Morgunblaðið - 01.02.2003, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 01.02.2003, Qupperneq 31
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. FEBRÚAR 2003 31 NÝÁRSTÓNLEIKAR Tríós Reykjavíkur í Hafnarborg með Sigrúnu Hjálmtýsdóttur og Bergþóri Pálssyni verða haldn- ir aukalega á sunnudag kl. 20. Boðið verður upp á vínartón- list, sígaunatónlist og tónlist úr þekktum söngleikjum, bæði evróskum og amerískum og má þar m.a. nefna syrpu úr West Side Story eftir Bernstein. Einnig verða Mozart, Lehár og Strauss með í för. Tríóið mun einnig bregða á leik og flytja nokkrar vel valdar perlur eftir m.a. Brahms, Dvorák, Fauré, Kreisler og Sarasate. Aukatón- leikar í Hafnar- borg LISTASAFN Sigurjóns Ólafssonar býður tónlistarmönnum að sækja um þátttöku í þriðjudagstónleikum safnsins sem haldnir verða í júní, júlí og ágúst. Umsóknir skulu hafa bor- ist í síðasta lagi 1. febrúar með upp- lýsingum um flytjendur, kjörtíma viðkomandi tónleika og drögum að efnisskrá. Valið verður úr aðsendum umsóknum og öllum svarað að vali loknu. Umsóknir sendist til Listasafns Sigurjóns Ólafssonar, Laugarnes- tanga 70, 105 Reykjavík eða í tölvu- pósti lso@lso.is. Umsóknir um tónleika Sögurit BGÍ, Bún- aðar- og garðyrkju- kennarafélag Ís- lands, er komið út í tilefni af 30 ára starfsafmæli fé- lagins. Það var stofnað árið 1972 á Hólum í Hjaltadal en félagsmenn eru allir þeir er koma að kennslu við búnaðarskóla landsins; Hólaskóla, Garðyrkjuskóla ríkisins og Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri. Sögu félagsins rituðu Magnús Ósk- arsson, fyrrverandi kennari við Land- búnaðarháskólann, og Grétar J. Unn- steinsson, fyrrverandi skólastjóri Garðyrkjuskólans. Bókin hefur að geyma sögu félagsins sem er sam- tvinnuð sögu skólanna og þróun bún- aðar- og garðyrkjunámsins hér á landi. Í lok bókarinnar er gefið yfirlit yf- ir þá aðila er hafa sinnt fastri kennslu á þessum tíma við skólana, setið í nefndum og ráðum BGÍ o.fl. Bókin er um 160 síður. Söguritið fæst hjá skólunum þremur eða hjá Ás- dísi Helgu Bjarnadóttur á Hvanneyri. Rit Hólar í Hjaltadal GUÐMUNDUR Karl Ásbjörnsson opnar sýningu í dag, laugardag, í nýju galleríi í Þýskalandi, Galerie am Storchentrum í Zell. Guðmundur sýnir akrýl- og olíumálverk sem hann kallar Hraunheima – innsýn í 4. og 5. vídd. Sýningin stendur til 13. mars. Eitt verka Guðmundar Karls. Guðmundur Karl sýnir í Þýskalandi INGIMAR Waage opnar sýningu á málverkum í Galleríi Skugga, Hverfisgötu 39, í dag, laug- ardag, kl. 16. Viðfangsefni Ingimars er landslagsmálverkið og sú hefð sem ríkir á því sviði. Hann sækir efni- við sinn í fjallaferðir um öræfi og hálendi Ís- lands. Birtan er honum sérlega hugleikin og tefl- ir hann saman hinni tæru og léttu birtu og þunga og formstyrk fjallanna. Ingimar skoðar hið íslenska landslag og setur það í samhengi við rómantískt landslagsmálverk í Evrópu á fyrri hluta 19. aldar og við upphaf 20. aldarinnar á Ís- landi. Á vefsíðu Ingimars, www.simnet.is/iwam, má lesa m.a.: Frá örófi alda hefur líf Íslendinga ver- ið samtvinnað harðneskjulegri náttúru landsins. Verkin mín draga dám af áhuga mínum á því og ekki síst þeirri auðn sem ræður ríkjum á hálend- inu. Ég hef áhuga á því hvernig hálendið kom mönnum fyrir sjónir fyrr á tímum þegar úti- legumenn bjuggu í afdölum, vötnin voru dýpri og full af skrímslum, fjöllin voru hærri og brattari og Hekla sjálf inn- gangur vítis. Á hverju sumri þvælist ég, nú- tímamaðurinn, um þessa afdali uppfræddur af visku dagsins í dag og kemst að því að í vötn- unum þrífast hvorki loðsilungar né öfuguggar og Hekla er bara venjulegt, virðulegt eldfjall. Samt býr þetta landslag yfir töframætti og dulúð þó vísindin hafi kennt okkur sitthvað um eðli náttúrunnar. Eftir stendur glíma einstaklingsins við nátt- úruöflin þar sem maðurinn einn má sín lítils.“ Sýningin er opin alla daga nema mánudaga kl. 13–17 og lýkur sunnudaginn 16. febrúar. Landslagsmál- verk í sam- hengi í Skugga Ingimar Waage við verk sín í Galleríi Skugga. Morgunblaðið/Jim Smart ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ Ljóskastarar margar tegundir og gerðir lýkur í dag Nýbýlavegi 2 • 200 Kópavogi • S. 570 5300 www.arctictrucks.is markaður jeppamannsins Síðasti dagurinn Gefið í á þrusu-útsölu Arctic Trucks á föstudag og laugardag. Frábær kjaratilboð á fylgihlutum, aukabúnaði og útvistarfatnaði. Opið í dag, laugardag kl. 10 - 16 Barnabílstólar og sessur Fólksbíladekk, negld og ónegld. Ljóskastaragrindurj i Margar stærðir á flestar tegundir jeppa. verð 15.000 kr. Jeppadekk ÞRUSU-ÚTSÖLU 20% 25% 20-40% afsláttur30% afsláttur 20-40% afsláttur s.s. á Ford, Isuzu Trooper, Land Rover, Pajero, L200, Patrol, Terrano og Suzuki Ljósagrindur á flestar tegundir jeppa ÍS LE NS KA A UG LÝ SI NG AS TO FA N/ SI A. IS T O Y 20 01 1 0 1/ 20 03 Jeppaeigendur, vélsleðafólk og fjallamenn: Fatnaður og aukahlutir fyrir vélsleða- og mótorhjólafólk. Nýir og notaðir vélsleðar á lækkuðu verði! 20-70% afsláttur 20-70% afsláttur Af ComeUp spilum20% 1 stk. nýtt Ramsey spil á aðeins Loftdælur, margar gerðir REP 8000R 70.000 kr.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.