlleikarinn í aðalhlutverki í þessum flokki. Mynd leikstjórans Stephens Daldrys, The Hours, sem fjallar um þrjár konur sem tengjast breska rit- höfundinum Virginiu Woolf, var val- in besta dramamyndin. Nicole Kid- man, sem leikur rithöfundinn, var valin besta leikkona í aðalhlutverki í dramatískri mynd. Gott ár fyrir konur „Síðasta ár hefur verið mjög gott fyrir konur í sjónvarpi og kvik- myndum. Handritshöfundar, viljið þið gjöra svo vel að halda áfram að skrifa handa okkur. Leikstjórar, reynið að gefa okkur tækifæri til að leika flóknar og skemmtilegar kon- ur á hvíta tjaldinu,“ sagði Kidman þegar hún tók við verðlaununum. Jack Nicholson var valinn besti karlleikarinn í dramatískri mynd fyrir myndina About Schmidt og er þetta í sjötta sinn sem hann hlýtur Golden Globe-verðlaun. Samkeppnin var hörð en Nichol- son bar sigurorð af Leonardo DiCaprio og Daniel Day- Lewis. „Ég veit ekki hvort ég eigi að vera ánægður eða skammast mín því við ætl- uðum í upphafi að gera grínmynd,“ sagði hann eftir að hafa tekið við verðlaun- unum. Meryl Streep var valin besta leikkona í auka- hlutverki í söng- eða gamanmynd fyrir myndina Adaption, sem Spike Jonze leikstýrði. Chris Cooper var valinn besti karl- leikari í auka- hlutverki fyrir sömu mynd. Hinn langreyndi leikstjóri Martin Scor- sese var valinn besti leikstjórinn fyrir myndina Gangs of New York. Myndin gerist á sjöunda áratug 19. aldar og fjallar um deilur hópa í New York, eins og titillinn gefur til kynna. „Mig hefur lengi dreymt um að gera þessa mynd. Ég var sjö ára þegar ég heyrði fyrst sögur frá þessu tímabili og það hefur tekið mig um fjörutíu ár að koma myndinni í verk,“ sagði Scors- ese, sem er nú sextugur og þekktur fyrir myndir á borð við Taxi Driver og Goodfellas. Mynd Spánverjans Pedros Almo- dovars, Talaðu við hana, einokaði verðlaunin í flokki erlendra mynda. Þá fékk Gene Hackman heið- ursverðlaun Cecil B. DeMille fyrir framlag sitt til kvikmynda. Óvænt drama í sjónvarpi Lögregluþættirnir The Shield, fengu óvænt verðlaun sem bestu dramatísku þættirnir. Tóku þeir verðlaunin af sigurveg- ara síðasta árs, Six Feet Under. Edie Falco, sem leikur hina áhyggjufullu eiginkonu mafíufor- ingjans Tony Soprano, var valin besta leikkonan í dramaþætti. Bestu gamanþættirnir voru valdir Curb Your Enthusiasm frá sjón- varpsstöðinni HBO, sem einnig framleiðir Beðmál í borginni, sem voru líka tilnefndir. Þrátt fyrir að Vinir og Beðmálin hefðu ekki fengið verðlaunin fengu leikkonur úr þáttunum verðlaun. Jennifer Aniston, sem leikur Rachel í Vinum, var val- in besta leikkonan í gamanþætti. Kim Cattrall, sem leikur Sam- önthu í Beðmálum, var síðan valin besta leikkonan í aukahlutverki í sjónvarpsþáttum. The Gathering Storm, þættir um Winston and Clem- entine Churchill, voru síðan valdir þeir bestu í flokki stuttþáttaraða og sjón- varpskvikmynda.     ! "    #$! "  % & $   $'( (!() #  *(( '  $'( )  #   ( '  $'( )    * #+" $+ ( "   ) (#  *(( '+ ("   )     (#   ( '+ ("   )    (#  $(!() ($ ,         % ') $  $'(& %  -.$$ # # " $& %  -.$$ +  /  ( *) 8#  + $  , ! 0(!() #  #  + Söngleikurinn Chicago sigursæll Reuters Jennifer Aniston var valin besta leikkonan í gamanþáttum. Reuters Richard Gere faðmar Renee Zellweger eftir að þau fengu bæði verðlaun fyrir leik sinn í Chicago. Reuters Kim Cattrall tekur við verð- launum fyrir hlutverk sitt í Beðmálum í borginni. Reuters Gene Hackman fékk heiðursverðlaun Cecil B. DeMille. AP Martin Scorsese fékk kvikmynda- leikstjóraverðlaunin fyrir Gangs of New York. Golden Globe-verðlaunahátíðin haldin í Los Angeles Besta leikkona og besti leikari í aðal- hlutverki í flokkn- um dramatískar kvikmyndir fagna saman. Nicole Kidman fékk verð- launin fyrir The Hours og Jack Nicholson fyrir About Schmidt. AP

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.