Morgunblaðið - 01.02.2003, Side 8

Morgunblaðið - 01.02.2003, Side 8
FRÉTTIR 8 LAUGARDAGUR 1. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Gætuð þér ekki líka tekið Ara Trausta í karphúsið? Hann er búinn að hræða líftóruna úr heilu byggðarlagi. Reykjavík • Akureyri Selfoss • Reykjanesbær www.blomaval.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S B LO 2 00 37 02 /2 00 3 pottaplöntuútsala Útsölumarkaður í Garðskálanum, Sigtúni. Blómavörur á tombóluverði. Grænar plöntur Blómstrandi plöntur Silkiblóm 50% afsláttur 30% afsláttur 20% afsláttur Alþjóðlega knattspyrnumótið VISA Rey-Cup Stefnir í 60 liða fótboltaveislu ALÞJÓÐLEGTknattspyrnumótfyrir unglinga vakti athygli á síðasta ári. Þar var á ferðinni svokall- að VISA REY CUP og tókst svo vel til að skipu- lagning er fyrir nokkru hafin á áframhaldi. VISA REY CUP verður sumsé aftur á komandi sumri og væntanlega árlega hér eft- ir. Hörður Hilmarsson, margreyndur knatt- spyrnu- og handknatt- leiksmaður á árum áður er framkvæmdastjóri hjá ÍT ferðum sem sér um skipu- lagningu mótsins. – Hvaða mót er þetta? „VISA REY CUP er haldið af Knattspyrnu- félaginu Þrótti og ÍT ferð- um í Laugardal með stuðningi Reykjavíkurborgar, VISA Ís- lands o.fl. aðila. Það var fyrst haldið sumarið 2002. Þátttökulið voru 32, þar af tvö erlend, Bolton Wanderers og Stoke City. Mótið, eða hátíðin, því að það er nær að kalla viðburðinn knattspyrnuhá- tíð, tókst frábærlega vel og var að- standendum til mikils sóma.“ – Verður meiri þátttaka í sum- ar? „Markmiðið fyrir 2003 er að 50 til 60 lið taki þátt í VISA REY CUP, þar af a.m.k. 6-8 erlend lið. Nú þegar hafa fjögur erlend lið boðað komu sína og önnur fjögur eru mjög líkleg. Í þeirra hópi er Everton. Auk þess eru fleiri er- lend lið að íhuga þátttöku, þar á meðal Bolton sem vill koma aftur og freista þess að halda titlinum sem félagið vann 2002. Íslensk knattspyrnufélög hafa einnig sýnt VISA REY CUP aukinn áhuga enda er viðburðurinn mjög spenn- andi fyrir unglinga, bæði þátttaka á alþjóðlegu móti á Íslandi og einnig mikið af skemmtilegum uppákomum sem krydda sjálft knattspyrnumótið, s.s. sundlaug- arpartí, skemmtibolti, diskó, úti- grill í Fjölskyldugarðinum og svo einn af hápunktunum sem er loka- hóf á Broadway, en það stefnir í að verða ein aðal unglingaskemmt- unin í Reykjavík á hverju sumri.“ – Hvaða lið geta tekið þátt í mótinu? „Öll knattspyrnulið skipuð leik- mönnum á vissum aldri geta tekið þátt í VISA REY CUP. Til að byrja með leggjum við áherslu á 3. og 4. flokk stráka og stelpna, en það er aldurinn 13 til 16 ára. Frá dönskum samstarfsmanni hefur komið ósk um að vera með riðil fyrir stúlkur 16 til 17 ára og það mál er í vinnslu. Ef erlend lið í ákveðnum aldursflokki vilja taka þátt þá komum við til móts við þær óskir og bætum við aldurs- flokki. Varðandi Ísland, þá eru lið frá fámennum byggðarlögum vel- komin, einnig ef þau ná ekki í 11 manna lið. Við verðum með sér- staka riðla skipaða sjö manna lið- um, ef áhugi er fyrir því.“ – Er liðum raðað eft- ir styrkleika eða aldri? „Sjálft knattspyrnu- mótið fer fram, eftir reglum KSÍ og alþjóð- legra knattspyrnusam- banda UEFA og FIFA. Liðum er raðað á hefðbundinn hátt eftir aldri, en svo styrkleikaröðum við innan aldursflokkanna þegar slíkt er nauðsynlegt. Þannig voru við með fjóra riðla í 4. flokki drengja, 13-14 ára, í fyrra og skiptum því í raun upp í tvö mót, þar sem A og B riðillinn voru sterkari en C og D. Þetta mæltist mjög vel fyrir og kemur t.d. í veg fyrir að lið frá sama félagi sem sendir kannski 3-4 lið í sama aldursflokki, leiki saman innbyrðis. Þannig var Fjölnir í Grafarvogi með 4 lið í 4.flokki, eitt í hverjum riðli.“ – Er ekki afar taugatrekkjandi að halda svona mót á Íslandi þar sem allt eins getur gerst að mótið þurfi að halda í suðaustan níu? „Það eru haldin íþróttamót á Ís- landi allan ársins hring og knatt- spyrnumót utanhúss frá vori til hausts. Vissulega væri verra ef það gerði vitlaust veður, en VISA REY CUP er haldið í júlí ár hvert og við verðum að reikna með að þá viðri a.m.k. sæmilega til útiveru. Svo er Laugardalurinn í Reykja- vík einstakur hvað varðar alla að- stöðu, bæði innanhúss og utan, þannig að ef þurfa þykir þá er hægt að flytja alla helstu við- burðina í hús, þó ekki sjálfa knatt- spyrnuleikina sem eru það sem allt snýst um.“ – Hvað koma margir að svona móti og hvaða aðilar eru það? „Góð spurning. Það er ómæld vinna við að skipuleggja og halda svona viðburð. Í ár verða 19 vinnuhópar starfandi fyrir VISA REY CUP og meðan á hátíðinni stendur. Forsvarsmenn vinnu- hópanna hittast á reglulegum fundum, en annars eru vinnuhóp- arnir nokkuð sjálfstæðir. Það fólk sem í vinnuhópunum er, kemur úr mjög öflugu foreldrastarfi Knatt- spyrnufélagsins Þróttar og undir styrkri stjórn Guð- mundar Vignis Óskars- sonar mótsstjóra vinn- ur það aldeilis frábært starf. Ég kynntist fjölda fólks í tengslum við VISA REY CUP 2002 og fannst aðdáunarvert hvað það lagði sig fram um að gera viðburð- inn glæsilegan. Það er heiður að vinna með þessu fólki, enginn nefndur, engum gleymt. Ef ég ætti að skjóta á fjölda þeirra sem koma með einum eða öðrum hætti að VISA REY CUP, þ.e.a.s. að skipulagi og framkvæmd, þá yrði sú tala hátt í 200 manns.“ Hörður Hilmarsson  Hörður Hilmarsson er fæddur 21. nóvember 1952. Hann er framkvæmdastjóri ÍT-ferða. Eig- inkona er Rita Kárason og eru börn þeirra Bryndís f. ’80, Sara Mildred f. ’90 og Birna Ósk f. ’94. Hörður er kennaramenntaður og starfaði lengi við kennslu, einnig var hann handknattleiks- og knattspyrnuþjálfari um árabil. Hefur starfað við ferðaþjónustu frá 1986, hjá Samvinnuferðum Landsýn og Úrval-Útsýn, en hjá ÍT-ferðum frá haustinu ’96. Sér- grein þar er íþróttatengd ferða- þjónusta og markaðssetning á Reykjavík og Íslandi. Það er heiður að vinna með þessu fólki

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.