Morgunblaðið - 02.02.2003, Page 16
hverfi 103 í Reykjavík næsta dag. Kristlaug er
spurð að því hvers vegna hún hafi valið að gefa
sjálf út sögur sínar um Diddu og dauða köttinn
og Ávaxtakörfuna fyrir jólin. „Hvers vegna
ekki?“ svarar hún sposk. „Maður verður að
skapa sér sín eigin atvinnutækifæri. Helga
Braga er ekki vinsæll skemmtikraftur af því að
hún er sæt og skemmtileg. Hún er hörkudug-
leg og lætur sig ekki muna um að skapa sér sín
eigin atvinnutækifæri,“ segir Kristlaug og
Helga laumar því að henni hvort hún sé ekki
örugglega líka sæt og skemmtileg. Svarið ligg-
ur í augum uppi og vinkonurnar skella upp úr.
Kristlaug segist stefna að því að gera fyr-
irtæki sitt ÍsMedía að stöndugu keflvísku út-
gáfufyrirtæki á sviði barnamenningar. „Bóka-
útgáfan og framleiðsla kvikmyndarinnar er
aðeins fyrsta skrefið í áttina að stórveldi í
framleiðslu á bókum, leikritum, bíómyndum og
sjónvarpsefni fyrir börn,“ segir hún og fipast
ekki andartak þó að votti fyrir efasemdum í
svip blaðamanns. „Sumum finnst sniðugt að
setja allt sitt traust á stóriðju. Við Keflvíkingar
teljum að sóknarfærin liggi í menningu og list-
um. Ef allar áætlanir ganga upp væri hægt að
taka upp tólf þátta sjónvarpsseríu um Diddu í
Keflavík á næsta ári. Þú getur rétt ímyndað
þér hvort einhvern störf sköpuðust ekki við
slíka vinnu og margföldunaráhrifin á þjónustu
í bænum eru ótrúleg. Eitt leiðir síðan vonandi
af öðru svo að hægt verði að tala um stöndugt
fyrirtæki eftir nokkur ár. Starfsmennirnir
gætu orðið svona á bilinu 50 til 1.000.“
Eins og stendur segist Kristlaug þó enn ekki
ná að sjá fyrir sér með skriftunum. „Ég lifi svo
sannarlega ekki af því núna en vonandi kemur að
því einhvern daginn. Ég á tvö börn og hund og lít
á mig sem húsmóður eða kannski bara hús-
freyju,“ segir hún hugsi. „En ég vinn við fyrir-
tækið mitt 8 tíma á dag. Sama hvort að ég fæ ein-
hvern tíma borgað fyrir þessa vinnu eða ekki.“
Hvaða viðtökur hefur sagan um Diddu feng-
ið? „Bókin hefur fengið ágætar viðtökur.
Krakkar hafa talað um að hún væri bæði
skemmtileg og spennandi. Gagnrýnendur hafa
yfirleitt verið jákvæðir. Einn gagnrýnendanna
sagði reyndar að sagan gæfi ekki nógu góða
mynd af geðhvarfasjúklingum. Ég veit ekki
hvaðan hann hefur fengið þá hugmynd að
fjallað sé um geðhvarfasýki í sögunni. Ein per-
sónan hefur fengið taugaáfall eins og skýrt er
tekið fram. Taugaáfall er taugaáfall – ekki eitt-
hvað annað. Hugsanlega hefur mikil umræða
um geðhvarfasýki í fjölmiðlum villt þarna um
fyrir gagnrýnandanum.“
Kristlaug segir að Didda og dauði kötturinn
sé í senn fjölskyldu-, spennu- og gamanmynd.
„Myndin fjallar um Diddu, 9 ára, fjölskyldu
hennar, vini og nágranna í bænum. Bróðir
hennar er aðal bæjarvillingurinn og þegar
hann hverfur ásamt Pétri, vini sínum, halda
foreldrar þeirra að þeir séu að fremja enn eitt
prakkarastrikið. Didda er mikill bókaormur og
eyðir löngum stundum uppi í risi að lesa og
fylgjast með nágrönnum sínum. Einn daginn
flytur Filiphus, uppáhaldsrithöfundurinn
hennar, í nágrennið. Hún gerir tilraun til að fá
hann til að árita nýjustu bókina sína fyrir sig –
án árangurs. Hann vill hvorki heyra né sjá
nokkurn mann. Didda prílar því upp á skúr-
ræfil til að sjá betur til hans. Ekki vill þá betur
til en svo að hún steypist ofan af þakinu niður í
lýsistunnu svo liggur við drukknun.“
Kristlaug upplýsir að eftir hrösunina af þak-
inu þurfi Didda ekki lengur að hafa áhyggjur af
því að hafa gleraugun alltaf á nefinu – og gott
betur. „Didda er allt í einu komin með ofursjón
og sér ekki aðeins í gegnum hollt og hæðir
heldur líka dauðan kött. Inn í frásögnina
blandast svo barátta Diddu við að upplýsa
bankarán og fleiri glæpi.“
Vanda ekki „Vonda“
Helga Braga fer með hlutverk Vöndu í kvik-
myndinni. „Vanda rekur sjoppuna í hverfinu.
Hún er svona „femme fatal“. Karlmenn sækja í
hana eins og mý á mykjuskán. Hún á fullt í
fangi með að banda þeim frá sér til að fá frið til
að sinna sínum „bísness“. Vanda sækist eftir að
taka áhættu í lífinu og lætur sér ekki allt fyrir
brjóstið brenna,“ segir Helga Braga leyndar-
dómsfull á svip og vill alls ekki meina að Vanda
eigi skilið uppnefni krakkanna „Vonda“. „Þess-
ir krakkar. Þeir eru svo vitlausir,“ segir hún og
bandar frá sér hendinni að hætti Vöndu.
Helga Braga segist hafa haft mjög gaman af
að því að leika Vöndu. „Ég hef alltaf haft gam-
an af því að leika fyrir börn og naut þess svo
sannarlega að leika Vöndu í kvikmyndinni.
Hlutverkið var eins og sniðið fyrir mig,“ segir
hún og Kristlaug bætir við að í því séu ákveðin
sannleikskorn því að eftir að hún hafi vitað að
Helga Braga myndi fara með hlutverkið hafi
hún breytt því aðeins með tilliti til hennar leik-
stíls. „Ég var að minnsta kosti mjög ánægð
með Vöndu. Hún var akkúrat eins og ég vildi
hafa hana – ekki spurning,“ segir Helga Braga
og segist ekki vera neitt sérstaklega lík Vöndu.
„Hún er meiri töffari en ég. Ég þyrfti að vera
aðeins meira „kúl“.“
Foreldrarnir skrípó
Foreldrar Diddu eru blaðamaður og rann-
sóknarlögreglumaður eins og þú og maðurinn
þinn. Gefur kvikmyndin um Diddu og dauða
köttinn sannfærandi mynd af fólki í þessum
störfum? „Nei, alls ekki,“ segir Kristlaug og
brosir. „Ég tek mér skáldaleyfi til að gera þau
dálítið skrípó. Þó að maðurinn minn sé rann-
sóknarlögreglumaður veit ég lítið hvað hann er
að gera í vinnunni. Alla mína visku um leyni-
löggur hef ég úr sjónvarpi og bókum, t.d.
Taggart, Dalgleish og Morse að ógleymdri
Stellu Blómkvist.“
Blaðamaður gefst ekki upp og spyr Krist-
laugu hvort Didda sé lík henni sjálfri. Hún hafi
jú verið bókaormur þegar hún var lítil – ekki
satt? „Jú, ég var bókaormur eins og Didda þeg-
ar ég var lítil en ég var líka mikið úti að leika
mér og kanna mitt nánasta umhverfi. Ég
myndi kannski ekki segja að hún væri lík mér
en þegar maður býr til persónur þá skilur mað-
ur alltaf eftir eitthvað af sjálfum sér í þeim.“
Kristlaug segist eiga tvö börn – fimm og sex
ára. „Þau hafa kannski ekki áhrif á söguþráð-
inn en Margrét, dóttir mín, kemur gjarnan
með tillögur ef ég segi henni hvað ég er að
skrifa. Hún hefur meiri áhuga á því sem ég er
að gera núna og er með innlegg í næstu sögu
um Diddu. Sú saga heitir Didda og kaffi-
hneykslið og kemur vonandi út með vorinu.“
„Þið eruð mínir bestu menn“
Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ,
fer með gestahlutverk lögregluvarðstjóra í
myndinni. „Ég var lengi að velta því fyrir mér
hver væri bestur til að leika lögregluvarðstjór-
ann. Hlutverkið er frekar lítið og einhvern veg-
inn virtist alveg kjörið að fá einhvern annan en
leikara í hlutverkið, t.d. einhvern þekktan
stjórnmála- eða tónlistarmann. Eftir að Árni
var ráðinn bæjarstjóri lá alveg beint við að
bjóða honum hlutverkið. Hann hafði heldur
ekki verið nema örfáa daga í embættinu þegar
ég kom auga á hann 17. júní í skrúðgöngu og
vatt mér umbúðalaust að honum með tilboðið.
Ég reyndi náttúrlega að láta líta út fyrir að
hlutverkið væri afar smátt í sniðum og hélt því
reyndar fram án þess að blikna að hann þyrfti
aðeins að segja eina setningu „Þið eruð mínir
bestu menn.“ Árni endurtók setninguna eftir
mér og kvað síðan upp úr með að hann hlyti að
ráða við þetta – eins og hann sagði sjálfur,“
segir Kristlaug stríðnislega.
Skömmu síðar sagðist hún hafa sent Árna
nokkurra blaðsíðna handrit í pósti á bæjar-
skrifstofurnar. „Ég hringdi síðan í hann beint
eftir bæjarstjórnarfund tökudaginn til að
minna hann á hvenær hann ætti að mæta. Ég
verð að viðurkenna að ég fékk svolítinn móral
yfir að hafa ekki sagt honum satt um umfang
hlutverksins þegar ég heyrði hann í gegnum
símann leita að handritinu á skrifborðinu hjá
sér og tauta fyrir munni sér: „Þið eruð mínir
bestu menn.“ Ég beið heldur ekkert eftir því að
hann fyndi handritið heldur lauk símtalinu í
skyndingu með því að minna hann á að hann
ætti að vera mættur í förðun eftir hálftíma.
Mér til mikils léttis mætti hann síðan í sól-
skinsskapi á tökustaðinn á tilsettum tíma –
ekki aðeins búinn að læra allan textann sinn
heldur búinn bæta einum brandara við hand-
ritið. Hann féll líka eins og ekkert væri inn í
hópinn,“ segir Kristlaug. „Hann var alveg frá-
bær,“ segir Helga Braga.
Kristlaug segist hafa búið svo um hnútana
að hún hafi haft gott tækifæri til að að fylgjast
með tökum á kvikmyndinni í sumar. „Maður-
inn minn var svo yndislegur að taka sér frí til
að fara með börnin okkar út úr bænum á með-
an stærsti hluti myndarinnar var tekinn upp.
Ég hafði því gott tækifæri til að fylgjast með
tökunum og hjálpa til við hitt og þetta. Satt að
segja var ég aðalhlaupari í setti,“ segir hún og
brosir. „Ég var heldur ekki ein um að fylgjast
með tökunum. Yfirleitt laðaði tökuliðið til sín
talsverðan hóp áhorfenda og ekki spillti fyrir
hvers konar einmuna blíða var þessar 5 vikur í
júní og júlí.“
Kostnaði haldið í lágmarki
Spurð um kostnaðarhliðina segir Kristlaug
að Didda og dauði kötturinn hafi ekki verið
styrkt um eina einustu krónu af Kvikmynda-
miðstöð Íslands (Kvikmyndasjóði Íslands)
vegna þess að þar hafi ekki farið fram úthlutun
í háu herrrans tíð. „Almennt finnst mér barna-
menning ekki njóta nægilegrar virðingar eða
tillits í tengslum við styrki til fjármögnunar.
Mín tillaga er að við förum að dæmi hinna
Norðurlandaþjóðanna og afgreiðum umsóknir
um styrki til framleiðslu á barnaefni bæði
hraðar og betur en aðrar umsóknir,“ segir hún
og leggur áherslu á að barnamenning sé síst
minna virði en önnur menning. „Við björguð-
um okkur með styrkjum frá Reykjanesbæ,
Sparisjóði Keflavíkur, Barnamenningarsjóði
og Samkaupum og ýmsum öðrum fyrirtækjum
og svo er ég með veglegt lán í sparisjóðnum.
Ekki má heldur gleyma því að kostnaðinum við
kvikmyndina hefur verið haldið í algjöru lág-
marki. Ég get nefnt að leikstjórinn Helgi
Sverrisson tók myndina sjálfur upp á venju-
lega stafræna kvikmyndatökuvél. Myndinni
verður síðan varpað beint á tjaldið. Með því að
fara þessa leið tekst okkur líklega að halda
kostnaðinum í verði eins einbýlishúss í 101
Reykjavík miðað við 100 milljónir með venju-
legu aðferðina.“
Vinur í raun og á hvíta tjaldinu
Kristlaug segir að ungu leikararnir í mynd-
inni hafi staðið sig mjög vel. „Náttúrlega
mæddi mest á aðalleikkonunni Kristínu Ósk
Gísladóttur. Hún var ótrúlega fljót að átta sig á
því hvað var að gerst og til hvers var ætlast af
henni í hverri töku. Óhætt er að segja að hún
skili hlutverki Diddu mjög vel. Strákarnir Ein-
ar Orri og Davíð Már standa sig líka mjög vel.
Svo skemmtilega vildi til að þeir voru ágæt-
isvinir fyrir myndina. Þau tengsl hafa örugg-
lega hjálpað þeim töluvert að vinna saman við
tökurnar. Ég er ekki frá því að Davíð Már og
Einar Orri séu í raun heilmiklir hrekkjalómar,
a.m.k. voru þeir ekki í vandræðum með prakk-
arastrikin í myndinni. Annars eru krakkarnir
allir með rokna húmor og stórskemmtilegir að
hafa nálægt sér,“ segir hún en af öðrum leik-
urum má auk Helgu Brögu nefna Stein Ár-
mann Magnússon, Gunnar Eyjólfsson, Kjartan
Guðjónsson og Sjöfn Evertsdóttur. Kristján
Kristjánsson er aðstoðarleikstjóri og fram-
kvæmdastjóri við gerð myndarinnar. Tónlistin
er eftir Ludvig Forberg.
Drottningin Keflavík kórónar allt
Kristlaug er spurð að því hvernig henni lítist
á útkomuna. „Maður fær alltaf létt taugaáfall
þegar maður sér eitthvað fullunnið í fyrsta
skiptið. Þegar ég sá Ávaxtakörfuna á aðalæf-
ingu fór ég að grenja og sagði að ég myndi und-
ir engum kringumstæðum samþykkja hana að
óbreyttu. Eftir skyndifund á klósettinu í Ís-
lensku óperunni varð ég rólegri og leið ágæt-
lega á næstu sýningu. Að vísu er svolítið öðru-
vísi með kvikmyndina því að ég hef séð hana
svo oft á ýmsum vinnslustigum og verð ánægð-
ari eftir því sem ég sé hana oftar. Krakkarnir
koma náttúrlega ofsalega vel út eins og ég kom
inn á áðan. Steinn Ármann er alveg frábær í
sínu hlutverki og áfram mætti telja. Drottn-
ingin Keflavík kórónar síðan allt með því að
skarta sínu fegursta í sumarblíðunni.“
Þegar forvitnast er um hvort eitthvað fleira
spennandi sé á döfinni hjá vinkonunum verða
þær dularfullar á svipinn. „Við hittumst stund-
um og fáum okkur sérrí saman,“ segir Helga
Braga og Kristlaug María heldur áfram:
„Grínlaust þá höfum við verið að vinna saman
að drögum að rómantískri gamanmynd. Sérrí-
ið er nauðsynlegt af því að aðalpersónan í kvik-
myndinni heitir Sigurlína Hera Rybe og er
kölluð Sherry og hana leikur Helga Braga. Við
erum búnar að sækja um handritsstyrk til
Kvikmyndamiðstöðvar Íslands og vonandi
verður hægt að hefja tökur vorið 2004,“ segir
hún.
Helga Braga er beðin að segja svolítið frá
Sherry. „Sherry er ósköp venjuleg nútímakona
og alls engin ofurkona. Hún er heldur ekki eins
og allir álfakropparnir í sjónvarpinu,“ segir
hún og Kristlaug skýtur inn spurningu.
„Hvernig heldur þú að sé að vera 39 ára og 98
kg þegar allt gengur út á 19 ára og 49 kg stelp-
ur?.“ „Sherry er nú kannski ekki 98 kg!,“ segir
Helga. „Nema hvað – Sherry vinnur á auglýs-
ingastofu og einbeitir sér að því að finna gott
slagorð fyrir líkamsræktarstöð. Hún er sífellt
að fara út að borða til að ræða nýjar hugmynd-
ir og neyðist til að vera með 2,8 milljón króna
yfirdrátt á heftinu til að standa straum af lífs-
venjum sínum. Inn í söguna blandast síðan
fleira fólk, þ.á m. vinkona Sherryjar á svip-
uðum aldri. Sú lifir svolítið öðruvísi lífi því hún
er gift og á uppkomin börn. Hennar helsta
vandamál er að hjónabandið er að gliðna í
sundur. Báðum líður illa og eiginmaðurinn,
sem keyrir þjónustubíl fyrir fatlaða, lætur til-
finningar sínar bitna á fatlaða fólkinu,“ segir
Helga og Kristlaug kinkar kolli. „Ég vona bara
að við fáum handritsstyrkinn til að við getum
farið að ganga frá handritinu og undirbúa
næsta skref. Svona áður en einhver úti í Holly-
wood eða annars staðar í útlöndum er búinn að
stela hugmyndinni.“
ago@mbl.is
16 SUNNUDAGUR 2. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ