Morgunblaðið - 02.02.2003, Síða 20

Morgunblaðið - 02.02.2003, Síða 20
20 SUNNUDAGUR 2. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ É G TRÚI því að maður eigi að gera það sem gott er, maður fær það til baka, það kenndi guð- móðir mín mér,“ segir Olga Pálsdóttir og það býr tilfinningahiti í brúnum augum undir svörtum brá- hárum. Hún er íslenskur ríkisborg- ari og menntaður myndlistarmaður frá Listaháskóla Íslands, en það sést á yfirbragði hennar og fasi að hún á ættir að rekja á fjarlægar slóðir. Hún virðist í senn einlæg og leynd- ardómsfull, undirleit og einörð. Ég er komin á heimili hennar til þess að skoða listaverk hennar. Forsagan er að framan á kápu ný- útkominnar bókar um ævisögur ís- lenskra kvenna sem Ragnhildur Richter tók saman er falleg og róm- antísk mynd af konu – verk Olgu Pálsdóttur. Mig langaði til að vita hvaða kona þetta væri og í ljós kom að hún var rússnesk og hét Rimma Alexandrovna Gorshkova, móðir Olgu Pálsdóttur sem fædd er og alin upp í hinni norðlægu Múrmansk. Þar var faðir hennar verkamaður og hét Pavel Vasiljevich Bezeve. „Það var ást við fyrstu sýn þegar foreldrar mínir hittust í Múrmansk. Mamma var þar í heimsókn hjá syst- ur sinni. Afi var ekki hrifinn af að hún giftist föður mínum. Mamma var menntuð kona, dóttir undirof- ursta, pabbi var ómenntaður verka- maður þegar þau kynntust,“ segir Olga Bezeve sem orðin er Pálsdóttir upp á íslensku „Mér fannst Olga Bezeve ekki hljóma vel á íslensku svo ég ákvað að kenna mig við pabba eins og ís- lenskar konur gera, Pavel er sama og Páll,“ segir Olga og brosir. Hún er búin að setja myndir í bunka fyrir framan mig á sófaborð og það leynir sér ekki að þarna er fær listamaður á ferð. Ég ákveð að kaupa mynd og fæ í kaupbæti að spjalla við listamanninn um móður hennar, fortíðina í Rúss- landi og lífið hér á Íslandi. Presturinn gerði föðurinn fimm árum yngri „Guðmóðir mín, sem ég vitnaði til í upphafi, var frá Úkraínu þar sem pabbi var fæddur og uppalinn. Þeg- ar hann var ungur strákur voru Þjóðverjar þar við völd og þeir sendu alla unga stráka til starfa í Þýskalandi. Presturinn í kirkjunni hans pabba bjargaði honum frá þessum örlögum, hann falsaði kirkjubækurnar þannig að pabbi varð fimm árum yngri en hann var. Hann fæddist 1921 en var sagður fæddur 1926 og þannig var það alla tíð. Hann vann því fimm árum leng- ur en aðrir áður en hann komst á eft- irlaun 1988,“ segir Olga og hlær. En Pavel Vasiljevich var hreint ekki sloppinn frá hörðum örlögum þrátt fyrir aðstoð prestsins. Vegna þess að hann var um tíma undir stjórn Þjóðverja er þeir hertóku í Úkraínu þá var hann handtekinn þegar hann var um tvítugt og send- ur í Gúlagið til Síberíu. Síðar var hann sendur sem fangi til Múrm- ansk til að vinna þar. Hann vann við byggingarvinnu, vegagerð og fleira en fór að læra véla- og verkfræði eft- ir að hann kvæntist móður minni og starfaði við það síðan.“ Rimma Alexandrovna var frá Jar- oslave, var sem fyrr sagði menntuð kona. „Hún elskaði föður minn mjög heitt og fórnaði sér fyrir okkur dæt- urnar og hann,“ segir Olga. Faðir hans var bóndasonur frá Slipchizí, faðir hans átti býli en stundaði líka verkamannastörf, m.a. við steinlögn. „Afi vann um tíma í Moskvu við að steinleggja göngin sem neðanjarð- arlestirnar fara um.“ Þótt móðir Olgu hefði ekki verið fangi í Gúlaginu átti hún líka sára reynslu í farteskinu þegar hún gifti sig. Hún hafði misst móður sína fimm ára gömul. Faðir hennar, sem var á sífelldu ferðalagi vegna hern- aðarstarfa sinna giftist konu sem ekki kærði sig ýkja mikið um stjúp- dætur sínar tvær. Hún sinnti þeim ekki meira en það að yfirvöld gerðu föður telpnanna orð um að láta telp- urnar í fóstur ef hann héldi áfram búskap með þessari konu. Hann skildi við konuna og giftist annarri konu sem var dætrum hans afar góð. En þegar þær voru orðnar upp- komnar skildi hann við þá ágætu konu og giftist á ný þeirri sem hann hafði skilið við áður. Hann eignaðist eitt barn með hvorri þessara kvenna. „Mamma fékk gott uppeldi hjá konunni sem ól hana upp. Hún fékk að læra myndlist í ellefu ár og lærði líka verkfræði sem beindist einkum að keramiki, postulíni og kristal. Eftir að mamma giftist pabba vann hún ekki framar að list sinni,“ segir Olga. Eins og fyrr kom fram var faðir Rimmu ekki sérlega hrifinn af tengdasyninum, fyrrverandi fanga í Gúlaginu. Pavel Vasiljevich var heldur ekki sérlega hrifinn af tengdaföðurnum sem var fyrrver- andi leyniþjónustumaður – það tók- ust ekki góð tengsl milli þessara manna. „Ég kynntist þó afa mínum, hann var vel efnaður og mjög heið- arlegur maður en ég var ekki hrifin af öllum hans kenningum. Hann var mikill Stalínisti og reyndi að inn- prenta mér þau fræði, en ég hafði snemma sjálfstæða skoðun. Ég hef aldrei látið vaða yfir mig, ekki held- ur afa. Mamma var í leyfi frá störfum þegar hún hitti föður minn. Hún stjórnaði stóru fyrirtæki en hætti því til þess að búa með verkamanni í Múrmansk og helgaði sig heimili og börnum. Hún gaf sjálfa sig okkur dætrum sínum tveimur. Mamma dó þegar ég var ellefu ára gömul og það var mjög sár reynsla. Vill ekki tala illa um Rússland og Múrmansk Þegar pabbi fór á eftirlaun keypti hann bóndabýli í suðurhluta Rúss- lands, ekki langt frá Hvíta-Rúss- landi, á mjög fallegu svæði. Hann lifði þar ekki lengi. Hann veiktist af krabbameini í kjölfar Tjernóbyl- slyssins, það veiktust margir á þessu svæði af krabbameini eftir þetta illræmda kjarnorkuslys. En læknum var bannað að viðurkenna að fólkið þjáðist af krabbameini, pabba var alltaf sagt að hann væri með bakveiki. Að lokum var þó ekki hægt að leika þennan leik og það var viðurkennt að hann væri með krabbamein og það væri banamein hans.“ Svo sem kunnugt er hafa lengi verið mikil hernaðarumsvif í Múrm- ansk. Ég spyr Olgu hvort ekki hafi verið hætta á geislun frá kjarnorku- veri sem þar var og kjarnorkuskipi. „Ég vil ekki tala illa um Múrm- ansk og Rússland. Það kemur alltaf til baka ef maður er góður,“ svarar Olga. Hún viðurkennir þó að hún hafi gjarnan viljað flytja frá Múrmansk vegna kuldanna þar og að hún hafi fæðst með barnaastma. „Í Múrmansk er minna súrefni í loftinu en annars staðar í Rússlandi enda er þetta mjög norðarlega. Hernaðarumsvifin eru á svæði sem er algerlega lokað fyrir hinn al- menna borgara. Ég vissi sem barn um kjarnorkuverið og kjarnorku- skipið sem eru rétt við Múrmansk en maður heyrði ekki mikið um þetta enda var fólk þá ekki mikið upplýst um skaðsemi sem stafað gæti af kjarnorku. Við vissum því lít- ið um geislun og hættur sem fylgja henni. Líklega höfum við, íbúar í Múrmansk, myndað mótefni gegn henni að einhverju leyti.“ En hvernig uppeldi fékk Olga? „Gott. Við höfðum gott húsnæði og hlýtt, það veitti ekki af, við vorum oft vafðar eins og rúllupylsur í fatn- að í kuldum þegar við fórum út. En að öðru leyti var allt gott. Foreldrar mínir hugsuðu vel um mig. Við syst- urnar gengum kannski ekki í merkjafatnaði en mamma saumaði á mig föt frá því ég var pínulítil. Kon- an sem ól hana upp var saumakona, mamma fór til hennar í frí á hverju sumri og þá notaði hún tímann og saumaði á okkur systurnar. Hún saumaði föt úr góðum efnum og fal- lega sniðin. Hún vildi að við værum öðruvísi og klæddi okkur þannig. Mamma lagði áherslu á að það væri eftirsóknarvert að vera öðruvísi en aðrir, skera sig úr á jákvæðan hátt. Sjálf var mamma falleg kona og mjög vel klædd alltaf. Hún var 38 ára ára gömul þegar ég fæddist. Olga og systir hennar með föður sín- um á jólunum. Olga er sú yngri. Olga lítil telpa í Múrmansk. Rimma Alexandrovna Gorshkova Gef mömmu myndlistina mína „Rússar og Íslendingar eru ekki eins ólíkir og ætla mætti, einkum þeir sem búa norðarlega,“ sagði Olga Pálsdóttir myndlistarmaður m.a. í samtali við Guðrúnu Guðlaugsdóttur. Olga segir frá fortíð sinni í Rússlandi og lífi sínu hér í bland við rabb um myndlist og sam- félagsmál. Olga Pálsdóttir myndlistarkona.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.