Morgunblaðið - 02.02.2003, Qupperneq 8
FRÉTTIR
8 SUNNUDAGUR 2. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Þar slokknaði síðasti vonarneistinn um að fiskveiðiráðgjöfin hafi verið eitthvað til að byggja á.
Tannverndarvika að hefjast
Það koma alltaf
nýjar kynslóðir
NÚ ER að hefjasttannverndarvikahér á landi og er
þar um talsvert aukin um-
svif tannverndarráðs að
ræða, því hingað til hafa
verið haldnir tannverndar-
dagar. Dr. Helga Ágústs-
dóttir tannlæknir er for-
maður tannverndarráðs og
svaraði hún fúslega nokkr-
um spurningum Morgun-
blaðsins í tilefni þessa.
– Segðu okkur fyrst frá
Tannverndarráði, fyrir
hvað það stendur, hvernig
það starfar og hlutverk
þess?
„Tannverndarráð hefur
unnið að forvarnarstarfi í
tannverndarmálum á
landsvísu um tveggja ára-
tuga skeið. Tannverndar-
ráð hefur til ráðstöfunar sjóð sem
ákveðinn var af heilbrigðisráð-
herra árið 1991 og hefur verið
óbreyttur að krónutölu síðan. Við
höfum fyrst og fremst lagt
áherslu á sk. þýðistefnu, þ.e.a.s.
að beina fræðslu um tannvernd að
eins mörgum einstaklingum og
hægt er að koma við. Það höfum
við gert með útgáfu fræðsluefnis í
ýmsu formi, s.s. bæklinga og á
heimasíðu okkar, www.tann-
heilsa.is auk þess að senda tann-
fræðinga m.a. í leikskóla, grunn-
skóla, sambýli og öldrunar-
stofnanir með kennsluefni um
tannvernd. Nú hin seinni ár höf-
um við því miður þurft að skera
þessa þjónustu mjög niður vegna
fjárskorts og sinnum því aðallega
grunnskólum. Tannverndarráð
hefur dreift fræðsluefni án endur-
gjalds til þeirra sem þess óska.
Þeir sem hafa nýtt sér þessa þjón-
ustu hafa aðallega verið heilsu-
gæslustöðvar, leik- og grunnskól-
ar og tannlæknastofur. Við höfum
einnig auglýst í fjölmiðlum til að
vekja fólk til umhugsunar um
tannvernd og þá sérstaklega í
kringum hinn árlega tannvernd-
ardag í febrúar.“
– Nú verður dagur ekki látinn
duga, heldur vika, er það til marks
um versnandi ástand í munni
landsmanna?
„Nei, það er nú ekki ástæðan,
heldur vildum við reyna að fá
meiri athygli með lengri tíma. Í
fyrra gekk Íslendingum svo vel í
handbolta að það skyggði á allt
annað þann föstudag og tann-
verndin féll alveg í skuggann.“
– Hverjar verða helstu áherslur
tannverndarviku og hvernig verð-
ur vikan útfærð?
„Í stað þess að hafa eitt ákveðið
þema er viðfangsefni vikunnar
tannvernd af öllu tagi. Þar er af
nógu að taka og má nefna atriði
eins og sykurneyslu, glerungseyð-
ingu, tannvernd aldraðra og
sjúkra, reykingar og tannheilsu
og margt fleira. Við reynum að
vekja fólk til umhugsunar um
tannverndarmál með auglýsing-
um, greinum og fleiru í fjölmiðl-
um.“
– Hvernig er annars
ástandið á tanngörðum
landsmanna miðað við
nágrannaþjóðirnar?
„Því miður vitum við
það ekki eins vel og við
óskuðum, en ætlunin er að bæta
úr því á næstu árum með stórri
rannsókn á tannheilsu lands-
manna. Við teljum okkur vera á
svipuðu róli og aðrir Norður-
landabúar þegar rætt er um tann-
skemmdir barna, en við vitum það
þó ekki fyrir víst. Reyndar höfum
við líkst Norðmönnum hvað mest
á þessu sviði hin seinni ár og nú
eru að berast válegar fréttir frá
Noregi um það að tannskemmdir í
barnatönnum séu að aukast. Það
þýðir væntanlega auknar tann-
skemmdir í fullorðinstönnum
þessara barna þegar fram líða
stundir því mikil fylgni er þarna á
milli. Þetta sýnir okkur það að
þrátt fyrir að forvarnarstarf hafi
borið góðan árangur og tann-
skemmdir séu nú fátíðari en áður
gerðist, megum við ekki sofna á
verðinum. Það koma alltaf nýjar
kynslóðir sem þurfa að fræðast
um tannvernd til að ekki fari allt í
sama horfið aftur.“
– Er ekki starf tannverndar-
sinna í ætt við vindmyllubardaga
á öld sívaxandi sykurneyslu?
„Jú, að vissu leyti má segja það
því sykurneyslan hér á landi er al-
veg hreint gífurleg. Neysla gos-
drykkja og sælgætis er meiri hér
en á flestum öðrum stöðum í
heiminum. Þrátt fyrir að tann-
skemmdir hafi minnkað eru gos-
drykkirnir að eyða upp glerungn-
um á tönnum margra barna og
ungs fólks þannig að óbætanlegur
skaði er að verða þar.“
– Hvað þarf helst að gera til
þess að hefja stórsókn í tann-
verndarmálum?
„Það þarf að efla vitund fólks
um eigin ábyrgð á tannheilsu sinni
og barna sinna. Forgangsröðun
margra þarf að breytast, þar sem
niðurbrot á tönnum er eitthvað
sem verður ekki bætt nema með
tilbúnum hlutum sem ná aldrei að
verða jafngóðir og það
sem skaparinn útbjó
okkur með. Síðan þarf
auðvitað að gera rann-
sókn á tannheilsu
landsmanna, fyrr vitum
við ekki hvar helst er úrbóta
þörf.“
– Veitti nokkuð af því að halda
næst tannverndarár?
„Öll ár eiga í sjálfu sér að vera
tannverndarár í þeim skilningi að
það á aldrei að líða sá dagur í lífi
fólks að tennurnar séu ekki hirtar.
Mikilvægasti þáttur tannverndar
fer fram hjá einstaklingunum
sjálfum.“
Helga Ágústsdóttir
Helga Ágústsdóttir er fædd í
Hafnarfirði. Maki er Ólafur Skúli
Indriðason, sérfræðingur í lyf-
og nýrnalækningum. Þau eiga
Katrínu Helgu, 6 ára. Stúdent
frá MR 1985 og tannlæknir frá
Háskóla Íslands 1991. Fram-
haldsnám í sjúkrahústannlækn-
ingum við Connecticut-háskóla
1991–1993 og síðan MS í öldr-
unartannlækningum við
University of North Carolina í
Chapel Hill 1996. Lauk einnig
mastersprófi í lýðheilsufræðum
og samfélagstannlækningum og
doktorsprófi í faraldsfræði við
sama skóla árið 2000.
… að efla vit-
und fólks um
eigin ábyrgð
NÁMSTEFNA um sál-
fræðileg málefni sem
nefnist „Viðtalsmeð-
ferð – varnarhættir“
verður haldin á Grand
Hóteli dagana 6.–8.
febrúar. J. Christopher
Perry, prófessor við
McGill University í
Montreal í Kanada,
kynnir þar kenningar
sínar og aðferðir á sviði
viðtalsmeðferðar.
Námstefnan er ætluð
fagfólki og meðferðar-
aðilum á geðheilbrigð-
issviði og fer fram í fyr-
irlestrum og æfingum
þátttakenda.
Magnús Skúlason, yfirlæknir á
réttargeðdeildinni og talsmaður
undirbúningsnefndar fyrir nám-
skeiðið, segir Perry mikils metinn
fræðimann og þekktan meðal fag-
fólks. „Perry er þekktastur fyrir vís-
indarannsóknir á sviði viðtalsmeð-
ferðar eða sállækninga, eftir því
hvaða orð við kjósum að nota,“ segir
Magnús. „Hann hefur einnig gert
viðamiklar rannsóknir á sálrænum
varnarháttum mannsins og sett fram
ítarlegar kenningar um myndun og
tilgang þeirra. Ennfremur flokkar
hann varnarhættina eftir eðli þeirra
og afleiðingum. Hann hefur rann-
sakað geðræn sjúkdómsfyrirbrigði,
einkum persónuleikatruflanir og
þunglyndi, ekki síst með tilliti til
meðferðarinnar. Hann er höfundur
að þekktri matsaðferð eða mælingu
á varnarháttum sem hefur reynst
mjög gagnleg, bæði við greiningu og
varðandi forspárgildi á meðferðar-
horfum. Fyrir tilverknað hans eru
varnarhættir nú teknir inn í grein-
ingarskrá bandarísku geðlæknasam-
takanna (DSM IV).
Perry hefur sýnt fram á að með-
ferðar- og batahorfur þunglyndis-
sjúklinga tengjast því mjög hvaða
varnarháttum þeir
beita. Perry hefur í
samstarfi við barna-
geðlækna rannsakað
samskipti móður og
barns á frumbernsku-
skeiði með tilliti til
myndunar varnarhátt-
anna og hvernig ytri
aðstæður geta haft
mótandi áhrif.“
Magnús segir hug-
myndir Perry á þá leið
að varnarhættirnir séu
í eðli sínu leið mannsins
til aðlögunar að ytra
sem innra álagi og til að
ná sálrænni málamiðl-
un við veruleikann og kröfur hans.
Hins vegar geta varnarhættirnir
stundum umbreyst í margvíslegar
hömlur í lífi manna, hegðunarfrávik
og sjálfsblekkingar. Geðræn ein-
kenni, skapgerð, atferli og raunar
allur lífsstíll endurspegli hina sál-
rænu varnarhætti mannsins.
Leggur áherslu á listsköpun
„Reynsla Perry er sú að meðferð-
ar- og batamöguleikar sjúklinga með
erfiðar persónuleikatruflanir séu
mun meiri en almennt hefur verið
talið en hann leggur áherslu á að það
þurfi að vera möguleikar á lang-
vinnri meðferð þar sem bæði ein-
staklings- og hópmeðferð komi til og
raunar fleiri meðferðarform og með-
al annars hefur hann lagt áherslu á
gildi listsköpunar fyrir sjúklingana.
Allt þetta getur haft mikla þýðingu í
meðferðarmálum og meðal annars í
réttargeðlæknisfræði þar sem marg-
ir eiga einmitt við persónuleikatrufl-
anir að stríða sem oft hefur verið tal-
ið erfitt að breyta.
Rannsóknir Perry og fleiri fræði-
manna hafa einnig sýnt að eftir með-
ferð slíkra sjúklinga með persónu-
leikatruflanir og fleiri geðræn
vandamál, getur batinn og bataferlið
oft haldið áfram eftir að meðferð lýk-
ur og varnarhættirnir þroskast og
verða forsenda traustari geðheilsu
og innri vaxtar,“ segir Magnús.
Fræðslunefnd Þerapeiu, Suður-
götu 12, viðtalsmeðferðarnefnd Geð-
læknafélagsins og Sálfræðingafélag-
ið standa fyrir námstefnunni.
Skráningar berist Sálfræðingafélagi
Íslands eða með tölvupósti á sal-
@sal.is. Námstefnan hefst kl. 10 á
miðvikudag en skráning hefst kl. 9.
J. Christopher Perry kynnir hugmyndir um viðtalsmeðferð
Betri batahorfur
en áður var talið
Magnús Skúlason
INNBROTSÞJÓFAR stálu pening-
um sem nemendur í Mýrarhúsa-
skóla höfðu greitt fyrir mjólkur-
kaup í skólanum aðfaranótt
föstudags. Einnig hvarf sjóður í
eigu kennara.
Ekki var fyllilega ljóst hversu
digrir sjóðirnir voru en tjónið skipti
nokkrum þúsundum króna. Þá er
ótalið eignartjón en brotin var upp
útidyrahurð. Einnig var lyklum að
skólanum stolið og gæti orðið dýrt
að bæta það tjón. Marteinn M. Jó-
hannsson segir að þjófavarnarkerfi
skólans hafi farið í gang við inn-
brotið en þegar öryggisverðir Sec-
uritas komu á vettvang um fimm
mínútum síðar, hafi þjófarnir verið
horfnir. Hins vegar hafi sést til bíls
fyrir utan skólann um svipað leyti
og hafi lögregla lýsingu á honum.
Málið er í rannsókn.
Mjólkurpeningum
nemendanna stolið